Tíminn - 19.09.1995, Page 10
10
Þribjudagur 19. september 1995
Þögnin í
æöinu
Hlýlegt samband febgina: Þröstur Leó Cunnarsson og Bergþóra Aradóttir í„ Tár úr steini".
Tár úr steini
Leikstjóri: Hilmar Oddsson
Framleibandi: jóna Finnsdóttir
Handrit: Hilmar Oddsson, Hjálmar H.
Ragnarsson og Sveinbjörn I. Baldvinsson
Tónlist: jón Leifs og Hjálmar H. Ragnars-
son
Kvikmyndataka: Sigurbur Sverrir Pálsson
Hljób: Kjartan Kjartansson
Leikmynd: Sigurjón jóhannsson
Aballeikarar: Þröstur Leó Cunnarsson,
Ruth Ólafsdóttir, Bergþóra Aradóttir, jó-
hann Sigurbarson og Benedikt Erlings-
son.
Glymjandi, hrollvekjandi tónar í
samspili við æsilega kvikmynda-
töku og stórskorna náttúru er aðall
myndarinnar Tár úr steini.
Best tekst til þegar hvissið í
nótnaskriftinni, tónlistin í hlustun-
um og náttúran upphefur læti á
tjaldinu og skynhræringnum tekst
að framkalla gæsahúð á áhorfanda
þannig að hann sogast inn í gjöm-
inginn. Sem verður enn magnaðri
vegna þess hve umgjörðin — leik-
mynd, búningar, filterar, kvik-
myndataka og val á sjónarhornum
— er geysilega vel unnin. Þó voru
sjávarföllin helsti oft notuð og það
hefði gjarnan mátt sleppa þeim sek-
úndum sem íslenskur hver fékk til
að gjósa, en haföi að öðru leyti eng-
in tengsl við þau atriði sem fóru á
undan og eftir.
Myndin hefur ákveðinn og sér-
stakan myndstíl, sem rímar einkar
vel við efnið, þ.e. baráttu tónskálds
við tónana og þá sem völdin hafa í
stórsölum sem hýst geta hljómsveit
af þeirri stærðargráðu sem tónverk
Jóns Leifs þurfa til að njóta sín.
Myndin gerist í Þýskalandi nasism-
ans og nasistarnir stjórna því hverj-
ir fá að flytja sína tónlist opinber-
lega. Jón gengst undir ok nasist-
anna til þess eins að koma tónlist
sinni af blaði og út í loftiö (og síðar
reyndar til að koma fjölskyldunni
úr landi) við litla hrifningu konu
sinnar, sem var gyðingur. Sorgar-
sögu gyöinga í seinna stríði þekkj-
um við öll æði vel, m.a. fyrir tilstilli
KVIKMYNDIR
LÓA ALDÍSARDÓTTIR
kvikmynda sem hafa valdið því að
gyðingar sem Fórnarlömb eru nán-
ast orðin föst stærð í huga margra
og það er Hilmari til lofs hvernig
hann tekur allt öðrum hönskum á
þessu máli. Lítið er af statistum og
þar sem myndin hverfist einkum
um tónlistaráhuga þeirra hjóna og
f jölskyldulíf, veröur þarna fyrir okk-
ur hversdagslegt líf aría og gyðings,
sem eiga í basli með að samræma li-
stáhuga sinn vegna þess að kastljós-
ið skín skærast á konunni. Þau eiga
erfitt með að komast áfram í sínum
karríer vegna ytri og innri aðstæðna
og því erum við umfram allt að
horfa upp á Manneskjur á stríðs-
tímum, en ekki búka sem farið er
illa með.
Sprunginn pottur
Myndinni er m.a. annars ætlað
að grafa upp ræturnar að tónsmíð-
um Jóns Leifs og skýra út fyrir tón-
listarunnendum nútímans hvaðan
músík hans er ættuð. Eftir áherslum
myndarinnar að dæma er hún
sprottin af skapmikilli náttúru ís-
lands og svo virðist hún líka eiga aö
sækja sér líf í tilfinningaleg átök
innan fjölskyldunnar.
En það er hinn meinti tilfinn-
ingalegi suðupottur sem er víða
sprunginn í myndinni. Það er sam-
band Jóns og konu hans Annie Ri-
ethof Leifs, sem og samband Jóns
við yngri dóttur sína Líf (sem hann
vildi að yrði sonur), sem á að bera
uppi tilfinningalíf myndarinnar.
En ástríkt samspil næst ekki milli
hjónanna, ástin og lostinn nær ekki
flugi. Þau virðast lifa tvö einangruð
hvort í sínum heimi þar sem tón-
listin er efst í forgangsröðinni.
