Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.2006, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.2006, Side 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 14. janúar 2006 ! Líkt og flestir sem flytja til út- landa hef ég orðið fyrir menn- ingarsjokki hér í Amsterdam – það er víst sálfræðilegt fyr- irbæri og eðlilegur hlutur. Ég bý í borg þar sem af nógu menningarlegu er að taka til að hneyksla smáborgaralegan eyjarskeggja – fleiri reiðhjól en mann- eskjur, síki, bátar og brýr, vændiskonur í gluggum og heill haugur af alls kyns grasi og sveppum í boði fyrir áhuga- sama. En nóg hefur verið skrifað um það allt saman. Ég hef því ákveðið að láta skakka reið- hjólamenn og vindmyllur – og túlípanasafnið í götunni minni með orðið „blómlaukur“ letrað í gluggann á ís- lensku – allt saman vera og skrifa frek- ar um menningarlegt fyrirbæri af öðr- um toga sem minna hefur verið fjallað um en ég á langsamlega erfiðast með að venjast. Það eru hollensku „pallklósett- in“. Ég er viss um að slík klósett fyr- irfinnast annars staðar á hnettinum en fyrir mér er þetta algjör nýjung – í stað þess að hafa vatnið beint fyrir neðan sig er þar postulínspallur. Þar lendir allur úrgangur og bíður þess að vera sturtað niður í ræsið í gegnum vatnsholið fremst í klósettinu. Þetta hefur ýmsa kosti og galla í för með sér. Einn kostur er að óþarfa hávaði og óæskilegar vök- vaskvettur heyra sögunni til þegar fast efni skellur ekki beint ofan í vatnið lengur. Augljós galli á þessu kerfi eru hins vegar hreinlætismálin en það gefur auga leið að skíturinn safnast upp auð- veldar og erfiðara er fyrir karlmenn að kasta af sér vatni þegar það lendir beint á pallinum. Þeim er hentugast að fórna hluta karlmennsku sinnar og setjast heldur niður. Það áhugaverðasta við þessi klósett er hins vegar sú staðreynd að saurinn er upphafinn á þann hátt að það er erf- itt að leiða hann hjá sér þegar kemur að því að sturta. Hann blasir við á pallinum – fer reyndar eftir magni klósettpappírs – í allri sinni dýrð þar sem klósettið glennir sig framan í okkur og bíður þess að sjá hvort við séum ekki örugglega nógu forvitin til að virða hann aðeins fyrir okkur (og jafnvel reyna að ráða í heilsu okkar í gegnum hægðirnar eins og nítjándu aldar læknar gerðu). Burt- séð frá kostum og göllum má sjá þessa palla sem tákn fyrir hið amsterdamíska menningarsjokk í heild sinni – yf- irborðsmennskuna sem einkennir borg- ina – eða tilhneigingu hennar til að setja á stall það sem nær alls staðar er falið neðanjarðar. Vændi er ekki aðeins löglegt heldur auglýst í gluggum sem ferðamanna- prýði. Það sama gildir um „mjúk“ eit- urlyf sem gera vart við sig um allt, í auglýsingaformi, lyktarformi eða jafnvel föstu formi á réttu stöðunum. Rusli og húsgögnum er hent út á stétt og hirt þaðan en ekki keyrt burt á hauga eða falið í tunnum. Í miðbæ Amsterdam eru gömul hús með stórum gluggum og inn- fæddum stendur alveg á sama hvort horft sé inn – fæst híbýlin hafa glugga- tjöld og það getur verið menning- arhneykslandi að rölta síkin í rólegheit- um á síðkvöldum og standa sjálfan sig að því að stara beint inn á heimili (alveg óvart). Ég hef heyrt þá útskýringu að þetta séu menningarlegar leifar síðan í hernámi nasista í stríðinu – þegar fólk hafði opið inn til sín til að sýna valdhöf- unum að það hefði ekkert að fela. Enn þykist borgin ekki hafa neitt að fela og markaðssetur sig út frá því – þar er allt til sýnis. Margir ferðamenn