Réttur


Réttur - 01.11.1968, Side 28

Réttur - 01.11.1968, Side 28
stefnu sem fylgt hefur verið.**) Það að fórna hags- munum sjávarútvegsins og innlenda iðnaðarins fyrir skurðgoð „frelsisins": „frjálsrar" verzlunar, — „frjálsrar" fjárfestingar, — „frjálsrar" álagningar, — hlaut að leiða til þess hruns, sem nú er fram komið. Að láta verzlunarvaldið íslenzka og hringa- valdið erlenda sitja I fyrirrúmi fyrir íslenzku atvinnu- lífi, hlaut að enda með skelfingu. I 10 ár hafa „sérfræðingar", sem voru undir á- hrifum amerískra hagfræðikenninga stórbanka- valdsins en enga þekkingu höfðu á sérstöðu ís- lenzks atvinnulifs, — verið látnir leika sér með ís- lenzkt atvinnulíf í tilraunaskyni, — eins og lífsaf- koma þjóðarinnar og efnahagslegt sjálfstæði Islands væru barnagull handa krökkum í sandkassa. Og þegar „gullin" loksins liggja brotin fyrir framan þá, — er loks sem blindir fari að sjá, ef dæma má eftir síðustu „Fjármálatíðindum", þar sem spekingarnir komast loks að þeirri niðurstöðu, að það sé sjávarútvegurinn, sem Island fyrst og fremst verði að byggja afkomu sína á. Það var þó sá barnalærdómur, sem hver maður, er kemur nærri stjórnmálum og efnahagsmálum á íslandi, — en það er að mestu eitt og hið sama, — átti að kunna. Sú staðreynd, að fiskafli íslenzks sjó- manns er fimm- til sex-faidur á við þann næsta í röðinni i heiminum felur i sér þá einu yfirburði, sem Island hefur fram yfir önnur lönd, og getur með réttri hagnýtingu vegið upp á móti því, sem annars skortir á hér. Þessvegna er sá fjandskapur gegn sjávarútveginum og markaðsöryggi hans, sem var inntakið í allri stjórnarstefnu „viðreisnarinnar", banvænn íslenzku efnahagssjálfstæði og lifsafkomu alþýðu. Það eru því síðustu forvöð að algerlega sé snúið frá þeirri stefnu, sem fylgt refur verið. Stjórnleysið á atvinnulífinu verður að hverfa, — heildarstjórn á þjóðarbúskapnum og sérstaklega utanríkisverzlun- inni að taka við. Erlendis hefur kapítalisminn reynt að yfirvinna það stjórnleysi, sem einkenndi bernsku hans og kall- að var „frjáls samkeppni", með hringamyndunum og skipulagningu atvinnulífs í þágu auðhrlnganna. Hér hafa barnasjúkdómarnir verið boðaðir sem **) Viðvaranir um hvert stefndi voru sérstaklega í Sreininni „Hver ber ábyreðina‘> 1 1. hefti 1967, — enn- íremur var stefnan ob úrrœði sósíalista rætt í: „Hag- speki hrunsins ob hrun haBspckinnar", i 3. hefti 1967; „Sjálfstjórn íslendinBa á efnahaeslífinu", í 4. hefti 1967, ob „fhaldskreppa eða verklýðslausn" í 2. hefti 1968. „vísindi" og „frelsi", —unz spilaborgin hrynur og fólkinu, sem blekkt var, er sagt að borga gjaldþrot- ið með kauplækkun, atvinnuleysi og eignamissi. ISLAND TAPAR — AUÐHRINGARNIR GRÆÐA Það er útlenda auðvaldið, sem nú græðir á geng- islækkununum. Það er Island og ibúar þess, sem tapa. Swiss Aluminium græðir 100 miljónir isi. króna bara á kaupgreiðslu til 400 verkamanna vegna tveggja síðustu gengislækkana. Daglaun 15000 islenzkra verkamanna á Dags- brúnarkaupi verða að fara i að borga vexti og afborganir af erlendum skuldum, sem hægt var að borga upp með 12 miljarða króna umfram útflutn- ingstekjum (miðað við meðaltal 1959). En allir verkamenn á fslandi eru 35.000. Þannig er Island ofurselt skuldaþrældómnum. — Skuldir rafveitnanna, Keflavíkurvegarins o.s.frv. tvöfaldast. Og þetta á alþýða að bera í hærra raf- magni, auknum sköttum o.s.frv, — en kaupið má ekki hækka. Sparifjáreign landsmanna (8 miljarðar kr.), at- vinnuleysistryggingasjóður verkalýðssamtakanna (1300 miljónir kr.), Byggingarsjóður rikisins (1100 miljónir kr.) og aðrir opinberir sjóðir eru skornir niður um helming að verðgildi með gengisfelling- unum tveim. Reiknað er með 40% samdrætti í innflutningi vegna atvinnuleysis og minnkandi kaupgetu. Þannig lætur ríkisstjórnin greipar sópa um eignir og lifsafkomu alþýðunnar og þjóðarheildarinnar. Það er ætlazt til þess af hálfu valdhafanna að verkalýðurinn sætti sig við þessa ægilegu lífskjara- skerðingu. Svo mun ekki verða. Verklýðssamtökin munu rísa upp og gera upp sakirnar við þá seku, — þá valdhafa, sem ófarnaðinum valda. Þorra atvinnu- rekenda blöskra einnig aðfarirnar. Spurningin er aðeins hvort og hvenær þeir muni risa upp gegn þeirri stjórn, sem þeir hafa talið sína, en er að fórna þeim fyrir erlenda hagsmuni, erlend skurðgoð. Annaðhvort mun gerast að hið erlenda auðvald nær þeim tökum á landi voru, sem erindrekar þess undirbúa, — eða verklýðshreyfingin fær framsækn- ustu aðila islenzks efnahagslifs með sér til að stjórna landinu og brjóta við blað í sögu þess og stjórnarstefnu. 192

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.