Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. júlí 1995 EYJAFJÖRÐUR 5 Sigmundur Einarsson og Guöbjörg Inga jósefsdóttir í versluninni vib Hafnarstrœti á Akureyri. Tímamynd w Meb ööruvísi vörur Farþegar skemmtiferbaskipanna koma ekki mikiö hingaö inn. Þeir stoppa stutt og versla því fremur lítiö, segja hjónin Gub- björg Inga Jósefsdóttir og Sig- mundur Einarsson, en þau reka Blómabúö Akureyrar — Blóm fyrir þig, í Hafnarstrætinu gegnt Hótel KEA á Akureyri. Blómabúö- ina stofnuöu þau fyrir rúmu ári — aö eigin sögn af bjartsýni og stórhug, en starfsemin hafi geng- iö vel þaö sem af er. Þótt þau segi farþega lúxusskipa ekki á meðal helstu viðskiptavina sinna, þá voru engu að síður nokkrir útlendingar að versla þegar tíðindamann bar að garði og sagði Guðbjörg Inga ferðamenn fjöl- menna í hópi þeirra sem koma inn í verslunina á sumartíma. Þar sé bæði um erlenda og innlenda ferðamenn að ræða, og ekkert síður þá erlendu, þótt þeir kæmu fremur með öðrum hætti til bæjarins en með skemmtiferðaskipum. Vömval og andrúmsloft í verslun þeirra Guðbjargar Ingu og Sig- mundar vekur strax athygli þegar inn er komið, og þá ekki síst ýmsar sérstakar vömr sem ekki em áber- andi í öörum verslunum á Akur- eyri. „Við lögðum áherslu á að vera með aðrar vömr en hafa verið hér á boðstólum, auk þess að veita alla almenna þjónustu hvað afskorin blóm og skreytingar snertir," segir Guðbjörg Inga og Sigmundur bætir við að nauðsynlegt hafi verið að leggja áherslu á aðeins breytt form. Hver verði að hafa sína sérstöðu í samkeppninni, en ekki verði séð annað en fólk hafi tekið þessu framtaki þeirra vel. „Margir töldu að Hafnarstrætið sunnan göngu- götunnar væri óheppilegur staður fyrir verslun, en við höfum ekki oröið vör við það auk þess sem menn deila nú um ágæti göngu- götunnar fyrir verslunarrekstur," segir Sigmundur. Guðbjörg segir að þau hafi ákveð- ið að leggja nokkra áherslu á vand- aðar gjafavörur og reyna fyrir sér meö þær, þótt verðið væri ef til vill eitthvað hærra en á því sem óvand- aðra teljist. „Við renndum auðvitað nokkuð blint í sjóinn með þetta, en okkur sýnist að þörfin hafi verið fyr- ir hendi," sögðu þau að lokum. -ÞI SJÁÐU HVERNKj Frá kr. \ S.800,-* Vikuferð til Færeyja. Verð pr. mann miðað við fjóra í bíl í allt sumar. Frá kr.28.900, Verð pr. mann miðað vlð fjögurra manna fjölskyldu með eigin bíl til Danmerkur eftir 4. júlí og heim frá Noregl í ágúst. 2 fullorðnir og tvö böm yngri en 15 ára. FRABÆR ^ VERÐ BÓKAÐU STRAX, ^ t nnþá laust i nokkrar ferðir *Verð á mann. Bifreið innifalin VfSA ÞÚ FtRÐ ÞÍNAR EIGIN LEIÐIR NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN Laugavegur 3, Sími: 562 6362 U. AUSTFAR HF i Seyðisfirði, sími: 472 1111 þ Umboðsmenn um allt land s f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.