Tíminn - 14.11.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.11.1995, Blaðsíða 3
Þri&judagur 14. nóvember 1995 VÍWÍIIII 3 Verkmiöstöö handverksmanna opnuö í Þingholts- strceti í Reykjavík: Gæðavörur til sýnis og sölu Sigurður segir aö sambærilegar verkmiðstöðvar séu til víða úti á landi en í Reykjavík hafi lítill stuðningur verið við handverk. Þetta sé tilraun til að bæta úr því. „Það var allt of dýrt fyrir borg- ina að reisa sína eigin verkmið- stöö. Þess vegna var ákveðið að styrkja þessa einstaklinga til að gera breytingar á húsinu og við rekstur þess, með þeim skilyrð- um að aðeins verði um gæða- framleiðslu að ræða." Tveir ráðgjafar munu starfa við verkmiðstöðina. Markaðsráðgjafi sem mun aðstoða við að auglýsa húsið upp og faglegur ráðgjafi sér m.a. um gæðamál og vöruþróun. Sigurður leggur áherslu á ab í húsinu verði lifandi starfsemi. Á fyrstu hæb þess verbur sýningar- Abalfundur LÍÚ beinir þeim tilmælum til stjórnvalda a& ekki verði fallið frá þjóðréttar- legri stöðu íslendinga á Sval- barðasvæðinu í þeim samn- ingaviðræbum sem framund- an eru við Norðmenn og Rússa um veibar í Barentshaf- inu. Fundurinn telur að afsal á réttindum íslendinga á Sval- barbasvæ&inu geti aldrei orð- ib söluvara í samningum og skorar á stjórnvöld að láta nú þegar reyna á réttarstöbu ís- lendinga á þessu svæði fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. I ályktun fundarins um samn- ingaviðræður þjóbanna um veiöar í Barentshafinu kemur m.a fram ab engin ástæða sé til að semja við Norðmenn og Rússa um þorskkvóta, miðað við þær tölur sem nefndar hafa verib í fyrri viðræðum þjóð- anna. Útvegsmenn telja að slík- ur kvóti, eitthvað um 8 þúsund tonn, sé engan veginn nægileg- ur til að réttlæta samninga og því þjónar það ekki hagsmun- um útgerðamanna að semja nema því aðeins að stærri kvóti náist fram. Þá telur fundurinn að það komi ekki til greina ab semja um skipti á veiðiheimild- um. Aðalfundurinn telur það einnig vera ófrávíkjanlega kröfu að samið verði um veibirétt á þorski á öllu Svalbarðasvæðinu og/eða Barentshafi, ef samið verður um bann vib veiðum í flotvörpu. Fundurinn leggur einnig áherslu á að jafnframt samningi um veiðar á þorski á svæðinu, þurfi ab gæta hags- muna íslendinga til veiða á öbr- um tegundum á Svalbarðasvæb- inu. Svo virðist sem aðalfundur- inn hafi ekki tekið afstöðu til til- lagna frá Útvegsmannafélagi Norðurlands og Útvegsmanna- félagi Þorlákshafnar um skipt- ingu þorskkvóta í Barentshaíi. Tillaga Norðlendinga gekk út á það að frumherjar í úthafsveið- um fengju að njóta þess í stærri kvóta en aðrir. Þeir í Þorláks- höfn vildu hinsvegar að hugs- anlegum kvóta yrði skýrt í hlut- falli við úthlutaöan kvóta hvers skips á íslandsmiöum. -grh Samkeppnisstofnun ósátt viö aö háskólapróf sé einasti mœlikvaröi skattstjóra á sérfrœöum: Má ríkið endur- greiða sér vsk? Samband íslenskra sveitarfélaga segir vaxandi fíkniefndavanda ekki bundinn viö Reykjavík heldur fjölgi dcemum um skipulega sölu og notkun þeirra um land allt. Formaöur SIS: Verkmibstöð handverksmanna verður opnuð í Þingholtsstræti 5 í Reykjavík