Tíminn - 13.09.1995, Side 16

Tíminn - 13.09.1995, Side 16
Veöríö (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Su&urland og Faxaflói: Subaustan kaldi en á stöku stab stinningskaldi og skýjab. Dálítil rigning, einkum framan af. Hiti 8-13 stig. • Brei&afjörbur og Vestfir&ir: Subaustlæg átt, gola e&a kaldi. Lítilsháttar rigning þegar lí&a tekur á daginn. Hiti 8-12 stig. • Strandir og Nor&urland vestra og Nor&urland eystra: Sunnan og subaustan kaldi og léttskýjab. Hiti 10-16 stig a& deginum. • Austurland ab Clettingi: Su&austan kaldi. Þurrt og skýjab meb köflum. Hiti 7-13 stig. • Austfir&ir: Su&austan gola e&a kaldi. Skýjab og sums staðar dálftil súld. Hiti 7-9 stig. • Su&austurland: Austan kaldi, sums sta&ar stinningskaldi. Skýjab og dá- lítil súld annab slagib. Hiti 7-11 stig. • Mibhálendib: Su&austlæg átt, kaldi e&a stinningskaldi og reikna má me& rigningu e&a súld vestan til á hálendinu. Hiti 5-9 stig yfir daginn. Nils O. Dietz, sendiherra Norömanna á íslandi, er undrandi á niöurstööum kosn- inga til fylkisþinga og sveitarstjórna í Noregi þar sem nánast dauöadœmdur flokkur vann stórsigur: Breytingar sem enginn gat séö fyrir aö yröu Norskur stjórnmálaflokkur, sterklega knýttur við samtök öfgamanna sem vinna a& því a& útlendingar í Noregi, eink- um múslimar, ver&i fluttir nauöungarflutningum úr landi, var sigurvegari kosn- inga til fylkisþinga og bæjar- stjórna í Noregi. Framfara- flokkurinn (Fremskrittsparti- et) haföi raunar veri& afskrif- aöur sem stjórnmálaafl fyrir ári sí&an í sko&anakönnun- um. En nú er Carl I. Hagen aftur kominn fram á sjónar- svi&iö, og þaö sterkur, meö um 12% kjósenda aö baki sér og hefur meira en tvöfaldab fylgi flokksins. Flokkurinn er nú 4. stærsti flokkur Noregs. Hagen er þekktur fyrir biblíu- tilvitnanir sínar og hörku vi& andstæöinga sína í flokkn- í höfuöborginni Osló. Þar hefur Framfaraflokkurinn unniö veru- lega á í kosningunum eins og víöar um landiö. Borgarfulltrúar Oslóarborgar eru yfir 60 talsins og borgarfulltrúar Framfara- flokksins veröa 13 talsins. Nærri fjóröi hver Oslóarbúi kaus flokk Hagens til valda. Flokkurinn viröist hafa í hendi sér meiri- hlutasamstarf í höfuöstaönum. „Þaö er erfitt aö segja á þessari stundu hvaö úrslit kosninganna boöa í Noregi. En þaö er ljóst aö hér hafa oröiö breytingar á styrkleikahlutföllum flokkanna, sem enginn gat séö fyrir. Fram- faraflokkurinn, sem er raunar allt annar flokkur en Framsókn- arflokkurinn hér á íslandi, hefur greinilega unnið stóran sigur og við því hafði enginn búist við, alla vega ekki svo stórum sigri," sagöi Nils O. Dietz, sendiherra Noregs hér á landi í samtali við Tímann í gær. Sendiherrann sagöi aö búist heföi verið viö fylgistapi Sósí- alska vinstriflokksins, en alls ekki eins miklu og nú hefur orö- ið raunin. Varöandi Verka- mannaflokkinn sagöi Dietz að útkoma hans væri lakari en menn á þeim bæ höföu vænst. Útkoman er skárri en síðast, en sú næstversta frá stríöslokum, enda þótt flokkurinn fengi um þriöjung atkvæöa. Þá væri at- hyglisvert að Venstre vinnur vel á, fær meðal annars 2 borgar- fulltrúa í Osló, og ef um væri aö ræöa kosningar til Stórþingsins, þýddi þaö 6 eða 7 þingmenn, en flokkurinn hefur einn þing- mann í dag. Stórþingskosningar eru eftir tvö ár. ■ Niels O. Dietz sendiherra Noregs á íslandi ásamt Olav Myklebust sendi- rábsritara ígœr. Sendiherrann segir ab hann hafi ekki fremur en abrir bú- ist vib svo miklu fylgi Framfaraflokks Hagens, afar umdeilds flokks. Tímamynd: CS Haustvörurnar streyma inn \(#HI/I5IÐ Mörkinni 6 (v/hlidina á Teppalandi). simi 588 5518. Bílastæði v/búðarvegginn. Verslunurmúti núfímans um. Meirihlutasamstarf norska Verkamannaflokksins og Sósí- alska vinstriflokksins er í hættu Borgarstjóri skipar nefnd vegna málefna mibbcejarins: Vinni að úrbót- um í mi&bænum Borgarstjóri hefur ákve&iö a& skipa sérstaka framkvæmda- nefnd til tveggja ára til a& vinna ab