Réttur


Réttur - 01.09.1938, Page 20

Réttur - 01.09.1938, Page 20
algerlega í hendi sér, og styður sig aðallega við fjöl- mennan her og lögreglu. Hin mikla viðskiptakreppa, sem hefst 1929„hafði djúp áhrif á allt atvinnulíf Japana. Verðið á silkinu, sem er ein af þýðingarmestu afurðum bændanna, féll á árun- um 1929—1934 um 30%. Afleiðingar þessa mikla verð- falls var óheyrileg neyð meðal bændanna, sem olli mikl- um vandræðum og ósamkomulagi innan hinnar ráðandi stéttar, og eftir nokkrar deilur varð sú stefna ofan á, aö ráðast á Kína til að leiða athygli fólksins frá vand- ræðum innanlands og til þess að ná nýjum hráefnalind- um undir japönsk yfirráð. Á árunum 1931—1937 breiddu Japanir yfirráð sín yfir Manchuriu og fleiri héruð í Norðurkína, án þess að kínverska stjórnin veitti neina mótstöðu. En þrátt fyrir það, þótt sigrarnir væru auðunnir í fyrstu, veitti almúginn á svæðunum, sem Japanir lögðu undir sig, seiga mótspymu gegn þeim og hafa hinir stöðugu bar- dagar við kínverska uppreistarflokka kostað Japani ó- grynni fjár, og urðu því landvinningarnir til þess að auka hernaðarútgjöld japanska ríkisins í stórum stíJ. Ástandið innanlands versnaði því stórum og hin raun- verulegu laun verkamanna í Japan féllu um 67% á tíma- biinu 1929—1937. Smám saman færðust öll völdin í liendur fámennrar lierforingjaklíku, sem nú ræður öllu um stjórn landsins. Á þessum árum óx óánægja almennings með stjórn- ina stöðugt og 1937 reis hin stórkostlegasta verkfalls- alda, sem komið hefur í sögu Japans, og til þess að lægja þessa miklu bylgju, sem virtist ætla að drekkja valdhöfunum, var herinn látinn hefja árás á Norður- kína snamma í júlí. Þegar Japanir tóku Manchúríu herskildi liaustið 1931, voru Kínverjar engan veginn færir um að fara í stríð. I síðustu 30 ár höfðu sífelldar borgarastyrjaldir geysað þar í landi, og ýms stórveldi, þó sérstaklega Bretland og Bandaríki Norðurameríku, höfðu náð miklu valdi yfir 188

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.