Tíminn - 29.09.1995, Qupperneq 13

Tíminn - 29.09.1995, Qupperneq 13
Föstudagur 29, september 1995 WSmmm 13 Sannkölluö stórmynd Frelsishetjan (Braveheart) ★★★ Handrit: Randall Wallace. Leikstjóri: Mel Cibson. Abalhlutverk: Mel Cibson, Sophie Marceau, Patrick McCoohan, Catherine McCormack og lan Bannen. Háskólabíó og Regnboginn. Bönnub innan 16 ára. Hér er komið annað leikstjórnar- verkefni kyntröllsins Mels Gibson og hann sýnir svo ekki verður um villst að hann hefur mikla hæfileika á þessu sviði. Hann rekur hér lífs- hlaup frelsishetju Skota, Williams Wallace, sem leiddi uppreisn landa sinna gegn Englendingum og vann á þeim mikla sigra á orrustuvellin- um, en varð síðar að láta í minni pokann, aðallega vegna svikulla að- alsmanna meðal sinna eigin landa. Þegar Wallace (Gibson) er kynnt- ur til sögunnar á barnsaldri, verður hann vitni ab hrottaskap Englend- inga og stuttu síðar er faðir hans veginn af þeim. Engu að síður er hann friðsamur lengi vel eða þang- aö til eiginkona hans (McCormack) er drepin, en þá er mælirinn fullur og hann hefur vopnaba baráttu gegn mönnum Englandskonungs (McGoohan). Það er margt bráðvel gert í Frelsis- hetjunni og vegur þar mest stór- fengleg hóp- og bardagaatriði, en myndin er í sannköllubum stór- myndastíl. Einn gallinn við þann stíl er oft mikil lengd mynda og á KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON það svo sannarlega við hér. Gibson hefði mátt stytta myndina nokkuð og gera m’eð því frásögnina heil- steyptari og þéttari. Það má alveg sleppa klisjum eins og þyrluskotum af hetjunni á fjallstoppum. Þrátt fyrir þessa annmarka er mynd Gib- sons að öðru leyti vel gerb með sterkri persónusköpun, góðri kvik- myndatöku Johns Toll og einnig verbur ab nefna leikmyndina í þessu sambandi. Mel Gibson leikur sjálfur hetjuna William Wallace og gerir það vel og fjölmargir aukaleikarar nýta sér vel skrifaðar rullur. Patrick McGoohan er andstyggðin uppmálub í hlut- verki Játvarðar konungs, Sophie Marceau er prinsessan af Wales, sem heillast af baráttu Wallace og ekki síður manninum sjálfum, og einnig er vert að geta Ian Bannen í litlu en veigamiklu hlutverki, sem hann skilar með sóma. Frelsishetjan er sterk mynd í flesta staði og festir Mel Gibson í sessi sem leikstjóra. Vonandi tekst honum að halda dampi í komandi verkefnum. ■ Framsóknarflokkurinn Opinn stjórnmála- fundur verbur haldinn á Grand Hótel í Reykjavík mánudaginn 2. október kl. 20:30. Finnur Ingólfsson talar um stjórnmálahorfur í dag. Mætum öll, allir velkomnir. k i «r c Aðaltölur: Vinningstölur miðvikudaginn: 27.9.1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING d 63,6 2 23.500.000 rj 5 af 6 EÆ+bónus 0 728.144 0| 5 af 6 6 42.230 H 4af6 262 1.530 d 3 af 6 Cfl+bónus 841 200 uinningur fór til Danmerkur og Noregs Heildarupphæð þessa viku: 48.550.584 Áisi.: 1.550.584 UPPLYSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKUIÍNA 99 1 0 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR /--------------------------------------------------------------'N í Innilegar þakkirfærum vib öllum þeim sem sýndu okkur samúb og hlýhug vib andlát og útför eigin- konu minnar, móbur okkar, tengdamóbur, ömmu og langömmu Elínar Eiríksdóttur Votumýri, Skeibahreppi Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilisins Blesastöbum og Sjúkrahúss Suburlands. Eiríkur Gubnason Hallbera Eiríksdóttir Búi Steinn Jóhannsson Gubni Eiríksson Helga Ásgeirsdóttir Tryggvi Eiríksson Ágústa Tómasdóttir barnabörn og barnabarnabörn J Alexa heldur sig nálægt móbur sinni á leib yfir umferbargötu í New York. Jack er ekki nærri eins tillitssamur og tókst ab losa abra festinguna á smekk- buxum móburinnar, svo stutt- ermabolurinn blasti vib allra augum. Christie Brinkley: Fyrirsætan komin til New York og oröin tveggja barna einstæð móbir í SPEGLI TÍIVIANS Elizabeth Hurley getur nú loks leyft sér að brosa framan í fjöl- miðla, eftir púlsvinnu í píslar- vættisrullunni, enda ekki viö hlið elskhuga síns og prakkara, Hughs Grant. Þaö er Michael, ná- inn ættingi hennar, sem fýlgir henni hér aftur til Subur-Afríku þar sem hún er við tökur á nýrri kvikmynd í Jóhannesarborg. Veröugt er aö veita því eftirtekt að konan er nú hætt að klæðast hvítum meyjarklæðum, líkt og þegar hneykslið títtnefnda stóð sem hæst. Hún er nú komin í blakkar leðurbuxur meö svart- málaða hringi kringum augu. Kannski hún sé að höföa til elsku Hughs á blökkum lit? ■ Christie Brinkley, sem eins og kunnugt er varð léttari fyrir skömmu, reynir eins og hún best getur að halda uppi rútínu fyrir 9 ára gamla dótt- ur sína, hana Alexu. Christie fór að saekja dóttur sína í skólann klædd víðum smekkbuxum og meö unga- barnið, Jack Paris Taubman, á betri mjöðminni. Pabbi Al- exu, Billy Joel, var á hljóm- leikaferðalagi um Evrópu síð- astliðið sumar þegar foreldrar hennar skildu, þannig að eðlilegast var að hún fylgdi móður sinni og flytti með henni til Colorado þegar hún Liz komin í svart giftist honum Rick Taubman, sem reyndist svo alger slúb- bert. Christie er talin hafa leitað ráða hjá fyrrverandi eiginmanni sínum, Billy, þegar sjö mánaða hjónaband hennar og Taubmans liðaðist í sundur, en að sögn vina er ástæðan þó einungis sameig- inleg umhyggja fyrir velferð dótturinnar Alexu. ■ V.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.