Tíminn - 17.02.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.02.1996, Blaðsíða 11
Laugardagur 17. febrúar 1996 AKUREYRI n Steinþór Steinþórsson, yfirkokkur á Hótel KEA: Meb kvöldþjónustunni erum vib ab brúa bil kaffiteríu og veitingastabar „Síðustu breytingar voru gerðar fyrir um áratug svo okkur þótti tími til kominn að framkvæma dálitla and- Iitslyftingu," segir Steinþór Steinþórsson, yfirkokkur á Hótel KEA en að undanförnu hafa staðið yfir umtalsverðar breytingar á Súlnabergi, veit- ingastað á götuhæð hótelsins. Súlnaberg, sem betur er þekkt undir heitinu „terían" á með- al Akureyringa og eflaust margra ferðamanna, er í senn veitingastaður og kaffihús sem skiptir nokkuð um andlit eftir tíma dagsins. Á morgn- ana má sjá ferðalanga snæða morgunverð og bæjarbúa líta inn í morgunkaffi til þess að hitta vinnufélaga, kunningja og rabba saman. Löng hefð er fyrir að ákveðn- ir hópar komi þar saman í morgunsárið — líklega elsta kaffihúsahefð noröan heiða. í hádeginu býður Súlnaberg heita rétti og létt fæði þar sem lögð er áhersla á heimilismat. Síbdegis breytist veitingastaður- inn aftur í kaffihús — fólk kem- ur og fer og oft má sjá sveita- fólk í bæjarferð og fólk sem kemur um lengri veg til þess að njóta margvíslegrar þjónustu sem á Akureyri er að finna. Klukkan 18.00 breytist Súlna- berg aftur í veitingastaö með sérþjónustu og vínveitingum. „í því liggja megin breyting- arnar sem við höfum verib að gera," segir Steinþór Steinþórs- son, yfirkokkur. „Með þessu er- um við aðeins að svara kröfum um aukna þjónustu og þörf sem skapast hefur í tímans rás. Við byrjuðum á að endurnýja ýmsar innréttingar til þess að gera staöinn hlýlegri og í fram- haldi af því bjóðum við upp á þjónustu auk þess að leggja áherslu á fjölbreyttan matseðil með nokkub alþjóðlegu yfir- bragði. Þar er að finna bæði austurlenska rétti og mexíkóska svo eitthvað sé nefnt." Steinþór segir að fólk hafi almennt tekið þessum breytingum vel og að- sókn fari vaxandi á kvöldin. „Ef ég lít yfir janúar sem ætíð hefur verið rólegur mánuður þá má vel merkja breytingu hvaö að- sókn varðar." Steinþór segir að allar hugmyndir um breytingar á Súlnabergi hafi verið hannab- ar heima fyrir. Breytingarnar hafi smámsaman komið fram og sé þeim ekki lokið. Hann vill þó ekki upplýsa hvað sé í vændum — allir verbi að eiga sín leyndarmál. Þó sé ætlunin að efna til einhverra „uppá- koma" í framtíðinni en megin markmiöið meb þeim breyting- um sé ab brúa betur bilið á milli kaffiteríu og fínni veit- ingastaðar en gert hafi verið. Steinþór Steinþórsson segir / hádeginu á Súlnabergi. Mynd: Þl að með þessu sé fyrst og fremst verið að koma til móts við þær þarfir sem skapast hafi á seinni árum. Akureyri sé þjónustubær fyrir fólk af Norður- og Austur- landi auk þess sem almenn ferðaþjónusta fari vaxandi með hverju ári. Súlnaberg sé auk þess vel staðsett í hjarta bæjar- ins þar sem margir eigi leið um. Önnur nýjung í starfsemi Súlnabergs er heimsendingar- þjónusta á pizzum. Steinþór Steinþórsson segir aö pizzur hafi lengi verið framleiddar en á síðasta hausti hafi verið ákveðið að hefja heimsending- arþjónustu. „Við undirbjuggum þetta meb leynd og kynntum vörumerki pizzunnar sem er „Ding Dong" án þess að gefa upplýsingar um í hverju það fælist. Þannig auglýstum við þetta merki í getraunaformi í nokkra daga áður en heimsend- ingarnar hófust. Með þessu heiti erum við að höföa til dyrabjöllunnar og ég get ekki annað sagt en að þetta hafi heppnast vel." Steinþór segir ab þetta hafi hert samkeppnina á pizzumarkaðnum og nokkurs titrings hafi gætt í fýrstu á með- al þeirra sem veita þessa þjón- ustu. „En þessi markaður er stór og það virðist vera rúm fyrir marga aöila til þess að vinna á honum." -ÞI Höfubstöbvar Útgerbarfélags Akureyringa hf. á Oddeyri. Mynd: þi Sala ÚA-bréfanna: Stórt en viökvæmt mál Fyrirhugub sala á hlutabréf- um Framkvæmdasjóbs Akur- eyrar í Útgerbarfélagi Akur- eyringa hf. er án efa eitt stærsta og jafnframt vib- kvæmasta mál sem bæjaryfir- völd á Akureyri hafa haft til mebferbar á síbari árum. Út- gerbarfélagib er á mebal