Tíminn - 14.11.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.11.1995, Blaðsíða 16
Vebrib (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gaer) • Suburland til Breibafjarðar. norðaustan kaldi eba stinningskaldi og léttskýjab. 0 til 3ja stiga hiti. • Vestfirbir, Strandir og Norburland vestra: Norbaustan kaldi og dálítil slydda, en hægir og léttir til þegar líba tekur á daginn. • Norburland eystra til Austfjarba: Norban gola og síban kaldi. Skúr- ir eba slydduél. • Subausturland: Norban kaldi og léttskýjab. 3ja til 5 stiga hiti. / efnahagsályktun aöalfundar LÍÚ er lögö áhersla á aö efnahagsbatanum veröi ekki eytt fyrirfram: Vélstjóraþing: Farmönnum fækkaö um 60% Vélstjóraþing lýsir yfir þung- um áhyggjum vegna stööugr- ar fækkunar sem oröiö hefur í stétt íslenskra farmanna, en á sl. 10 árum hefur þeim fækk- aö um rúm 60%. Til aö spyrna viö þessari öfug- þróun leggur þingiö m.a. áherslu á aö stjórnvöld og hags- munaaöilar í kaupskipaútgerö móti sameiginlega stefnu er íryggi bæði íslenskt eignarhald ög íslenska mönnun skipanna. En síðast en ekki síst er hvatt til þess aö hugað veröi aö breyting- um á skattaumhverfi farmanna og kaupskipaútgerða, í líkingu við það sem gert hefur veriö meöal nágrannaþjóða, s.s. með eftirgjöf á sköttum. -grh Tilraunir til aö koma á fót al- vöru snjóflóöavörnum fyrir hálfum öörum áratug voru blásnar af og frumskýrsla um aögeröir sett ofan í skúffu, tel- ur Magnús Hallgrímsson verk- fræöingur. Guöjón Petersen hjá Almannavörnum er ekki eins svartsýnn og segir skýrsl- una hafa nýst nokkuö vel þar á bæ. „Við fórum í ferðir til útlanda til aö kynna okkur snjóflóöa- varnir. Þetta mun hafa veriö 1976 til 1978. Viö fórum til Noregs, Sviss, Bandaríkjanna og Kanada. Síöan bauð ég þjónustu mína flestum þeim sem á henni þurftu aö halda. En þaö þáöu nú engir hana nema björgunar- sveitir sem ég kenndi snjóflóða- björgun víöa um landið," sagöi Magnús Hallgrímssons verk- fræöingur sem nú starfar viö gæslulið Sameinuöu þjóöanna í Israel og Sýrlandi. Magnús segir aö hann hafi verið skipaöur í nefnd á síðustu dögum ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen og henni falið að skila tillögum einhvern tíma um haustið. Sú nefnd hefði ekki starfað nema um vikutíma. „Ég skilaði inn til ráöuneytis- ins stuttu bréfi um þaö sem viö töldum rétt aö gera í snjóflóða- vörnum. Síöan var nefndin lögö niöur í upphafi næstu ríkis- stjórnar vegna þess aö þetta var taliö of dýrt verkefni. Þetta eru nú öll þau afskipti sem ég haföi af þessum málum," sagöi Magn- ús í samtali viö Tímann. Helgi Björnsson jaröeðlis- fræðingur fór ásamt Magnúsi utan og síðar ásamt Þórarni Magnússyni bæjartæknifræö- ingi í Neskaupstað og Ingvari Valdimarssyni í Flugbjörgunar- sveitinni til Noregs og Sviss til aö kynna sér snjóflóðavarnir. Ennfremur fóru Helgi og Magn- ús til Bandaríkjanna. Helgi segir að skýrslan af þeirri ferð sé eins- konar feröasaga. Hann telur aö hún hafi komið að einhverju gagni. „Þaö hefur eitthvaö þokast í áttina síöan þetta var. En þaö er mikil tregða," sagöi Helgi. Hann sagði aö ef stungið er upp á vörnum eins og þeim sem þekkjast í Sviss, til dæmis hús- um sem snúa bláhornum upp í hlíðar, eða svefnherbergjum í kjöllurum og öðru af því tagi, þá segi menn að þetta minni stöö- ugt á hættuna og skapi óþægi- lega tilfinningu. „Því miður er afstaða heima- manna oft verst. Sveitarstjórnir tala um að verið sé aö fæla fólk úr byggöarlaginu með svona tali í stað þess að taka á vandan- um," sagöi Helgi Björnsson, en hann á sæti í Ofanflóðanefnd. Helgi segir aö Norðmenn hafi mun strangara eftirlit meö hús- byggingum í fjalllendi. Þar er starfandi jarötæknistofnun sem hefur eftirlit og völd til aö stjórna málum. Helgi sagði í blaðagrein snemma á þessu ári að þegar snjóflóöafræöingur sé spurður um mestu hugsanlegu hættu í kauptúnum á Vestfjörö- um, Austfjörðum og Miö- Norö- urlandi sé svar hans að um ókomna tíð gætu þær aðstæður komið upp aö snjóflóð féllu í snjó fram úr öllum