Tíminn - 29.09.1995, Side 11

Tíminn - 29.09.1995, Side 11
Föstudagur 29. september 1995 iW»i 11 Diðrik Jónsson Fæddur 22. febrúar 1905 Dáinn 20. september 1995 Diörik Jónsson, eða Diddi eins og hann var venjulega kallaður, var fæddur 22. febrúar 1905 að Ein- holti, Biskupstungum. Foreldrar hans voru Guðfinna Magnús- dóttir og Jón Diðriksson. Systur átti hann tvær, þær Arnbjörgu og Mörtu, sem voru eldri en hann og eru báðar látnar. Diddi ólst upp á dugnaðar- og myndarheimili, en hann var ekki gefinn fyrir heföbundin sveita- störf. Þó hafði hann gaman af hestum og átti góðan hest. Hugur og orka beindist strax að hand- verki, að búa til eitthvað fallegt. í fari Didda kom snemma fram mikil vandvirkni, dugnaður og samviskusemi. Þessir eiginleikar fylgdu honum alla tíb, hvort heldur var til sjós eba lands. Árib 1929 vann Diddi sem ung- ur maður í Einholti við brúar- smíði yfir Hvítá eystri, á Brúar- hlöðum. Við brúarsmíðina skemmtu menn sér við að kveð- ast á og kasta fram vísum. Diddi kunni kynstrin öll af ljóðum, en á góðum stundum í góðra vina hópi voru þab vísur frá þessu sumri sem hann hafði mest gam- an af að kyrja. Hann kallaði þær beinakerlingavísur og eignaöi margar þeirra Sumarliða, sem hann sagði hafa verið mesta hag- yröinginn í hópnum. Diddi tók einnig að sér ab byggja hús fyrir nágranna sína, fyrst á Felli, síðan á Vatnsleysu og víðar. Eins og títt var um unga menn fyrr á öldinni, þá stundaði Diddi sjóróbra á vertíðum, bæði í Sandgerði og Garði, og bjó þá hjá Jóni mági sínum og Mörtu systur sinni á Meiðastöbum. Diddi minntist þessa tíma alla tíb meb bros á vör og sögum af skemmti- legum vibburbum. Verbúðarlífið varð í frásögn Didda lifandi og kunnuglegt. Diddi hélt alla tíð mikið upp á sveitina sína og fólkib sem þar bjó. Sérstakt vinfengi var við fjöl- skylduna í Haukholtum og haföi Diddi þab lengi til siðs ab fara eina ferð á sumri austur og heilsa upp á vini sína og njóta um leið þeirra miklu og breytilegu nátt- úrufegurðar sem sveitin hans t MINNING hefur upp á að bjóða. Þetta voru hans gleði- og ánægjustundir. Þá var fariö á fjall og í réttir. Þetta kallaði Diddi alvöruréttir. Eftir strit heyskaparins meb orfi og hrífu hlakkaði unga sem aldna til réttardagsins. Allt sumarið var beðið þessa dags og flestir voru ríðandi. Féð var margt og þegar langt var komið meb að draga í dilka, var algengt að fólkið myndaöi hópa. Þorsteinn Sig- urðsson á Vatnsleysu sló taktinn, tók bassann og margraddaður hópurinn tók undir. Karlarnir tóku upp vasapela, sem gekk á milli. í þessum hópi var Diddi au- fúsugestur og kunni því betur ab vera veitandi en þiggjandi. Heyskapur var yfirleitt langt kominn um réttir og fagnaöi Diddi því, enda leiddist honum sú vinna. Hann var því oft feginn þegar nágrannar komu með brot- in ambob og buðu vinnuskipti. Þeir slógu, en Diddi smíðaði orf eða hrífu. Kynni mín af Didda atvikuðust þannig að ég giftist Þóru Krist- jánsdóttur frá Einholti. Kristján var mágur Didda, giftur Arn- björgu. Diddi hélt mikib upp á þessa frænku sína. Á þessum ár- um var Diddi fluttur til Reykja- víkur og vann sem smiður hjá Guðjóni Vilhjálmssyni trésmíða- meistara, sem þá var meb stærri verktökum í bænum. Ég var ný- búinn að Ijúka trésmíöanámi og réði mig til Gubjóns smátíma og þar unnum við saman. Guðjón sagði mér að að öðrum ólöstuð- um þá væri Diddi sá besti smiður sem hann hefði haft, í senn vinnusamur og vandvirkur þús- undþjalasmibur. Um þetta leyti var ég