Tíminn - 19.09.1995, Blaðsíða 1
79. árgangur
Þriöjudagur 19. september 1995
174. tölublað 1995
SIMI 563 1600
Brautarholti 1
STOFNAÐUR 1917
Listaverk
úr sandi
eru óvenjuleg svo ekki sé meira
sagt. Hann Ægir Ceirdal, verka-
maöur, er líka listamaöur og hefur
mótaö skemmtilegar fígúrur úr
sandi eins og þœr sem hann sýnir
á þessari mynd. Ægir hefur þó
ekki selt verk sín, enda þótt þau
gœtu veriö besta stofuprýöi og
varanleg verk ekki síöur en úr öör-
um efnum. Hann hefur gengiö á
milli stofnana og reynt aö fá sýn-
ingarsal þar sem hœgt værí áö
sýna erlendum feröamönnum og
innlendum óvenjuleg verk. Honum
datt meöal annars í hug aö fá
gamla Safnahúsiö í sumar, en þaö
hús stendur enn autt. Hann hefur
líka reynt fyrir sér íþví skyni aö
hefja framleiöslu meö útflutning
og sölu í minjagripaverslunum í
huga. lönlánasjóöur tjáöi honum í
gœr bréflega aö umsókn hans
vœri „ekki styrkhæf". Ægirsegir
erlenda fjárfesta hins vegar hafa
sýnt þessari nýlundu áhuga. Lista-
verk Ægis skipta hundruöum og
hefur hann aöstööu í litlu frysti-
húsi í Kópavogi. Myndir eftir hann
eru nú í sýningarglugga Hans Pet-
ersens í Kringlunni.
Tímamynd CS.
Framboö gistirýmis enn hraövaxandi meö ári hverju en nýting minnkar samhliöa:
Gististöbum fjölgað um
16% á síðustu 2 árum
Framboð gistirýmis er enn
hraðvaxandi á hótelum,
gistiheimilum, farfugla-
heimilum og hjá bændum.
En aukningin virðist því
miður of mikil, því samfara
fjölgun gististaða dregur úr
nýtingu, þannig að fleiri og
fleiri rúm standa auð. Frá
1992 til 1994 fjölgaði hótel-
um og gistiheimilum í land-
inu um 11%, (úr 140 í 155),
farfuglaheimilum um fjórb-
ung (úr 24 í 30) og bænda-
gististöbum um 20% (úr 113
upp í 136). Samkvæmt þessu
var gisting í boði á rúmlega
320 stöðum á landinu í
fyrra.
Samkvæmt gistiskýrslum Hag-
stofunnar hefur fjölgun gististaöa
verið mjög ör á undanförnum ár-
um, eins og glöggt má sjá á eftir-
farandi tölum:
Fjöldi gistih. 1984: 1989: 1994:
Ársh./gistih. 46 73 92
Sumarh./gistih. 39 48 63
Farfuglaheimili 19 19 30
Bændagisting 28 85 139
Gististaöir 132 225 321
Hótel og gistiheimili em þann-
ig oröin um tvöfalt fleiri en fyrir
áratug og 5 sinnum fleiri bændur
taka nú á móti næturgestum.
Samfara þessu aukna frambobi
hefur nýting minnkað, því gest-
unum fjölgar minna en gistihús-
unum. Nýting herbergja var um
72% í júlí í fyrra. En í desem-
ber/janúar fór hún niður í 18-
19% sem er töluvert lægra en
sömu mánuði tveim árum ábur.
Heildarfjöldi gistinátta er áætl-
aður um 1.182.000 árið 1994 (að
tjaldstæðum meðtöldum), sem
er um 15% fjölgun frá árinu
1992, en þá höfbu gistinætur
verið álíka margar allt frá 1990.
