Réttur


Réttur - 01.06.1934, Side 23

Réttur - 01.06.1934, Side 23
vík annað en að snópa eftir eyrarvinnu? — Aldrei hefi ég gengið á eyrina og hefi þó alltaf komizt af með mig og mína. Og það ætla eg að segja þér, að þér þýðir ekkert að ætla að liggja upp á mér. Karli fannst allt jafn fráleitt: a) að liggja upp á konunni, b) að selja landa, c) að gerast lögregluþjónn. Hann hafði vanizt því að vinna, fara úr einni vist- inni í aðra og vinna með sínum sinasterku höndum, og honum hafði aldrei dottið í hug að annað ætti fyrir sér að liggja í höfuðborginni en að vinna. Hann botn- aði ekkert í atvinnuleysi eða öðrum atvinnuvegum en venjulegri daglaunavinnu. Þessa nótt var óvenjulega mikill umgangur um her- bergi Karls af mönnum, sem stóðu í sambandi við landabrúsana að austan og komu bakdyramegin að finna konuna. Hann varð því í fyrsta skipti á æfinni andvaka eins og reglulegur borgarbúi og tók að hugsa .sitt mál. Hann sá það, að svona gat hann ekki haldið áfram að lifa, peningalaus varð hann á því, heilsuna mundi hann missa á því, úr höfuðborginni yrði hann að fara heim aftur eins og sveitalimur, sem sendur er milli tveggja óvinahreppa. Hann ætlaði að ræða þetta mál við konuna strax um morguninn, því hann fann að hún hafði vit á því hvernig lífið var í höfuðborginni. Af því hann var óvanur því starfi að hugsa, taldi hann á fingrum sér það sem hann þurfti að fá að vita en skildi ekki: 1) Hvers vegna ráðlagði konan honum að verða lög- regluþjónn, þar sem hún seldi sjálf landa svo hann vissi? 2) Til hvers voru allir þessir lögregluþjónar, ef þeir áttu ekki að koma í veg fyrir þessi og önnur laga- brot? 3) Var svo mikið af glæpamönnum í borginni, að það þyrfti þess vegna allan þennan sæg af lög- reglumönnum? 71

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.