kominn með fjölskyldu og reyndi ég mik- ið að fá lóð til að byggja á, en þab var mjög erfitt. Það fór þó svo ab ég fékk-úthlutað lóð á Hofteigi 20. Nú var úr vöndu að rába, hús- ib átti ab vera kjallari, tvær hæðir og ris og ég auralítill. Mér varð hugsab til Didda og vissi að betri mann en hann gæti ég ekki feng- ið með mér. Hann var talinn nokkuð efnaður, en var konulaús og alls ekki víst að hann legði í slíka áhættu. Raunin varð önnur og við hófum framkvæmdir 30. ágúst 1947. Við vorum báðir í fastri vinnu, en með aukavinnu komum við upp kjallara fyrir haustið. Síbla vetrar 1948 feng- um við okkur lausa og unnum saman í eitt ár. Vinnudagurinn var langur og lítið um frístundir. Hún var hvorki íburðarmikil né fullbúin íbúðin sem við hjónin fluttum í með þrjú börn það sama ár. Diddi flutti nokkru síðar og varð kostgangari hjá okkur í mörg ár. Húsið byggðum við að mestu leyti einir og mér varð ljóst að orð Guðjóns voru sönn, Diddi var afburða verkmaður. Auk smíðavinnu, múrhúðaði hann svo að segja allt húsið og þab bæði vel og vandlega. Við unnum vel saman, fórum að taka ab okkur að byggja hús, hann sem meistari til að byrja með. Síðar, þegar ég fékk meist- araréttindi, vann Diddi hjá mér í fjölda ára. Af heilum hug vil ég þakka honum öll hans góðu handtök og aðstoö fyrr og síðar. Diddi var börnunum mínum einstaklega góður. Þau áttu íhlaup í skúrinn og þáðu dýrindis gjafir frá frænda um jól og á af- mælum. Sunnudagsbarnatímarn- ir í útvarpinu voru sérstakar stundir. Þá lögbu börnin sig gjarnan á dívaninn meb frænda og hlustuðu, þáðu sælgæti og annað góðgæti, sem ekki var á boðstólum hjá pabba og mömmu. Það voru eiokum tvær dætur mínar sem Diddi hafði sérstakt dálæti á. Báöar búa erlendis, Haf- dís kennari í Svíþjóð og Ásgerður húsmóðir á Kýpur, og hafa ekki tök á að fylgja frænda sínum til grafar. Hugurinn er hjá Didda frænda og biðja þær Guö að blessa hann og varðveita með þökk fyrir allt. Sömu kvebjur og bænir sendir sonur Ásgerðar, Diörik Jón. Litli Diddi er við nám erlendis og getur ekki fylgt frænda sínum og velgjörðar- manni, en biður um sérstakar kvebjur heim. Didda féll ekki verk úr hendi. Hann kom sér upp smíöaverk- stæði í bílskúrnum sínum á Hof- teignum. Þar dyttaði hann að einu og öðru fyrir vini og vanda- menn. Hin síðari ár vann hann eingöngu í bílskúrnum við ýmsa fínvinnu, gluggasmíðar o.fl. Þarna vann hann mörg handtök- in fyrir mig. Diddi var kominn yfir áttrætt þegar heilsa hans fór ab gefa sig. í byrjun var honum þab ekki ljóst sjálfum, fannst hann frekar vera eins og ónýtur til allra verka, en fann samt að því að vinnan minnkaði, hann vildi hafa meira að gera. Hin síðari ár er ein heim- sókn til Didda í skúrinn mér sér- staklega minnisstæð. Það lá illa á gamla manninum. Fyrir framan hann var rokkur gamall og allur úr lagi genginn. Diddi sagði það ekki skemmtilegt sem hann hefði við að fást núna, þetta væri bara ekki hægt að laga. Nokkrum dög- um síðar kom ég aftur í skúrinn. Þar stóð rokkurinn sem nýr. Hendur öldungsins og verksvit hans haföi ekki brugðist honum frekar en fyrri daginn. Þegar Diddi fann að aldurinn færðist yfir, afhenti hann frænda sínum og nafna, Diöriki Eiríks- syni, sem hann hélt mikið upp á, húseign sína, en á móti tók frændi hans gamla manninn inn á heimilið og lofabi að sjá honum fyrir lífsviðurværi og allri hjálp þar til yfir lyki. Það munu vera u.