Hjónabandið er sambúð misskilda
snillingsins og viðurkennda pían-
istans, sem er annars vegar þögul og
hins vegar blandin öfund. Jafnvel í
því glæsilega atriði þar sem þau
hjónin spila saman á píanó lagið
við vísur Vatnsenda-Rósu skynjar
maður ekki ástarhrif þeirra á milli,
heldur sameiginlega ást þeirra á
músíkinni. Atriðið var, að þessu
undanskildu, virkilega sterkt og er-
ótísk myndbeitingin kom senunni
til skila á afar líkamlegan hátt. En
þó senan hafi verið seiðandi og
kraftmikil, þá náði hún ekki inn í
persónurnar og gat því ekki orðið sá
hápunktur á sambandi þeirra sem
henni hefur líklega verið ætlað, því
þar á eftir segja ytri uppákomur
okkur þaö að nú dragi til skilnaðar.
En skynjunin segir okkur ekkert
slíkt, því þarna var ekkert til að
kólna, það var kalt frá upphafi til
enda. Sem sést best í lokaatriðinu
þar sem skilnaður hjónanna hefur
enga vigt, en skilnaður feðginanna
er sársaukafullur.
Beiskja gagnvart
umheiminum
Að mínum dómi nær Þröstur
Leó ekki að sannfæra áhorfand-
ann um aö þarna sé fljúgandi
snillingur á ferð með fullkomið
öryggi í farteskinu um að tónlist
hans sé þess verð að ná eyrum
samtímamanna sinna. Og telja
verður að Jón Leifs hafi verið viss
í þeirri sök, þar sem hann hélt
tónsmíöum sínum áfram án þess
að samtíðin styddi við hann.
Túlkun Þrastar á Jóni er ansi ein-
hliða og munnsvipurinn er hertur
saman í beiskju gagnvart um-
heiminum nánast alla myndina
út í gegn. Stundum er biturleik-
inn viðeigandi, en hann skilar
litlu til áhorfenda í þeim mæli
sem hann er sýndur í myndinni.
Einnig hefði mátt kenna honum
að beita tónsprotanum þannig að
leikmaður eins og undirrituð gæti
í þaö minnsta þótt hann líklegur
til þess að vera að stjórna stór-
hljómsveit. Ruth Ólafsdóttir var
trúverðug í hlutverki píanistans
og listakonunnar, en líkt og hjá
Þresti geislar hún heldur takmark-
aö af ást til ektamakans. Ást þeirra
er steinrunnin og gefur ekki til-
efni til aö ætla að Jón hafi getað
notfært sér hana í tónsmíöum
sínum. Samband Lífar og Jóns var
innilegt og áttu þau mjög
skemmtilegan samleik þegar Jón
segir henni söguna af tröllatárinu
sínu, Iukkusteininum. Hlutverk
Snótar er lítið sem ekkert, en hún
öðlast helst tilverurétt með því að
gæta yngri systur sinnar. Af öðr-
um aukaleikurum má nefna með-
limi áhugamannahljómsveitar-
inriar í skemmtilegum senum.
Einnig var tengdapabbi Jóns, sem
síðar lenti í gasklefanum, sympa-
tískur og sannfærandi stoltur fað-
ir, og Benedikt Erlingsson, sem
lék skrifstofublók nasista, var
skemmtilega útsmoginn í ný-
fengnum völdum sínum.
Sumt tel ég hafa farið miður í
þessari mynd, eins og lýst er hér
að ofan, en annað var einstaklega
vei gert. Flottar jarögular myndir
þar sem hvert einasta smáatriði
innan rammans fellur hvert að
ööru og skapar með því afar sér-
stæðan myndstíl. Fáir leikarar, fá-
ort handrit, þrumandi tónlist og
óvænt sjónarhorn er bæði kostur
og galli myndarinnar. Þögnin í
samskiptum persóna leiöir til
kulda milli Þrastar og Ruthar, en á
stundum of hugljúfrar líkams-
tjáningar milli Þrastar og Berg-
þóru (Lífar). í raun er það þó
kuldaleg þögnin mitt í æðis-
gengnum hávaðanum sem
skapar myndinni frjósama sér-
visku.
