Réttur


Réttur - 01.11.1968, Síða 30

Réttur - 01.11.1968, Síða 30
Leo Huberman hefur ritað margar vin- sælar bækur. Þær kunnustu eru: „Man’s Worldly Goods”, — veraldleg gæði mannanna (1936). — Hefur hún verið þýdd á mörg mál, en í Bandaríkjunum seld- ust yfir hálf miljón eintaka. „We, the People" (Við fólkið) kom einnig út hjá Harper-útgáfufélaginu árið 1932. Það er saga Bandaríkjanna, sögð á „einstakan og hugvekjandi hátt," ritaði New York Times. ,prhe Labor Spy Racket" (Vélabrögð við verkalýðsfélaganjósnir) kom út 1937 og var ein fyrsta pappírskiljubók í amerískri bóka- útgáfu og seldist í 50000 eintökum fyrstu tvær vikurnar. Huberman og Sweezy heimsóttu Kúbu oft eftir byltinguna og hafa skrifað um Kúbu tvær bækur: „Ctiba: Anatomy of a Revol- ution" (19-0), og „Socialism in Cuba", en þeir félagar luku við handritið að þeirri bók rétt áður en Leo dó og kemur hún út vorið 1969. — Alls reit Huberman 11 bækur, gaf út sex með Paul M. Sweezy og reit hundruð tímaritsgreina og bæklinga. Leo Huberman ferðaðist mikið og átti marga vini, bæði í Evrópu, Asíu og Ameríku, — jafnt fræga menn eins og Harold Laski, K. S. Karol, Isaac Deutscher og Peter Weisz sem og fjölda ungra stúdenta, sem sumir urðu foringjar þjóða sinna, ráðherrar og fleira, þegar öldur sjálfstæðishreyfinganna skullu yfir Asíu, Afríku og rómönsku Ameríku. Sem kennari verkamanna og stúdenta var hann frábær. Eg heimsótti Leo Huberman í desember 1967, í bækistöð tímaritsins og útgáfunnar í fjórtánda stræti (116 West l4th St.) og átti við hann langt samtal og minnisstætt. Meðal annars barst talið að Che Guevara, sem Leo þekkti vel persónulega. Huberman kvaðst hafa rætt við Guevara 1965 áður en hann yfirgaf ráðherradóm í Kúbu til að stunda skæruhernað í Suður-Ameríku. Kvaðst hann hafa spurt hann, hvaða lærdómur væri honum eftirminnilegastur eftir fimm ár völd. Che Guevara hefði svarað eftir nokkra umhugs- un: „Að það er engin alþjóðleg verkalýðsstétt til" („That there is no international working class"). Leo Hubermann var einn af færustu marx- istum hinnar sundurleitu heimshreyfingar vorrar. Hann var snillingur í framsetningu þeirra fræða, sem flestum finnast erfiðust. Það er mikil eftirsjá að honum. Einar Olgeirsson. 194

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.