þ.b. þrjú ár síðan Diddi lagðist inn á Hvíta- bandið. Þar leiö honum vel eftir atvikum, heilsan var biluð en að- hlynning góð og umönnun öll. Diddi var mjög þakklátur því fólki sem hjúkraði honum og þjónaði. Starfsstúlka heimilisins sagði mér að hann hefði verið ljúfur sjúklingur og látib lítið fyr- ir sér fara. Hans væri sárt saknað. Síðustu dagana dvaldi Diddi á Borgarspítalanum og andaðist þar þann 20. september sl. Hvíl þú í friði kæri vinur og vel- gjörðarmaður, hjartans þakkir fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig og mína nánustu. Guð veri með þér. Guðbjöm Guðmundsson frá Böðmóðsstöðum, Laugardal Mig langar í fáum orðum að minnast frænda míns, Diðriks Jónssonar frá Einholti, Biskups- tungum. Hann var alltaf kallaður Diddi frændi og bernska mín á Hof- teignum var umvafin ást og um- hyggju Didda frænda. Hann vann við smíðar úti í skúr og margar spónaplöturnar skreytti ég með teikningum af kjólum í Viktoríustíl, milli þess sem ég tíndi flísar úr sigggrónum fingr- um hans. Oft var þröngt í skúrn- um, en alltaf var smá skot útbúið fyrir mig. Laugaferð var farin á laugar- dögum í gömlu sundlaugarnar og þar reyndi ég í mörg ár að kenna frænda að synda. En kátínan vib þessa kennslu var svo mikil að mér skildist ekki fyrr en mörgum árum seinna að Diddi frændi mat leikinn meira en metnaðinn við aö kunna bringusund, en mar- vaða trób hann laugina þvera og endilanga. Á þessum árum snerist öll mín framtíð um frænda minn, og þau fimmtíu ár, sem á milli okkar voru, skynjaði ég ekki, enda hafði hann gaman af og skemmti sér vel yfir öllu sem ég ætlaði að gera með honum þegar ég væri orðin stór. Ég var uppáhaldiö og tím- inn leið. Diddi sleppti aldrei af mér hendinni. Diddi frændi giftist aldrei, bjó alltaf á Hofteignum og vann úti í skúr uns heilsan fór að dvína. Elsti sonur minn ber nafn hans, svo enn hef ég Didda. Ég á góðar minningar um frænda minn og vil þakka hon- um fyrir þá ást og hlýju sem hann veitti mér. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín." (Úr Spámanninum) Blessuð sé minnlng Dibriks Jónssonar. Ásgerður Guðbjömsdóttir, búsett á Limassol, Kýpur Litríkar hugmyndir vib Hallveigarstíg Að Hallveigarstíg 7 í Reykjavík er vinnustofa Ástu Gubrúnar. Um skeib er henni breytt í sýningar- sal og þangab er áhugafólk um myndlist velkomib á milli klukkan 14.00 og 19.00, í dag- legu tali milli tvö og sjö, til ab skoba myndir listakonunnar sem hanga þar uppi. Guðrún er svo gamaldags að mála olíu á striga og eru allar myndirnar á sýningunni, 54 tals- ins, geröar með þeirri hefðbundnu og vel reyndu aðferö. Allar heita þær eitthvaö og í sýningarskránni les maður aö númer tólf sé Hug- mynd og fjögur Óö-inn og svo er til sýnis mynd sem nefnd er því elskulega heiti Heimilisfriöur og svo getur að líta Matarmynd og Hrikalegt, Hundaveður og Felustaö refsins. Ásta Guðrún er skóluð hér- lendis og erlendis í myndlist, og jafnframt því aö skapa myndir og sýna þær og selja leysir hún bænd- ur frá búverkum til aö þeir komist í Sófi með sauðarhaus og mynd í mynd. frí, fæst við leikmyndir, fram- reiöslu og bóksölu, svo eitthvað sé nefnt. Uppvaxtarárin liöu í borg og sveitum hjá foreldmm, ömmum og öfum og var fengist vib margt, búskap, smíðar, leiklist og vega- Ásta Guðrún. vinnu, svo eitthvaö sé nefnt. Hvort allur sá fjölbreytileiki lífsins kemur fram í myndum Ástu Guðrúnar verða sýningargestir að dæma um, og fást svörin ab Hallveigarstíg 7, eins og fyrr er getið. ■ Blóm í vasa og blóm á mynd.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.