Réttur


Réttur - 01.11.1968, Qupperneq 9

Réttur - 01.11.1968, Qupperneq 9
Nýsköpíinarstjórnin 1944—47 á ríkisráðsfundi. F. v.: Emil Jónss., Finnur Jónss., Ólafur Thors (standandi), Sveinn Björnsson forseti, Pétur Magnússon, Aki Jakobsson, Brynjólfur Bjarnason. við kunnum að stjórna efnahagsmálum okk- ar". Það er eðlilegt að svona efasemdir komi upp hjá fulltrúum íslenzkrar borgarastéttar, ekki sízt þegar afleiðingar af stjórnleysi ríkis- stjórnar hennar koma fram eins og nú. En þessum fulltrúum hættir við að líta á borg- arastéttina sem alla þjóðina og yfirfæra hæfi- leikaleysi þeirrar stéttar og pólitískrar for- ystu hennar á þjóðina í heild, — rétt eins og ríkisstjórnin er vön að gera, þegar um skuld- ir eða áföll er að ræða. Islandi er hægt að stjórna sem efnahagslega sjálfstæðri heild, ef því er stjórnað sem einni einingu, — og af viti og réttlæti. Það verður að vera heildarstjórn á framleiðslukerfinu og utanríkisverzluninni, jafnvel þótt rekstrar- form og eignaryfirráð séu margvísleg. Full- komin skipulagning er skilyrði við alla stjórn á framleiðslukerfi nútímans, stjórnleysi er dauðadómur — og stjórnleysið hefur verið stefna íslenzkrar borgarastéttar í áramg („frjáls" verzlun, „frjáls" fjárfesting o.s.frv). Island hefur 35.000 verkamenn, álíka og 15. eða 23. stærsta iðnaðarhlutafélag í Banda- ríkjunum eða eins og ASEA, sem er 105. stærsta auðfélag heims utan Bandaríkjanna. — Það er hcegt að stjórna Islandi sem sjálf- stæðri heild og það hefur verið sannað. GETUR HÚN ? En spurningin er: Getur horgarastéttin gert það? Kann íslenzk borgarastétt að stjórna efnahagsmálum vorum ein? Reynslan sýnir að það getur borgarastéttin ekki. Og helztu pólitískum fulltrúum hennar, jafnt á höfuðbóli sem hjáleigu, er það ljóst. Þessvegna stefna þeir nú inn í EFTA, „binda doríuna aftan í hafskipið". 173

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.