Tíminn - 20.07.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.07.1996, Blaðsíða 6
6 BYLTINC LÁNSKJARA Laugardagur 20. júlí 1995 Félagslega kerfib — hluti af húsnæbis- kerfi lands- manna Félagslega íbúðakerfið er hluti af húsnæðiskerfi landsmanna. Með því hefur verið komið til móts við húsnæðisþarfir fólks sem ekki hefur haft aðstæður til þess að festa kaup á íbúðum á frjálsum markaði. Fjöldi félags- legra íbúða er nú í notkun um land allt og er þessi mynd af fjölbýlishúsi sem byggt var inn- an félagslega kerfisins í Grafar- vogi. Grafarvogur er með yngstu íbúðahverfum í Reykja- vík og var byggt eftir að lánsfé hafði veriö verðtryggt að fullu. Nú vakna spurningar um hvort hið nýja lánakerfi fjárfestinga- sjóða, banka og sparisjóöa muni minnka þörf fyrir bygg- ingar félagslegra íbúða. Siguröur B. Stefánsson, framkvœmdastjóri VÍB.: Víbs fjarri því kerfi er leiddi efnahagslífib í ógöngur Þegar fjármálaráðherra ákvað að efna til innlausnar spari- skírteina að upphæö um 17 milljaröar króna var ljóst að ýmsir myndu keppa um þá ávöxtunarfjármuni er þannig kæmu á markað. Um var að ræða spariskírteini sem gefin voru út þegar vaxtastigið í landinu var hvað hæst og báru flest skírteinin því um 8% árs- vexti. Með því að greiða and- virði þeirra út nú mun ríkis- sjóði takast að spara umtals- verðar fjárhæðir þar sem vext- ir eru mun lægri í dag og var þaö rótin að ákvörðun ráð- herrans um innlausn skírtein- anna. Um er að ræða mestu innlausn spariskírteina sem fram hefur farið til þessa en hún jafngildir áætluðum tekj- um ríkissjóðs af tekjuskatti á þessu ári og nemur allt aö fjórðungi allra útistandandi spariskírteina sjóðsins. Inn- lausn skírteinana hófst 1. júlí og lauk 10. sama mánaöar. Lífleg viðskipti hófust þegar og 12. júlí mun ríkissjóður hafa náð að selja ný verðbréf með öðrum vaxtakjörum fyrir um 10 milljarða í gegnum útboð og skiptikjaratil- boð í kjölfar innlausnarinnar. Bankakerfið náði einnig til sín nokkru af þessum fjármunum en hefði innlausn opinberra spariskír- teina af þessum toga farið fram fyr- ir tveimur áratugum er víst að markaðurinn hefði farið að með öðmm hætti, ef rétt er þá að kalla þau peningaviðskipti sem þá fóru fram markað. Neikvæbum vöxtum og mibstýringu ýtt burt Þótt þessi innlausn spariskírteina virðist stór þá er hún aðeins brot af þeim fjármunum sem ferðast um fjármálakerfi landsins í dag. Mikil breyting hefur orðið á öllum fjár- málaviðskiptum hér á landi á und- anförnum árum og ef miðað er við síðustu 25 árin verður ekki annað sagt en að um algera byltingu sé aö ræða. Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka, segir þessar breyting- ar einkennast af tvennu. Með verð- tryggingunni, sem tekin var upp á grundvelli svonefndra Ólafslaga 1979 og kennd voru við Ólaf Jó- hannesson, fyrrum forsætisráð- herra, hafi neikvæðir vextir horfið á skömmum tíma. Þá hafi einnig verið tekin upp markaðsviðskipti í stað þeirrar miðstýringar sem ein- kennt hafi alla stjórnun fjármuna langt fram eftir öldinni. Hann segir að þetta hafi gerst á skömmum tíma og vissulega kostað ýmsar fórnir en um árangur þessara breyt- inga efist varla nokkur í dag. Árib í ár sker sig úr á hlutabréfamark- abnum Eitt af því sem þróast hefur hér á landi í kjölfar hinna róttæku breyt- inga á fjármagnsmarkaði er hluta- bréfamarkaðurinn. Sigurður B. Stef- ánsson segir að sú þróun hafi farið hægt af stað en á þessu ári megi gera ráð fyrir að á bilinu sex til sjö milljarðar króna verði selt af nýj- um hlutabréfum. Hann segir að ár- ið í ár skeri sig úr varðandi við- skipti á þessum markaði og allt út- lit sé fyrir frekari þróun á næstu ár- um. Þótt lífeyrissjóðakerfið noti að- eins á bilinu 1% til 2% af ráðstöf- unarfjármunum sínum til viðskipta á hlutabréfamarkaðnum sé um verulegar fjárhæðir að ræða en auk lífeyrissjóðanna kaupi fyrirtæki hlutafé og einnig einstaklingar. Hann segir að mikiö af hlutafjárút- boðum hafi selst þegar á forkaups- réttartíma sem sýni að þeir hlut- hafar sem fyrir hafi veriö hafi einn- ig fest kaup á nýjum hlutabréfum. Lífeyrissjóbakerfi meb allt ab 300 milljarba Lífeyrissjóðakerfiö nemur á bil- inu 250 til 300 milljarða króna. Ráðstöfunarfé þess á ársgrundvelli er á bilinu 35 til 40 milljarðar. Þessir fjármunir eru að stórum hluta ávaxtaðir innanlands og byggir húsnæðiskerfið að verulegu leyti á þeim. Auk þess ávaxta lífeyr- isjsóðirnir fjármuni sína á almenn- um fjármagnsmarkaði hér á landi og nú koma þeir inn á hlutabréfa- markaðinn í auknum mæli. Þegar íslenskum lögum var breytt í þá veru að leyfa fjárfestingar erlendis og ávöxtun innlends fjár á erlend- um mörkuðum var því meðal ann- ars haldið fram að lífeyrissjóðirnir yrðu fljótir til þess að flytja fjár- Sigurbur B. Stefánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.