Tíminn - 14.11.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.11.1995, Blaðsíða 5
Þri&judagur 14. nóvember 1995 ®wwtNti 5 Orlög utangarðsmannsins Þjóbleikhúsib: GLERBROT eftir Arthur Miller. Þýbing: Birgir Sigurbsson. Leik- stjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Sig- urjón jóhannsson. Frumsýnt á Stóra svib- inu 10. nóvember. Gott er til þess ab vita að amer- íska leikskáldið Arthur Miller er enn í fullu fjöri, áttræður að aldri, skrifar leikrit sem sýnd eru um allar jarðir og rata nú einnig upp á svið Þjóðleikhúss okkar. Sú var tíðin að Miller var sá erlendur samtímahöfundur sem mest var leikinn hér og jafnan við mikla athygli. Á fárra ára bili komu á svið fjögur leikrit hans: Sölumað- ur deyr, í deiglunni, Allir synir mínir og Horft af brúnni, — síðar bættust við Eftir syndafallið og Gjaldið, og munu þau að vísu ekki hafa notið sama áhuga. En af hinum fjórum fyrrtöldu leikrit- um hafa öll verið sýnd tvívegis, nema Horft af brúnni. Hvernig væri að Þjóðleikhúsið tæki það til nýrrar sviðsetningar? Glerbrot, nýja leikritið, gerist áriö 1938, meðal gyðinga í Bandaríkjunum. Kveikjan að verkinu, segir Miller, var Kristals- nóttin fræga, þegar nasistar fóru um hverfi gyðinga í Berlín, lögðu allt í rúst og drógu fólk út á götu, misþyrmdu því og drápu. i leikn- um gerist það að fréttir af þessum atburðum fá svo mjög á Sylvíu Gellburg að hún lamast í fótun- um, — eða sú virðist ástæða þess. Filip maður hennar, sem er fast- eignasali, gyðingur eins og hún, leitar til læknisins Hyman. Engin líkamleg skýring finnst á lömun- inni. Þótt Hyman sé ekki geb- læknir, fær hann mikinn áhuga á málinu og grefur sig niður í einkalíf Gellburghjónanna, til að leita skýringar, að því er hann segir, — en kannski laðast hann bara aö konunni, enda sagöur kvennamaður í meira lagi. En þetta allt hefur svo mikil áhrif á Filip Gellburg að honum fatast stilling og dómgreind og hann gerir alvarleg mistök í starfi sínu. Skal efnið svo ekki rakið frekar, til að spilla ekki eftirvæntingu leik- húsgesta. Eins og við sjáum af þessu, fléttar Miller hér saman fjöl- skyldusögu og heimssögulegum atburðum. Réttara sagt er efnið áhrif fregna af vobaverkum á borgara í fjarlægð, því að Sylvía les stöðugt blöðin, lifir sig inn í frásagnir og myndir af gömlum mönnum sem látnir eru sópa göt- ur með tannburstum. Hvers vegna er þetta ekki stöðvað? spyr hún, eins og fólk spyr nú, þegar það horfir á þau ógnarverk sem unnin eru á götum borga í því landi sem áður var Júgóslavía. Arthur Miller grefur ekki djúpt í rök þjóðfélagsatburða hér frem- ur en fyrr. Hann er fyrst og fremst móralskur höfundur, áhugasam- ur um þjóðfélagslegt réttlæti og fékk að gjalda fyrir þab í heima- landi sínu forðum, sem frægt er. Hann spyr spurninga hins venju- lega borgara og beinir máli sínu til hans, enda hefur almenningur alltaf kunnað vel að meta hann, hvab sem líður hótfyndnum gagnrýnendum. En ef við horf- um frá samfélagsboðskap Millers, sjáum vib líka skýringu vinsælda hans í því hvernig hann fjallar um persónur sínar. Og þá kannski líka þab sem gagnrýn- endur hans hafa sett fyrir sig. Meðferðin er næsta hefðbundin, viðtekin, og það er hún í Gler- brotum. Miller er vitaskuld undir áhrifum sálgreiningar og kyn- ferðispælinga, eins og aðrir höf- undar af hans kynslóð. Þess gætir í eldri verkunum