Tíminn - 04.04.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.04.1996, Blaðsíða 1
EiNAR J. SKÚLASON HF "'iýffl STOFNAÐUR 1917 Það tekiir aðeins % einn ¦ | ¦virkan dag að koma póstinum ^^^m POSTUJI þinum til skila 80. árgangur Fimmtudagur 4. apríl 67. tölublaö 1996 Rússneskur togari staöinn aö ólóglegum veiöum inn- an landhelgi á Reykjanes- hrygg. Cœslan: Prófsteinn á gæslu á Reykja- neshrygg Helgi Hallvarbsson, yfirmaour gæsluframkvæmda hjá Landhelg- isgæslunni, sagbi í gærmorgun ab allt yrbi reynt til ab taka rúss- neska togarann, sem Fokkerflug- vél Gæslunnar stób ao ólöglegum veioum rúmar tvær sjómílur fyrir innan 200 sjómílna landhelgis- mörkin á Reykjaneshrygg í fyrra- dag. Hann lagði jafnframt áherslu á að þetta væri prófsteinninn á það hvort hægt væri að halda uppi gæslu á miðunum, en Gæslan mun ekki hafa tekið erlendan togara vegna landhelgisbrota síðan árið 1976. „Samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna erum við með stöðuga eftirför frá því flugvélin flaug yfir hann og mældi hann. Þessvegna sendum við aðra flugvél, vél Flug- málastjórnar, þannig að það var alltaf vakt yfir honum þangað til varðskipið kom á staðinn," segir Helgi aðspurður um lögmæti þess að reyna að taka skipið, sem í morg- un var um tvær sjómílur fyrir utan landhelgismörkin. Nokkurt tauga- stríð var á miðunum í gær, þegar tveir rússneskir togarar voru komn- ir til aðstoðar togaranum sem Ægir var að reyna að taka. I»á var varð- skipið við hlið togarans, en hinir reyndu að komast á milli. - grh V iJl\LiUÍLtIlíHAYÍill I lYI t\ ÞeirKjartan BjarniBjörgvinsson, GubmundurR. Björnsson og ArnórHauksson MR- ingareru í viötali í Tímanum í dag, en þeir eru nýskipabir framhaldsskólameistarar í Gettu betur, ræbukeppni grunnskólanna. í vibtalinu vib þá, sem birtist á bls. 6-7, kem- ur íljós ab þab vargóbum undirbúningi og gífurlegrí vinnu ab þakka ab sigurínn vannst naesta aubveldlega. Pressan á fulltrúum MR er mikil, enda skólinn bú- inn ab vinna „Hljóönemann" fjórum sinnum íröb. Framtíb þessara snjöllu drengja er órábin, en fyrirlibi hópsins, Gubmundur R. Björnsson, er ekki ab flýta sér meira í náminu en svo, ab hann hyggur á au-pair starf íjapan ncesta haust. Tímamynd Brynjar Cauti Fjórbungssjúkrahúsib á Akureyn: Veibieftirlit á Flœmska hattinum v/ð Nýfundnoland: Reyklaust sjúkrahús Stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri samþykkti á stjórnar- fundi í október sl. að sjúkrahúsib yrbi reyklaus vinnustabur. Frá og með 5. apríl 1996 verður starfsfólki óheimilt að reykja í húsa- kynnum spítalans og á lóð hans. Sjúklingum verður vísað sem fyrr á reykherbergi, en starfsfólki spítal- ans er ekki heimilt að reykja þar. Reykingar eru alvarlegur heilsu- spillir og samrýmast ekki markmið- um sjúkrastofnana. Sjálfsagt er aö gera meiri kröfur að þessu leyti til starfsfólks en sjúklinga. ¦ Áhyggjur af vaxandi sókn Stefán Lárus Pálsson, veiöieft- irlitsmabur Fiskistofu á út- hafsrækjumiöunum á Flæmska hattinum viö Ný- fundnalaiul, segist óttast þau áhrif sem stóraukin sókn