Tíminn - 31.07.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.07.1996, Blaðsíða 2
8 ðÍNfíim LANDBÚNAÐUR Mi&vikudagur 31. júií 1995 Mjólkurvörur fara ekki á erlendan markaö Greiðslumark til framleibslu mjólkur hefur verið miðað við stranga innanlandsneyslu á undanförnum árum og stund- um hafa heyrst raddir um að óhætt væri að auka framleiðslu- heimildir nokkuð. Eins og mál- um sé nú háttab megi ekki verða mikil röskun á mjólkur- framleiðslunni til þess að hrá- efni til framleiðslu á mjólkur- vörum fari að skorta. Ari Teits- son segir að ákveðið hafi verið ab auka mjólkurframleiðsluna um eina milljón lítra. Það sé gert á grundvelli vaxandi neyslu mjólkurafurða hér á landi, því ekki sé raunhæft að ætla að koma íslenskum mjólk- urvörum á erlenda markaöi. „Flestar þjóðir notfæra sér heimildir sem er að finna í GATT-samkomulaginu um verndartolla á slíkar vörur og ekki verður litið framhjá þeirri stabreynd að íslenskar mjólkur- vörur eru dýrari í framleiðslu en sambærilegar vörur í mörg- um nágranna- og viðskipta- landa okkar." Ástæbur þess seg- ir Ari Teitsson einkum vera af tvennum toga. Annars vegar hærri framleiðslukostnaður, sem skapist af legu landsins og náttúrulegum skilyrðum til landbúnaðar. Hins vegar hærri vinnslukostnaöur þar sem um litlar einingar sé að ræba miöað vib algengar mjólkurvinnslu- stöbvar erlendis, og einnig megi til sanns vegar færa að um of hafi verið fjárfest í þess- ari atvinnugrein. Koma aöilar vinnu- markaöarins aftur aö viöræöum um landbúnaöinn? Mjólkurkvótinn hefur verið aukinn um eina milljón lítra og nú stendur yfir vinna við gerb nýs búvörusamnings um mjólkurframleiðsluna. Á síðasta ári var gerður sérstakur búvöru- samningur um sauðfjárfram- leiðsluna þar sem eldri samn- ingi var nánast kollvarpað og ný stefna mótuð. Eru menn að hugsa um ab fara sambærilega leið varðandi mjólkurfram- leiðsluna eba má búast við að nýr búvörusamningur verði á svipuðum nótum og hinn fyrri? Ari Teitsson segir að ekki verbi farin sama leið og farin var varbandi sauðfjárræktina. í mjólkurframleibslunni sé ekki við sambærilegan vanda að eiga og saubfjárbændur hafi staðið frammi fyrir. Hann segir vinnu við nýjan samning um mjólkurframleiðsluna aðeins vera skammt á veg komna. Beðið sé eftir því hvort aðilar vinnumarkaðarins muni koma að samningsgerðinni, en þeir áttu aðild að svonefndri sjö- mannanefnd sem vann að und- irbúningi síðasta búvörusamn- ings. Samstarf þeirrar nefndar rofnaði á liðnu ári, en Ari Teits- son segir að í næsta mánuði muni koma í ljós hvort þeir komi að þessari vinnu að nýju og ekkert bendi til annars en aö svo geti oröið. Deilt um viöskipti meö mjólkurkvta Ari Teitsson segir að þótt nýr búvörusamningur um mjólkur- framleibsluna muni verða á svipuðum nótum og sá fyrri, sé eitt umdeilt mál til umræðu á meðal bænda. Það snúist um hvort áfram eigi að heimila fullkomlega frjáls viöskipti með greibslumark mjólkur. Margir telji ab takmarka verði þessi viðskipti vegna þess að þau skapi ákveðinn vanda. Hátt verð á framleibsluréttinum hækki verð jarða og torveldi þannig nýliðun í bændastétt- inni. Þá skapi hið háa verb ákveðinn mismun á verði jarða eftir því hvar þær liggi. I ná- grenni við þéttbýlin eigi bænd- ur meiri möguleika á fjölbreytt- ari nýtingu jarða en til fram- leiðslu mjólkur- og sauðfjáraf- urða. Því