Tíminn - 20.07.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.07.1996, Blaðsíða 8
8 flWÍfm BYLTINC LÁNSKJARA Laugardagur 20. júlí 1996 Sparisjóður vélstjóra býður ÍBÚÐARLÁN Innlausn spariskírteina skapaöi líf: Barist um bréfin Mikil samkeppni var á milli lánastofnana um þá 17,3 milljar&a sem fjármálaráb- herra ákvab aö grei&a út í formi spariskírteina ríkis- sjó&s. Ríkiö ná&i stærstum hluta þessara fjármuna til sín aö nýju, e&a a& minnsta kosti 10 milljöröum króna. Þaö bendir til aö margir telji fjármunum sínum best borgið í formi ríkisskuldabréf áfram þótt vaxtakjör verði með öðr- um hætti enda grundvöllur ákvörðunar ráðherrans að inn- leysa skírteini frá þeim tíma þegar vextir voru hærri en í dag. Einnig muni ýmsir hafa fjárfest í skammtímabréfum en vilji bíða og sjá á hvern hátt markaðurinn þróast fram eftir árinu. Bankar og sparisjóður reyndu einnig hvað þeir gátu til þess að ná hluta af kökunni og auglýstu ýmis form af sparn- aðarreikningum. Því verður ekki annað sagt en mikið líf hafi verið í þessum viðskiptum að undanförnu. -ÞI Miklar hækkanir á gengi hlutabréfa Gengi hlutabréfa í nokkru ís- lenskum fyrirtækjum hefur hækka& verulega á undan- förnum 18 mánuðum svo menn velta því nú fyrir sér hversu hátt gengi bréfa í ís- lensku atvinnulífi geti fariö. Þau fyrirtæki sem eru á toppnum hvaö hækkandi gengi var&ar eru Marel, Borg- ey á Hornafirði, Hraöfrystihús Eskifjaröar, Síldarvinnslan og íslenskar sjávarafur&ir. At- hygli vekur aö öll fyrirtækin starfa í sjávarútvegi e&a tengj- ast honum því vi&skiptavinir Marel eru einkum a&ilar á svi&i sjávarútvegs. Á tímabilinu frá 31. desember 1995 til 17. júlí 1996 hækkaði gengi hlutabréfa í Marel um 214%, úr 4,55% í 14,30%. Gengi hlutabréfa í Borgey hækkaði um 200%, úr 1,20 í 3,60. Gengi hlutabréfa í Hraö- frystihúsi Eskifjarðar hækkaði um 150%, úr 2,32 í 5,80. Gengi hlutabréfa í Síldarvinnslunni hækkaði um 128%, úr 3,48 i 7,95 og gengi bréfa í íslenskum sjávarafuröum hækkaði um 113%, úr 2,16 í 4,60. í byrjun þessa mánaðar var heildarvelta á hlutabréfamark- aðinum rúmlega 1.172 millj- arðar króna sem lætur nærri að vera um þrisvar sinnum hærri velta en á sama tíma á síðasta ári. Ef miðað er við árið 1994 er veltan á hlutabréfamarkaði allt að þrettánföld á við það sem hún var í dag. Þetta bendir ein- dregið til ákveðins bata í efna- hagslífi þjóðarinnar og bendir einnig til að framboð á hluta- bréfum sé langt um minna en eftirspurn. Af þessu hafa vakn- að ákveðnar spurningar um hversu hátt gengi hlutabréfa í arðvænlegum fyrirtækjum geti farið. Um það greinir sérfræð- inga á þessu sviði nokkuð á en þeir sem rætt var við í tengslum við útgáfu þessa sérblaðs vildu þó meina að hækkunin hefði ekki náö hámarki. Þetta geti ráðist af mörgum þáttum en ljóst sé að hækkunin sé einkum bundin við ákveðin fyrirtæki á meðan hlutabréf í öðrum fyrir- tækjum hafi tæpast hækkað neitt. Því megi búast við að aukið jafnvægi komist á mark- aöinn innan tíðar en vildu þó ekki spá um nein tímamörk í því sambandi. Verði um ákveð- inn uppgang að ræða í atvinnu- lífinu á næstu misserum eins og margt virðist benda til þá megi búast við að lengri tíma geti tekið að ná þessum jöfn- uöi. -ÞI SPARBJÓÐURVÉLSTJÓRA Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði afborgana og vaxta af 1.000.000 kr. jafngreiðsluláni til 25 ára. 6.941 kr. greiðsla á mánuði. M.v. 6,8% vexti. Ekki er tekið tillit til hækkunar vísitölu. Kynntu þér kjörin sem Sparisjóður vélstjóra býður áður en þú leitar annað. Allar nánari upplýsingar veita þjónustufulltrúar sparisjóðsins. Þú átt góðu láni að fagna hjá Sparisjóði vélstjóra! Sparisjóður vélstjóra býður íbúðarlán til 15-25 ára. Um er að ræða verðtryggð jafngreiðslulán (annuitet) með mánaðarlegum afborgunum sem taka mið af vísitölu neysluverðs. Vextir eru fastir, á bilinu 6,8% - 8,5% og miðast við veðsetningarhlutfall og áhættumat.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.