Réttur


Réttur - 01.11.1968, Side 27

Réttur - 01.11.1968, Side 27
1 EINAR OLGEIRSSON: HELFJÖTUR Gengislækkunin 12. nóvember 1968 kom helfjötri á íslenzkt efnahagslíf. Hún er um leið dauðadómur- inn yfir „frelsiskerfi" viðreisnarinnar. Annaðhvort sprengja íslenzku framleiðsluöflin þennan fjötur af sér eða efnahagslifið sem íslenzkt athafnalif deyr, — eftir að hjara fyrst sem lifandi lík, unz útlent auðvald hirðir það, sem nýtilegt er. BLEKKINGAVEFURINN I áratug hafa formælendur viðreisnarinnar blekkt þjóðina, talið henni trú um að atvinnuöryggi hennar fælist í sjálfvirknl kapítalismans, — allt gengi vel ef atvinnulífið væri afskiptalaust, — stjórnlaust, — „frjálst". Fólkið var flækt i þennan blekkingavef, kaus í trúnni á hann í júní 1967. Nú hefur vefurinn rofnað og afleiðingar „kerfis- ins“ blasa við: Atvinnuleysið eykst með ógnvekjandi hraða. Af- koma og eignir launafólks er í voða. Hvert atvinnufyrirtækið á fætur öðru dregst sam- an eða stöðvast. Bölsýnin grípur um sig meðal at- vinnurekenda, sem talið var trú um að gengislækk- unin væri hið sáluhjálparlega úrræði samkvæmt amerikum kokkabókum. Járniðnaðarmeistarar reyna að selja framleiðslutæki sín úr landi vegna verk- efnaleysis. Útvegsmenn segja að gengislækkunin nú, sem kvað vera gerð til að bjarga þeim, gerði útgerð algerlega vonlausa.*) Bygging ibúðarhúsa stórminnkar. Iðnaður fyrir innlendan markað dregst saman vegna minkandi kaupgetu. Svo rammt kveð- ur að að m.a.s. verðbólgubraskararnir, sem alltaf hafa þó grætt á gengisfalli, eru ekki lengur vissir um að græða á þvi af þvi að verð á fasteignum falli vegna kaupgetuleysis, — m.ö. orðum VERÐ- BÓLGAN sem rikisstjórnin skapar með gengis- lækkuninni, og VERÐHRUNIÐ, sem rikisstjórnin veldur með óstjórninni á efnahagslifinu, eru komin i kapphlaup hvert á móti öðru! Reiknimeistararnir og rikisstjórn þeirra eru að reikna atvinnulifið i hel. FARA BLINDIR AÐ SJÁ? Hér hefur hvað eftir annað verið varað við þeirri *) Útvegsbændafélag Vestmannaeyja samþykkti 30. des. 1968 eftirfarandi setningu í ályktun sinni um útvegs- mál: „Fundur haldinn í Útvegsbændafélagi Vestmanna- eyja 30. des. 1968, telur að með síðustu gengisfellingu hafi útgerðarkostnaður hækkað það mikið að grund- völlur fyrir útgerð báta, sem enginn var fyrir, sé eftir samþykkt frumvarps um ráðstafanir í sjávarútvegi þ. 21. des. 1968, algjörlega vonlaus.“ 191

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.