Árib 1989 voru gistinætur um
950.000 og hefur því fjölgað um
fjórðung á hálfum áratug. Út-
lendingar eru um 64% allra næt-
Steypustöðin hefur bæst í hóp
þeirra fyrirtækja sem vinna vikur
á Suðurlandi. Fyrirtækið er oröiö
hluthafi í Vikri hf. og ætlar ab
vinna vikur í Næfurholtslandi í
nágrenni við Heklu.
Til að komast að vikurnámunum
þarf að brúa Rangá. Halldór Jóns-
urgestanna. Hæst er hlutfall
þeirra á farfuglaheimilunum,
78%, um 69% á hótelum og gisti-
heimilum og kringum helming-
ur í bændagistingu og á tjald-
stæðum. ■
son, forstjóri Steypustöðvarinnar,
sagði í samtali við Tímann í gær að
þarna væri mikið efni, og því mibur
mundi Hekla gamla endurnýja þab
sem tekib yrði. Hekla væri ekki
„hætt störfum".
Brúin, sem þarna á að rísa, hefur
verið auglýst lögum samkvæmt og
engin mótmæli borist. Gert hefur
verið umhverfismat og talað við
alla þá sem málið hugsanlega varð-
ar. Ætlunin er að byggja brúna á
þessu ári. Hún verður reist úr brota-
járni, en traust og rammgert mann-
virki ab sögn Halldórs, sem sjálfur
hannaði brúna.
Halldór Jónsson sagði að bændum
og öðrum, sem gætu nýtt sér brúna,
yrði það velkomið. Gæti það án efa
komið sér vel við ýmis tækifæri, til
dæmis með reksturinn, en þarna
væri slæmur farartálmi í dag. ■
Seölabankinn lcekkar
vexti um 0,5% í viö-
skiptum sínum viö bank-
ana og ávöxtun á Verö-
bréfaþingi:
Ætti að
stuðla að
almennri
vaxtalækkun
„Hún ætti að stuöla ab al-
mennri lækkun vaxta á
skemmri skuldbindingum
hér á landi", segir m.a. í til-
kynningu Seðlabankans um
þá ákvörðun hans að lækka
vexti í vibskiptum bankans
við innlánsstofnanir um
0,5% og ávöxtun í viðskipt-
um Seðlabankans á Verb-
bréfaþingi íslands sömuleib-
is. Jafnvægi á innlendum
peningamarkabi og lækkun
sambærilegra vaxta erlendis
að undanförnu eru sagðar
meginskýringar fyrir vaxta-
lækkun nú. Þessi 0,5% lækk-
un vaxta er á óverbtryggbum
skuldbindingum einungis.
Ávöxtun í verðbréfaviðskipt-
um bankans hefur þegar lækk-
að en vextir á viðskiptareikn-
ingum banka og sparisjóða
lækka 21. september, þ.e. nk.
fimmtudag.
Innlánsvextir á viðskipta-
reikningum banka og spari-
sjóða lækka þá í 2,3% og á 45-
90 daga innistæðubréfum í
4,4% til 4,7%. Á útlánahlið
lækka forvextir á reiknings-
kvóta í 5,6%.
Ávöxtun er 5,5% í endur-
hverfri verðbréfasölu og 6,5% í
endurhverfum verbbréfakaup-
um. ■
Rektor Háskóla íslands telur þörfá grundvallarbreytingu í háskólamálum
þjóöarinnar:
Hugmyndir um hérabsháskóla
Rektor Háskóla íslands, Sveinbjörn Björnsson, markaðir hérlendis og finnst hugmyndir um
telur breytta tíma kalla á grundvallarendur- minni háskólaeiningar á öðm námsstigi en
skipulagningu í háskólamálum þjóbarinnar. innan HÍ koma vel til greina, svokallaða hér-
Hann segir m.a. að brottfallið í Háskóla íslands áðsháskóla (Community College).
sanni að valkostir háskólanema séu allt of tak- Sjá vibtal vib rektor á bls. 6-7.
Steypustööin hyggst vinna vikur í Ncefurholtslandi:
Ætla aö brúa Rangá
og nota brotajárn