hafi margir selt fram- leiðsluréttinn af jörbunum, en nýti þær áfram til annarra nota eða selji þær kvótalausar fyrir sambærilegt verð og kvótajarðir fjær þéttbýlisstööunum. Þannig geti kvótaverðib nær tvöfaldab jarðaverð og því hafi skapast misjafnar aðstæður á milli bænda eftir því hvar jarðir þeirra liggja. Ari kvabst vilja taka fram að um þetta séu menn aðeins að ræba og skoð- anir skiptar um hvort grípa eigi inn í þessa þróun með tak- mörkunum á sölu framleiðslu- réttar. Ari segir ab hátt verb á fram- leiðslurétti mjólkur stafi eink- um af tvennu. Bændur hafi reynst tilbúnir til ab greiba hátt verð fyrir kvótann og að utan- aökomandi aðilar hafi einnig blandað sér í þessi viðskipti. Þar á hann við afurðastöðvar og jafnvel sveitarfélög, sem veitt hafa bændum abstob við kvóta- kaup og jafnvel keypt kvóta til endursölu. „Ég veit að þetta hefur verið gert í þeim tilgangi að styrkja ákveðin byggðarlög, en þab hefur einnig haft þau áhrif að verð á framleiðslurétt- inum hefur haldist í hámarki." Jákvæö þróun í sölu kindakjöts Stærstu vandamál íslensks landbúnaðar hafa tengst saub- fjárræktinni þar sem atvinnu- greinin hefur stórlega dregist saman á undanförnum árum. Sauðfé hefur fækkað um hátt í helming frá 1978 og kinda- kjötsframleiðslan minnkað um allt að fimm þúsund tonn á sama tímabili. Á síðasta hausti var útlitið vægast sagt dökkt, þar sem allt benti til áframhald- andi samdráttar og að innan- landsneyslan væri komin undir sjö þúsund tonn af kindakjöti á ári. Á grundvelli þessa vanda var gildandi búvörusamningur brotinn upp og samkomulag gert um að breyta starfsum- hverfi sauöfjárræktarinnar. Þótt enn sé skammt um liðið frá því þær breytingar tóku gildi, þá hafa þær haft nokkur áhrif. Ari Teitsson segir ab ekki sjái enn fyrir vanda saubfjárbænda, en dregið hafi úr samdrætti í sölu á kindakjöti. Neysla þess fari nú vaxandi og sé þab í sam- ræmi við væntingar vegna hins nýja búvörusamnings. Mark- vissara hafi verið unnið að markaðsmálum og einnig hafi fjölbreytni afurða aukist. Með aukinni vinnslu sé verið að koma til móts við nýjar og vax- andi þarfir markaðarins. Meb búvörusamningnum hafi verið Aðrar vélar Árg Gerð vélar Verð án vsk Stærð Ástand i New Holland 835 1984 Rúllubindivél 300.000 Welger RP200 1994 Rúllubindivél 870.000 123x125 Claas 46 1989 Rúllubindivél 700.000 123x125 Kemper 32 m2 1986 Heyhleðsluvagn 530.000 Vermeer 405 I 1991 Rúllubindivél 700.000 Welger RP200/2m 1994 Rúllubindivél 1.150.000 123x125 Dráttarvélar drlf Árg. moksturstæki Verð án vsk. Vélarst. Vinnust. Zetor 7245 4x4 1990 750.000 65 hö. 1920 Case 585 XL 2x4 1986 590.000 59 hö. 3400 MF 399 4x4 1988 1.350.000 103 hö. 2230 Ford 7740 SL 4x4 1993 Trima 1690 + 3ja svið 2.400.000 95 hö. 1900 Zetor 7011 2x4 1984 450.000 65 hö. 1800 MF 690 4x4 1986 Trima 1620 + 3ja svið 1.380.000 80 hö. 2920 IH Case 685 XL 2x4 1988 900.000 72 hö. 2850 IH 585 XL 2x4 1988 550.000 62 hö. 4150 Zetor 7211 2x4 1990 550.000 65 hö. Zetor 7745T 4x4 1990 820.000 79 hö. 2200 MF 690 4x4 1990 Trima 1410 + 3ja svið 1.300.000 80 hö. 3920 Zetor 7745 4x4 1989 680.000 70 hö. 2720 Zetor 7045 4x4 1981 350.000 65 hö. Zetor 6340 4x4 1995 1.290.000 68 hö. w G L O fí U S VELAVERf Lágmúla 7 - Pósthólf 8535 - 128 Reykjavík Sími: 588 2600 - Fax 588 2601

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.