Tíminn - 06.07.1996, Side 3

Tíminn - 06.07.1996, Side 3
Laugardagur 6. júlí 1996 EYJAFJÖRÐUR 3 Séö yfir salinn í íþróttahúsi Dalvíkur. Sviöib minnir á síldarbáta fyrri tíma streyma tii hafnar. Sjávarhættir fyrr og nú Miklar framkvæmdir viö Akureyrarflugvöll Máiin rœdd í nýju farþegaafgreiöslunni. Bergþór Erlingsson umdœmis- stjóri lengst til vinstri. Sjávarhættir fyrr og nú nefnist merkileg sýning sem nú stend- ur yfir í íþróttahúsinu á Dalvík. Meginefni sýningarinnar eru 50 skipslíkön, sem öll utan eitt eru unnin af Grími Karlssyni skipstjóra í Njarðvík. Líkönin eru flest af fiskiskipum sem smíöub voru á fyrri hluta ald- arinnar og um miðbik hennar. Einnig eru á sýningunni ýmsir gripir og tæki, sem tengjast sjávarútvegi og sjósókn meb ýmsum hætti, og má þar meðal annars sjá hvalskutla og tog- víraklippur. Skipslíkönin eru haganlega gerð og því góð heimild um þann flota skipa og báta, sem menn notuðu til þess að draga sjávarafla að landi á undanförn- um áratugum. Á sýningunni má sjá ákveðna þróun í gerb skipa og þó einkum hvernig þau stækk- uðu frá einum tíma til annars. Grímur hefur þó að miklu leyti haldib sig við smíði líkana af fiskibátum, en einnig gefur ab líta stærri skip. Mörg skipslíkan- anna tengjast útvegssögu Eyja- fjarðar meb ýmsu móti og má meðal annars nefna líkan af gamla Drang, sem lengstaf var póstskip, og aflaskipunum Snæ- fell og Súlan. Á sýningunni er einnig mikið af myndum, bæði skipamyndum og einnig myndum af sjósókn. Þá er þar að finna ýmsa merkilega muni, sem ekki hafa áður komið fyrir almenningssjónir, og má þar meðal annars nefna togvíra- klippur, sem norskt varðskip not- aði til þess að klippa trollib aftan úr togaranum Breka 19. júní 1994. Þá er einnig til sýnis hval- skutull með sprengju, auk ýmissa smærri hluta til hval-, hákarla- og hrefnuveiða. Sýningin í íþróttahúsinu á Dal- vík verður opin fram til 8. ágúst n.k. -ÞI Engu líkara er en að vera kominn til útlanda, þegar bebib er eftir flugi á Akureyrarflugvelli. Svo mikil er breytingin meb tilkomu nýju flugstöbvarinnar, sem var tekin í notkun 11. maí síbastlib- inn. Flugstöðin er í raun viðbót við eldra húsnæbi, en meb til- komu þessarar 410 fermetra vib- byggingar hefur öll aðstaða feng- ib á sig yfirbragö þess sem gerist hjá fjölmennari þjóðum, þar sem ætla mætti ab umferb farþega væri mun meiri en er til og frá Akureyri. Miðab við íbúafjölda á Eyjafjarð- arsvæðinu verður umferð um Akur- eyrarflugvöll að teljast veruleg. Alls fóru um 137 þúsund farþegar um völlinn á árinu 1995 og stefnir í að þeir verði nokkru fleiri á þessu ári. Daglega hafa á annan tug áætlun- arvéla viðkomu á vellinum, auk leiguflugs og ferða einka- og kennsluflugvéla. Flugleiðir fljúga fimm til sjö feröir í viku til Akur- eyrar í sumar og fyrirhugað er ab fara fjórar til fimm ferðir daglega næsta vetur. Flugfélag Norðurlands flýgur áætlunarflug til ýmissa staba á Norðurlandi, auk Keflavíkur yfir sumartímann, og skapar áætlunar- starfsemi þess einnig fjölda lend- inga. Bergþór Erlingsson, umdæmis- stjóri Flugleiða á Akureyri, segir að tilkoma nýju flugstöðvarbyggingar- innar breyti allri abstöðu til af- greiðslu farþega og einnig aðstöðu starfsfólks, sem hafi verið bágborin í eldri byggingunni. Nú gefist tæki- færi til þess að aðskilja komu- og brottfararfarþega og er þessa dag- ana unnið ab því að breyta norður- hluta gömlu flugstöðvarinnar í komusal þar sem farþegar biða eftir farangri sínum. Bergþór sagði það vera til mikilla bóta, þótt einhverjir kynnu að sakna þess að hitta ekki vini og kunningja, sem leið ættu um völlinn á sama tíma. Samgang- ur yrði þó á milli salanna, þannig að menn ættu að geta hist og átt stefnumót þótt þeir væm að halda hvorir til sinnar áttar. Bergþór sagði einnig að þessi nýja aðstaða auðveldi afgreiðslu farþega, sem ferbast með beinu flugi frá Akur- eyri til útlanda, en sökum þrengsla í gömlu flu^stöðinni hafi verið ákaflega erfitt að annast afgreiðslu og tollskoðun vegna millilanda- flugs. Auk hinnar nýju flugstöðvar er verib ab leggja nýtt bundið slitlag á Akureyrarflugvöll, en opinberum fjármunum var varið til þess verks í flugmálaáætlun yfirstandandi árs. Þá er einnig fyrirhugað að ráðast í miklar endurbætur á abkomu að flugvellinum og er það verk í höndum Akureyrarbæjar. Ætlunin er að skipuleggja og malbika á ann- að hundrað bílastæði fyrir vestan flugstöðvarbygginguna, auk að- komu fyrir hópferða- og leigubíla. Þá verður einnig unnib að gróbur- verkefnum í sambandi við breyt- ingu á abkomu að flugvellinum, en hann stendur skammt frá óshólm- um Eyjafjarðarár, sem era vinsælt útivistarsvæði Akureyringa og ferðamanna. -ÞI Ferbamanna- bœrínn AKUREYRI Akureyri er í þjóbbraut og þangab kemur fjöldi ferbafólks á hverju sumri Á Akureyri er ab finna margvíslega möguleika til afþreyingar ^Fr§rr’IFWri|FTij :r7ifTiirniriírTlirrii| OÖKwHr • Góð sundabstaba • Golfvöllur • Hótel og fjöldi gistiheimila • Nútíma veitingastaðir og kaffihús • Skemmtistabir vib allra hæfi Menningarvibburbir á vegum Listasumars '96 flesta daga Fjölskylduhátíb um verslunarmannahelgina Frá Akureyri er skammt til margra markverbra staba Hópferbir í bobi Upplýsingamibstöb ferbamála í mibbænum. fAKUREYRAR- BÆR

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.