heillast af kláminu og dópinu og sjálfur get ég ekki annað en dásamað upphafn- ingu saursins. Þótt hún hafi orkað hneykslanlega á mig í fyrstu er ég loks- ins farinn að venjast því að horfast blygðunarlaust í augu við eigin úrgang í hvert skipti sem ég stend upp. Það gera menn úti í náttúrunni. Upp- hafning saursins Eftir Gunnar Theodór Eggertsson gunnaregg@gmail.com M ikki lítur á ritstjórnarstarfið á DV sem hluta af sínum rithöfundarferli,“ sagði fé- lagi Mikaels Torfasonar móðgaður við mig vorið 2004 þegar ég gagnrýndi línurnar sem lagðar eru á blaðinu. Mér fannst þetta svolítið einkennilegt svar þar sem umræð- an hafði ekki snúist um skáldskap Mikaels Torfasonar heldur um starf hans sem ritstjóra fréttablaðs, en svo áttaði ég mig á því að félagi Mikaels taldi mig nálgast vandamálið á röngum forsendum. Blaðið væri meðvitaður tjáning- armiðill raunveruleikaskálds, það væri stigs- munur en ekki eðlis- munur á því að skrifa skáldsögu og ritstýra fréttablaði. Ég geri ráð fyrir að viðmælandi minn hafi dregið þessar ályktanir af lestri sínum á DV þá átján mánuði sem liðið höfðu frá því að Mikael Torfason og Illugi Jök- ulsson tóku við ritstjórn blaðsins. Yfirlýsingin þótti mér forvitnileg vegna þess að í henni sá ég staðfestingu á hugmyndum mínum um blaðið og ritstjórnarstefnuna sem þar hefur ríkt allt fram á þennan dag. Því þó að mikilvægt sé að greina í sundur skáldskap og fréttaflutning má halda því fram að svipaða veruleikasýn megi finna í sumum skáldverkum ritstjóranna tveggja sem sköpuðu blaðið og í frásögnunum sem þeir fluttu þjóðinni allri á síðum DV á degi hverjum. Í fyrstu skáldsögu Mikaels Torfasonar, Fölskum fugli (1997), er sögð saga hins sið- blinda Arnalds sem er 16 ára eiturlyfjasali og morðingi úr Grafarvogi. Á káputexta bók- arinnar segir um söguhetjuna: „Hann er mynd- arlegur, gáfaður og fer sinna ferða í leigubílum – auk þess er hann truflaður á geði. Falskur Fugl er nöpur og hrottaleg lýsing á heimi sem allir þekkja en fæstir þora að horfast í augu við. Stjórnlaust lendum við í árekstri við óskabarn þjóðarinnar – sem um leið er hennar versta martröð.“ Það er hrár kraftur í sögu Mikaels en þvert á það sem káputextinn lofar kássast hún lítið upp á íslenskan veruleika. Viðmið sögunnar eru sótt út í hinn stóra heim, í bókmenntagrein- ar sem fram að þessu hafa verið bundnar við veruleikafirringu erlendra stórborga. Í þeim skilningi er saga Mikaels falskur fugl – íslensk staðleysa – því það reykvíska borgarlíf sem hún lýsir á sér engar stoðir í raunveruleikanum. Ill- uga Jökulsson má finna við sama heygarðshorn í sögunni Barnið mitt barnið (1993). Í henni seg- ir frá föður sem heldur út á land í leit að morð- ingja ungs barns og upplifir hryllilega hluti á ferð sinni allt þar til hann nær fundum hins seka austur í Vík í Mýrdal. Matthías Viðar Sæ- mundsson sagði á sínum tíma í afar jákvæðum ritdómi um verkið: „Kunnuglegt umhverfi er fært í annarlegan og hrollvekjandi búning: und- irlendi Suðurlands verður að Balkanskaga, Afr- íku, Ríó de Janeiró – íbúar Hellu og Hvolsvallar heyja ægilega styrjöld sín á milli, hungursneyð ríkir við Markarfljót, börnum er lógað af lög- reglu í Vík. […] Sögumaðurinn leitar að skýr- ingum á því sem gerðist en kemst að raun um að það er sífellt og allstaðar að gerast, að sam- tíðin öll er eitruð, hungruð og brjáluð af mann- hatri, að morðinginn í Vík/Ríó er langtífrá stak- ur í sinni röð.