Tíminn - 15.09.1995, Side 9

Tíminn - 15.09.1995, Side 9
Föstudagur 15. september 1995 WKfatririnnin 9 UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND Kvennarábstefnu SÞ ab Ijúka: Unnib hörbum höndum ab endanlegri gerb Fram- kvæmdaáætlunarinnar Beijing, 14. september— Frá Sjöfn Vil- helmsdóttur á Kvennará&stefnu Samein- ubu þjóbanna Nú er verið að ljúka næst síð- asta degi ráðstefnunnar. Vinnu- nefndir hafa skilað tillögum til allherjarnefndar sem fer yfir oröa- lag og „fínpússar" kafla Fram- kvæmdaáætlunarinnar. Það hanga enn inni nokkrir svigar, en nú stendur yfir kvöldfundur hjá allsherjarnefnd þar sem gengið verður frá öllum svigum svo áætl- unin verði tilbúin til afgreiðsíu á morgun. Búist er við því að í það minnsta 20 ríki geri fyrirvara við einhverjar greinar áætlunarinnn- ar. Meðal þess sem eftirtektarverð- ast er í Framkvæmdaátluninni má nefna eftirtalin atriði: 1. Erfða- og eignaréttur kvenna er viðurkenndur. Að vísu neita mörg íslömsk ríki að tala um jafn- an erfðarétt kynjanna þar sem það stangast á við Kóraninn. Þrátt fyrir fyrirvara margra íslamskra ríkja þykir konum í þriðja heims ríkjum þessi grein mikill sigur. 2. Greinin um sjálfsákvörðun- arrétt kvenna varðandi barneign- ir er ekki jafn afgerandi og margir höfðu gert sér vonir um. I staðinn fyrir að tala um rétt kvenna til að ákveða barneignir (reproductive right) er rætt um heilsu kvenna í tengslum við barneignir (reproductive health). 3. í samtölum mínum við ís- lensku sendinefndina hefur kom- Laun þingmanna einnig um- deild í Þýskalandi: Reyna stjórnar- skrárbreytingu Það er víðar en á íslandi sem tekj- ur þingmanna valda deilum. í Þýskalandi fá þingmenn nú um 11.000 mörk í iaun (u.þ.b. 500.000 ísl. krónur) á mánuði, en meðaltekj- ur verkamanna eru um 4.000 mörk (um 180.000 krónur). Þar hafa þingmenn komiö sér saman um að breyta stjórnarskránni þannig að í henni verði ákvæbi um að laun þingmanna eigi að miðast við laun dómara. Reiknað er með aö um aldamótin verði laun þingmanna komin upp í u.þ.b. 16.400 mörk taki þessar nýju reglur gildi, en meðallaun verkamanna verði þá tæp 5.000 mörk í nýjasta hefti tímaritsins Der Spi- egel er viðtal við Ulrich Klose, vara- forseta þýska sambandsþingsins, um launamál þingmanna og vænt- anlega stjórnarskrárbreytingu. Þar er hann meðal annars spurður að því hvort hann hafi slæma sam- visku út af því að nú séu þingmenn í fyrsta sinn að breyta stjórnar- skránni í eigin þágu. „Nei," segir Klose. „Stjórnarskráin tryggir þing- mönnum hæfileg laun sem tryggja sjálfstæði þeirra. Hingað til voru fjölmiðladeilur um þetta á hverju einasta ári. Nýja lausnin gerir öllum kleift að skilja launamálin." Ennfremur segir hann í viötalinu: „Við gerum þetta ekki í okkar þágu, heldur þingsins. Þetta olli þinginu miklu meiri skaða vegna gagnrýn- innar sem reis á hverju ári. Fjöl- miðlar, þar á meðal Der Spiegel, áttu þar verulegan hlut að máli. Ég segi það í fyllstu einlægni, svona getur þetta ekki gengið lengur." Byggt á Der Spiegel Umdeild nýjung á svaladrykkjamarkaönum í Bretlandi: Afengir gosdrykkir koma unglingunum á bragbib Nýr gosdrykkur, sem nefnist Cola Lips og er að bragði og útliti Iítt frábrugöinn kóki og pepsí, hefur vakið reibi margra foreldra og kennara í Bretlandi, auk annarra sem láta sig áfengisdrykkju ung- Iinga varba. Cola Lips er nefnilega ekki eins saklaus drykkur og hann lítur út fyrir ab vera, því áfengismagnib í honum er 5%. Cola Lips er ekkert einsdæmi, því undanfarið hafa verið að koma á markaðinn í Bretlandi nýir svaladrykkir af ýmsu tagi, sem allir eiga það sameiginlegt að vera áfengir. Og má það telj- ast all nokkur nýlunda þegar um gosdrykki er að ræða. Auk Cola Lips og annarra gos- drykkja hafa komið á markaö- inn ýmiskonar svaladrykkir með ávaxtabragði. Einn þeirra er MD 20-20 sem er 13,1% áfengt og er til með ýmsum bragðtegundum, svo sem ap- pelsínubragði, kiwi- og sítrónu- bragði, jarðarberjabragði og kirsuberja- og bananabragði. Gosdrykkirnir hafa þó náð mestum vinsældum þessara nýju áfengu drykkja, en það voru Ástralir sem fundu fyrst upp á því að framleiða áfenga gosdrykki Ein tegundin er Hooch, og