upp úr næstu ára- mótum. Tveir einstaklingar hafa fest kaup á húsinu í þess- um tilgangi og borgarráð hefur samþykkt að styðja rekstur þess með 6 milljóna króna styrk á tveggja ára tímabili. í verkmibstöbinni munu handverksmenn hafa aðstöðu fyrir framleiðslu sína og þar verð- ur einnig sölu- og sýningarað- staða. Sigurður Helgason hjá At- vinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkurborgar segir að áhersla verði lögð á að eingöngu gæðavörur verði framleiddar í húsinu. „Það verður ekkert föndur þarna. Það verður framleitt ís- lenskt handverk sem selst. Hlut- laus nefnd mun ákveða hverjir fá ab leigja abstöbu í húsinu og meta það m.a. út frá því hvers konar vörur þeir eru að fram- leiða. Viö viljum síður að menn séu í samkeppni hver við annan innan hússins heldur hafa sem mesta fjölbreytni í framleiðsl- unni." Aöalfundur LÍÚ um veiöar í Barentshafi og samninga: Afsal á réttindum getur aldrei verið söluvara aðstaða þar sem fólk getur séð sýnishorn af framleiðslu allra þeirra sem~starfa í húsinu og jafnvel sest niður yfir kaffisopa. Lítist fólki á framleiðslu einhvers handverksmannsins getur þab farib upp á abra eða þriðju hæð, séð handverksfólkið að'störfum og skoðaö fleiri gripi. Nokkrir handverksmen'n eru þegar teknir til starfa í húsinu, þar á meðal konurnar tvær sem reka Spaksmannsspjarir en þær hafa hlotiö margvíslega viður- kenningu fyrir framleiðslu sína. Sigurður á von á ab starfsemin veröi komin í fullan gang upp úr áramótum. -GBK Handverksmenn eru þegar teknir til starfa íhúsinu. F.v. Eiríkur Rafn Magnússon og Hafsteinn Róbertsson járn- smibir taka sér hvíld frá smíbinni. Skipulögð glæpa- starfsemi um allt land Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent frá sér ályktun þar sem sveitarstjórnir um land allt eru hvattar til að taka til sér- stakrar umfjöllunar fíkniefna- notkun unglinga. „Sala og dreif- ing fíkniefna er ekki lengur bundin við höfu&borgarsvæbið heldur fjölgar dæmum um skipulag&a sölu og notkun í sveitarfélögum um land allt ... Stjórn sambandsins skorar á Al- þingi að her&a vi&urlög vi& smygli og sölu á fíkniefnum og efla þann þátt löggæslunnar sem sinnir þeim málum", segir m.a. í ályktuninni. Tíminn spurði Vilhjálm Vil- hjálmsson, formann SÍS, hvað sambandið hefði fyrir sér í því að fíkniefnavandinn væri að færast í aukana úti á landi. „Við höfum kannski ekki beinar sannanir en upplýsingar frá fjölmörgum sveit- arstjórnarfulltrúum benda til að þaö sé bersýnilegt að sala og dreif- ing fíkniefna hafi aukist í þeirra byggðarlögum. Okkur finnst þetta mjög alvarleg þróun og við emm sannfærðir um ab hér liggur mark- viss neðanjaröarstarfsemi að baki. Það er greinilega öflugt net til stað- ar, það em menn sem skipuleggja þetta og vinna við þetta." Vilhjámur segir nauðsynlegt að fleiri aðilar komi að þessum mál- um en verið hefur, hingað til hafi umræban verið bundin við ákveðna hópa, s.s. SÁÁ, Stórstúk- una og lögreglu. Nú sé kominn tími til ab þeir aðilar sem beri ábyrgð, s.s. skólayfirvöld, sveitarfé- lög, foreldrasamtök og dómmála- ráðuneytið, komi saman og átti sig á hvað