Tíminn - 28.09.1995, Blaðsíða 2
2
Fimmtudagur 28. september 1995
Hugmyndir innan Bœndasamtakanna ab hœtta framleibslustýringu í saubfjárrœkt. Haukur Hall-
dórsson, formabur framleibslurábs bœnda:
Lít ekki þannig á ab hér sé
offramleibsla á lambakjöti
Haukur Halldórsson, formaður
framleiðsluráðs, segir nauösyn-
legt að fram komi hugmyndir
um að leysa vanda sauöfjár-
bænda en aftekur að afnám allr-
ar framleiðslustjórnar sé eina og
rétta leiðin í því sambandi. Hann
bendir á að víða í nágrannalönd-
unum sé meiri framleiðslustýr-
ing í landbúnaöi en hér og álítur
það hrapalleg mistök ef tak-
marka eigi framleiðslu lamba-
kjöts við innanlandsmarkaö.
Haukur segir nauðsynlegt að
bændur búi við rammalöggjöf
hliðstæða og gerist á Norður-
löndunum og fái sem mest frjáls-
ræði til aö stjórna sínum fram-
leiöslumálum innan settra leik-
reglna.
I leiðara Bændablaðsins, sem
kom út í gær, er hvatt til að fram-
leiöslustýring verði endurskoðuð.
Þar segir orðrétt: „Bændur geta
ekki horfið til fyrirkomulags fram-
leiöslustjórnar sem gilt hefur á
liðnum árum. Eini kosturinn er aö
viöurkenna breytingar sem orðið
hafa á neysluvenjum og opnun
landsins fyrir erlendum búvörum
og laga framleiðsluna að nýjum
tíma. Þetta — ásamt aukinni sam-
keppni á innanlandsmarkaði kallar
á endurmat á allri framleiöslustýr-
ingu, einkum þó í kjötgeiranum."
Tíminn spurði Hauk Halldórs-
son hvað honum fyndist um þessi
skrif.
„Það er í sjálfu sér ágætt að
menn staldri við og vegi og meti
kosti þess kerfis sem er viðhaft á
hverjum tíma. En Þegar menn eru
að tala um að hætta framleiðni-
stýringu meina menn gjarnan ekki
það sama. Forsenda fyrir því að
sauðfjárframleiðsla geti staðið sig í
samkeppni hérlendis fyrir öörum
kjöttegundum og innflutningi er
að þeir sem framleiða dilkakjöt fái
beingreiðslur. Framleiðsla þess er
mun dýrari en niöurgreiösla hvíts
Tíminn spyr...
Á a& hætta framlei&slustýr-
ingu í sauöfjárrækt líkt og
hugmyndir hafa komiö
fram um í stjórn Bænda-
samtakanna?
Egill Jónsson (D), varaformað-
ur landbúnaöarnefndar:
Snertir eignar-
rétt jarðarinnar
Nei. Grund-
vallaratriðið
er að sá bóndi
sem nú býr á
jörð með
greiðslumarki
gengur út frá
því aö það
haldist út
samningstímabilið eins og til
var stofnað. í rauninni er
greiðslumarkið eign jarðarinn-
ar, en ekki bóndans. Þannig að
breytingar á því snerta eignar-
réttinn sem er náttúrlega mjög
alvarlegt mál. Þetta sem menn
kalla framleiðslustýringu og
fullvirðisrétt, þ.e.a.s greiðslu-
mark, er að mínu viti ekki hægt
aö skilja að. Ég hef a.m.k. ekki séð
tillögur sem gera það kleift. ■
kjöts og þess vegna var sú stefna
tekin í búvömsamninginum 1991
að greiða frekar þennan mismun
beint til bændanna sem hluta af af-
urðavérði en falla frá öllum kjarn-
fóðurgjöldum og öðru til að hækka
aðrar vömr."
Haukur segir að ef beingreiðslur
hverfi og fari út um holt og móa,
þá sé sauðfjárræktin búin sem aðal-
búgrein bænda. „Það að greiða
stuðning til bænda á þennan hátt
er hluti af framleiðslustjórnun.
— En hvað er til ráða? Við liggjum
uppi með tvö tonn af óseldu lamba-
kjöti í byrjun sláturtíðar. Hvemig er
hœgt að sameina þarfir markaðarins
og framleiðenda?
„Ég álít að framtíð íslenskrar
sauðfjárræktar byggist á að hægt
verði í framtíöinni að fá það verð á
Lúðvík Bergvinsson (A), fuii-
trúi í landbúnaðarnefnd:
Verður að tengja
framleiðsluna
við þarfir mark-
aðarins
Við alþýðu-
flokksmenn
lögðum fram
þá tillögu fyrir
kosningarnar
aö sú fram-
leiðlustýring,
sem heföi átt
sér stað, gengi
einfaldega ekki upp og menn
yrðu að tengja framleiðsluna
við þarfir markaðarins. Þannig
að það hefur verið stefna flokks-
ins að afnema þessa fram-
leiðslustýringu. Síðan verður
náttúrlega að útfæra þessa kerf-
isbreytingu í'sátt við bændur og
framleiðendur. Bændur verða
ekkert skornir niður einn, tveir,
og þrír heldur þarf að gera þetta
í sátt. En það þarf að tengja
framleiðsluna við þarfir mark-
aðarins. Það gengur ekki að
framleiða það sem enginn vill
borða. ■
erlendum mörkuðum sem skapi
meira rými hérlendis. Þess vegna
lít ég ekki þannig á að hér sé of-
framleiðsla. Ég tel að það væru
mistök að skerða bústofninn það
mikið að hann miðaðist aðeins við
innanlandsmarkað."
Haukur segir útilokað að reyna
að vinna erlenda markaði með því
að flytja eitt árið út en annað ekki
neitt. Slíkt valdi því að verðið verði
aldrei viðunandi. Hann segir nauð-
synlegt að gefa sér tíma, 3-5 ár, til
aö finna markaði erlendis. „Það er
allt annað að finna markað en
vinna markað." segir Haukur.
Haukur bendir aö lokum á að
sauöfjárræktin sé mjög verðmæta-
skapandi, t.a.m. í atvinnulegu til-
liti. Þá byggi hún á að nýta
ákveðna auðlind sem er grasiö og
loftið.
Um GATT-samkomulagið segir
Haukur að það opni nýja mögu-
leika fyrir útflutning, markaður
fyrir sértækar vörur sé að opnast.
Hann nefnir m.a. fulltrúa fá Belgíu
sem voru að kynna sér íslenkar
landbúnaöarvörur fyrir skemmstu
og markaðsátak fyrir vistvænt
ræktaöar sauðfjárafurðir í Banda-
ríkjunum. „Nú em breyttar að-
stæður og við verðum að taka mið
af þeirri landbúnaðarpólitík sem
rekin hefur verið í nágrannalönd-
unum. Svíar vom búnir að afleggja
kvóta áður en þeir gengu í ESB en
þeir uröu að taka hann aftur upp.
Margrét Frímannsdóttir (G),
fulltrúi í landbúnaðarnefnd:
Gert í áföngum
Ég hef nú ekki
skoðaö þessar
hugmyndir
nema rétt í
gegnum fjöl-
miðla. Þaö
sem ég hef
heyrt eru ekki
nógu fullnægjandi rök til að
gera það alfarið, Hins vegar er
stefnt að því að gera þetta í
áföngum og það gæti veriö
skynsamlegt." ■
Slíkt fyrirkomulag er alls staðar fyr-
ir hendi. Til dæmis er mjög ákveð-
in framieiðslustjórnun á korni í
Bandaríkjunum. Sumir hafa litið
til ESB-landanna sem fyrirheitna
landsins en í Svíþjóð og Finnlandi
hefur framleiðslustýring verið auk-
in við inngöngu þarna. Ég tel að
það sé eðlilegt aö stuðningur við ís-
lenskan landbúnað sé hliðstæður
og í samanburðarhæfum löndum
eins og Norðurlöndunum, Sviss,
Austurríki og Japan." -BÞ
Guöni Ágústsson (B), formað-
ur landbúnaðarnefndar AI-
þingis
Sauöfjárbúskap-
urinn vírnetiö í
byggöaþróun
„Nei, menn
ráða ekki við
það í einu
vetfangi en
þróun á
lengri tíma
kann að leiða
menn að því
marki. ís-
lenskur landbúnaður þarf skiln-
ing og framtíðarsýn. Fólkið í
heiminum snýst nú gegn horm-
ónaframleiðslu og gerir kröfur
um náttúruleg og hrein mat-
væli. ísland er hreint land með
einstaka náttúru sem IFOAM
samtökin lofuðu á dögunum
sem það land sem ætti alla
möguleika í framleiðslu mat-
væla. Kjöt á borð við okkar selst
nú á mjög háu verði í mörgum
löndum. Sauðfjárbúskapurinn
er vírnetið í byggðaþróun hér.
Óstudd keppir sauðkindin ekki
við svín eða fugl. Því tel ég að
búmark verði að vera til staöar
til að koma stuðningi til bænda
eftir viöurkenndum farvegi. Svo
ber að losa sauðfjárræktina úr
viðjum laga og reglugerða, hag-
ræba í sláturhúsum, verðlagn-
ing sé bóndans og sé frjáls og
sveigjanleg." ■
Sagt var...
Þorsteinn faerir út kvíarnar
„Þorsteinn Pálsson samþykkir vei&i-
leyfi á neytendur."
Sagbi Jón Baldvin á fundi Alþýbuflokks-
félags Reykjavíkur, samkvæmt Alþýbu-
blabinu í gær.
Spaghettitryggb Pavarottis
„Eiginkona Pavarottis, Adua, blæs á
allar sögur um framhjáhald eða skiln-
að. „Hann gæti fariö að heiman fyrir
skál af spaghetti, en fyrir konu, aldr-
ei," sagði hún."
DV í gær.
Hvab varb um „kvöldstund vib
griilib"?
„Jafnvel hefur verið talað um rýmis-
listina sem allsherjarlausn á tilvistar-
kreppu listarinnar og leiö út úr
ógöngum naumhyggjunnar."
Skrifar Ólafur j. Engilbertsson rábvilltur
um rýmissýningu Þóru Sigurbardóttur í
Cerbarsafni. Myndlistarmenn virbast
ekki bera hlýjan hug til þematískra
hugmynda Hallgríms Helgasonar og
halda áfram sinni sjálfhverfu leit ab
frumlegum yrkisefnum: rýminu og
tóminu og hinum skapandi fjölbreyti-
leik sem rúmast þar á milli.
Léttvæg rýmisógn
— en samt líbur mér
eins og nibursubudós
„Þar er áberandi verk unnið úr viði,
plasti, málmi og vatni sem saman-
stenduraf ónotuðum niðursuðudós-
um er hvíla í hangandi plastpokum
fylltum vatni. Það er ekki mikil rýmis-
ógn í þessu verki, en innilokun dós-
anna í plasti fylltu vatni vekur nánast
samkennd með grandalausum gest-
inum sem líður á samri stund eins og
tómri niðursuðudós."
Ólafur J. Engilbertsson fékk þó eitthvab
útúr rýmissýningunni.
Elnhllba upplýsingamiblun
Moggans
„Þóra er ógift og barnlaus."
Merkilegt hvab Mogginn telur sig ætíb
þurfa ab upplýsa markabinn um laus-
genga og barnfría kvenmenn í vibtöl-
um vib „fólk í atvinnulífinu". Þab er
ekki oft sem kvenlesendur fá þessar
praktísku upplýsingar um karlkyns vib-
mælendur, þær verba oftar en ekki ab
lesa þær út úr því ósagba.
Dönnub þjób
„Allt frá því að forfeður okkar upp-
götvuðu að það væri frekar ósmekk-
legt að höggva mann og annan sér
til dægrastyttingar, hefur búiö friö-
samt fólk á íslandi."
Allt þar til Björn Bjarnason mennta-
málarábherra leyfbi sinni innri rödd ab
flæba upp á yfirborbib. Segir Sigurbur
Tómas Björgvinsson í Alþýbublabinu
þar sem Björn er undanþeginn fribsemi
þjóbarsálarinnar.
Forsetaveislan í fyrrakvöld til heiðurs
finnska forsetanum var til umræðu í
heitapottinum. Þá kom í Ijós að örygg-
isveröir hafi tekib kipp í upphafi veisl-
unnar vegna óvenjulegrar uppákomu.
Þegar finnsku forsetahjónin og frú
Vigdís forseti íslands heilsubu veislu-
gestum var það gert samkvæmt
ströngustu prótókoll reglum, enda var
þetta svo fínt boö að menn urðu að
skarta oröum og boröum og keðjum
til þess aö geta talist marktækir. For-
setahjónin finnsku og íslenski forsetinn
voru búinn aö taka mjög virðulega í
höndina á gestum þegar í lokin kom í
veisluna Cuðlaugur Tryggvi Karls-
son, sem lesendur Tímans þekkja m.a.
úr þættinum Mannlífsspegli. Cuð-
laugur fer sjaldan hefðbundnar leiöir
og rauk að frú Vigdísi og kyssti hana
á kinnina og geröi sig líklegan til ab
faðma hana. Þab var þá sem öryggis-
verðirnir fengu fyrir hjartaö því þeir
vissu ekki hvaðan á sig stób vebrib.
Allt fór þó vel og viröulega fram en
Cuðlaugur mun hafa verið aö óska
forsetanum til hamingju meö útkom-
una í skoðanakönnun Gallup.
•
Nú stendur yfir Kínaferb hjá borgar-
stjórn Reykjavíkur eins og kunnugt er
og eru borgarstjóri og fylgdarlið í Pek-
ing ab skoða sig um. Ekkert lát mun
þó vera á fyrirhuguðum Kínaferbum
opinberra abila. Næst fer sendinefnd
frá Sambandi sveitarfélaga ...
wær
íslenskauUiner
mjög skemmtileg
E6 G//T FKK/ VEK/Ð
/ FOTU/VUM LE/VG -
UR, £6 HW SVO
M/K/£> !