“ Sem ritstjórar DV lögðu Illugi Jökulsson og Mikael Torfason grunn að þeirri ofbeldisvæð- ingu íslensks veruleika sem flestir lesendur blaðsins þekktu fyrst og fremst í skáldskap áð- ur og aðeins af skornum skammti fyrir daga Arnalds Indriðasonar rithöfundar. Í pistli sem ég skrifaði fyrir réttum tveimur árum varaði ég við tilraunum í þá átt að hryllingsvæða íslensk- an veruleika á síðum fjölmiðlanna og sagði: „Þó má vel vera að með tímanum verði þetta nýja frásagnarmynstur réttmæt og viðurkennd leið til að heimfæra reynslu okkar upp á veru- leikann. En þá hefur mannskilningur okkar og þjóðarvitund breyst í leiðinni.“ Þessi orð mín ber ekki að skilja sem svo að ofbeldi hafi ekki verið til á Íslandi fyrir daga DV, heldur fremur að veruleiki íslensks ofbeldis birtist okkur í brenglaðri mynd vegna frásagnarformsins sem tíðkast á síðum blaðsins og er ekki svo frá- brugðið skáldskapartilburðum ritstjóranna tveggja sem lýst var hér að framan. DV er konsept – blaðið er fyrir fram hannaður veru- leikapakki. Allir þeir atburðir sem blaðið grein- ir frá, raunverulegir sem tilbúnir, eru felldir að þeirri veruleikasýn sem blaðið vill miðla. Í með- förum DV fær ofbeldi því ákveðið svipmót og í umræðunni um sannleikskröfu Jónasar Krist- jánssonar ritstjóra (en hans sérstaka hlutverk var að siðvæða frásagnarstílinn) vill það gleym- ast að ekki er hægt að ræða sannleiksgildi frá- sagnar án þess að horft sé til þess hvernig hún er sögð. Því hef ég alltaf nálgast þetta blað á sama hátt og heimildargildi raunveruleikasjón- varps. Viðurnefni og uppnefni eru ráðandi einkenni á fyrirsögnum DV. Þær kallaði Egill Helgason nú á dögunum hallærislegan meinfýsistón þar sem hlakkað sé yfir óförum annarra „eins og líf- ið sé andstyggilegur sirkus“. Egill spyr: „til hvers þurfti til dæmis að segja að viðfangsefni forsíðunnar í dag væri „einhentur“?“. Egill vill kenna þessar fyrirsagnir við níhílisma en ég er ekki viss um að þær risti svo djúpt. Þær eru ein- faldlega hluti af framsetningarhættinum, stíl- brigði sem heyrir undir bókmenntagreinina sem blaðið er skrifað í. „Glæpur einhenta mannsins“ gæti verið heiti á viktoríanskri glæpasögu, leitin að einhenta manninum var líka helsta markmið flóttamannsins í kvikmynd- inni og sjónvarpsþáttaröðinni The Fugitive, en sá átti að hafa banað eiginkonu söguhetjunnar. Á fyrri hluta síðustu aldar kom út á vondri ís- lensku skáldsagan Eineygði óvætturinn í tveim- ur bindum og svona mætti lengi telja. Líkams- lýti og illska hafa alltaf haldist í hendur í lágkúrulegustu bókmenntagreinunum. Penn- arnir á DV eru auðvitað veraldarvanari. Hjá þeim eru fyrirsagnirnar kankvísar vísanir í hefðina. Pennarnir á DV flissa og sýna vald sitt á miðlinum um leið og þeir gefa til kynna að al- vara búi ekki að baki fyrirsögnunum. Annað hefur komið á daginn. Heimur sem allir þekkja Fjölmiðlar Eftir Guðna Elísson gudnieli@mbl.is ’DV er konsept – blaðið er fyrirfram hannaður veru-leikapakki.‘ I Eftir 11. september 2001 var talað umdauða íróníunnar. Í grein sem Úlfhildur Dagsdóttir skrifaði hér í Lesbók 1. desem- ber 2001 sagði hún frá hugmyndum Susan Sontag um þetta: „Eins og plott Sontag gefur til kynna felur hvarf íróníunnar í sér endurkomu hetjunnar, eða Hetjunnar með stórum staf, sem er ekki lengur sjálfshæðin – eins og hetjur kvik- mynda tíunda áratugarins – heldur svöl og sjálfsörugg; enda hefur hún ekki um neitt að efast. Og karlkyns, það virðist sem svo að hvarf íróníunnar boði einnig afturhvarf til hefðbundinna kynhlutverka, þar sem hetjur eru karlmannlegir her(ra)menn og konur eru dömur, í hættu en undir vernd- arvæng her(ra)manna. Stríð er þó eftir allt strákaleikur. Woody Allen er búinn, nú er runninn upp tími Johns Wayne.