Réttur


Réttur - 01.11.1968, Qupperneq 13

Réttur - 01.11.1968, Qupperneq 13
JAKOBÍNA SIGURÐARDÓTTIR: NÝRJÓNAS íslendingar! Ver eruni hér samankomnir í sjónvarpssal, nokkrir bisniss- og blaðamenn, svo og sjónvarps- og hljóðvarpsfréttamenn, í þeim tilgangi að kynna fyrir þjóðinni nýtt snilldarverk, fimmhundruð blaðsíðna bók, sem heitir: Nýr Jónas, og kemur á jólamarkað- inn í fyrramálið. Vér munum í fáum dráttum, leitast við að skýra frá tilefni og tildrögum þessa framúrskarandi snilldarverks, jafnframt því að kynna höfund þess og verkið sjálft. Að því loknu munum vér svara fyrirspurnum. (Og reyniði nú að vera verulega sniðugir í fyrirspurnunum, svo allir geti haft gaman af, allt frá sprenglærðum háskólaprófessorum niður í öskukarla og húsmæður). Um tilefni þessa verks er það að segja, að eins og þjóð- inni er kunnugt höfum vér og kollegar vorir, allt frá því atómskáldin tóku að yfirstíga rímarana í landi voru, gert oss ljóst, að þjóðin læmr sér ekki nægja nútímaskáldin ein, hela- ur hefir jafnaðarlega og ósvikna þörf fyrir — fyrir — fyrir — a — alþýðlegri skáldskap, upprunninn úr hinum tæru listaruppsprettum sjálfrar þjóðarsálarinnar. Vér höfum því með nokkurra ára millibili vakið upp skáld, sem legið hafa í gröf sinni áratugum saman og rotnað í vitund þjóðarinnar. Til þessara verka höfum vér fengið bæði fræðimenn, skáld, blaðamenn og ritdómara, að ógleymdum auglýsingum vorum, sem oft og tíðum hafa rekið smiðshöggið á verkið, svo ekki sé meira sagt. Lengi vel þurfti ekki mikið meira en nokkrar læsilegar tímaritsgreinar eða útvarps- erindi með vel heppnuðum tilvitnunum í verk hins grafna og gleymda skálds, til að lyfta því upp úr kistunni og ýta því fram í sviðsljósið, þar sem þúsundir manna og kvenna — ekki sízt kvenna — fundu nú í fyrsta skipti sinn eigin tón, sem þau höfðu þráð innst inni í tómu hjartanu (tómu hjart- anu, mikið helvíti er þetta vel að orði komizt hjá mér) alla sína ævi. Vér gáfum þá út verk hins löngu liðna skálds, vöktum það upp, ef svo mætti segja, og gáfum það afmr hinni bókmenntahungruðu þjóð, sem, eins og allir vita, er einstök í þeim efnum, miðað við mannfjölda. En eftir því sem tími til lestrar minnkaði og atómskáldum fjölgaði en brag- 177

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.