stærri atvinnufyrirtækja á Ak- ureyri og var heildarvelta þess um þrír milljarbar króna á árinu 1994. Á því ári skilabi rekstur félagsins um 155 milljóna króna hagnabi og aflaheimildir þess voru um 19.5 þúsund tonn í þorsk- ígildum. Heildarhlutafé í fé- laginu er hátt í 800 milljónir og á Framkvæmdasjóbur Ak- ureyrar, sem er í eigu bæjar- sjóbs, nú um 53% hlut af þeim hlut. Hlutfall sjóbsins af heildareign hlutafjár var mun hærra ábur fyrr en hefur minnkab vegna þess ab bæj- aryfirvöld hafa ekki tekib þátt í hlutafjáraukningum í félaginu ab undanförnu. Er þab í samræmi vib þá stefnu, sem fylgt hefur verib á und- anförnum árum, ab eignar- hlutur bæjarins í félaginu fari lækkandi. Hlutafé Framkvæmdasjóbs Akureyrar er um 410 milljónir króna á nafnverbi en söluverb bréfa í félaginu hefur verib mun hærra á undanförnum ár- um. Miðað við gengi bréfa að undanförnu er söluverðmæti þessa hlutar nú áætlað um 1.450 milljónir sem þýðir að bréfin yröu að seljast á því sem næst genginu 3,55. Ýmsir hafa látið þá skobun í ljósi að hluta- bréf Framkvæmdasjóbs Akur- eyrar séu verðmætari; að hærra verb muni fást fyrir þau veröi þau á annað borð boðin til sölu og hafa hugmyndir um allt að sexfalt gengi heyrst nefndar. Ef bréfin yrðu seld á genginu 6.0 yrði söluverðmæti þeirra um 2.460 milljónir króna eba allt að tveir og hálfur milljarður. Eftirspurn frá fjár- festingar- og út- vegsabilum Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, hefur látið þá skoðun í ljósi að bakhjarlar félagsins eigi áfram að vera í heima- byggð og vísab til atvinnufyrir- tækja og fjárfestingaraðila á Eyjafjarbarsvæðinu í því sam- bandi. Ljóst er aö margir munu hafa áhuga á kaupum á hluta- bréfum framkvæmdasjóðs verði þau boðin til sölu eins og flest bendir til að gert verbi síðar á þessu ári. í dag liggur ekki ljóst fyrir hverjir muni sækjast eftir eignaraðild í Útgeröarfélaginu og hvort eftirspurn eftir bréfun- um muni fyrst og fremst koma frá fjárfestingaraðilum, sem eru að leita eftir arði af fjármunum sínum, eða hvort eftirspurn komi frá öðrum útgerðaraðilar og fyrirtækjum sem tengjast út- gerð er vilji efla starfsemi sína með því móti. í ljósi þess að um öflugt fyrirtæki er ab ræða, sem starfar í grundvallar at- vinnuvegi þjóðarinnar, má gera ráö fyrir að bæði fjárfestingar- aðilar og útvegsfyrirtæki lýsi áhuga á kaupum þegar bréfin verða boðin föl. Sala bréfanna myndi gefa aukið svigrúm til atvinnu- uppbyggingar Ástæður þess að bæjaryfir- völd á Akureyri vilja nú losa um hlut bæjarfélagsins í Út- geröarfélaginu eru fyrst og fremst þær að með sölu bréf- anna fengist fjármagn sem létta myndi til muna á skuldum þess og einnig gefa svigrúm til þess að veita fjármunum til frekari atvinnuuppbyggingar. Vegna mikils atvinnuleysis á Akureyri á undanförnum árum hefur verib rætt um ýmsar leiðir til þess að efla atvinnulífið að nýju og er sala á hlut bæjarins í Útgerbarfélaginu á meðal þeirra. Akureyringum ekki sama um Utgeröar- félagið Snemma á síðasta ári bland- aðist eignaraðild bæjarins að Útgerðarfélaginu inn í umræö- ur um annað mál sem var hvort fela ætti íslenskum sjáv- arafurðum hf. útflutning á framleiöslu Útgerðarfélagsins gegn því að fyrirtækiö flytti höfuðstöðvar sínar til Akureyr- ar. Eins og kunnugt er lyktaði því máli þannig að Sölumið- stöð Hraðfrystihúsanna annast þá sölustarfsemi áfram og hefur tekiö aö sér að standa fyrir at- vinnuuppbyggingarátaki á Ak- ureyri. I þeim umræðum kom berlega fram að bæjarbúum er ekki sama um Útgerðarfélagið og sýndist sitt hverjum um á hvern hátt málefnum þess skuli rábið. Á meðal bæjarbúa mun vera að finna sjónarmib allt frá því að ekki skuli selja eitt ein- asta hlutabréf Framkvæmda- sjóbs í Útgerðarfélaginu til þeirra sjónarmiða að selja beri bréfin hæstbjóðenda hver sem hann er. í ljósi þess hversu mál- iö er viðkvæmt og þab snertir tilfinningar fólks verður aö gera ráð fyrir að bæjaryfirvöld fari meö allri gát vib ákvaröanatöku en einnig er ljóst að í svo viö- kvæmu máli verbur vart unnib svo öllum líki. -W

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.