Tíminn - 14.11.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.11.1995, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 14. nóvember 1995 wmmm 7 íslandsbanki: Inn- og útlánsvextir lækka 0,10% til 0,25% íslandsbanki hefur lækkab vaxtaprósentur um 10 til 25 punkta á flestum liöum bæöi inn- og útlána aö undanskild- um gjaldeyrisreikningum — en á þeim geröu Sparisjóbirnir aftur á móti töluveröar breyt- ingar hjá sér, einnig í flestum tilvikum niöur á viö. íslandsbanki lækkaði innláns- vexti almennra sparisjóðsbóka og tékkareikninga um 0,10%, sem er töluvert hátt hlutfall þegar litið er til þess að bankinn borgar aðeins 0,20 til 0,55% árs- vexti af þessum reikningum (200 kr. til 550 kr. af hverjum 100.000 krónum á ári). Innláns- vextir annarra sparireikninga lækkuðu um 0,15% og um 0,25% á flestum vísitölubundn- um reikningum. Útlánsvextir yfirleitt um 0,15%, m.a. á almennum víxil- lánum og yfirdráttarlánum, skuldabréfum og afurðalánum. Vestir verötryggöra lána (m.a. kjörvextir og hæstu vextir) lækkuðu um 0,25%. Sparisjóðirnir lækkubu á hinn bóginn innlánsvexti á innlend- um gjaldeyrisreikningum frá 0,05% til 1,15% á öllum mynt- um nema japönsku yeni, en vextir þeirra hækkuöu Q,10%. Vextir ECU-afurðalána lækkuðu sömuleiöis um 0,90%, en hækk- uöu hins vegar um 0,30% á af- urðalánum í sterlingspundum. ■ Erlendir feröamenn á tjaldsvœöinu í Laugardal. Vinna aö opinberri stefnumótun / feröaþjónustu hafin: Skobanakönnun Callups: Flestir aðspurðra hlynntir aðskiln- aði ríkis o§ kirkju í skoöanakönnun Gallups frá ágúst 1994 kemur fram aö vaxandi stuðningur er mebal landsmanna viö ab- skilnaö ríkis og kirkju. Þetta var í annað sinn sem Gallup kannaði viöhorf fólks til aðskilnaðs ríkis og kirkju, en áriö 1993 vildu rösklega 48% skilja aö ríki og kirkju. Árið 1994 voru hins vegar 52% hlynnt aðskilnaðinum. 1993 voru tæp 39% andvíg aðskilnaöi, en tæplega 32% árib 1994. Þegar aðeins er miðað vib þá sem taka af- stöðu, kemur í ljós að tæplega 62% vilja skilja að ríki og kirkju, en rúmlega 38% eru andvíg. Ekki kemur fram munur eftir kynjum, en í ljós kom ab yngra fólk er hlynntara ab- skilnaði en þeir sem eldri eru. T.d. vilja 37% fólks á aldrin- um 55-69 ára aðskilnab, en 59% fólks á aldrinum 15-24. LÓA Störfum getur fjölgaö um 3.500 á 15 árum Samgönguráöherra hefur ákveðið ab mörkuð skuli op- inber stefna í ferbamálum. Ferðaþjónustan hefur á síb- ustu árum skilað mestum gjaldeyri til þjóbarbúsins, næst á eftir sjávarútvegi. Meb því að marka opinbera stefnu í greininni á ab tryggja aö hún skili hámarksarðsemi og fjölg- un starfa. Vinna að stefnumörkun í ferðamálum er þegar hafin. Halldór Blöndal samgönguráö- herra hefur skipað stýrihóp sem ber ábyrgð á framgangi verks- ins. Nefndin nýtur aðstoðar Hagvangs við vinnuna auk þess sem hún hefur ráðið sér starfs- mann, Bjarnheiði Hallsdóttur ferðamálafræðing. Lögð verður áhersla á að hafa samráð við fag- aðila í greininni við- stefnu- mörkunina. Ferðaþjónusta á íslandi hefur vaxið gríðarlega ab umfangi á tiltölulega stuttum tíma. Er- lendum gestum hefur fjölgað um rúmlega 100% á síöustu 10 árum og voru á síðasta ári 180 þúsund. Á sama ári skilaði ferðaþjónustan 16,9 milljörð- um í gjaldeyristekjur, sem eru 12% af gjaldeyristekjum þjóðar- innar. í máli Bjarnheiðar Hallsdóttur ferðamálafræðings, á blaða- mannafundi í gær, kom fram að samkeppni í greininni muni aukast gífurlega á næstu árum. Finnur Ingólfsson iönaöarráöherra segir aö ekki an sé ekki nóg: megi hafa öll eggin í sömu körfunni. Stóriöj- Skjota veröur stoðum undir almennan iðnað Á sama tíma og stóriðjufyrir- tæki standa nánast í biðröð til að skoða ísland sem fjárfesting- arkost hyggst iðnabarrábherra jafnframt freista þess ab skjóta stobum undir ísienskan sam- keppnisibnab og málmiðnað- inn. Átaksverkefni af ýmsu tagi eru annab hvort að fara af stað eba verba gerb á næstunni. Tíminn ræddi við Finn Ingólfs- son í gær. Hann sagði að mikil- vægi iðnfyrirtækja af öllum stæröum væri mikið og því mætti ekki gleyma á sama tíma og stór- fyrirtæki hasla sér völl hér á landi, sem væri þó vissulega ánægjuleg þróun. Það mætti þó ekki ein- blína á slík fyrirtæki, byggja þyrfti upp öflugan og fjölbreyttan iðn- ab af ýmsu tagi. „Þau verkefni, sem nú skapast í Straumsvík, verða ab langstærstu leyti fýrir málmiðnaðarmenn. Manni sýnist að það sé að birta til _ hjá málmiðnaðarmönnum og var tími til kominn," sagði Finnur. Ráðherrann sagði að í undir- búningi væri í samstarfi við sam- Finnur. tök og sjóði iðn- aðarins átaks- verkefni, sem vonandi færu af stað innan skamms tíma. Meöal þess, sem verib er að vinna að í iðn- aðarráöuneyti, á móti 55% hlut ríkisins í íslenska járnblendifélaginu vilji tvöfalda framleiðslu fyrirtækisins. Finnur Ingólfsson sagði að hann ætti von á ab heyra nánar í stjórn fyr- irtækisins á næstu dögum. -JBP Talið er að ferðaþjónusta í heiminum muni vaxa að um- fangi um allt að 100% á næstu 15 árum. íslendingar verða því að búa sig undir aukna sam- keppni, bæði þjónustuaöilar í greininni og stjórnvöld. íslend- ingar setja sér það markmið að ná að minnsta kosti sama hlut- falli af vexti atvinnugreinarinn- ar og þeir hafa nú þegar. Gerist þab, mun störfum í ferðaþjón- ustu fjölga um 2.500-3.500 á næstu 15 árum. Magnús Oddsson ferðamála- stjóri leggur áherslu á aö með opinberri stefnumörkun sé ekki farið út á braut ríkisforsjár í ferðamálum. Verið sé að mynda ramma sem greinin geti þróast innan á næstu árum. Markmið- ið er að tryggja að greinin skili hámarksarðsemi án þess að gengiö verði of nærri náttúr- unni. Nefndin mun skipta verk- efnum á milli starfshópa, sem verður falið að kanna með hvaða hætti þættir eins og menning, saga og landkostir geti nýst greininni. Einnig verö- ur gerð úttekt á rekstrarum- hverfi fyrirtækja í ferðaþjón- ustu. í þessu samhengi bendir samgönguráðherra t.d. á hátt matvælaverð og hátt verö á bíla- leigubílum. Nefndinni er gert að skila nið- urstöðum sínum í síðasta lagi næsta vor. -GBK er markaðsátak fyrir íslenskt sæl- gæti erlendis. Finnur sagði að það væri alls ekki útilokað að slík vinna gæti skilað umtalsveröum árangri og fleiri störfum í iðn- greininni. Þrír erlendir aðilar í það minnsta vilja skoða aðstæður á ís- landi með stórar fjárfestingar í huga. Columbia talar um álver á Grundartanga, kínverskir sendi- menn koma á sunnudag til við- ræðna í boði iðnaðarrábherra, og munu hafa áhuga á álverksmiðju — og Atlantsál segir að ekki sé spurning að þeir muni reisa álver á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd. Þá eru þónokkrar líkur á aö jap- anskir og norskir eigendur á 45% Skilyrt leyfi til hörpudiskveiöa i Breiöafiröi stríöir gegn markmiöi sam- keppnislaga. Samkeppnisyfirvöld: Geta ekki gripið til aðgerba Samkeppnisstofnun hefur vakiö athygli sjávarútvegsráö- herra á því að skilyrði þab, sem sjávarútvegsráöuneytið setur fyrir leyfi til hörpudisk- veiða í Breiðafirði, stríbir gegn markmiði samkeppnislaga að efla virka samkeppni í Við- skiptum. Þrátt fyrir þetta telja samkeppnisyfirvöld sig ekki geta gripið til abgerba í mál- inu vegna þess ab skilyrbi til skelfiskveiba er frá stjórnvöld- um komiö. Þetta álit Samkeppnisstofnun- ar er til komið vegna kvörtunar sem stofnuninni barst frá út- gerbinni Seley hf., sem gerir út bát á hörpudiskveiðar í Breiða- firbi. Þar kemur m.a. fram að ráðuneytið hafi skilyrt veiðileyfi fyrir bát útgerðarinnar við þab að hann landaði afla sínum hjá viðurkenndri skelfiskvinnslu- stöð á Brjánslæk. Þar er hinsveg- ar aðeins eitt slíkt fyrirtæki og því hafði útgerðin eldcert um að velja í þessum viðskiptum. Út- geröin taldi því aö skilyrði ráðu- neytisins stæbist ekki sam- keppnislög og því var þess óskað að Samkeppnisstofnun hlutað- ist til um að skilyrðið yrði fellt niður. I rökstuðningi Samkeppnis- stofnunar kemur m.a. fram að í lögum um stjórn fiskveiða sé réttur til að framselja aflamark á milli skipa ekki nema að litlu leyti takmarkaður. Þessi réttur hefur haft í för með sér miklar tilfærslur á kvóta án tillits til byggðarsjónarmiða. Samkeppn- isstofnun telur hinsvegar að engin rök hafi komiö fram sem réttlæti að annars konar reglur eigi að gilda um skelfisk en botnfisk, og því sé ekki hægt aö sjá af hverju mismunandi regl- um er viðhaldið. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.