sé til ráða. í næstu viku verður skipaður vinnuhópur til að fara í saumana á þessu máli. Vilhjálmur segir að forvarnastarf og fræðslu veröi að setja inn í aðal- námsskrá skóla um allt land. „Þessi mál hafa mjög verið á reiki í grunnskólum hingab til. Sums staðar er tekið á þessu og annars staðar ekki. Það viröist bara fara eftir áhuga viökomandi skólayfi- valda hvort þessi málaflokkkur fær umfjöllun í skólum landsins eba ekki. Það er víða pottur brotinn í því aö uppfræða unglingana." Abspurður hvort fólk úti á landi hafi neitab að viðurkenna fíkniefni sem vandamál, segir Vilhjálmur að það sé mögulegt, en þessi mál fari almennt mjög leynt og það sé ekki fyrr en þau séu sýnilegt vandamál sem menn taki við sér. Hann sér ekki ástæðu til ab ætla aö fíkniefni séu orðin vandamál í fámennari byggðarlögum, fyrst og fremst sé um að ræða vanda í þétt- býliskjörnum um land allt. „Ég á ekki von á að þetta sé vandamál í sveitum landsins. Við erum að tala um bæjarfélög með 500-1000 íbúa og stærri." -BÞ Samkeppnisráð hefur lagt til við fjármálará&herra a& túlkun skatt- yfirvalda á ákvæ&i úm endur- greiöslu vir&isaukaskatts ver&i breytt þar sem hún takmarki frelsi í atvinnaurekstri og a&gang að störfum fyrir ríki og sveitarfé- lög. Ríkisskattstjóri hefur túlkað umrætt ákvæði svo, a& ríki og sveitarfélög skuli einungis fá end- urgreiddan vir&isaukaskatt af a&- keyptri vinnu sérfræbinga hafi þeir lokib háskólaprófi e&a aldeil- is sambærilegu langskólanámi. Samkeppnisráb bendir sömuleið- is á a& ákvæ&ið gæti líka mis- munab sérfræ&ingum eftir því hvaba form sé á rekstrí þeirra. Þannig sé t.d. fyrir skattyfirvöld að meta hvort starfsmenn hlutafé- laga sem taka að sér ráögjafarstörf fyrir ríkið séu háskólamenntaðir sérfræðingar eða með aöra mennt- un. Upphaf þessa máls er kvörtun kerfisfræðings yfir því að ríkisskatt- stjóri hafi neitað sveitarfélagi um endurgreiöslu á virðisaukaskatti af þjónustu hans á þeirri forsendu að hann hefði ekki háskólapróf. Með þessu taldi kerfisfræðingurinn að ríkisskattstjóri gerði hann ósam- keppnishæfan til vinnu fyrir ríki og sveitarfélög, þar sem stofnanir þeirra sæju sér mikinn hag í því að fá virðisaukaskattinn endurgreidd- an — sem þó hvað ríkinu viðvíkur getur ekki þýtt annað en endur- greiðslu á virðisaukaskatti úr ríkis- sjóði til ríkissjóðs. ■ BÆMARMAX l| Hafnarfjörbur Kvikmyndasafn íslands hefur óskaö eftir því aö teknar veröi á ný samning- viðræður vegna hugsanlegs flutnings safnsins til Hafnarfjarðar. • Ölföng hf. hefur óskaö eftir því að Hafnarfjaröarbær styrki rekstur þess, en fyrirtækið er m.a. umbo&saðili fyrir Warsteiner bjór, sem frægur varð í kringum HM í handknattleik. Bæjar- ráö vísaði erindinu til Atvinnueflingar hf. • Skákfélag Hafnarfjarðar hefur farib fram á styrk frá bænum vegna alþjóö- legs skákmóts sem haldið veröur á næstunni í Hafnarfirði. • Samband íslenskra áhugadansara hef- ur óskaö eftir styrk frá Hafnarfjaröar- bæ vegna Noröurlandsmeistaramóts í dansi sem haldiö veröur í Tampere í Finnlandi þann 2. desember næst- komandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.