Tíminn - 15.09.1995, Blaðsíða 4
4
Föstudagur 15. september 1995
HÉÍI
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: |ón Kristjánsson
Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf.
Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Þingiö, þjóöin og launin
Urgur er nú í alþýðu manna vegna úrskurðar
kjaradóms um 9,5% grunnkaupshækkun til þing-
manna og ýmissa embættismanna og ríflegri
hækkanir til handa öðrum. í sjálfu sér er þó tæp-
lega hægt að saka þingmenn eða embættismenn-
ina um að hafa hrifsað til sín þessa hækkun, sem
kjaradómurinn ákvað, þó svo að hún sé mun ríf-
legri en þær hækkanir sem aðrir hafa fengið og sé
á skjön við þá jafnlaunastefnu sem í orði kveðnu
hefur verið fylgt. Aðalmál þeirra lagabreytinga,
sem þingmenn gerðu í vor, var jú að gefa frá sér
ákvörðunina um þingfararkaupið, þannig að ekki
væri hægt aö saka þá um að þeir væru að skammta
sér sjálfir úr hnefa. Það er líka eftirtektarvert að
ennþá í það minnsta hefur ekki verið hreyft mót-
mælum við því að sveitarstjórnarmenn fái sjálf-
krafa sömu hækkanir og þingmenn og ráðherrar
fengu.
Niðurstaða kjaradóms er enn ein staðfestingin á
því að jafnlaunastefnan, í því formi sem hún hef-
ur verið rekin, hefur verið kistulögð. Það er hins
vegar ekki kjaradómur einn sem negldi saman
þessa kistu. Að því hefur verið unnið sleitulaust frá
því í febrúar. Það má því segja að kjaradómur hafi
í og með verið að úrskurða um að febrúarsamning-
arnir ættu ekki lengur við. Þess vegna er ljóst að
aðilar vinnumarkaðarins þurfa að upphugsa nýja
stefnu og nýjar útfærslur við gerð kjarasamninga.
Það þarf að gefa upp á nýtt og stokka upp sjálft
samningaferlið, því það er alveg ljóst að með nú-
verandi stefnu munu þeir sem fyrstir semja alltaf
fá súru berin. Að Iækka laun þingmanna, ráðherra
eða embættismanna, verkalýðsforingja eða ann-
arra sem eru með miklu hærri laun en alþýða
manna, yrði aldrei nema tímabundin friðþæging
— deyfilyf en ekki lækning.
Þau ákvæði laganna frá því í vor, þar sem þing-
menn ákveða sér sérstök skattafríðindi, eru hins
vegar óverjandi og ómögulegt að sjá hvernig þeir
ætla að stíga á stokk og tala gegn skattsvikum, ef
þeir bakka ekki með þá hluti. Enda virðist raunar
sem almenningsálitinu þyki mestur eldsmatur í
þeim hluta kjaramálaákvörðunar til þingmanna.
Tíminn birtir í gær viðtal við þrjá þingmenn, sem
allir eru tilbúnir til að endurskoða skattalega með-
ferð á kostnaðargreiðslunum og taka þannig undir
hugmyndir sem fjármálaráðherra og starfandi for-
sætisráðherra hefur viðrað. Svavar Gestsson, þing-
flokksformaður Alþýðubandalagsins, gerir raunar
athugasemd við hversu fjármálaráðherra lætur
sem sér sé þetta skattamál köstnaðargreiðslna
ókunnugt og bendir á að hann hafi komið að því á
öllum stigum. Þó gera verði ráð fyrir að Svavar hafi
rétt fyrir sér í því, þar sem hann mælti fyrir frum-
varpinu og vann að framgangi þess, þá breytir það
ekki því að það er þingið sem slíkt sem ber ábyrgð-
ina, og stjórn þess hlýtur því að endurskoða
skattalega meðferð þessara kostnaðargreiðslna.
Inná meb Ólaf og Svavar!
Nú styttist í landsfund Alþýðu-
bandalagsins og þar með formanns-
kjörið í flokknum, sem ýmsir voru
búnir að spá að yrði pólitískur sum-
arsmellur fyrir Alþýðubandalagið.
Slík spá byggði á langri reynslu af
slagsmálum hjá Allaböllum þar sem
forustukreppur og ágreiningur milli
manna hefur jafnan verið afar líf-
legur og slegið út allar sápuóperur
sjónvarpsstöðvanna að Dallas með-
töldu.
Öll hin stórkostlegu
tímamót
Þaö hefur ekki síst gustað í kring-
um Ólaf Ragnar Grímsson, sem nú
er formaður á síðasta söludegi og
verður að draga sig í hlé sem for-
maður. Hin miklu „þáttaskil mann-
kynssögunnar" og „stórkostlegu
tímamót", sem Ólafur Ragnar talar
gjarnan um að séu að verða þegar
hann tilkynnir fréttamönnum
hvab hann ætlar ab gera, virðast
horfin úr starfi Allaballa og í staö
heimssögulegra viöburða annan
hvern dag gerist nánast ekki neitt.
Það eru bara tóm leiðindi lítilfjör-
leikans, sem virðast koma frá Alla-
böllum núorðið, og formannsslag-
urinn er svo lítilfjörlegur og lág-
reistur ab fréttastofur fjölmibla
segja frekar frá aðsókn á einhverjar
málverkasýningar en að búa til
fréttir af formannskosningunum.
Það segir sína sögu, að þegar
Garri ætlabi að brydda upp á um-
ræbum um málið í sundi í gær,
sögðu pottfélagarnir allir sem einn:
„Hvaða formannsslag?" Það hefði
enginn sagt, ef þeir Svavar og Ólaf-
ur Ragnar væru enn að takast á.
