Tíminn - 20.07.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.07.1996, Blaðsíða 2
2 ffwiliw BYLTING LÁNSKJARA Laugardagur 20. júlí 1995 Lánshlutfall úr 30% í 70% en betur má ef duga skal Lánshlutfall í íbúðarhúsnæöi hefur veriö aö hækka. Fyrir um tveimur áratugum var algengasta lánshlutfall í almennu íbúðar- húsnæði um 30%. Eftir tilkomu húsbréfakerfisins hefur þetta breyst og er nú komið í allt að 70%. Jón Guðmundsson segir að enn megi auka lánshlutfallið og ekkert óeðlilegt sé að það fari upp í allt að 85 til 90% miðað við langtímalán. Hann segir að á meðan tíðkast hafi að greiða andvirði fasteigna að miklu leyti upp á skömmum tíma hafi slíkar greiðslur oftast verið fjármagnað- ar með skammtímalánum. Að baki þeim hafi staðið ákaflega óhagkvæmar lánveitingar svo sem víxlar og skuldabréfalán til skamms tíma. Breytingin sé fyrst og fremst fólgin í því að nú bjóð- ist mun hagstæðari lánakjör til þess að fjármagna húsnæðiskaup, bæði hvað húsbréfakerfið varðar og einnig hin nýju fasteigna- kaupalán, sem ábur er getið, til allt að 25 ára. Stóru eignirnar hafa lækkað í verði Jón Guðmundsson nefnir ann- að dæmi um að húsbréfakerfið leysi ekki allann vandann. Lausn skorti fyrir stærri og dýrari fast- eignir á markabinum. Hann segir að árið 1991 hafi stjórnvöld ákveðið að lækka hámark hús- bréfalána, sem þá hafi verið kom- ið í um 10 milljónir króna, niður í um fimm milljónir. Við þá breytingu hafi stærri eignirnar fljótt tekið að lækka í verði og Um 14% aukning hjá Tæplega 14% aukning hefur orðib í innlánum og verbbréf- um hjá íslandsbanka og dótt- urféiögum hans þab sem af er þessu ári. Innlán bankans hafa aukist um 8,4% eba um þrjá milljarða króna fyrstu sex mánubi ársins. Innlán bank- ans hafa því vaxið úr tæpum 35 milljörðum króna í ársbyrj- un í tæpa 38 milljarða í lok júní. Verðbréfaútgáfa bankans jókst um allt að 55,4% á sama tíma- bili og nam um sjö milljörðum samanborði vib um 5,4 milljarða á sama tíma fyrir ári. Aukning varð einnig í útlánum hjá ís- landsbanka á tímabilinu janúar til júní á þessu ári og nam aukn- ingin um 10% og eru heildarút- Islandsbanka lán nú um 42,9 milljarðar. Ef lit- ið er til viöskipta dótturfyrir- tækja bankans kemur enn meiri vöxtur í ljós. Aukning eigna- leigufyrirtækisins Glitnis er um 22% og hefur fyrirtækib gert samninga fyrir um 1.287 millj- ónir frá áramótum. Þá höfðu heildarfjármunir Verðbréfamark- aðar íslandsbanka aukist um 43% eða um 7,7 milljarða og nema nú um 25,5 milljörðum króna auk þess sem verðbréfa- sjóðir hafa vaxið um 41%. -ÞI hafi þess gætt allt til þessa. Hann kveðst telja að meðal verðlækkun stórra húsa hafi orðið 20 til 30% á þessum tíma og raunar hafi margar þessara eigna verið illselj- anlegar af þessum völdum. Jón Guðmundsson segir að eigendur stærri eigna hafi haldið að sér höndum með ab selja þær þótt þeir hafi haft fulla þörf fyrir að breyta til í húsnæðismálum. Því hafi ekki orðið eðlileg kynslóða- skipti í stórum húsum. Jón segir að alltaf sé þörf fyrir stærri eignir því til sé fólk sem vilji og geti keypt þær sé um eðlilega lánafyr- irgreibslu ab ræða. Þetta fólk hafi góðar og tryggar tekjur og geti því auðveldlega staðið straum af afborgunum fáist lánsféð til lengri tíma. „Ég tel að fagna beri þeirri hugarfarsbreytingu sem orðið hefur á þessum markaði með tilkomu fasteignalána til lengri tíma. Ábur ljáðu bankar og lánastofnanir því ekki eyru að lána fjármuni til lengri tíma í sambandi við fasteignakaup. Mín skoöun er sú að afnema eigi op- inbert greibslumat algerlega og eftirláta fólkinu sjálfu að meta hversu mikið fjárhagslegt bol- magn það hafi til fasteignakaupa. Ég tel að flestir myndu meta getu sína af raunsæi og lánveitendur myndi gæta þess að vebin stæðu tryggilega undir lánveitingun- um," sagði Jón Gubmundsson að lokum. -ÞI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.