úrbótum í málefnum mi&bæjarins. Nefndin er skipuð í framhaldi af tveimur athugunum sem gerb- ar hafa verið á ástandinu í mið- bænum. Verkefni nefndarinnar verður ab fylgjast meö ástandinu í miðbænum og samræma aö- gerðir einstakra aðila. Nefndina skipa Lára Björnsdóttir félags- málastjóri, Ómar Einarsson fram- kvæmdastjóri ÍTR og Pétur Svein- bjarnarson framkvæmdastjóri Þróunarfélagsins. ■ BSRB mótmœlir ákvörbun Kjaradóms: Fordæmi Alþing- is öllu verra Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hvetur alþingis- menn til ab hafna þessum dulda, skattfrjálsa launaauka sem felst í 40 þúsund króna aukagreibslu til þeirra á mánubi, til ab mæta ótil- greindum kostnabi. Jafnframt mótmælir stjórnin harölega ákvörðun Kjaradóms að hækka laun æbstu stjórnenda ríks- ins um 10%-20% á sama tíma og boöaður er enn frekari niöurskurð- ur á velferðarkerfinu og auknar gjaldtökur. í ályktun sinni telur stjórn BRSB þó öllu verra þab for- dæmi sem Alþingi sýnir meb þeirri ákvörðun sinni aö veita þingmönn- um sérstaka meðhöndlun gagnvart skattakerfinu, m.a. meö 40 þúsund króna skattfrjálsri aukagreiöslu. Stjórn BSRB telur að þetta sé óþol- andi feluleikur og til þess eins fall- inn að halda launafólki nibri og skekkja launakerfib. ■ Ásgeir Elíasson og Eggert Magnússon á blabamannafundi í gærþar sem Ásgeir tilkynnti ákvörbun sína um ab hætta. Tímamynd: GS Ásgeir Elíasson hœttir sem landsliösþjálfari: Veröur Teitur kallaöur til? Borgarráb: Hækkun SVR samþykkt Hækkun fargjalda SVR var sam- þykkt á fundi borgarrábs í gær meb atkvæbum fulltrúa R-listans. Full- trúar Sjálfstæbisflokksins greiddu atkvæbi gegn hækkuninni. Sjálfstæöismenn létu bóka á fundinum í gær að hér sé án efa um mestu fargjaldahækkun í sögu fyrir- tækisins aö ræða og sé hún gjör- samlega á skjön viö almenna verð- lagsþróun í landinu. Fulltrúar Reykjavíkurlistans bókuðu á móti aö fargjöldin í Reykjavík séu eftir sem áður ódýrari en í nágranna- sveitarfélögunum og muni þar yfir 100% í sumum tilvikum. ■ Ásgeir Elíasson, landsliösþjálf- ari í knattspyrnu, tilkynnti í gær a& hann myndi hætta þeg- ar samningi hans lýkur, sem er eftir landsleik viö Ungverjaland ytra, þann 11. nóvember næst- komandi. Ástæ&una segir Ás- geir vera margþætta, en þaö vegi þungt a& hann sé ekki ánæg&ur me& árangur li&sins í ri&Iakeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Þar hafi verib sett ákve&in markmib, sem ekki hafi ná&st, þrátt fyrir a& árang- ur ii&sins á þeim tíma sem hann hefur þjálfað þa& sé í sjálfu sér nokkuö gó&ur. Ásgeir segir ennfremur aö það sé í sjálfu sér tímabært að annar maður taki viö eftir fjögurra ára starf hans. Hann sakni þess einn- ig að vera ekki meö lið allt áriö og hyggist snúa sér aö því. Sterkur orðrómur hefur verið uppi um að Ásgeir komi til meb aö taka við liði Fram, sem nú er nánast fallið í aðra deild. Hann viðurkennir að það hafi verið orð- aö viö hann að taka við liðinu af ýmsum aðilum tengdum Fram, en vill ekkert segja um þaö. Þab veröi ab koma í ljós eftir aö samn- ingur hans viö KSÍ sé á enda. Fram sé inn í myndinni eins og önnur lið. Þessi niðurstaða héfur legib nokkuð í loftinu aö undanfömu og er nú þegar fariö aö spá í þab hver veröi eftirmaður hans. Hvaö innlenda þjálfara varöar þykir þeim sem gleggst þekkja aöeins tveir menn koma til greina, en það eru þeir Guöjón Þóröarson, sem að öllum líkindum veröur áfram hjá KR, og Logi Ólafsson þjálfari Skagamanna, og það má segja það sama um hann og Gub- jón ab allt bendir til aö hann veröi áfram hjá Skagamönnum. Hins vegar er þriðji Islendingur- inn, sem þykir líklegasti kostur- inn, en þaö er Teitur Þórðarson, þjálfari Lilleström í Noregi. Hann stendur reyndar í samningavið- ræðum viö Lilleström, en uppi hefur verið orörómur um ab hann sé á leið til íslands. ■ VIÐ ERUM FLUTT AF LAUGAVEGI í MÖRKINA 6 Úlpur í fjölbreyttu úrvali.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.