hef- Sr. Flóki Kristinsson um flóttann úr kirkjunni: Reibi í garb prófasta „Eg er bara afskaplega feginn ab sjá hvernig þetta skiptist, en miðab vib skiptinguna er aug- ljóst ab þetta er ekki af mínum orsökum," sagbi sr. Flóki Krist- insson, þegar Tíminn innti hann eftir vibbrögbum vib flótta fólks úr þjóbkirkjunni. Tæplega 800 manns sögbu sig úr henni á fyrstu þremur mán- ubum ársins, sem er meira en allt síbasta ár. Af þessum fjölda voru hins vegar abeins 26 úr Langholtssókn. „Eg gæti trúað því að prófast- arnir hafi átt stóran þátt í þessu. Þab reiö yfir gífurleg alda reiði og óánægju þegar prófastarnir opinberubu sína yfirlýsingu á prófastafundinum," sagbi Flóki og vísar þá til yfirlýsingar þar sem prófastarnir lýstu yfir stubningi vib biskup. Hann sagðist einkum hafa fundib fyrir reiðinni meðal presta og maka þeirra, en einnig hjá almenn- ingi. Sr. Sigurbur Sigurbarson, vígslubiskup í Skálholti, kvabst hafa heyrt af þessum tölum, en vildi ekkert láta hafa eftir sér í Tímanum. Sr. Bolli Gústavsson, vígslu- biskup á Hólum, sagbist halda ab „þetta gengi nú svona til og frá með kirkjuna og trúfélögin. Ég get alveg eins búist við því að þetta fólk gangi aftur í þjóð- kirkjuna." Hann kvaðst ekki hafa hugmynd um hver gæti verið meginorsök flóttans, enda verbi flóttans ekki vart í Hóla- stifti. „Ég á afskaplega erfitt með að setja mig þannig inn í hugs- unarhátt fólks að ég sjái hvað það er sem veldur þessu. Það er misjafnlega mikill áhugi fyrir trúmálum í landinu." LÓA ur á rækjustofninn á mibun- um. Hann er nýkominn heim eftir 88 daga útiveru sem eftir- litsmabur um borb í Sunnu SI frá Siglufirbi. í viðtali við Tímann í dag seg- ir Stefán frá reynslu sinni á mið- unum, daglegum störfum veiði- eftirlitsmanna og kynnum sín- um af íbúum Nýfundnalands, sem búa við 20% atvinnuleysi eftir að þorskstofninn hrundi. En víða um eyjuna má sjá um- merki um liðna tíma þar sem bátar liggja grotnandi í fjöru- borðinu og muna sinn fífil fegri, þegar nóg var af þeim gula á heimamiðum. Þá er verðlag á Nýfundnalandi allt að þriðjungi lægra en hérlendis og því ekki að undra þótt íslendingar séu farnir að flykkjast til verslunar- ferða til St. John með leiguflugi útgerða, þegar skipt er um áhafnir á togurum. Stefán var einn af eftirlits- mönnum Fiskistofu,.sem flugu til St. John á Nýfundnalandi í Stefán Lárus Pálsson er nýkominn frá Flœmska hattinum þar sem hann var á vegum Fiskistofu vib veibieftirlit. Hann hefur áhyggjur af aukinni sókn í rœkjustofninn þar. byrjun janúar si. til að fara um borð í íslenskan rækjutogara. Eins og mörgum er eflaust enn í fersku minni, gekk það ekki þrautalaust fyrir starfsmenn Fiskistofu að komast til vinnu í upphafi, vegna andstöðu út- gerða sem neituöu að hleypa þeim um borð. Spratt það út af deilu við sjávarútvegsráðuneyt- ið vegna reglugerðar og meints kostnaðar við uppihald eftirlits- manna. Á meðan deilt var hér heima, dvaldi Stefán í góðu yfir- læti um borð í kanadísku varð- skipi. -grh Sjábls. 10-11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.