Tíminn - 14.11.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.11.1995, Blaðsíða 2
2 iCTtg!¥gniBi}riii7ll Þri&judagur 14. nóvember 1995 Tíminn spyr... Telur&u rétt a& lækka áfengis- kaupaaldur ni&ur í 18 ár? Rœtt um á Landsfundi aö hleypa karlmönnum inn í starf Kvennaiistans, efna til samstarfs viö aöra flokka eöa leggja niöur vopn og snúa sér aö einhverju nýju. Kristín Ástgeirsdóttir: Kvennalisti er í tilvistarkreppu Flosi Ólafsson leikari: Já, já. í Bandaríkjunum eru reglur um að menn megi ekki kaupa sér viskí fyrr en þeir eru 21 árs en þeim er trúaö fyrir hríö- skotabyssum til að drepa fólk þeg- ar þeir eru orðnir 16. Mér finnst að þaö eigi aö umgangast ung- linga eins og fólk en ekki fábjána. Þeir eiga a& hafa dómgreind til ab meta hvort þeir vilji kaupa áfengi eða ekki þegar þeir eru 18. Þeir geta látiö þaö vera, en 18 eða 20 ára áfengiskaupaaldur breytir engu þar um. Abalatriðið er að þeir passi sig á brennivíninu, drekki sig ekki fulla. Ómar Smári Ármannsson að- sto&aryfirlögregluþjón n: Embættið hefur ekki tekið af- stöðu til þessa en mín skoðun er að fyrir löngu heföi átt að upp- ræta þennan tvískinnung; að selja 18' ára unglingum aðgang að skemmtistöðum en banna þeim að kaupa áfengi. Þarna þarf aö vera samræmi. Mér finnst betri leiö að hækka aldurstakmörk aö skemmtistöðum. Áöur en þessi leið er farin þarf að fara fram við- horfsbreyting hjá þorra þjóöar- innar. Fyrirmyndirnar, þeir full- orönu, veröa að taka sig á. Viö þurfum að sýna betra fordæmi. Aö því loknu geta menn hugsað um lækkun ef hægt er að treysta þeim sem yngri eru til aö meö- höndla áfengi eins og æskilegt þykir. Ólafur Skúlason biskup: Mér finnst áfengisvandinn al- veg geigvænlegur og ég tel að það þurfi að skoða þetta frá mörgum sjónarhomum. M.a. taka tillit til reynslunnar eins og bent hefur verið á í Bandaríkjunum. Viö þurfum ekki síður aö reyna aö komast fyrir ólögleg áfengiskaup, landann, og ég held að alþingis- menn verði, þegar þeir ræöa þess- ar tillögur, að kanna áhrif þessa og hvort almennt sé hægt aö af- stýra því aö ungt fólk lendi í þess- um ógöngum. Landsfundur Kvennalistans fór fram um helgina á Nesjavöll- um. Þátttaka var dræm á fund- inum, aðeins um 60 konur mættu, en miklar væringar voru um hva&a stefnu starf Kvennalistans ætti að taka í kjölfariö á slæmri útkomu hreyfingarinnar. Kristín Ást- geirsdóttir þingkona segir þrjár leiöir koma til greina en tilvist- arkreppa samtakanna sé óum- deilanleg. Yfirskrift fundarins var „Kvennapólitík — hvað nú?" Tíminn spurði Kristínu Ástgeirs- dóttur hver niðurstaða fundarins heföi verið: „Þaö voru ákveönir kostir um framtíð Kvennalistans ræddir og niöurstaðan varö sú aö samþykkt var að snúa vörn í sókn, reyna að efla samtökin og sjá svo til í framtíðinni." -Hvaða leiðir voru einkum rceddar til þess? „Aðalmáliö er aö einbeita okkur aö launamálum kvenna og efla okkar innra starf. Á fundinum heyrðust þrjár raddir: í fyrsta lagi að efla samtökin með breyttum áherslum eins og t.d. að hleypa inn karlmönnum. í ööru iagi aö fara út í samvinnu við aðra flokka og í þriðja lagi telja sumar að framboðstíð okkar sé á enda runnin, viö ættum að snúa okkur að einhverju öðru." -Er Kvennalistinn í tilvistar- kreppu? „Já, ég hef notaö þaö orð. Við þurfum að