Réttur


Réttur - 01.10.1978, Blaðsíða 55

Réttur - 01.10.1978, Blaðsíða 55
að taka ný lán til að borga auðvaldinu gróðann, vextina o. s .frv., og verða þann- ig enn háðari. Vér vitum hvernig „hrun“-stjórn ís- lensku burgeisastéttarinnar herti á slíkri pólitík - með gapandi skuldafenið fram- undan, - sjáandi „aronskuna“ sem eina „úrræðið" framundan, - sem sé gerast raunverulega nýlenda - og eilíf herstöð. Auðvaldið veit hvað það gerir, er það lánar þeim smáu. Nato eykur herútgjöldin Þrátt fyrir friðartal Carters forseta, knýr „hernaðar- og stóriðjuklíkan“ sí- fellt fram meiri fjárveitingar til hersins: stríðsóðum herforingjum til ánægju og hernaðarframleiðendunum - „stórkaup- mönnum dauðans“ til gróða. M. a. sam- þykkti öldungadeild Bandaríkjaþings í sumar þriggja milljarða dollara fjárveit- ingu til þróunar á nýjum kjarnorku- vopnum, þ. á m. hinnar mjög umdeildu „neutronen“-sprengju („nifteinda“-byss- urnar, sem skjóta smáum kjarnorku- sprengjum, sem drepa menn á kvalarfull- an hátt, en lilífa eignum). Vestur-Þýskaland með sína nasista-erfð er auðvitað lnifuðstoð bandaríska her- valdsins í Evrópu. Þar eru 220 þúsund Bandaríkjahermenn, útbúnir nýtískustu drápstækjum, hehningur alls liers Banda- ríkjanna erlendis, en 24 hei's þeirra í Evrópu. — Og einmitt jrar vex nasisma- hættan, Hitler-dýrkunin og auðhringa- valdið. Menn verða að muna að fyrir auðfélög Bandaríkjanna er hergagnaframleiðslan mesta og öruggasta gróðalindin. Þess- vegna knýr auðmannastéttin í sífellu fram aukningu hennar. Sovétríkin neyð- ast þá til að auka vígbúnað sinn, en þar í landi græðir enginn á hergagnafram- leiðslu. Hún er neyðarráðstöfun. Og al því framleiðslukerfi Bandaríkjanna (sem stórgræddu á síðasta stríði) er miklu meira en Sovétríkjanna (sem komu með sviðið land út úr síðasta stríði og misstu 20 milljónir manna) — þá kostar það Sovétríkin raunverulega helmingi meira en Bandaríkin þjóðhagslega séð að fram- leiða sama vopnamagn. Enda er það ein liöfuðröksemd „haukanna“ í Bandaríkj- unum fyrir auknum vígbúnaði að það tefji uppbyggingu sósíalismans í Sovét- ríkjunum að neyða þau rit í vígbúnaðar- kapplilaup, því það drægi úr því fjár- magni, er þau gætu notað til að bæta enn meir lífskjör fólksins. íran Blóðkeisarinn í íran mun að líkindum flúinn úr landi, er línur þessar birtast. Það stóðu á honum öl 1 spjót innanlands, svo hann hélst ekki lengur við. Borgara- leg ríkisstjórn er sest að völdum í svip- inn. Allsherjarverkföll, er fyrst og fremst stöðvuðu olíuframleiðslu landsins, sam- fara voldugum mótmælagöngum, steyptu einræðisstjórn hans af stóli. „Dramb er fyrir falli“: Þessi keisari eyddi hinum gífurlega olíuauði í ægileg vopnakaup á Vesturlöndum og Banda- ríkjunum og ætlaði að gera íran að drottinvaldi Vestur-Asíu, jahivel meira. En alþýða landsins naut einskis af auð- æfunum, hún var kúguð og hundelt af hinni illræmdu leynilögreglu lians, Sawak. Nú eru þessir kúgarar rétt að byrja að la makleg málagjöld. - En Carter kvað vera hryggur: Það kemst máske einhver snefill af mannréttindum á í Iran. 255
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.