og einnig hér. Er þab kannski bara ófullnægj- andi kynlíf Gellburghjónanna sem veldur ógæfu þeirra? Það kemur nefnilega í ljós ab Filip er getulaus og þau hjónin hafa ekki haft mök í meir en tuttugu ár. Annað eins getur valdið andlegri og líkamlegri vanlíðan! Og líka er LEIKHUS GUNNAR STEFÁNSSON gefin sú skýring að kuldinn í hjónabandinu stafi af því ab Filip vildi ekki láta konu sína vinna úti. Þetta er ósköp kunnuglegt, nánast banalt, en hvaba áhorf- andi getur ekki sett sig inn í þaö? Læknirinn Harry Hyman er gyðingur eins og Filip Gellburg, en öruggari um stöðu sína, enda hefur hann kvænst hjúkrunar- konu sem ekki er gyðingur, — og hún sér reyndar í gegnum hann. Þessi læknir verður býsna spaugi- legur í brennandi áhuga sínum á að finna út orsakir lömunar Sylv- íu, af því að allan tímann hefur mabur á tilfinningunni að hann langi bara til að komast yfir kon- una. í samskiptum Filips og hús- bónda hans, Stantons Case, er heldur ekkert sem kemur á óvart. Ólánssaga Filips Gellburg er sannast aö segja melódramatísk, eins og fyrri örlagasögur sem Art- hur Miller hefur sett okkur fyrir sjónir, til dæmis í Sölumaður deyr. í Glerbrotum hittum vib sem sagt fyrir hinn gamla, góða Miller, og það eitt er býsna skemmtilegt. Kvika verksins er ekki ab mín- um dómi fyrst og fremst áorkun ógnarfrétta á almennan fjöl- miðlaneytanda, eins og leikhúsib gerir mest úr í kynningu sinni. Hún felst miklu fremur í örlögum manns sem finnst hann standa höllum fæti, vera kúgaður. Það er hið sérkennilega gyðingasamfé- lag sem hér er brugðið ljósi á. Gellburg hefur sterka vitund um gyðinglegan uppruna sinn og hefur aldrei samlagast því þjóðfé- lagi sem hann býr í, þótt hann þrái það og sé til dæmis mjög stoltur af syni sínum sem er að feta framabraut innan hersins, nokkub sem gybingar gerbu yfir- leitt ekki. En læknirinn segir raunar á einum stað, að allir telji sig kúgaða af einhverjum öbrum, en þegar ab er gáð finnst enginn kúgari. Þá vísar þetta út fyrir gyð- ingahverfið, verbur mynd af manninum sem upplifir sjálfan sig minnimáttar, undir hæl fjandsamlegs þjóðfélagsvalds. Hér eru allir í glerbúrum, enda er alúð, er sérstök ástæða til að geta eins, prestsins Bonze sem Sigurður Skagfjörð Steingrímsson flutti með sérstökum glæsibrag. Ég ætla að taka vel eftir Sigurði næst þegar hann kemur fram. Persónan Madama Butterfly virð- ist næsta torskilin, svo ótrúlega ein- föld í aðra röndina — enda ekki nema 15 ára að því er hún sjálf seg- ir — en jafnframt er yfir henni mik- il reisn. Heldur viröist ótrúlegt að geisha, sem á að vera kunnáttusöm í ýmsum íþróttum, skuli ekki vera betur að sér í svínaríi lífsins en svo að hún taki hjónaband sitt og Pin- kertons alvarlega, og sé tilbúin að bíða eftir honum árum saman. En eins og fram kemur í fyrrnefndri grein um þetta efni í tónleikaskrá, þá fjallar óperan um snertingu tveggja menningarheima sem hvor misskilur hinn. Með því aö játast Pinkerton og ameríska draumnum brennir Butterfly allar brýr að baki og á ekki afturkvæmt. Þess vegna kýs hún vonina þar til hinn óum- flýjanlegi sannleikur neyöir hana til örþrifarába. Madama Butterfly var frumsýnd í La Scala 17. febrúar 1904, og var nánast bauluð niöur, þótt fljótlega kæmist hún í röð vinsælustu ópera. Frumsýning í islensku óperunni var 10. nóvember 1995 og undirtektir góðar. ■ það