snúa vörn í sókn, bæði hvað varðar dvínandi fylgi sam- takanna og eins er áhyggjuefni hve hlutur kvenna batnar hægt. Launakjör kvenna hafa t.d. versn- að upp á síðkastið ef eitthvað er." -Hafiði þá brugðist kjósendum ykkar? Meginmarkmið stefnunnar eins og jafnrétti og batnandi launa- kjör kvenna hafa ekki náðst fram. „Þaö fer auðvitað ekki fram hjá okkur að ákvebinn hópur kvenna hefur orðið fyrir vonbrigðum vegna þess aðs okkar leið hefur Kristín Ástgeirsdóttir. ekki skilað nægum árangri." -Sýnir ekki minnkandi fylgi Kvennlistans að hugmyndafrasðin sé úrelt, að kvennaafl eitt og sér eigi ekki lengur upp á pallborðið hjá þjóðinni? „Ja, það er stóra spurningin. Ef Kvennalistinn fær ekki fylgi hjá kjósendum er eitthvað að. Það er einmitt þaö sem við viljum kanna til þrautar og reyna að átta okkur betur á hvort það séu þjóðfélags- legar breytingar, hugmyndafræö- in okkar, frambjóðendurnir eða eitthvaö annað." -Er skilgreining Kvennalistans á hreinu? Eruð þið miðjuflokkur eða vinstra afl? „Við skilgreinum okkur fyrst og fremst sem kvennapólitískt afl og höfnum vinstri og hægri skil- greiningu. Hvað þýðir hægri og vinstri pólitík í dag? Hugmynda- fræði 19. aldarinnar á að mjög litlu leyti við þær þjóöfélagslegu aðstæður sem vib búum við. Þetta er hugmyndakerfr sem stenst ekki. Sjónarhorn kvenna og mis- muriandi staða kvenna er það sem við viljum fyrst og frems benda á. Við höfum alltaf verið á þeirri skobun aö mikil og góð félagsleg þjónusta sé brýn, bæði fyrir fjöl- skyldur og sérstaklega konur. Er þaö að vera vinstri sinnaöur? Vib viljum þjóöfélagslegan jöfnuð, að fólk beri ábyrgð og styðji hvert annaö. Er það að vera vinstri sinn- aöur? Er það ekki bara kristilegt hugarfar?" - En vilja kjósendur ekki hafa skýrari línur? Er ekki tímabœrt að Kverinalistinn skilgreini sig betur að þessu leyti, ekki síst með liti til mögulegs samstarfs vinstri breið- fylkingar? „Við vilum ekki veröa neitt hefðbundið pólitískt afl. Við höf- um mikla sérstöðu sem kvenna- afl, og okkur hefur tekist aö koma meö nýja hugsun inn í umræð- una. Öll íslensk pólitík er í ákveb- inni deiglu núna, það eru allar línur mjög óskýrar, ekki bara hjá okkur. Hvað meö Alþýðuflokk- inn? Hvað um Alþýðubandlagið? Við urðum t.d. vitni að því á-síð- asta kjörtímabili Alþýöuflokksins að þar komu fram ýmsar frjáls- hyggjuhugmyndir, s.s. einkavæb- ing og árásir á velferöarkerfið. Hjá Alþýðubandalaginu finnst enginn sem veit hlutverk þess. Hvert er inntak hugmyndafræði þeirra?" -Veltur framtíð samtakanna ekki á samstarfi við aðra flokka? „Það kom fram á Landsfundin- um aö mikill meirihluti fundar- gesta vildi ekki samruna á lands- vísu. Þó er til hópur sem vill það og sú umræða mun halda áfram. Áður en þau skref verða stigin veröur að skilgreina framhaldiö. Ef vinstra samstarf verður að veru- leika, til hvers á það aö leiða? Það er ekki nóg aö markmiðið meö sameiningu sé það eitt að ná völd- um." Stendur Kvennalistinn í pólitískri endurvinnslu? „Já, það mætti segja það. Við þurfum að taka okkur tak," sagöi Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalistans í samtali við Tím- ann í gær. -BÞ PÆíT/ /ZCJ AfJOG VÆ/Jf m /?