fjöllum þar sem undirlendi er lítið. Hann segir aö á hverjum mannsaldri sjáum viö aðeins brot af öllum hugsanlegum tilbrigöum af krafti djúpra vetrarlægða. Ef fara ætti eftir þessu hættumati yrði byggð lögö niður í allmörg- um kauptúnum eða flutt á ná- læg örugg svæöi. „Þennan kost ber vissuleg aö íhuga, en heima- mönnum hefur hins vegar ekki þótt þaö raunsætt," segir Helgi Björnsson. -JBP Tilraunlr til aö koma á alvöru snjóflóöavörnum á íslandi komu fyrir lítiö, telur Magnús Hall- grímsson verkfrœöingur. Helgi Björnsson, jaröeölisfrceöingur: Því mibur er afstaða heimamanna oft verst Ríki og þingmenn mikið áhyggjuefni Haraldur Haraldsson íAndra — stofnar nýja öryggisþjónustij og lækkar textann. Ný öryggisþjónusta: Vakt 24 og Hreyfill Tímamynd: CS gæta öryggis borgarbúa „Þaö er áhyggjuefni aö það skuli vera hiö opinbera- og al- þingismenn, sem veröa þess valdandi aö hér á landi stefnir í óróleika, missætti og skærur á vinnumarkaöinum," segir í efnahagsályktun aöalfundur LÍÚ. í ályktun fundarins er lögö áhersla á áframhaldandi stöðug- leika í efnahagsmálum landsins og aö efnahagsbatanum verði ekki eytt fyrirfram eins og svo oft áður. Varað er við því aö óróleiki á vinnumarkaði leiöi til þess að efnahagskollsteypur liöinna ára veröi endurteknar. Lagt er til aö batnandi efnahagsástand veröi notaö til að byggja upp kröftugt atvinnulíf sem geti staöið undir bættum lífskjörum sem standast samanburð viö það sem gerist í nálægum löndum. Til aö svo geti orðið skiptir miklu máli að sam- staða í þjóðfélaginu haldist og friöur á vinnumarkaði. Lýst er yfir aðdáun á styrkri stööu sjávarútvegsins þrátt fyrir ýmist ytri áföll í hafinu og fremur lágt afuröaverö undanfarin miss- eri. En áætlaö útflutningsverð- mæti sjávarafuröa er um 89 millj- aröar króna í ár og hlutur at- vinnugreinarinnar í vöruútflutn- ingi er talin veröa um 76%, sem er svipað hlutfall og verið hefur. Þá er talið að í heild sé sjávarút- vegurinn rekinn með 2% hagn- abi. Hinsvegar eru helstu vanda- mál greinarinnar þær sömu og verib hafa, þ.e. skertar aflaheim- ildir vegna lítils þorskstofns, miklar skuldir vegna erfiðleika fyrri ára og háir raunvextir af þeim. Fundurinn hafnar auðlinda- skatti og vill að fyrirtækjum veröi gert kleift aö mynda eigin sveiflu- jöfnunarsjóði og fái þannig skatt- frest til aö mæta nibursveiflum í framtíöinni. Þá er talið mikilvægt ab hætt veröi vib aö skattleggja sjávarútveginn árlega um 500 milljónir króna til Þróunarsjóös- ins vegna fyrri skluldbindinga. Lagt er til aö útgreiðslum úr sjóönum veröi hætt og hann lagður niður. -grh í gær hóf ný öryggisþjón- usta, Vakt 24, starfsemi sína og mun hún starfa í sam- keppni viö helstu öryggisfyr- irtæki landsins. Yfirgrips- mikil þjónusta Vaktar 24 veröur á mun lægra veröi en hjá samkeppnisabilunum vegna hagkvæmra samninga sem fyrirtækib hefur gert vib bifreibastöbina Hreyfil. Því er mánabargjaldib fyrir þjónustu Vaktar 24 á bilinu 0-1800 kr. sem er allmiklu lægra en hjá öbrum öryggis- fyrirtækjum. Haraldur Haraldsson, fram- kvæmdastjóri, benti á aö Hreyf- ill væri líklega alltaf með fleiri bíla á sínum snærum heldur en lögreglan og önnur öryggisfyrir- tæki samtals á hverjum tíma og því ljóst aö Hreyfilsbílstjórar ættu aö vera snöggir til þegar útköll kæmu. Öryggisbúnaður Vaktar 24 gerir vart viö eld, reyk, óboöna gesti og vatnsleka. Kerfin eru ýmist þráölaus eöa vírtengd. Tengja má kerfin ýmsum auka- búnaði svo sem neyöarhnöpp- um sem mikið eru notaðir af eldri borgurum. Meöalbúnaður fyrir hús kostar um 75.000 kr. meö uppsetningu. Upphæö mánaöargjalds fer svo eftir því hvernig og hvort fólk kýs aö tengjast stjórnstöð Vaktar hf. Ef kerfið er ekki tengt stjórnstöö er símhringibúnaður stilltur á þrjá „vandamenn" viðskiptavinar- ins sem látnir eru vita ef eitt- hvaö fer úrskeiðis. Vakt 24 hóf starfsemi sína í gær og á fyrirtækið nokkra tugi kerfa á lager fyrir áhugasama kaupendur. -LÓA TVÖFALDUR 1. VINNINGUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.