Réttur


Réttur - 01.11.1968, Qupperneq 5

Réttur - 01.11.1968, Qupperneq 5
* VALDAJAFNVÆGIÐ Verkalýðurinn reis upp undir forustu Sósí- alistaflokksins gegn gerðardómslögum Ihalds og Framsóknar, — sameinaðrar borgarastétt- ar, — og braut þau á bak aftur með skæru- hernaðinum. Sá sigur var staðfestur í tvenn- um kosningum sama ár. Þá var brotið við blað í sögu Islands. Valdajáfnvægi komst á milli verkalýðs og borgarastéttar og hélzt um nokkurt skeið. Og innan borgarastéttar- innar, sem hafði beygt sig undir fyrirskipanir Breta og Bandaríkjamanna í hernámsmálinu 1941, tók að bera á sjálfstæðri afstöðu gagn- vart erlendri ásókn. Vafalaust var þar líka um að ræða áhrif þjóðlegrar stefnu verkalýðs- ins og Sósíalistaflokksins. En einnig hitt að íslenzka ríkið var sjálft að verða skuldlaust út á við, efnahagslega óháð öðrum. Og undir- búningur lýðveldisstofnunarinnar og sam- staða þjóðarinnar orkaði einnig í ríkum mæii á þá fulltrúa þjóðarinnar, sem yfirleitt gátu hugsað sér Island sjálfstætt og óháð. Nýsköpunarstjórnin og neitun á herstöðv- um til 99 ára, sem Bandaríkin kröfðust 1. okt. 1945, tákna hámark þess, er íslenzk borg- arastétt fékkst til að vera með í hvað sjálf- stæða afstöðu þjóðarinnar út á við snerti — og það fyrst og fremst undir áhrifum rismik- illar sósíalistiskrar og þjóðlegrar verkalýðs- hreyfingar, er sameinaði allan íslenzkan verkalýð bak við sig á úrslitastund. Táknræn fyrir afstöðu slíkra fulltrúa borgarastéttarinn- ar var ræða Gunnars Thoroddsen, þá prófess- ors í lögum, 1. desember 1945, þar sem hann segir m.a.: „I mínum augum er það ólíkt meiri skerð- ing á sjálfstæði voru og fullveldi að þola her- stöðvar tiltekins stórveldis í landi sínu heldur en takast á hendur til jafns við allar aðrar þjóðir þær félagsskyldur, sem eru samfara þátttöku í alþjóðábandalagi." Og í lok ræðu sinnar segir Gunnar: „Engar erlendar herstöðvar, óskoruð yfirráð Islendinga." „En frelsi voru viljum vér ekki farga. Landsréttindum viljum vér ekki afsala." Þótt samstjórn verkalýðsins og borgara- stéttarinnar stæði aðeins tvö ár, megnaði hún samt að leggja grundvöll að umsköpun ís- lenzks efnahagslífs, sem entist á ýmsum svið- um tvo áratugi, — að stórbættum lífskjörum alþýðu og að þeim stórfelldu verzlunarvið- skiptum við sósíalistisku löndin, sem urðu bakhjallur Islands í baráttunni á auðvalds- mörkuðunum. I hinum miklu efnahagslegu framför- um Islands á 20. öld hafa hinar ýmsu stéttir þjóðarinnar haft veigamiklu hlutverki að gegna á víxl, en úrslitaþáttinn í þeirri raun- verulegu lífskjara- og efnahagsbyltingu, sem grundvöllur er lagður að á árunum 1942— ’47, á verkalýðsstéttin undir forustu Sósí- alistaflokksins. Tækniframfarir koma ekki af sjálfu sér til neinnar þjóðar. Það þarf stórhug 169

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.