“ II Í grein Arnars Eggerts Thoroddsen íLesbók í dag er minnst á „nýju hrein- skilnina“ í popptónlist síðustu ára en það mun vera hugarfar sem beint er gegn kald- hæðni póstmódernismans. Arnar Eggert segir þó að þessi „nýja“ hreinskilni sitji beggja vegna borðsins, „menn gera hlutina af heilindum um leið og þeir sjá skondnu hliðina. Líkt og að „fíla“ Iron Maiden af öllu hjarta en gera sér þó grein fyrir því að það er í góðu lagi að brosa í kampinn yfir síðhærðum mönnum í sokkabuxum“. Á mannamáli myndi þetta sennilega kallast hreinskilni með hálfum huga. En eigi að síður, menn eru að reyna að taka sjálfa sig alvarlega enda kannski ekki annað hægt á þessum hættulegu tímum. III Og það þýðir að leikurinn er líkadauður, eða hvað? Í viðtali DV fyrr í vikunni við Eirík Guðmundsson, sem nýlega kom aftur til starfa í Víðsjá, var talað um hvernig leiknum hefði verið hætt og alvaran tekið við. Páll Baldvin Baldvinsson, sem nú er orðinn ritstjóri DV, spurði Eirík hvort hann væri ekki spenntur fyrir leiknum, og Eiríkur svaraði: „Leikinn? Nei ég hef feng- ið nóg af leikjum. Bókmenntir eru í mínum huga mikið alvörumál, ég trúi því að þær skipti máli, það að lesa er að grafa upp hauskúpur og velta þeim milli handanna, helst í óleyfi. Það er ekki þar með sagt að ég kunni ekki að meta skrif sem rjúfa kyrr- stöðu, blanda saman formum, bregða á leik með hefðina svo úr verður eitthvað annað en við höfum nýlega séð, handsprengja, tin- dátar, eða eitthvað yndislegt. En mann verður helst að verkja undan slíku eins og öðrum yndisleika.“ IV Ef þetta er allt saman rétt, að ír-ónían hafi vikið fyrir karlmannlegum hetjum og dömum án skopskyns, að í stað kaldhæðni og afhjúpandi fjarlægðar sé komin uppgerðarleg hreinskilni og alvar- leiki, að í stað leiksins séu komin alvörumál, tja, þá er ekkert eftir annað en að pakka saman og fara. Þau ykkar sem haldið að sannleikann sé að finna í tilgerðarlegum hetjusöngvum um hreinskilin hjörtu og önn- ur alvörumál getið verið áfram. Neðanmáls Stóra málverkafölsunarmálið. Þessi nafngift er nátt-úrulega bara heimskuleg og gott dæmi um minni-máttarkennd Íslendinga. Ég veit ekki hvað fór verr í fólk, að það hafi látið hafa sig að fíflum eða sú staðreynd að verkin hafi (líklega) verið fölsuð af Dönum. Annars nennti ég ekki að setja mig inn í málið á sínum tíma, enda með lít- inn áhuga á þessari snobbelítu sem verslar með málverk. En plottið í heimildarmyndinni á Rúv fannst mér eiginlega vera þetta: ungi, kappsami einfeldningurinn, íslenski sveitapilturinn sem stígur kannski ekki alveg í vitið en vill samt vera maður með mönnum (og passar sig ekki alltaf á því hvaða meðölum hann beitir) sigrar á endanum íslensku borgarastéttina sem vill koma honum fyrir kattarnef. Alla- vega kom Pétur Þór fyrir sem frekar geðugur maður, en kannski ekki alltof bræt (Jónas virkar öllu klikkaðri). Svo minnti hann svolítið á aðalpersónuna í F for Fake eftir Or- son Welles (mæli með henni), sem var málverkafalsari sem gat hermt listilega eftir Picasso og Magritte, en gat engan veginn málað neitt sjálfstætt. www.gvendarbrunnur.blogspot.com Stóra fölsunarmálið Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tímaleysi. Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.