Það virðist því ekki blása byrlega
GARRI
fyrir nýrri forustu hjá Alþýðu-
bandalaginu og menn eru jafnvel
þegar farnir að velta fyrir sér hvort
þab ætli sér að verða feluflokkur,
þannig að ekki verði einungis spurt
„hvaba formannsslagur?" heldur
líka „hvaða Alþýðubandalag?"
Ab hleypa lífi í
slaginn
Garri á erfitt með að trúa því að
Allaballar með alla sína sögu hressi-
legs ágreinings, sundrungar og
átaka muni láta það henda sig aö
lognast út af í lognmollu og bein-
línis deyja úr leiðindum. Það verður
því ekki hjá því komist öllu Iengur
að þeir Svavar og Ólafur skipi sér
opinberlega í lið sinn með hvoru
formannsefninu og hleypi þannig
almennilegu lífi í slaginn.
Menn fengu forsmekkinn af því
hversu miklu meira f jör það væri, ef
gamalgrónir foringjar létu aðeins af
þessu yfirþyrmandi hlutleysi sínu,
þegar Einar Karl Haraldsson var í
sumar sagður hafa stutt Margréti
sérstaklega. Alveg um leið gaus upp
fjörið og formannskjörið varð að
stórmáli í hugum almennings og
flokksmanna og enginn fjölmiðill
tíundaði aðsókn að málverkasýn-
ingum á meðan.
Garri vill því skora á hinar grón-
ari kempur, Svavar og Ólaf Ragnar,
að láta af afskiptaleysinu og fara að
beita sér. Það er brýnt að bjarga
þessum fornfræga flokki frá því að
deyja úr leibindum. Útaf með hlut-
leysið, inná með Ólaf og Svavar!
Garri
Stjórn Húsnœöisstofnunar 7 994. Myndin er úr ársskýrslu Húsnœöismálastjórnar.
Jón og sérajón
Það er að sannast aftur og aftur að
orð Þorgeirs Ljósvetningagoða á
Alþingi vib kristnitökuna fyrir
tæpum þúsund árum eru ódauð-
leg: Ef vér slítum í sundur lögin,
þá slítum vér og í sundur friðinn.
Á þessu hafa þingmenn nú
brennt sig á því að hafa samþykkt
sérstök lög um skattalega meöferð
á hluta sinna tekna, lög sem eru
öðruvísi en þau lög sem almennt
gilda í þjóðfélaginu. Það hefur
heldur ekki staðib á því að með
þessu hafi friðurinn verið slitinn í
sundur, eins og útifundurinn á
Ingólfstorgi í gær vitnar um.
En svo virðist sem víbar séu
lögin slitin í sundur, þó það hafi
ekki farið hátt — trúlega til þess
að slíta ekki í sundur fribinn.
Fjárdráttur hjá Hús-
næöisstofnun
í ljös hefur komið að fyrir meira
en ári varð starfsmabur Húnæðis-
stofnunar ríkisins uppvís að fjár-
drætti, sem er saknæmt atferli og
refsivert og heföi því átt að vera
meðhöndlað sem sakamál. Hús-
næðisstofnun er sem kunnugt er
ekki einkafyrirtæki, heldur opin-
ber stofnun, og því er það ekki
einkamál stofnunarinnar ef
starfsmenn draga sér fé eða brjóta
á annan hátt gegn hegningarlög-
um. Stjórnendur stofnunarinnar
virðast hins vegar ekki líta svo á,
og telja að það sé þeirra að upp-
götva, rannsaka, upplýsa og
Á víbavangi
dæma í sakamálum sem upp
koma þar innandyra. Enda kemur
nú fram í fréttum, að félagsmála-
ráðherra eða félagsmálaráðuneyt-
ib er ekki látið vita af því að stofn-
unin fellur frá kæru á hendur
manni, sem hafði dregið sér fé, en
semur þess í stab vib sökudólginn
um endurgreibslu fjárins á ein-
hverjum tilteknum tíma.
Þetta er einstök málsmeðferð,
því almennt er bannað að stela
peningum frá opinberum stofn-
unum sem öðrum, og við slíkum
stuldi liggja viburlög.
Skoða sjálfir vinnufé-
lagann
Yfirmenn í Húsnæðisstofnun
hins vegar hafa kosið að rannsaka
meintan fjárdrátt sjálfir og ákveba
með hvaba hætti mál fyrrum
samstarfsmanns og félaga er af-
greitt. Augljóslega ræður kunn-
ingsskapur ferðinni, því i staðinn
fyrir að meðhöndla málið eins og
sakamál er farið meb það eins og
einhverja útistandandi viðskipta-
kröfu, sem mánuöum saman er í
innheimtu! Málib verður síöan
margfalt alvarlegra eftir aö stjórn-
endur stofnunarinnar hafa tekið
þann kost að ganga frá málinu í
„kyrrþey". En þá kemur í ljós að
það er miklu viðameira en menn
töldu í upphafi og teygir anga
sína mun víöar.
Það er sjálfsagt að ríkisstofnanir
njóti ríkulegs sjálfstæðis í starf-
semi sinni og hvernig því fé er
rábstafað sem í gegnum þessar
stofnanir fer. Þab þýðir ekki að
þessar stofnanir geti farið með
þessa peninga eins og þeim sýn-
ist, eða geti ákveðið að geðþótta
hvort fjársvikamál séu með-
höndluö sem sakamál eða tækni-
legt innheimtumál. ítarleg stjórn-
sýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á
stofnuninni er því brýnt mál.
-BG