Réttur


Réttur - 01.10.1978, Blaðsíða 39

Réttur - 01.10.1978, Blaðsíða 39
Meirihluti Alþingis ákveður að kjósa skuli 3 menn í neðri deild og 2 í efri, til þess að útiloka þannig sósíalista, sem voru á móti Nato. Með þessu ofstæki og lýðræðisbroti undirtyllanna á Islandi var einmitt verið að gefa Sovétríkjunum á- tyllu til þess að halda því fram að Norð- urlandaráði væri ætlað að vera undir- tylla hjá Nato! Svona geta höggin lijá ósjálfstæðum ofstækismönnum orðið klámhögg. En einnig á „amerísku öldinni“, sem átti að verða, gekk allt í bylgjum, — m. a. s. hvarf hún sjálf í djúpið við lítinn orðs- tír og enginn minntist á hana Iramar. Áður en áratugurinn var liðinn frá upphafi „kalda stríðsins“ var öllu um- snúið, illviðrinu hafði slotað erlendis - og „vondir komrnar" voru komnir í Norðurlandaráð - og finnskir líka - og meira að segja í ráðherrastóla í báðum löndunum. -K -K En svo hófst erlendis liamagangur á ný - og bergmálið innanlands hjá hinum trúuðu Nato-dýrkendum. „Vondir komrnar" i islenskum rdð- herrastól höfðu stækkað fiskveiðilögsög- una islensku upp i 12 milur. - Þetta er bara gert gegn Nato“, hrópuðu undirtyll- ur á íslandi.5 Allt ætlaði af göflum að ganga: Stjórnarslit yfirvofandi - Nato- fundir haldnir um málið — ,,þorskastríð“ hafið. „Lúðvík er verri en Nasser“, sögðu Bretar — og ásakanirnar endurómuðu í Mogganum og A1 j)ýðublaðinu. Og Bretar - „vinirnir, bandamennirnir“ sendu bryndreka sína inn í íslensku landhelg- ina gegn hinum ægilega íslenska varð- skipaflota, sem var að brjóta niður heims- veldi hennar hátignar. En ekkert stoðaði: 12 mílurnar og ís- lendingarnir unnu. En undirtyllurnar urðu að gera „vin- um sínum og bandam(innum“ ósigurinn ofurlítið léttbærari: Það var mynduð ný stjórn, íhalds og Krata, sem gerði „óuppsegjanlegan samn- ing“ við Breta og Vestur-Þjóðverja um að stækka aldrei að eilífu fiskveiðilögsög- una upp úr 12 mílum, nerna með leyfi Breta og Haag-herranna. Og til Jress að „vondir kommar" gætu ekki verið fyrir uppgjafamönnunum í utanríkismálanefnd, var ákveðið að „gelda“ jrá nefnd, kalla hana aldrei sam- an, ett kjósa 3ja manna undirnefnd í henni, sem „vondir konnnar“ ekki kom- ust í. - Og svo kom í ljós síðar meir að undirnefndin hafði heldur aldrei verið kölluð saman! Utanríkisráðherrann fór bara sínu fram: Þannig var „lýðræðið" og „þingræðið“ í reynd hjá lýðræðis- postulunum miklu! Kommagrýlan var notuð til að gera utanríkisráðherra ein- ræðisherra í utanríkismálum. - Undir- lægjuhátturinn og lýðræðishræsnin læt- ur ekki að sér hæða! M -K En Jrjóðin reis upp og rifti „óuppsegj- anlega samningnum“, sem undirlægjurn- ar í ofstæki sínu höfðu gert til eilífðar! En svo kom að stóru bombunni. Alpýða íslands hafði gert atlwœða- byltinguna miklu gegn kauprdnsflokk- unum 1978 - og ákveðið var að mynda vinstri stjórn. Forseti fól formanni stærsta vinstri flokksins, formanni Alþýðubanda- lags sósíalista, hinum „vonda komma", Lúðvík Jósepssyni, að mynda ríkisstjórn. Ólafur Jóhannesson, - formaður Fram- 239
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.