rækilega undirstrikað í svið- setningunni þar sem vistarver- urnar, sviðið allt er umlukt gleri. Þaö, sem gerir Glerbrot skemmtilega sýningu, er umfram allt þab að hér heldur sá höfund- ur á penna sem kann að skrifa, móta heilsteypta leiksögu. Fáir taka Arthur Miller fram í ab skapa lifandi samræðutexta, og persón- ur sem áhorfandinn getur sam- samast meðan hann horfir á framvindu leiksins. Og ef vel tekst til, lifir persónan áfram í minningunni. Þannig er um Lo- man sem Gunnar Eyjólfsson lék 1981, í seinni sviðsetningu Sölu- mannsins. Það hygg ég veröi líka raunin um Filip Gellburg í með- fömm Sigurðar Sigurjónssonar í Glerbrotum. Þetta er minnilegur sigur fyrir leikarann, sem maður var farinn að halda að kynni að festast í skrípafígúrum. Sigurður sýnir hér hæfni sína til skapgerð- arleiks meb eftirtektarverðum hætti. Raunasaga Filips verður ljóslifandi og nærgöngul fyrir sjónum okkar, og hann nær dýpt í túlkun sína, einkum í nokkrum atriðum á móti eiginkonunni. Það er ástæða til ab óska leikaran- um til hamingju með þann góba áfanga sem hann hefur náð með þessu hlutverki. Guðrún S. Gísladóttir leikur Sylvíu Gellburg, hina lömuðu eiginkonu. Guðrún sýnir hér svipaöan leikstíl og við þekkjum, en hún er kunnáttusöm leikkona með sterka nærveru á sviðinu. Sama má segja um aðra Ieikend- ur. Arnar Jónsson leikur Harry Hyman með næsta kunnugleg- um töktum og af glæsibrag sem hans er vandi, en Arnar er oröinn nokkuð fastur í leikstíl og einkum raddbeitingu og raddsveiflum og ætti að reyna að losna úr því fari. Ragnheiður Steindórsdóttir hittir aftur á móti á ágætan tón í hlut- verki Margrétar og Lilja Gubrún Þorvaldsdóttir var kímileg Harri- et, sem lífgar upp á andrúmsloft- ið. Hlutverk Helga Skúlasonar sem Stanton Case er lítib og ein- falt og Helgi skilar því léttilega. Ég hef áður nefnt leikmyndina. Hún er of áberandi, nærri því uppáþrengjandi. Ég veit ekki hvort það er á einhvern hátt fyr- irskrifað hvernig hún eigi ab vera, en Miller hefur jafnan fylgt leikritum sínum fast eftir upp á sviöiö og starfab með leikstjórum bæði heima og erlendis. — Hvað sem því líður finnst mér sem fyrr sagði óþarft að ota táknmerkingu glersins svo mjög að áhorfandan- um. Sama á við um „hljóðmynd- ina", raftónana á milli atriöa, líkt og brotið sé gler. Raunar hættir Miller til að gefa áhorfendum sín- um inn með skeið, vera ofljós, og gætir þess svo sem hér líka. Þórhildur Þorleifsdóttir hefur nálgast þetta viðfangsefni af auð- særri virðingu og alvöru í anda höfundarins og treystir, sem rétt er, á texta hans. Það má komast langt á honum. — Birgir Sigurbs- son hefur þýtt leikinn á mál sem yfirleitt er lipurt og auönumið, en mætti vera nokkuö bragð- meira á stundum. — Glerbrot er einfalt verk að gerð og byggingu, snýst um örfáar persónur og ekki heldur eins auðugt og kraftmikið og fyrri verk Millers. En á móti kemur lífsreynsla ellinnar og mildi — tempruö viðkvæmni sem fer vel. Gamlir unnendur höfundarins — og yfirleitt þeir sem kunna að meta vel skrifuð leikrit — ættu ekki að láta þessa sýningu fram hjá sér fara. Madama Butterfly Þegar menn leggja sig alla fram, verður árangurinn oftast eftir því. Og þannig eru vinnubrögð íslensku ópemnnar — það er verulega vand- að til sýninganna í smáu og stóru. Madama Butterfly eftir Puccini er meðal bestu sýninga íslensku