75 ára:
Jón M. Gubmundsson
Reykjum
Á 25 ára vegferð minni með
hestamótum á íslandi hefur mér
oft þótt kappreibadómnefndirn-
ar eftirtektarverðar. Jafnan valdir
í þær einstaklingar, sem allir bera
traust til og svo fylgnir sér af
sannfæringarkrafti, að ofur-
mennum knapastéttarinnar var
fullljóst, að ekki þýddi að deila
við dómarann. Menn á borð við
Jón á Reykjum, Hjalta Pálsson,
Svein K. Sveinsson, Sveinbjörn
Dagfinnsson, Harald Sveinsson
og Svein Guðmundsson. Þessir
menn lulcu upp lausnarorðinu:
sjónarmun á undan.
Annars þekkti ég Jón á Reykj-
um löngu ábur en ég sá hann.
Ein af hcimasætum Grímsnes-
inga, Ingibjörg á Hömmm, hafbi
nefnilega farið í læri til hans í ali-
fuglaræki Seint og snemma gat
stóraristói a tí Grímsnessins
glaðst við >á tilhugsun ab heima-
sætan fa: æti við smásjána og
kíkti í pútíiarassa til að ákvarða
varphæm -ða bara ómerkilega
hana. Ei ; fór mörgum sögum
um frekari örlög hananna eftir
kyngreininguna, en þar sem ég
kófsveittur stakk upp moldar-
barð fyrir varphænurnar á Orms-
stöðum, varð þetta mér nokkurt
umhugsunarefni um aðstöðu-
mun kynjanna í henni veröld.
Með auknu veraldargengi
eignaðist ég hest og reiö náttúr-
lega uppab Reykjum til þess að fá
járnað. Þá opinberaðist mér hin
undursamlega hrossarækt þeirra
feðga með öllum sínum frægu
nöfnum. Þá var heldur ekki í kot
vísaö fyrir sælkera að knýja þar
dyra, með allri þeirri stórkostlegu
framleiðslu sem þar á sér stað. Af
þessum og mörgum öðrum
ástæbum hafa ferðirnar að Reykj-
um orðið margar. Alltaf fengið
einstaka úrlausn mála. Það er
ekki af engu, sem hib fagra
byggðarlag Mosfellsbær hefur
dafnað svo og stækkað sem raun
ber vitni.
Eitt sinn sem oftar reib ég
noröur í Skagafjörð á Landsmót
og í þetta sinn meö Harðar-
ARNAÐ HEILLA
mönnum með 150 gæðinga. Far-
arstjóri var Guðmundur á Reykj-
um, sonur Jóns. Aðstoðarfarar-
stjórar vom Hreinn í Helgadal og
elsti sonur undirritaðs, með
merka kortamöppu á maganum.
Á Haukagilsheiðinni snarvilltist
allur hópurinn og stefndi beint
uppá Mælifellið með alla hest-
ana. Þegar vemlega fór að verða á
fótinn, stóppaði hersingin og
skotið var á fundi. „Við fömm
þangað," sagöi Guðmundur, sem
er höfðinu hærri en flestir og
rétti upp hendina. Þetta var nátt-
úrlega lausnarorbið, enda hafa
fomstuhæfileikar ættarinnar
greinilega erfst og Guðmundur
orðinn formaður LH. Sumir em
þó enn ab reyna ab átta sig á,
hvert puttarnir á hendi Guð-
mundar sném við dómsupp-
kvabninguna, en átta sig þó frek-
ar á því í „tidens löb", að hesta-
mennskan á það sammerkt með
pólitíkinni, að vera list hins
mögulega.
Með helstu snillinga veraldar-
innar í hreppnum, Egil Skalla-
grímsson og Halldór Laxness,
hefur Jón ekki farið varhluta list-
fengis. Hann er með yndislega og
volduga baritónrödd, sem
hljómab hefur í útvarpinu og í
öllum helstu kórum landsins, frá
kirkjukómm að telja til Karlakórs
Reykjavíkur og Stefnis. Er hann
náttúrlega heiðursfélagi í þeim
öllum og gullberi.
Jón er af Víkingslækjarætt og
Svefneyjaætt, en faöir hans var
hinn þekkti togaraskipstjóri,
Guðmundur á Reykjaborginni,
sem m.a. stundabi fiskveiðar í
Barentshafi. Jón lætur sér mjög
annt um landsins gagn og nauð-
synjar, er þrælpólitískur, en met-
ur alla menn ab verðleikum. At-
gjörvi hans er staðfesting þess, að
víkingaþjóðin stökk hæö sína í
öllum herklæðum og fann Amer-
íku.
A merkisdegi óska ég velgjörö-
armanni mínum og fjölskyldu
hans innilega til hamingju. Megi
andi brautryðjandans ljóma þér
áfram, hljómur sólskríkjunnar
fylla loftin og gæðingsins tök
veita þér unað.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson