Tíminn - 29.09.1995, Blaðsíða 5
Föstudagur 29. september 1995
WWMWU
5
Ægir Ceirdal:
Höfundur meb eitt sköpunarverka sinna.
annig var lítil stúlka vön
aö spyrja ef henni blöskr-
aði eitthvað.
Það hefur sannast nú á síð-
ustu dögum að þegar horft er á
stjórnvöld þessa lands með aug-
um barnsins, þá blasa við nýju
fötin keisarans, jafn gegnsæ og í
sögu H.C. Andersens, og það er
ekki fögur sjón.
íslenskur almenningur er
seinþreyttur til vandræða og
erfitt að ímynda sér að hann
hífði sjálfan sig upp af rassgat-
inu og svaraði kallinu, eins og
frönsk alþýða gerði: „Allir að
götuvígjunum!" Þó virðast þeir
tímar vera að koma, því stjórn-
völd virðast staðráðin í því að
fótumtroða allt, sem almennir
borgarar þessa lands telja satt og
rétt. Þrátt fyrir hverja þjóðar-
sáttina á fætur annarri, milli
þríveldanna í þjóðfélaginu,
vega stjórnvöld aftan að at-
vinnurekendum og launþegum,
æ ofan í æ.
Það stjórnvald, sem almenn-
ingur hefur hvað mest sett
traust sitt á, Alþingi íslendinga,
veður nú fram með rýtinginn á
lofti og heggur á báða bóga.
Þegar löggjafarsamkunda þjóð-
arinnar tekur upp á því að setja
sig ekki skör ofar, heldur mörg-
um skörum ofar öllum öðrum í
þjóðfélaginu, þá er von að mað-
ur spyrji: Er ekki allt alveg í lagi?
Alþingismenn börðust fyrir
sæti á þingi og var sú barátta
ansi illvíg hjá sumum. Þegar
síðustu atburðir eru skoðaðir í
ljósi þess, þá er það engin furða,
það er eftir einhverju að slægj-
ast. Alþingismenn hafa oft á tíð-
um grátið úr sér augun yfir hin-
um afskaplega bágbornu kjör-
um sem þeir hafi í samanburði
við aðra í þjóðfélaginu. Það er
enginn að fárast yfir því að 'al-
þingismenn hafi góð kjör, en
þeir hafa skuldbundið sig að sjá
til þess að aðrir í þjóðfélaginu
hafi þaö líka.
Gamalt máltæki segir: „Hvað
höfðingjarnir hafast að, hinir
ætla sér leyfist það." En fólkið í
landinu getur hvorki né vill
haga sér svona. Það vill aöeins
sanngirni, réttlæti og heiðar-
leika þeirra sem eiga að hugsa
um hag þess. Bundinn á klafa
atvinnuleysis, kúgunar og ofrík-
is er almenningur afskaplega
auðsærður og er mál að linni.
Afskaplega vinsælt er hjá
stjórnvöldum, þessa síðustu og
verstu tíma, að tala um að velja
íslenskt, efla íslenskt hugvit,
styðja við íslenskt frumkvæði,
sækja ísland heim. Auðvitað er
það gott og blessað og almenn-
ingur hefur reynt að verða við
þessum tilmælum. Undirritaður
var svo barnalegur, eins og
fleiri, að halda að þetta ætti við
stjórnvöld líka. Allskonar sjóðir
í eigu ríkisins hafa auglýst mjög
fjálglega að þeir óski eftir að
komast í samband við þá sem
vilja sýna frumkvæði, hafa hug-
vit og hugmynd, sem hægt sé
að vinna úr og gæti verið at-
vinnuskapandi. Margir hafa
fallið í þessa gildru og gengið
með frumkvæði sitt og hugvit á
fund þessara sjálfumglöðu
herra, sem virðast líta á þetta
sem leik. Vissulega er þetta leik-
ur og hann af ljótara taginu.
Þegar maður tekur sig til, í góðri
trú, eftir 4 ára þróunarstarf þar
sem reynt er að efla íslenska
hugmynd, sýna fram á íslenskt
VETTVANGUR
„ Vissulega er þetta leikur
og hann afljótara tag-
inu. Þegar maður tekur
sig til, í góðri trú, eftir 4
ára þróunarstarf þar sem
reynt er að efla íslenska
hugmynd, sýna fram á
íslenskt frumkvœði og
alltafmeð það að leiðar-
Ijósi öll þessi ár að sú af-
urð mœtti verða sem
flestum til góðs, þá býst
maður við að það sé rœtt
við mann á faglegum
nótum."
frumkvæði og alltaf með það að
leiðarljósi öll þessi ár að sú af-
urð mætti verða sem flestum til
góðs, þá býst maður við að það
sé rætt við mann á faglegum
nótum.
Iðnþróunarsjóður fékk verk-
efni mitt í hendurnar og þetta
er íslensk hugmynd, íslenskt
lagi?
frumkvæði, íslensk afurð úr ís-
lensku hráefni og hugsaö til
þess að skapa íslenska atvinnu
sem víðast á landinu. Iðnþróun-
arsjóður gerir þá kröfu að verk-
efni, sem hann taki að sér, skili
arðsemi, það var sýnt fram á
það. Hann gerir þá kröfu að þeir
hafi umsjón með verkefninu,
það var í lagi. Hann fer fram á
að eiga aðild að stjórn verkefn-
isins, ekkert mál. Afurðin þarf
að geta verið til útflutnings,
hún getur það. Afurðin þarf að
koma í stað innfluttrar vöru,
ekkert vafamál. Iðnþróunar-
sjóði líst svo vel á þetta að hann
þiggur eintak af framleiðslunni
að gjöf og stillir því stoltur á
besta stað á skrifstofunni.
Þegar haft er samband eftir
tæpan hálfan mánuð er um-
sókninni hafnað, engin skýring.
Það kom enginn að skoða verk-
efnið í heild sinni eða ræða það
eitthvað nánar ef eitthvað gæti
farið betur. Undirrituðum var
sagt að enginn væri spámaður í
sínu föðurlandi og hlegið um
leið og honum var bent á það
að endilega að leita eftir aðstoð
og fyrirgreiðslu erlendis, ef
hann gæti.
Það er ekki allt alveg í lagi!
Höfnun er enganveginn
mælikvarði á þína hæfileika,
heldur getuleysi þeirra sem eiga
að fjalla um þá. Alltof margir
halda að draumar þeirra deyi
vegna þess að þeir geti ekki nóg.
Það er ekki satt, þeir deyja
vegna getuleysis þeirra sem
fjalla um þá. Þeirra stjórnvalda
sem ekki aðeins skapa atvinnu-
leysi, stunda kúgun og sýna of-
ríki, heldur klykkja út með fyrir-
litningarhlátri þegar þú í góðri
trú berð drauma þína á borð.
Við, sem erum dreymendurn-
ir í þjóðfélaginu og dreymum
aðeins í þágu heildarinnar, biðj-
um aðeins um að vera sýnt rétt-
læti, sanngirni og heiðarleiki.
Það er hægt að berja augum
afurð þessa 4ra ára þróunarverk-
efnis í sýningarglugga verslunar
Hans Petersens h.f. í Kringl-
unni, þar sem aðeins 6 hlutir af
500 eru til sýnis.
Höfundur er verkamabur og listamabur.
Hvort fer hér um Gróa á Leiti eöur ei?
Svo er almættinu fyrir að þakka
að ekki er öll vitleysan eins. Þvert
á móti, vitleysa mannanna er fjöl-
breytileg og í hæsta máta litskrúð-
ug. Eitt dæmi þessa er söfnunin
„Samhugur í verki", eða réttara
sagt úthlutun þeirra tæpu þrjú-
hundruð miljón króna sem söfn-
uðust.
Ég gerði þetta söfnunarklúður
að umræðuefni í spjalli mínu
þann 7. júlí s.l. Við þeim skrifum
fengust engin viðbrögð frá söfn-
unarstjórninni, hvað sem því olli.
Nokkrum vikum síðar (3. ágúst
s.l.) skrifaði Ragna Aðalsteins-
dóttir, bóndi á Laugabóli, grein í
Morgunblaðið. Vandaði hún
sjóðstjórninni ekki kveðjurnar úr
hófi fram.
Nú brá svo við, að Mogginn sá
ástæðu til að leita álits fyrrver-
andi og núverandi sveitarstjóra
Súðavíkur og fulltrúa Þjóðkirkj-
unnar í söfnunarnefndinni á
grein Rögnu (10. ágúst s.l.). Því
ber að fagna, enda jafnan
ánægjulegt þegar nátttröll
rumska.
Hér skulu orð sveitarstjóranna
látin liggja milli hluta að sinni.
Þar í móti er vert að fara nokkrum
orðum um það sem haft er eftir
kirkjuþjóninum Jónasi Þórissyni.
í því sambandi verða lesendur að
hafa það hugfast, að eftir því sem
best er vitað, var engu söfnunarfé
ráðstafað fyrr en þeir, sem af því
þáðu, höfðu undirritað þagna-
reið. í því felst, að þeir geta ekki
upplýst nokkum mann um það,
hve mikið fé þeir fengu, eða hvort
einhver skilyrði lágu þar að baki,
án þess að gerast eiðrofar.
Það er rannsóknarefni út af fyr-
ir sig, ef slíkar eiðtökur hafa átt-
sér stað og það fáum vikum eftir
snjóflóðiö, þegar a.m.k. þeir, sem
fyrir ástvinamissi höfðu orðið,
gátu vart verið í ástandi til að
meta þýðingu slíks eiðs. Og til
hvers þagnareið? Var sjóðstjórnin
fyrirfram viss um, að hún mundi
hafa einhverju að leyna? Og þá
hverju?
Eftir þeim heimildum sem ég
hef, voru það aðeins þiggjendur
söfnunarfjárins sem undirrituðu
þagnareiðinn. Það breytir tæpast
því, að sjóðstjórnin er einnig
undir þann sama eið seld. Liggur
það ekki í hlutarins eðli?
Nú bregður svo undarlega við
að í Morgunblaðinu, þann 10. ág-
SPJALL
PjETUR <
HAFSTEIN
LÁRUSSON
úst, tekur Jónas Þórisson eitt fórn-
arlamba'umræddra hörmunga út
úr hópnum og nefnir það sérstak-
lega, sem dæmi um þá sem „hafa
fengiö mjög góðan stuðning úr
sjóðnum, eins og allir sem til
þeirra þekkja geta séð og greint,
en við munum hins vegar aldrei
nefna neinar upphæðir í því sam-
bandi. Menn ættu frekar aö spyrja
viðkomandi um hvað þeir
fengu." Svo mörg voru þau orð!
Með því að nefna umrætt fórn-
arlamb snjóflóðanna sérstaklega
gerist Jónas Þórisson eiðrofi,
þ.e.a.s. sé meintur þagnareiður
staðreynd og sá skilningur minn
réttur, að hann gildi þá á báða
bóga. Þann skilning virðist Jónas
raunar einnig leggja í meintan
eið, sbr. orð hans „við munum
hins vegar aldrei nefna neinar
upphæðir í því sambandi". Þó er
líkt og kirkjuþjónninn vilji hafa
vaðið fyrir neðan sig, þegar hann
hvetur áhugasama til að grennsl-
ast fyrir um það hjá styrkþegum,
hversu mikið fé þeir hafi þegið.
En sé eiðurinn staðreynd, er Jónas
Þórisson með þessari hvatningu
sinni í raun að leggja að fólki, að
það biðji styrkþega vinsamlegast
að rjúfa þagnareið.
Eiðar eiga sér trúarlegar rætur,
án tillits til þess hverjum eða
hverju þeir eru svarnir. Sé marg-
nefndur þagnareiður annað og
meira en hugarburður Gróu
gömlu á Leiti, eru þau orð Jónasar
Þórissonar, sem hér hefur verib
vitnað til, lítt skiljanleg því fólki
sem hlotið hefur þokkalegt upp-
eldi í trúarlegum efnum, ekki síst
í ljósi þess að maðurinn er þjónn
kirkjunnar. Sé hér hins vegar um
að ræða tilhæfulausar sögusagnir,
ber að harma það. En úr þessu
verður ab fást skorið með opin-
berum yfirlýsingum sjóðstjórnar
„Samhugar í verki" og einhverra
úr hópi þeirra, sem nutu fjárhags-
legs stuðnings af söfnunarfénu. ■
FÖSTUDAGS
PISTILL
ÁSGEIR
HANNES
ENGILSAXAR Á
UNDANHALDI
Pistilhöfundur heimsótti New York
á frídegi verkalýðsins í Bandaríkj-
unum og var boðið til Brooklyn á
hátíbarhöld fólks frá eyjum í Kar-
íbahafi. Þar héldu þrjár milljónir
manna daginn heilagan og allar
kolsvartar utan pistilhöfundur og
Sigurður Hannes sonur hans. Þab
var nú meira mannhafib og ekki
nóg meb þab: Á öbrum stab í
borginni stigu íbúar frá rómanska
hluta álfunnar dansa og á hinum
þribja fólk af afrísku bergi brotib. Á
þeim fjórba kættust innflytjendur
frá Asíu og svo koll af kolli í millj-
ónum manna talib og tugmilljón-
um.
Á sama tíma kvaddi svartur hers-
höfbingi sér hljóbs og bobabi
komu sína í Hvíta húsib í næstu
kosningum, ef honum bybi svo vib
ab horfa. Borgarstjórar í stærri
borgum landsins eru þeldökkir
menn og í kvikmyndum frá Holly-
wood er ýmist hetjan eba besti
vinur hennar dökkur á brún og
brá.
Vib landamærin bíba svo land-
nemar frá þribja heiminum í löng-
um röbum og þeir fjölga sér marg-
falt hrabar en fólk af Evrópustofni.
Milljónir innfluttra Bandaríkja-
manna bera ekki lengur vib ab
læra ensku og tala áfram gamla
móburmálib sitt í marga ættlibi.
Þetta er merkileg þróun og tím-
anna tákn.
Evrópuþjóbirnar námu land í
Ameríku á eftir raubskinnum og
Leifi heitnum heppna. Engilsaxar
voru í fararbroddi þegar Bandarík-
in fengu sjálfstæbi og kom í þeirra
hlut ab móta stjórnarfarib í hinu
nýja ríki. Bandaríkin hafa síban bú-
ib vib betri kjör og meira frelsi en
flestar þjóbir heims. Sömu sögu er
ab segja af hagsæld hjá þjóbum
Evrópu, Ástralíu og Afríku þar sem
fólk af stofni Engilsaxa hefur rábib
fyrir öbrum. Þar eru mannréttindi
frekar virt en í nágrannalöndum
og margs konar önnur réttindi. En
hvab kemur okkur íslendingum
þetta vib?
Bandaríkjamenn hafa löngum
verib okkar helsta vinaþjób og
samskipti ríkjanna bæbi mikil og
gób. Mikib er í húfi fyrir íslendinga
ab treysta áfram vináttuböndin og
að þau haldi um ókomin ár. Engil-
saxar eru nú greinilega á undan-
haldi í Bandaríkjunum og enginn
veit hvaba sibir fylgja nýjum herr-
um.
Búast má vib ab nýir herrar líti
sér nær í utanríkismálum og
áherslur þeirra færist í vaxandi
mæli yfir á þribja heiminn. Norbur-
Atlantshafib og gamla Evrópa
verba afskipt og þjóbir álfunnar
koma sér betur saman fyrir bragb-
ib. íslendingar eru áfram í mibju
Atlantshafi og þeirra bíbur lykil-
hlutverk á milli tveggja heima.
Á sama hátt má vænta gífur-
legra breytinga og nánast bylting-
ar í þjóblífi Bandaríkjanna þegar
Engilsaxarnir og fólk af öbrum Evr-
ópustofni lendir í minnihluta.
Missa þeir völdin um leib og þeir
missa meirihlutann eba stjórnar
hvítur minnihluti áfram þrátt fyrir
öfug hlutföll?
Spurningin er hvort hræsnarar á
Vesturlöndum fordæma minni-
hlutastjórn hvítra manna í Norbur-
Ameríku á sama hátt og þeir of-
sóttu kristib þjóbarbrot hvítra
manna í Subur-Afríku?