Tíminn - 10.10.1995, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.10.1995, Blaðsíða 13
13 Þri&judagur 10, október 1995 Siv PáH Hjálmar Aðalfundur Framsóknar- félags Seltjarnarness veröur haldinn mánudaglnn 16. október kl. 20.30 ab Melabraut 5. Páll Pétunson félagsmálarábherra verbur sérstakur gestur fundarins. Ávörp flytja aljjingismennirnjr Siv Fribleifsdóttlr, Hjálmar Ámason og Páll Pétursson félagsmálarábherra. Stjámln Sumarhappdrætti Framsókn- arflokksins 1995 Draetti I Sumarhappdrætti Framsóknarilokksins, sem fara átti fram 6. október 1995, hefur verið frestað til 7. nóvember n.k. Velunnarar flokksins, sem enn eiga ógreidda happdrættismiða, eru hvattir til að greiða heimsenda gíróseðla fyrir þann tíma. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu flokksins I slma 562-4480. Framsóknarflokkurinn Framsóknarfélag Siglufjarðar heldurfund miðvikudaginn 11. okt. 1995 að Suðurgötu 4, kl. 20,30 Dagskrá: 1. Bæjarmál 2. Vetrarstarfið 3. Önnur mál Stjórnin Umsókn um framlög úr Framkvæmdasjóöi aldraöra 1996 Stjórn Framkvæmdasjóös aldraöra auglýsir eftir umsóknum um fram- lög úr sjóðnum áriö 1996. Eldri umsóknir koma aðeins til greina séu þær endurnýjaðar. Nota skal sérstök umsóknareyðublöð sem fylla ber samviskusamlega út og liggja þau frammi í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. Einnig er ætlast til að umsækjendur lýsi bréflega einingum húsnæðisins, byggingarkostnaði, verkstöðu, fjármögnun, rekstraráætlun, þjónustu- og vistunarþörf ásamt mati þjónustuhóps aldraðra (matshóps) og þar með hvaða þjónustuþætti ætlunin er að efla. Umsókn skal fylgja ársreikningur 1994 endurskoðaður af löggilt- um endurskoðanda og kostnaðaryfirlit yfir fyrstu níu mánuði ársins 1995. Sé ofangreindum skilyrðum ekki fullnægt áskilur sjóðstjórnin sér rétt til að vísa umsókn frá. Umsóknir skulu hafa borist sjóðstjórninni fyrir 1. desember 1995, heilbrigbis- og tryggingamálaráöuneytinu, Laugavegi 116,150 Reykjavík. Stjórn Framkvæmdasjóbs aldrabra Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 8. útdráttur 4. flokki 1994 - 1. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. desember 1995. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. cSo HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILO • SUÐURLANDSBRAUT 24 • l08 REYKJAVlK • SÍMI 569 6900 Þið sæmilega útlítandi stúlkur, sem hafiö áhuga á að skoppa um á ströndinni og bjarga mannslífum í þykjustunni, ættuð að reyna brjóstastækkun, háralitun og kannski örlitla megrun, þ.e. verða tvífarar Pamelu Anderson, Strand- varðabombu. Hún Jackie Reynolds er 24 ára fyrirsæta og forfall- inn aðdáandi Pamelu. Hún gróf því 3500 dollara upp úr rassvasanum fyrir nýjum frauðbrjóstum og fékk hlut- verk í Strandvörðum með það sama. Þetta var reyndar örlítið flóknara, því hún þurfti líka að lita hárið á sér ljóst, þar sem hún var ekki blondína af guðs náð. Þegar David Hasselhoff sá hana í prufu fyrir þættina, varð hann svo upprifinn af líkindum hennar við stjörnubeibið að hann réð hana á staðn- um. Jackie fékk hlutverk sem strandvörður við hlið Pamelu í þáttaröð næsta árs. „Ég dýrka Pamelu Ander- son. Hún er fullkomin í út- liti og mig langaði bara til að verða eins og hún," sagði Jackie. „Fólk hefur oft sagt mér hvað ég sé lík henni og það er líklega rétt. Skurðlæknirinn rétti nátt- úrunni bara hjálparhönd og það hefur svo sannarlega borgað sig." Þegar Jackie flaug til Los Angeles í maí til að taka þátt í prufutökum, fóru menn að snúa sér við á eftir henni áður en hún mætti á tökustaö. „Ég sat í leigubíl á leið frá flugvellinum og bílstjórinn kallaði mig Pam og sagði mér margoft hvað hann hefði gaman af því að horfa á mig í þáttunum." „Þegar ég kom á tökustað kom David Hasselhoff til mín og sagði að það væri ótrúlegt hvað ég væri lík Pa- melu. Hann var alltaf að horfa til mín og kom aftur þegar hlé varð á tökum og sagöist aldrei hafa séð nokkra jafn líka henni." Jackie býr með föður sín- um, sem vinnur í verk- smiðju, og móður í West Virginia og er hún annar í SPEGLI TÍIVIANS Jackie Reynolds varö tvífari Pamelu Anderson meb smá lagfœring- um. tvífari Pamelu sem fær hlutverk í Strandvörðum. Tonya Watts, 24 ára, var einnig ráðin vegna líkinda við Pamelu. Tonya og Pam- ela hafa báðar setið fyrir hjá Playboy og vonast Jackie til að fá líka tækifæri til að hátta sig fyrir tímaritið. „Ég yrði mjög ánægð ef ég fengi að sitja 'fyrir á nokkr- um nektarmyndum. Ef Pamela hefur gert það, þá langar mig líka til þess."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.