Tíminn - 31.07.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.07.1996, Blaðsíða 1
LANDBUNAÐUR Ari Teitsson, formabur Bœndasomtaka islands: Betri horfur í flest um búgreinum Sólríkur júlímorgunn í Þing- eyjarsýslu. Bændur farnir til heyskapar og ferðamenn að rísa úr rekkjum í tjöldum og hjólhýsum. Léttklætt ferba- fólk er á göngu viö Breiöu- mýri í um 18° hita. Fleira ferbafólk er á ferli vib Laugar og stöbug bílaumferb í átt til Mývatnssveitar. Margir eru í sumarleyfi og ferbamanna- tíminn í hámarki. Vibmæl- andi minn kvabst þó tæpast vera í sumarleyfi, þegar ég kvaddi dyra ab Hrísum fram- arlega í Reykjadal. Hann væri fremur heima ab njóta sveit- arinnar frá dagsins önn í eril- sömu starfi. Þegar leib á spjallib og kaffib kom í ljós ab Ari Teitsson var alls ekki í neinu fríi, því hann hafbi auglýst símatíma fyrir sý- slunga sína þennan morgun, en hann gegnir rábunautar- starfi ab hluta í Subur-Þing- eyjarsýslu ásamt formennsku Bændasamtaka íslands. Að hætti íslendinga barst tal- ið að veðurblíðunni, sem leikið hefur um landsmenn um sinn og í framhaldi af því var rætt um áhrif hinnar góðu tíðar á landbúnabinn. Ábur fyrr hefðu bændur fagnað slíku veðri, en spurningar vakna nú um hvort góðærið muni hjálpa bændum og auka hagkvæmni í rekstri þeirra eða hvort það muni leiba af sér vaxandi framleiðslu og erfiðleika í markabs- og sölu- málum, þar sem um takmark- aða markaði er að ræða. Meira innlent fóöur Ari segir að veturinn hafi ver- ið mildur um allt land og einn- KRONE heyvinnuvélar KRONE diskasláttuvélar KRONE heytætlur KRONE stjömumúgavélar KRONE rúllubindlvélar „ *% t .-..¦..-¦¦°...... ' -^-#W* K^_I_s^_21i - *w* _, 1 twí inw.....' " *' i'bW '•_ , " "téjtt&3 _¦»'¦¦:,,*¦> ¦'^'¦MÉ^kta „ _ .':.« »•*. .»•**• - * .as'.^ifctv. .>.«>>»¦•: t Vr^ .'i.'^ri ¦..;''.' * * ** ' -^ . ¦. '%'¦¦ :^':'^X- * '¦ ~*s KRONE stórbaggavélar Le/f/ð nánarí upplýsinga hjá sölumönnum okkar „Krone diskasláttu- vélin var valin besti kosturinn í útboði Búnaðarsambands Suðurlands." VELAR & ÞJéNUSTAHF JÁRNHÁLSI _,110 REYKJAVfK, SÍMI 587 6500, FAX 567 4,274 ig vorið. Því hafi lítið verið um kal í túnum og í raun minna en sést hafi um margra ára skeið. Þótt heldur seinna hafi vorað á Norðurlandi vegna næturkulda í maí og júní, þá hafi hlýindin að undanförnu náð að bæta það upp, þannig að allur gróð- ur hafi náð sér vel á strik. Ari kveðst telja að þrátt fyrir góða sprettu verði heyfengur ekki mikið meiri en í venjulegu ár- ferði, heldur muni áhrifanna fyrst og fremst gæta í gæðum fóðursins. Bændur hefji slátt al- mennt fyrr en á árum ábur og nái því að slá túnin tvisvar. Þannig fáist betra fóöur og minna sé um ab tún spretti úr sér. Rúlluheyskapurinn gefi einnig betri tækifæri til hey- verkunar og einnig til verkunar votheys og grænfóburs. Hann segir ab vel hafi gefist ab rúlla og pakka grænfóðri og gefa það fram eftir vetri. Með því að geyma grænfóður á þann hátt geti bændur gefið þab meb öðru fóðri og þannig dregið úr áhrifum snöggra fóðurskipta, þegar nautgripir eru teknir á hús að haustinu, sem oft þurfi að gera með litlum eða engum fyrirvara. Grænfóðrið geti þannig komið í veg fyrir að dragi úr nyt mjólkurkúa vegna fóðurskiptanna og skyndilegrar innistöðu. Ari segir veburblíðuna og góða uppskerumöguleika koma sér vel fyrir bændur og þá eink- um mjólkurframleiðendur, sem geti sparað sér kaup á innfluttu fóðri. Korn hafi hækkað veru- lega í verbi á erlendum mörk- ubum ab undahförnu og sé alls ekki séb fyrir endann á þeirri verðþróun. Því sé mikilvægt fyrir íslenskan landbúnað að framleiða sem mest af fóðri sjálfur og hafi bændur brugbist vel við þessari þróun. Aldrei hafi verið sáb jafn miklu af .korni hér á landi og á liðnu vori og snemmsáning skipti miklu fyrir kornræktina og því megi búast vib góbri uppskeru í haust. Þannig muni áhrif góbæ- risins fyrst og fremst koma fram í meiri innlendri fram- leibslu fóburs og auknum gæb- um. Ari Teitsson segir einnig ab mildur síbari hluti vetrar og bjart vor og sumar hafi haft veruleg áhrif á vöxt og þroska gróburhúsaframleibslunnar, þannig að sú uppskera er fyrr á ferðinni og einnig betri vegna meira sólfars en í venjulegu ár- ferði. Engin sprenging í mjóikurframleibslu Ari segir að þrátt fyrir hag- stæð búskaparskilyrbi á þessu sumri þá sé engin ástæba til ab óttast framleibslusprengingu meb tilheyrandi vanda í mark- abs- og sölumálum. „Vera má að mjólkurframleiðslan aukist eitthvað tímabundib, en þar mun tæpast verða um verulegt magn að ræða. Ég álít að bænd- ur muni fremur notfæra sér hinar góðu aðstæbur til þess ab draga úr kaupum á innfluttu fóbri og lækka þannig kostnab vib framleibsluna. Bændur vita hvab þýbir ab framleiða og ég hef enga trú á að þeir vilji fara að hreyfa við þeim stöðugleika sem náðst hefur í framleiðslu, og á ég þar einkum við fram- leiðslu mjólkurafurba." Ari segir mesta hættu á ab góðærið muni leiða til metupp- skeru á kartöflum með tilheyr- andi verðhruni. En vegna þess hversu innlenda uppskeran hafi komið snemma á markað lengist sölutímabilið og minni hætta verbi á ab mikil undir- bob eigi sér stab. Reynsla und- anfarinna ára sýni þó ab þar geti ákveðin hætta verið á ferð- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.