Réttur


Réttur - 01.11.1968, Qupperneq 11

Réttur - 01.11.1968, Qupperneq 11
1 dugnað í að halda niðri þeim mönnum í at- vinnurekendastétt, sem sjáifstæðast hugsa, og láta eyðilegga störf og uppbyggingu þeirra, sem bezt kunnu til verka (sbr. t.d. aðfarirnar gegn Kassagerð Reykjavíkur). Með þessu, sem ýmsum mun þykja harður dómur, er ekki sagt að íslenzk borgarastétt sé svo miklu lélegri en fyrri yfirstéttir Islands. Það hefur engri yfirstétt tekizt að halda Is- landi sjálfstæðu nema tiltölulega stutta stund, eftir að hún er komin í algera andstöðu við vinnandi stéttir landsins. Þjóðveldið varð langlíft vegna þess að raunveruleg yfirstétt kemur þar ekki upp fyrr en á 12. öld og er vart komin í algera andstöðu við alþýðu bænda fyrr en um 1200, a.m.k. er aðalhöfðingi hennar á 12. öld, Jón Loftsson, í meiri andstöðu við hið erlenda vald en eigin þjóð. — En eftir að sú stór- höfðingjastétt er orðinn ranglátur og óvitur drottnari yfir samtakalausu vinnandi fólki, sem hún hefur svipt jörðum sínum, glatar hún sjálfstæði landsins á sextíu árum. Það er því, ef á fyrri reynslu Islandsögunn- ar má byggja, síðustu forvöð nú að afstýra glötun sjálfsforræðisins á ný. Þróun öll er að vísu hraðari nú en á Sturlungáöld, en Island á líka alþýðusamtök nú, sem eigi voru þá. Því er nú allt undir reisn og sókndirfsku verkalýðsins komið. ,,EI LIFT K RAFTAVE R K“ Það er langt frá því að sjálfstœði Islands og sjálfstjórn vor Islendinga sé auðvelt verk og sjálfsagt. Þvert á móti. Það er hnoss, sem vér aðeins öðlumst fyrir sérstakar kringum- steeður, ef vér kunnum vel að hagnýta þær, — og því aðeins varðveitum það að vér sköpum innanlands alveg sérstakar aðstceður, er treysti sjálfstjórn vora og viðhaldi henni. Vér öðluðumst fullveldið í lok fyrri heims- styrjaldar, þegar stórþjóðir viðurkenndu í friðar- og sjálfstæðisvímu sjálfsforræði þjóða, — þegar Danir höfðu sérstaka hagsmuni af því að veita okkur fullveldi, — þegar Eng- lendingar höfðu öðlazt mátulegan áhuga á okkur, — og þegar aðstæður innanlands köll- uðu á frið út á við við Dani vegna innanlands- átaka. Vér stofnuðum lýðveldi í lok síðari heims- styrjaldar, þegar dönsk konungsætt hafði enga aðstöðu til að hindra þau endalok sjálf ■ stæðisbaráttunnar við Dani, — þegar Banda- ríkin höfðu „mátulegan" áhuga á okkur, — og þegar samstarf hafði tekizt innanlands milli jafnsterkra höfuðstétta. Vér lögðum efnahagslegan grundvöll að sjálfstjórninni með sameiginlegum átökum nýsköpunarinnar. Það skall þá hurð nœrri hœlum — og það er svo um hverja kynslóð, jafnvel hvern áratug í lífi þjóðar vorrar að ef ekki ríkir sá skilningur og sú ábyrgðartil- finning, sem er forsenda sjálfstjórnarinnar og verður ofan á, helzt einu sinni á áratug, — þá gloprum við sjálfstæðinu úr höndum okk- ar. Líf vort sem sjálfstæðrar þjóðar er „EILÍFT KRAFT'AVERK''', — kraftaverk, sem hver kynslóð verður a.m.k einu sinni á ævi sinni. að vinna, — ella kann sjálfstæðið að glatast um aldir, — máske að fullu og öllu — og ef til vill þjóðin þar með. Vér lifum í þeirri hættu glötunar nú. Það er fyrst og fremst undir verklýðshreyf- ingunni komið hvort kraftaverkið vinnst enn á ný. En til þess að vinna það verk þarf verk- lýðshreyfingin að hafa til að bera þá reisn, er hún átti fyrrum mesta, — aldrei að hugsa sem undirlægjá borgarastéttarinnar, — aldrei að sætta sig við og samþykkja í auðmýkt skammtaðar kauplækkanir, — loka með valdi 175

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.