Ð PÓ 5M////Ð/M £///- HV££J/m M//JÓA/OM /}rr/J£ £FPÚ SÆ/Æ P££ P/ZÐ FJEPr/ ~!E!.ta féð ' ynaab'^ Sagt var... Aginn freisi fólk „Það er gömlu ströngu kennurunum mínum a& þakka að ég lærði eitt- hvað. Ég a&hyllist aga, er gamaldags og íhaldssöm og er sannfærð um að á endanum er það aginn sem gerir mann frjálsan." Kristín Marja Baldursdóttir kennari, blm. og rithöfundur í Mogganum. Verkalýbshreyfing í kreppu „Það er alveg Ijóst a& verkalýðshreyf- ingin er í alvarlegri kreppu í þeim viðræðum, sem nú-standa fyrir um kjaramál. Forystumenn hennar hafa haft uppi yfirlýsingar um uppsögn samninga. Cangi félagsdómur gegn Verkalýðsfélaginu Baldri á ísafirði verður Ijóst að uppsögn samninga væri ólögmæt." Úr leibara Morgunblabsins. Um dansinn „Kirkjunnar menn á miðöldum reyndu í sífellu að aögreina „viðeig- andi" dans og „óviðeigandi" dans. Ástæðan fyrir því að dansinn var svo illa liðinn innan kirkjunnar var að honum var svo erfitt að stjórna ... Kirkjan vildi hafa allt undir sinni sjórn og það bitnaði á dansinum. Hin dansandi líkami var kenndur við djöf- ulinn allt fram á 4 öld. Hann var tal- inn til alls líklegur, og alræmdurfyrir spillingu og freistni." Ragna Sara Jónsdóttir í Mogganum um dansinn. Fraegt fólk hvergi óhult „Frægir menn verða fyrir aðkasti á ólíklegustu stöðum, meira að segja uppi í rúmi í annarra manna her- bergjum þar sem þeir eiga alla jafn- an að vera óhultir." Dagfari DV. Leibin ab hjarta mannslns „En athyglin sem hún (Súsanna) hef- ur hlotið er átakanlegt dæmi um menningarfátæktina á fjölmiðlaöld, og sannar það sem lengi hefur verið vitað að leiðin að hjarta mannsins liggur um hreðjar hans." Kristín í DV atyrbir abra fyrir ab veita Súsönnu Svavarsdóttur of mikla athygli fyrir bók hennar meb því ab vekja enn frekarí athygli á nýrri bók Súsönnu. Snorri og nasistar „Það er auövitað enginn eðlismunur á bókabrennum í Vestmannaeyjum nú og hliðstæðri villimennsku í sum- um ríkjum þar sem ofsatrúarmenn ráöa ferðinni. Að ekki sé minnst á bókabrennur í Þýskalandi á tímum nasista." Elías Snæland lónsson í leibara DV. Framsóknarmaður í heita pottinum hafði hitt Árna Magnússon, aðstoðar- mann Finns Ingólfssonar, á förnum vegi. Þeir fóru aö ræða um álver og hversu mikil vítamínsprauta þetta væri nú fyrir atvinnulífið. Þá mun Árni aö- stoöarmaöur hafa sagt með magn- þrunginni pólitískri meðvitund: „Hér í ráöuneytinu höfum við nú kallað þetta B-vítamínsprautu". • í pottinum var sagt frá konu einni, sem var aö koma úr innkaupaferð. Hún fór meö 7 kíló af sælgæti gegnum græna hliðiö — auk þess bjór og brennivín, reiöhjól, hljómflutningstæki og útigrill, auk slatta af fatnaöi. Fríhöfnin er í dag sögð stærsti söluaðili útigrilla á landi hér... • Það vakti athygli að Ingimar Halldórs- son á Súðavík var ekki í sendinefnd Vestfiröinga á LÍÚ þinginu fyrir helgina. Ingimar hefur sem kunnugt er verið bendla&ur við kvótasvindl í tenglsum viö Bessa ÍS. Ingimar var heldur ekki endurkosinn varaformaöur LÍÚ og ekki einu sinni í stjórnina. í pottinum telja menn sig sjá „kremlískar" hreinsanir í þessu og að útgerðarmenn telji óþægi- legt að einn af forustumönnum þeirra sé í umræöunni út af slíkum vandræða- málum. Hin opinbera skýring á fjarveru Ingimars er hins vegar sú a& „þaö sé vaninn að skipta mönnum út meö vissu millibili — láta þetta „rótera"."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.