Réttur


Réttur - 01.11.1968, Page 35

Réttur - 01.11.1968, Page 35
FBI og CIA eru voldug vopn þeirrar leyni- stjórnar afturhaldssamra auðjöfra, er ráða Bandaríkjunum. FBI sér um það, sem gera þarf eða hindra innan Bandaríkjanna, en CIA (leyniþjónustan) er þegar alræmd fyrir mútur sínar, morð og valdrán um víða ver- öld. NY „ORUSTA U M BRETLAND“ Bandarísku auðhringirnir eru nú að ná æ sterkari tökum í atvinnulífi Bretlands. Fjár- festing þeirra í Bretlandi var í árslok 1967 meir en 7 miljarðar dollara, miklu meiri en í öllum öðrum löndum heims að Kanada und- anskildu. Það eru 1600 bandarísk fyrirtæki í Bretlandi. Þau framleiða tíunda hluta brezku iðnaðarframleiðslunnar. I þeim vinna 500.000 verkamenn. Gróði sem nemur hundruðum miljóna sterlingspunda er árlega fluttur út til Bandaríkjanna. Talið er að í lok áratugs- ins muni Bandaríkjamenn ráða fimmtungi iðnaðarframleiðslunnar í Bretlandi. Þrír af fimm stærsm bílahringum Bret- lands eru í höndum Bandaríkjamanna og þeir framleiða helming allra bíla, sem framleiddir eru í Bretlandi. Svipuð er aðstaðan í fram- leiðslu reikningsheila („computers"). Banda- rísk auðfélög hafa lykilaðstöðu í olíuvinnsl- unni, í efnafræðiiðnaðinum og mörgum öðr- um iðngreinum. Helmingurinn af auglýsingum brezka sjón- varpsins er frá bandarískum fyrirtækjum. Þau stjórna þar með smekk og lífsvenjum Breta meir og meir. — Og samtímis kaupa Banda- ríkin upp brezka vísindamenn og verkfræð- inga Breta. Yfir 4000 þeirra flytjast árlega burt frá Bretlandi, mestmegnis til Banda- ríkjanna. Og því meir af færum mönnum, sem yfirgefa Bretland, því ver stendur brezk- ur iðnaður að vígi í samkeppninni, — því varnarlausara er Bretland gegn bandarísku innrásinni. Margir góðir Bretar óttast nú þeg- ar að „orustan um Bretland", sú önnur í röð- inni — tapist. Og þeir krefjast nú þegar „sjálfstæðisyfirlýsingar" Bretlands gegn Bandaríkjunum ( — sbr. 1776), til þess að reyna að bjarga því, sem bjargað verður. Tveir brezkir borgaralegir rithöfundar, J. Mc Millan og B. Harris, hafa nýlega rakið alla þessa þróun ýtarlega í bók sinni, „The American Take-Over of Britain" sem út kom hjá L. Frewin, London, 1968. ITALSKIR KOMMONISTAR Kommúnistaflokkur Ítalíu heldur 12. flokksþing sitt í febr. 1968. I uppkasti mið- stjórnar að höfuðályktun flokksins segir m.a. eftirfarandi um atburðina í Tékkóslóvakíu: „A þessum grundvelli (aðalstefnumál að framan) höfum við markað afstöðu okkar til atburðanna í Tékkóslóvakíu, er við lémm í ljós ágreining okkar og andstöðu við hern- aðaríhlutun Varsjárbandalágsríkjanna fimm í Tékkóslóvakíu. Og það gerðum við vegna þess að við erum þeirrar skoðunar, að í Tékkó- slóvakíu hafi ekki verið nein yfirvofandi hætta á gagnbyltingu, heldur ekki hætta á árás utanfrá, og að Kommúnistaflokkur Tékkóslóvakíu og verkalýðurinn hafi haft afl til þess að stjórna nýsköpunarþróuninni og verjast hættunum og aðförum, fjandsamleg- um sósíalismanum og slíkt hafi einmitt verið hlutverk flokksins og verkalýðsins. Við erum þeirrar skoðunar, að það sé nauðsynlegt að komast sem fyrst út úr því ástandi, sem nærvera herja Varsjárbanda- lagsins skapar — og aðeins með því er hægt að endurreisa að fullu sjálfstæði hinna lög- legu aðila ríkisins og flokksins sem og sjálf- k. 199

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.