Réttur


Réttur - 01.09.1938, Síða 9

Réttur - 01.09.1938, Síða 9
þá missum við atvinnuna og fáum ekkert kaup. Ætli það sé betra? Nei, þeir eru góðir til að sprikla og sprella, þessir stráka-angurgapar, og heimta og heimta hærra kaup, sem þeir gera svo ekki annað við, en svalla á dansleikjum og kaffihúsum, og ganga svo í fátækrasjóðinn hvað lítið sem út af ber. Nei, við þurfum tryggingu fyrir því, að atvinnan beri sig. Það er meira virði en uppskrúfað kaup, sem endar í at- vinnuleysi. Ólafur: Já, en hvað veizt þú um það, góður mað.ur, hvernig atvinnureksturinn ber sig? Ekki hefir þú rannsakað rekstursreikningana, ekki einu sinni litið þá augum. Og ert svo að tala um að reksturinn beri sig ekki! Helgi: Hefir þú kannske rannsakað þá reikninga? Nei, jeg býst við ekki. Við stöndum víst líkt að vígi þar. Ólafur; Þetta er að vísu rétt hjá þér. En eitthvað má nú ráða af líkunum, og það erum við nú vanir að gera í því sem öðru vísi er. Manstu ekki eftir fyrir tíu árum, þegar við fengum kauphækkun, og hana verulega, eftir mikið stímabrak, — ekki varst þú á móti kauphækkun þá —. Var því ekki haldið fram þá, að kauphækkunin yrði bara til að eyðileggja at- vinnuna? Og hver hefir reyndin orðið? Hætti kann- ske atvinnureksturinn? Nei, ekki alveg? Ég veit ekki betur en útsvarið á þessu fyrirtæki hafi stórhækkað svo að segja árlega síðan. Einhverju hefir verið af að taka. Ekki borga þeir hátt útsvar ár eftir ár með tapinu einu saman. Helgi: O, sei sei. Ég ætla að ég viti þetta, sem ég segi, alveg eins vel og þið, og betur. Forstjóhinn hefir sagt mér það sjálfur. Hann sagði mér það sein- ast í gær. Og ætli hann viti ekki alveg eins vel um hag fyrirtækisins eins og þú? Ég býst við því. Hann segir blátt áfram að þeir verði að hætta, ef þessi kaup- hækkun verður þvinguð fram. Og hvað verður þá um 17 T

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.