óper- unnar, mjög vel gerð og áhrifamik- il. Þar kemur einkum til eftirfar- andi: Aöalsöngvararnir standa sig afar vel, ýmist í söng, leik eða hvoru tveggja: Ólöf Kolbrún Harðardóttir sem Butterfly, Ólafur Árni Bjarna- son sem Pinkerton, Bergþór Pálsson sem Sharpless og Rannveig Fríða Bragadóttir sem Suzuki. Sýningin undir stjórn Halldórs E. Laxness (leikstjórn) og Robins Stapleton (hljómsveitarstjórn) rennur fram greiblega, leikhreyfingar virðast eðlilegar og gott jafnvægi ríkir milli söngvara og hljómsveitar (raunar 'þyrfti stærri hljómsveit en þá sem rúmast þarna í gryfjunni til að hafa vib hljóbunum í Ólöfu og Ólafi Áma þegar þau taka á honum stóra sínum). Textarnir em vel unnir hjá Bríeti Héðinsdóttur — í rauninni er óskiljanlegt hvernig nokkurt óperu- hús getur komist upp með það nú- orðið að nota ekki textavélar, fyrst þessi tækni er til. Og Madama Butt- erfly er þannig ópera, ab bráðnauð- synlegt er að fylgjast meb textan- um, því þótt góð sé, er tónlistin fyrst og fremst til stubnings textan- um — þetta er sungið leikrit eins og Wagner-ópera, með abeins einni þekktri aríu. Og þarna eru ýmsar ágætar „replikkur" sem þurfa ab komast til skila. Loks er „hið sjón- ræna" vel af hendi leyst, búningar Huldu Kristínar Magnúsdóttur, leikmynd J.M. Deegan og S.G. Conly, og sérstaklega lýsing Deeg- ans. Þótt hinnar legu Madama Butt- erfly sé Nagasaki á ofanverðri síðustu öld, kaus leik- stjórinn ab flytja það til sömu hafn- arborgar í stríbslok 1945 (en var það heppilegasti staður og stund, rétt eftir ab Bandaríkjamenn köstuðu plútonsprengju sinni á borgina?). Vel til fundið leikbragð var að láta herskipið Abraham Lincoln birtast á sviðinu eins og dimman örlaga- skugga í fögrum geislum morgun- sólarinnar. Japönsku búningarnir eru sjálfsagt „tímalausir", en vest- rænir kvenbúningar Huldu Kristín- ar eru sann-amerískir fyrir þetta tímabil. í tónleikaskrá skrifar Halldór Hansen á einum stað: „Hlutverk Madama Butterfly er mjög erfitt. í fyrsta lagi er það mjög langt. Ma- dama Butterfly er á sviðinu svo til frá upphafi til enda óperunnar og fær varla nokkra hvíld. í öbru lagi þarf söngkonan að búa yfir rödd sem hefur í sér dramatíska mögu- leika til að koma tónlistinni til skila og það oftast í gegnum þykkan tón- listarvef. Samfara þessu krefst hlut- verkið útlits sem sannfærir áheyr- andann um ab stúlkan sé austræn og vart komin af barnsaldri." Ólöf Kolbrún stendur sig feikilega vel í þessu mikla og afar erfiða hlutverki og rís yfir greinilegt misræmi í aldri og útliti. Söngurinn er mikilfenglegur, þótt stundum mætti hún slá ögn af í raddstyrkn- um, leikurinn er áhrifamikil og hreyfingar hennar sannfærandi. A þessu skeiði hennar listræna þroskaferils henta henni best dram- atísk hlutverk. Efnistenórinn Ólafur Árni syngur af þrótti og er trúverð- ugur í hlutverki hins eigingjarna og hugsunarlausa bandaríska sjóliðs- foringja, og Bergþór nær góbum tökum á hlutverki hins mannlega og lífsreynda Sharpless konsúls. Jafnbestan söng og leik sýnir þó Rannveig Fríba, sem er greinilega sannur atvinnumaður í faginu. Sig- urður Björnsson bilar ekki í hlut- verki Goros hjúskaparmiðlara, þótt hann mætti sennilega vera ill- mannlegri í ljósi aðstæðna. Af mörgum smáhlutverkum og kórhlutverkum, sem öll eru gerð af 552 TÓNLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.