Réttur


Réttur - 01.11.1968, Side 22

Réttur - 01.11.1968, Side 22
vann sósíalismanum og þeim sósíalistísku samtökum, er hann tilheyrði, allt hvað hann mátti. Var hann framúrskarandi kennari og rannsakari í þjóðfélagsmálum og reit fjölda greina og bæklinga um sósíalistísk málefni. Hann var fulltrúi flokks síns á 2. heimsþingi Alþjóðasambands kommúnista 1920 og átti þá m.a. mörg samtöl við Lenín. Hann var vegna verklýðsbaráttu sinnar tvívegis dæmd- ur í fangelsi út af verkföllum, 1921 og 1928. Hann varð að flýja land á hernámsárunum og dvaldi í Svíþjóð. Langseth var m.a. einn af mörgum, sem átti sinn þátt í því að hið kunna og róttæka vikurit „Orientering" var stofnað, sem nú er aðalmálgagn Socialistisk Folkeparti í Noregi. Langseth var formaður „Alþjóðasamhjálpar verkalýðsins" í Noregi meðan þau samtök störfuðu. Yrði of langt upp að telja eða rekja allt það starf sem þessi ágæti baráttumaður vann á sinni löngu ævi. Haavárd Langseth kom hingað til Islands 1930, var hér á Alþingishátíðinni það sum- ar og dvaldist í Reykjavík, Siglufirði og Ak- ureyri nokkrar vikur á eftir. Einmitt um það leyti sem hann var fyrir norðan skall Krossa- nesverkfallið á og Langseth fór með okkur frá Siglufirði, sem þaðan komu þá til að taka þátt í þeirri hörðu og sögulegu verkfallsbar- áttu. Krossanesverksmiðjan var í eigu norskra atvinnurekenda og forstjóri hennar, Holdoe, var harður í horn að taka, enda nazisti síðar. Margir norskir verkamenn unnu í verksmiðj- unni við hreinusru þrælakjör, því verklýðs- félag í heimabyggð þeirra hafði verið drepið og þeir unnu eftir einkasamningum við at- vinnurekendur. Strax eftir að verkfallið hófst kvaðst norski forstjórinn ganga að kaupkröfum íslenzku verkamannanna, en þverneitaði að breyta ti! um kjör þeirra norsku. Stóð því verkfallið raunar um að eyðileggja þrælasamninga þeirra og tryggja þeim sömu kjör og íslenzku verkamönnunum. Á hverju kvöldi var fundur haldinn með norsku og íslenzku verkamönn- unum í litla fundarhúsinu, barnaskólanum, í Glerárþorpi. Þar talaði Haávard Langseth til norsku verkamannanna á móðurmáli þeirra, heitar og eggjandi ræður. Og svo fór að fullur sigur vannst í þessu verkfalli. Sam- starf norskra og íslenzkra verkamanna og verklýðssinna hafði borið sigur úr býtum í viðureign við harðstjórann í Krossanesi. Þeim félögum, sem kynntust Haavard Langseth þá og síðar, fannst mikið til um mannkosti hans: gáfur, elju og „humor". Margir kynntust honum síðar betur og nokkr- ir bundu við hann tryggð alla ævi, sem og við hans ágætu konu, Astrid, hinn blíða og trygga lífsförunaut hans, sem stóð við hlið hans til hinstu stundar. Ég heimsótti þau hjón venjulega á heimili þeirra í Gabelsgötu 11 í Osló, ef ég kom í þá borg og var einnig einu sinni hjá þeim í húsi þeirra rétt hjá Eiðs- völlum, gamla ættarsetrinu, þar sem þau dvöldu svo oft á sumrin. Minnist ég margra ánægjustunda frá þeim samvistum. Það var krabbamein í maga, er leiddi Haavard Langseth til bana. Hann mætti dauða sínum með sömu djörfung og lífinu. Bálför hans var gerð 18. apríl í Vestre Grav- lund í Oslo, enginn prestur talaði, en góðir samherjar kvöddu þann hugsjónamann, sem alla ævi mat andlega reisn meir en auð og frama. Minningin um Haavard Langseth mun lifa í hugum okkar af eldri kynslóð hinnar sósíal- istísku hreyfingar á Islandi, sem kynntust hon- um ungir og bundu tryggð við hann og hans ágætu konu ævilangt. Einar Olgeirsson. 186

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.