Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.07.1996, Blaðsíða 1
EYJAFJÖRÐUR (SKfÍfÍf Hjalteyri: Margir sækja sum- arkaffihúsiö Á meðan Hjalteyri var síldar- bær iöíiöi eyrin af lífi og fjöri á sumrin. Skipin lögðust að og lönduou vib kranabyggju verksmiðjunnar eba söltunar- bryggjuna eftir því hvort silf- ur hafsins var talib henta til þess ab vera lagt í tunnur meb tilheyrandi gauragangi eba hvort því var brætt í lýsi og mjöl til útflutnings. Margir höfbu abalatvinnu sína af síldarævintýrinu á Hjalteyri eins og á öbrum stöbum sem þab átti sér stab og ófáir eru þeir sem greiddu skólagöngu sína meb afrakstri sumar- vinnunnar þar. Á meðan síldarævintýrið varði var rekið Hótel á Hjalteyri en eins og annað lagðist hótel- reksturinn af þegar síldin hætti að veiðast og dvali lagðist yfir eyrina. Á síðari árum hefur at- vinnustarfsemi vaxið að nýju og má þar meðal annars nefna fiskverkun og einnig starfsemi Fiskeldis Eyjafjarðar. Hótel Hjalteyri hefur verið endurvak- ið, en þó í nokkuð annarri mynd en á blómatíma þess fyr- ir fjórum til fimm áratugum. Nú er rekið sumarkaffihús í Hótelinu ásamt listsýningum og með því hefur Hjalteyrin komist á kort með öðrum stöð- um. vítt um landið þar sem ferðaþjónusta hefur skotið rót- um. Þriðja sumarið í röð annast tvíburasysturnar Sólveig og Þuríður Kristjánsdætur rekstur kaffishússins í Hótel Hjalteyri ásamt móður sinni Þóreyju Ey- þórsdóttur og öðrum fjöl- skyldumeðlimum eftir því sem efni standa til. „Þetta byrjaði með því að foreldrar okkar keyptu þetta hús ásamt systkin- um mömmu," segja þær. „Hús- iö hafði staðið ónotað um langt skeið og var því komið í niður- níðslu. Fjölskyldurnar hófust strax handa við að gera það upp og koma í nothæft ástand og eftir því sem lengur var unn- ið að því varð spurningin um rekstur kaffihússins áleitnari." Þórey rekur listmunaverslun og gallerí á Akureyri undir nafn- inu Gallerí AllraHanda og kveðst strax hafa séð möguleika í að tengja rekstur kaffihússins við starfsemi gallerísins og færa sýningar á vegum þess til Hjalt- eyrar þannig að fólk gæti kom- ið þangað til þess að fá sér kaffi í eylítið ólíku umhverfi hinu daglega og njóta myndlistar í leiðinni. „Þetta fór strax vel af stað og aðsóknin varð meiri en við höfðum búist við," sögðu tví- burasysturnar Sólveig og Þuríð- ur. Þær eru á menntaskólaaldri og hafa sumartekjur sínar með- al annars af rekstri kaffihússins eins og margir gerðu með síld- arvinnunni fyrr á árum. „Við vissum lítið um hvaða fólk myndi sækja kaffihúsið en það verður að segjast eins og er að gestir okkar hafa komið víðs vegar að af landinu og úr flest- um atvinnugreinum auk út- lendinga. Margir vita greinilega um Hjalteyri og þekkja til sögu staðarins og viö höfum fengið Kristín Hildur Kristjánsdóttir, Kristján Baldursson, Þórey Eyþórsdóttir og Þuríbur Kristjánsdóttir, fyrir framan kaffi- húsib (Hótel Hjalteyri. Myndina sendi ánœgb fjólskylda frá Fœreyjum sem haft hafbi vibkomu á kaffihúsinu. margar spurningar frá fólki sem tengist Hjalteyri með einhverj- um hætti." Þær segja að margir „gamlir Hjalteyringar" hafi komið í kaffihúsið og eiga þar við fólk sem alist hafi upp á Hjalteyri eða eigi nákomna ætt- ingja þaðan. Éinnig hafi komið margt fólk sem tengist síldarár- unum með einhverju móti. „Komið hefur í ljós að margir eiga rætur hér eða tengjast staðnum með einhverju móti og hefur það fólk gjarnan haft viðkomu hér þegar það er á ferðalögum," segja þær systur Sólveg og Þuríður. „Við getum ekki séð annað en full þörf hafi verið á þessum rekstri yfir sum- armánuðina því mjög margt fólk kemur hér niður á eyrina; bæði almennt ferðafólk og einnig fólk úr nágrenninu og þá einkum frá Akureyri sem fer í ökuferðir norður með firðin- um um helgar og á kvöldin," segja þær systur og eru þar með horfnar í eldhúsið til að undir- búa móttöku fólks sem er á leið að Hótel Hjalteyri. Hjalteyrin iðar því af lífi að nýju þótt með öðrum hætti sé en þegar bræðsluilminn lagði yfir fjörðinn og konur hrópuðu á meira salt á söltunarbryggj- unni og karlarnir urðu að hlýða. Trillur landa við nýlega smábátabryggju og starfsemi fiskverkunarinnar er í fullum gangi auk þess sem feröaþjón- usta hefur skotið rótum á þess- um umtalaða síldarstað fyrri ára. -ÞI w '¦# Reykjavík PatreksQöröur Þffigeyri fsafjörður Saudarkrókur Akureyri Húsavík Egilsstadir Hornafjörður Vestmannaeyjar Færeyjar Grænlaud Reykjavík Paireksfjörður Þmgeyri-ísafjörður Sauðárkrókur ikureyri Hilsavík Egilssfaðir Hornarjörður Vestmannaeyjar Færeyjar Grænland ReykjavíkPatreksrjörður Þingeyri ísaijörður Sauðárkrókur Waireyo Husavik Egílssiaðir Homafjörður Vestmannaeyjaf Færeyjar Grænland Reykjavík Patreksrjöixlur Þingeyri ísafjörður Sauðárkrókur Akureyri Hiisavík EgiJsstaðir Hornafjörður Vestmaniiaeyjar Færeyjar Græiiland Reykjavík PatreksrjörðiLr Mngeyri ísaljörður Sauðárkrókur Akorevri Htísavík Egjlsstaðir Honiaf}örður Vestmaimaevjar Færeyjár Leiðir liggja til allra átta.... ... með Flugleiðum innanlands. Það er ódýrara að fljúga innanlands en flesta grunar. Hafðu samband við sölufólk Flugleiða um land allt, sem veitir þér fuslega upplýsingar um verð og kjör. FLUGLEIÐIR INNANLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.