seldust af henni 2 milljónir flaskna á hverri viku yfir sumartímann þegar heitast var rveðri. Sumir kráareigendur hafa þó neitað því að selja áfenga gosdrykki vegna þess að þeir telja að með því sé verið að hvetja ungmenni til drykkju. Áfengisvarnarsamtök hafa varað vib því ab þessir nýju drykkir komi unglingum og jafnvel börnum á bragðið miklu fyrr en góöu hófi gegnir, og kennarar hafa skýrt frá því að allt niður í 11 ára börn hafi mætt í skólann greinilega undir áhrifum áfengis. Mark Bennett er talsmaður samtakanna Alcoholic Conc- ern, og hann sakar framleiðend- ur hinna áfengu svaladrykkja um að vera vísvitandi að höfða sérstaklega til ungmenna. „Þess- ir drykkir fela áfengisbragðið og gera það sætt. Hugmyndin virb- ist vera sú að ná til unga fólks- ins eins fljótt og hægt er. Þetta er mjög siðlaus afstaða," segir hann. Hann telur ab ungling- arnir drekki þessa nýju drykki á sama hátt og hvert annað gos, bæði hratt og í miklu magni. Sumir unglingar viröast ekki einu sinni gera sér grein fyrir að um áfenga drykki sé að ræða. Kennarasamtök halda því fram að þetta sé þegar orbib töluvert vandamál, og fari vax- andi. Hugmyndin að bæta áfengi í hefðbundna svaladrykki kvikn- abi í kjölfarib á því að rann- sóknir sýndu fram á að margir unglingar drekka miklu minna áfengi en foreldrar þeirra. Það er nokkuð algengt ab áfengi sé ekki á boðstólum í vinsælum næturklúbbum . og partíum, jafnvel þótt eiturlyf á borð við alsælu og kannabisefni séu þar á hverju strái. Cola Lips er framleitt af The Lancaster Group og hafa tals- menn fyrirtækisins vísað þeirri gagnrýni á bug ab með fram- leiðslunni sé einkum verib ab höfba til ungmenna: „Viö höf- um tekiö þab skýrt fram í heild- sölunni að þetta sé áfengur drykkur og getum því ekki séb ab um neitt vandamál sé ab ræöa." Byggt á The Sunday Times ið fram ánægja með menntunar- og heilsukaflana í Framkvæmda- áætluninni. Þar kveður á um rétt stúlkna og kvenna til menntunar og uppfræðslu. Sérstaklega ríkir mikil ánægja meb greinar sem kveða á um rétt stúlkna og kvenna um kynfræðslu, smitleiðir alnæmis og getnaðarvarnir. Það tókst aö koma þessum atriðum í gegn þrátt fyrir mikla andstöðu strangtrúaðra ríkja (bæði ís- lamskra og kristinna). Yfirlýsing rábstefnunnar virðist ætla að verða útþynnt plagg, ekki jafn róttækt og afgerandi og Framkvæmdaáætlunin. Hafa því heyrst raddir um að sum vestræn ríki ætli ekki að samþykkja yfir- lýsinguna. Þykir mörgum sem engin yfirlýsing sé betri en út- þynnt yfirlýsing, en verði niður- staðan sú að ekki náist samstaða um yfirlýsingu ráðstefnunnar er það ekki nýtt í sögu alþjóðlegra ráðstefna SÞ. Rétt í þessu var verið að til- kynna seinkun á lokafundi alls- herjarnefndar, en það er sú nefnd sem fer yfir alla kafla áætlunar- innar. Komið var að því ab ræba greinar sem kveða á um rétt ein- staklinga til kynhneigðar (sexual orientation), sem felur þá í sér rétt til samkynhneigðar. Þessar grein- ar fara fyrir brjóstið á mörgum íslömskum ríkjum, og einnig strangkaþólskum ríkjum. Þess hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu hér að þessi atriði verði tekin fyrir, þar sem vinnunefndum hefur ekki tekist að ná samkomulagi um þau. Þykja þessar greinar mjög róttækar og hefur ekki áður verið minnst á þessi réttindi í sáttmál- um og yfirlýsingum Sameinuðu þjóbanna. Framhaldsfundurinn hefst kl. 23.00 og stendur því fram á nótt, en ráðstefnunni sjálfri lýkur á morgun. ■ Aldrabur Bosníu-Serbi hvílir sig stutta stund skammt frá bœnum Banja Luka í norburhluta Bosníu. Hann er einn þeirra sem eru á flótta undan hersveitum múslima og Króata sem hafa sótt hart fram ívestur- og miöhluta Bosníu og náö verulegu landsvœöi á sitt vald. Allt aö 50.000 Bosníu-Serbar þurftu aö yfirgefa heimili sín í kjölfar innrásarinnar. Sameinuöu þjóöirnar og alþjóölegar hjálparstofnanir hafa heitiö því aö veita sem svarar tœpum fjórum milljöröum íslenskra króna til aö aöstoöa júgóslavíu, sem nú sam- anstendur aöeins af Serbíu og Svartfjallalandi, viö aö taka á móti serbneskum flóttamönnum sem streymt hafa undanfariö frá Króatíu og Bosníu. Reuter

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.