Tíminn - 19.09.1995, Qupperneq 6

Tíminn - 19.09.1995, Qupperneq 6
6 Wmmm Þribjudagur 19. september 1995 Rektor Háskóla íslands telur þörf á grundvallarbreytingu í háskólamálum þjóöarinnar: Höfum setiö eftir í menntunarmálunum Rektor Háskóla Islands, Sveinbjörn Björnsson, telur breytta tíma kalla á grundvallarendurskipuiagn- ingu í háskólamáium þjóbar- innar. Brottfallió í Háskóla ís- lands sanni aö valkostir há- skólanema séu allt of takmark- abir, breytt námshlutfall og ör tækniþróun kalli á minni há- skólaeiningar meö annaö námsstig en nú er hjá HÍ. Rekt- or telur aö viö höfum setib eft- ir í menntunarmálum og end- urreisn menntakerfisins kalli á mun meiri fjárveitingar en nú ganga til skólamála. Tíminn tók vibtal vib Sveinbjöm Björnsson um þessi mál. — / formála ársskýrslu Háskóla íslands 1995 viðrarðu hugmyndir um héraðsháskóla. Eru þœr hug- myndir nýjar afnálinni hérlendis? „Ég hef ábur nefnt þessi mál í útskriftarræöum. Orðiö hérabs- háskóli á sér hliðstæbu í Banda- ríkjunum sem community coll- ege. Okkar háskólastig er ákaf- lega stutt komiö í sinni þróun. Þab er þaö skammt síðan sókn í háskólanám fór að verða jafn al- menn og hún er nú. Ef vib för- um 30 ár aftur í tímann, voru aðeins 10% sem höföu áhuga á námi á háskólastigi. Samanlagð- ur fjöldi háskólastúdenta þá var svipaður og er í heimspekideild einni í dag. Nú eru breyttir tím- ar. Næstum 60% kvenna 1 júka stúdentsprófi í dag og rúmlega 40% karla. Þessi fjöldi fer ekki allur í samkonar háskólanám og fyrir 30 árum. Þetta kallar á aukna fjölbreytni. Háskólinn fyrr og nú Fyrst var námib í HÍ einkum hugsað til ab mennta ríkisstarfs- menn: lækna, lögfræbinga og presta. Eftir stríðiö komu inn greinar eins og verkfræöi og viö- skiptafræði og síðar BA-nám þar sem stúdentar fá engin löggild starfsréttindi, heldur aðeins ákveðinn almennan bakgrunn. Nú er svo komið — eftir 1970 þegar við tókum svo ab segja all- ar námsgreinar inn í landið — að meirihluti námsmanna í skól- anum er að fást vib svokallab byrjunarnám í þessum greinum, sem er ekki eiginlegt starfsnám. Menn eru að taka BA-próf í tungumálum, sögu, mannfræöi og stjórnmálafræði. Þab koma engin löggild starfsréttindi út úr því, heldur þykir þetta fremur góbur bakgrunnur fyrir önnur störf. 85% í námi, sem veitir ekki eiginleg starfsréttindi Um 85% af stúdentum okkar eru í þessu námi, sem við köllum oröib byrjunarnám. Svo er álíka fjöldi og alltaf hefur verib í læknisfræði, sem er starfsnám og sem önnur dæmi um slíkt getum við tekið viöskiptafræði, lög- fræði, guðfræbi og verkfræði. Vib erum því annars vegar með al- mennt nám og styttra og lengra starfsnám. Það, sem einkennir það nám sem við bjóðum hér, er ab hér er lagður svokallaöur fræðilegur grunnur. Hann getur verib strembinn og þess vegna höfum við þetta mikla fráfall eins og í lögfræðinni, þar sem aðeins fjóröungur kemst áfram. Ég hef áhyggjur af öllum þeim fjölda sem reynir hér, en verður frá að hverfa, þar sem námib annað hvort höfbar ekki til nem- enda eða þeir ráða ekki við þab. Aðrar þjóðir, sem eru undan okkur í þróuninni, hafa mætt þessu meö því ab bjóba upp á annars konar háskólanám, stutt starfsnám þar sem hægt hefur verið að ljúka náminu á 2-3 ár- um. Breyttir tímar Sumar iðngreinar hafa flust upp á háskólastigið. Ég get t.d. hugsað mér að til að vinna vib dagblað í dag sé ekki lengur besti kosturinn ab vera umbrotsmaður eba setjari eins og ábur, heldur sé miklu betra að fá menntun í tungumálum og tölvum, jafnvel almenna menntun og fara svo í eitthvað sérhæft. Hér erum vib með hagnýta fjölmiðlun sem ársgrein eftir þriggja ára háskóla- nám. Þannig er urmull til af styttri starfsmenntun og það sem ég er að fara er ab ég hef ekki trú á ab fólk fari í stórum hópum í starfsmenntun í framhaldsskóla. Því þykir það einfaldlega of stutt, blindgata.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.