Réttur


Réttur - 01.06.1934, Qupperneq 9

Réttur - 01.06.1934, Qupperneq 9
girt götuvirki. Brynvagn var látinn rjúfa virkið og húsið beinlínis skotið í rústir, áður en þeir yfirgáfu það. — Auðkennandi dæmi um vélræði sósíalfasistanna er það, sem nú skal frá skýrt: Þegar sendimenn varnar- liðssveita þeirra, er vörðu Karl-Marx-Hof, komu í verkamannabankann og kröfðust fjár til matvæla- kaupa, fengu þeir þetta svar hjá hinum sósíaldemó- kratisku broddum, er þar voru fyrir: „Þið komið of seint. Það er komið fram yfir lokun- artíma, og við erum að fara. Komið aftur á morgun!“ Daginn eftir var stjórnin búin að loka bankanum og gera upptækt fé verkalýðsins. f öðrum borgum Austurríkis var barizt af hinni sömu aðdáanlegu hugprýði, er einkenndi uppreisnina í Vín. Slík barátta gat ekki leitt til ósigurs nema fyrir hin djöfullegustu svik fjandmannanna í herbúðum uppreisnarmanna sjálfra. Kommúnistar berjast í fremstu röð. Þegar hinn 9. febrúar gaf Kommúnistaflokkur Aust- urríkis út eftirfarandi kjörorð til verkalýðsins: „Líf og tilvera ykkar er í veði! Kyrkið fasismann, áður en hann kyrkir ykkur! Leggið niður vinnu! Hvetjið aðrar vinnustöðvar til verkfalls! Veljið framkvæmdanefndir, er hafi á hendi forystu bar- áttunnar á hverri vinnustöð! Út á götuna ! Afvopnið fasistana! Vopnin í hendur verkalýðsins! Allsherj- arverkfall! Burt með böðulstjórnina!“ Þegar uppreisnin brauzt út, gaf Kommúnistaflokk- urinn út kjörorðið um kosningu verkamannaráða, myndun andfasistiskra liðssveita, færslu baráttunnar úr vörn í sókn, hernám allra prentsmiðja og þýðing- armikilla stöðva. Kommúnistar reyndu hvarvetna að stofna til sameiginlegra baráttusamtaka, gripu sjálfir til vopna og leituðust við að gefa uppreisninni þá bylt- ingasinnuðu stefnu, sem ein gat leitt til sigurs. Þeir 57

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.