Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.2006, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.2006, Qupperneq 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 14. janúar 2006 | 3 myndlistarmönnum, Daníel Björnssyni, Hugin Þór Arasyni og Unnari Erni Jónassyni Auð- arsyni hefur verið falið að sjá alfarið um hug- myndavinnu, sýningarstjórn og aðferðir. „Þeir velja verkin á sýninguna sem ætlunin er að standi fyrir nýjar raddir. Þótt sumir listamann- anna hafi sýnt í tilraunarýmum af ýmsu tagi, svo sem í Klink og Bank þá eru þeir þarna að fá sitt fyrsta safnverkefni, sem er mikils virði. Sýningin verður í öllum sölum Hafnarhússins nema í Errósafninu og gefur forsmekkinn að framtíðarhlutverki safnsins eins og ég sé það fyrir mér; sem vettvang fyrir samtímalist fyrst og fremst.“ Ólík starfsemi í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum Þetta er hluti þeirra breytinga í stefnumótun sem Hafþór sér fyrir sér á næstu mánuðum. „Ég er ekkert viss um að allir verði ánægðir með þær, en ég ætla að gera Hafnarhúsið að samtímalistasafni – safni sem sýnir nýjustu stefnur og strauma. Ég vil skilja starfsemi tveggja meginhúsa safnsins, Kjarvalsstaða og Hafnarhússins, svolítið að en fram að þessu hef- ur sýningarstefnan fyrir bæði húsin verið sú sama. Það hefur gengið mjög vel enda voru góð- ar ástæður fyrir slíkri stefnu á sínum tíma. Nú finnst mér þó vera kominn tími til að mynda meiri breidd, þannig að Hafnarhúsið sé tilbúið til að taka við sýningum sem eru áhættusamar og tilraunakenndar, þar sem ungir listamenn fá að spreyta sig og prófa nýja hluti. Auðvitað allt- af á faglegum forsendum, aðstaðan sem þeim verður boðin hér er sem sagt allt önnur heldur en tilraunarýmin í borginni hafa getað boðið þeim.“ Það er ljóst að með þessum hætti getur Listasafn Reykjavíkur valdið ákveðnum straumhvörfum í íslensku myndlistarlífi, sem þó hefur verið að fá á sig faglegri blæ með hverju ári að undanförnu. „Við ráðum yfir stórum hópi af fagfólki sem getur unnið með þessum listamönnum hér innanhúss, eða með öðrum sýningarstjórum sem koma utan frá,“ ítrekar Hafþór. „Kjarvalsstaðir verða þá hefð- bundinn sýningarstaður – ef svo má að orði komast – þar sem lögð verður áhersla á að sýna verk listamanna er hafa unnið með list sína í lengri tíma.“ Hann vill ekki ganga svo langt að tala um eldri list í þessu sambandi, „við þurfum að ein- beita okkur að samtímalist, list sem hefur verið að þróast frá því að Kjarvalsstaðir voru stofn- aðir. Því er ég aðallega að tala um núlifandi listamenn eða listamenn sem hafa nýlega fallið frá, en hafa verið að skapa góð listaverk á þessu tímabili. Það er mikið af verkum af þessu tagi sem þarf að sýna, eftir listamenn sem hafa verið að þróa sinn miðil. Mér finnst margir listamenn standa undir merkjum á þessum forsendum. Eitt af hlutverkum okkar,“ segir Hafþór, „er að sýna nýjustu stefnur og strauma. Við verð- um að gera það af heilum hug og Hafnarhúsið er afar vel til þess fallið, rétt eins og Kjarvals- staðir eru vel til þess fallnir að þjóna því hlut- verki sem þeir voru hannaðir fyrir. Byggingin er orðin klassísk, hún heyrir til þeim módern- isma er heppnaðist. En hún er ekki hönnuð fyr- ir innsetningar eða þau straumhvörf sem hafa orðið í listinni, heldur fyrir málverk og skúlp- túra. Í Hafnarhúsinu er hins vegar erfitt að sýna málverk með góðu móti, ekki síst vegna súlnanna sem eru hluti af strúktúr hússins.“ Hafþór bendir á að listamenn eru í auknum mæli farnir að taka sjálft sýningarrýmið inn í list sína eins og mörg dæmi eru um; „þessi stefnumótandi ákvörðum um ólíka starfsemi í húsunum er því að hluta til tekin vegna mis- munandi eiginleika bygginganna.“ Einkaframtakið þarf að koma að fjármögnun listarinnar Nú býr ekkert safn á Íslandi yfir jafnmiklu sýn- ingarrými og Listasafn Reykjavíkur. Listasafn Íslands býr til að mynd við mjög þröngan hús- næðiskost. Það er því ekki nema eðlilegt að velta því fyrir sér hvernig Hafþór ætli sér að hrinda þessum straumhvörfum í framkvæmd og halda dampi í metnaðarfullu sýningarstarfi í öllum þeim sölum er safnið hefur til umráða. „Ég sé ekki annað en hér á Íslandi sé til það mikill auður, að það ætti að vera hægt að sækja fé út í atvinnulífið,“ svarar hann. „Núna þegar sýningarnar sem hér eru framundan fara að verða skýrari þá mun ég leita út og virkilega reyna að fá fólk til liðs við mig. Allt frá því að ég byrjaði að vinna í listunum hef ég unnið við þann skilning að það þurfi að fjármagna listina með einkaframtaki líka. Borgin leggur fram ákveðna upphæð og vissulega er hægt að gera eitthvað fyrir hana. En viðhorf mitt er að síðan bætum við við þá upphæð og getum fyrir vikið gert miklu meira. Auðvitað er hægt að hugsa sem svo að maður geri bara eitthvað fyrir þá peninga sem manni eru réttir, en það er líka hægt að líta á þá peninga sem byrjunina á ein- hverju meira.“ Hafþór óttast ekki að hér skorti hefð fyrir stuðningi við listir og menningu. „Ég held að það sé hægt að fá töluverða peninga inn á þetta svið, þótt það sé kannski langt frá því að vera jafnmikið og ég á að venjast í Bandaríkjunum.“ Ein leið til þess að breyta stöðu safnsins gagnvart samfélaginu og reyna að mynda sterkari tengsl út í bæði atvinnulífið og þjóðfé- lagið sem heild, er stofnun safnráðs sem nú hef- ur nýlega verið skipað í. Í safnráðinu sitja, ásamt Hafþóri, þau Hrafnhildur Schram og Christian Schoen, sem bæði eru listfræðingar, og þeir Gunnar Dungal og Sigurður Gísli Pálmason, sem fulltrúar atvinnulífsins og áhugamenn um samtímalistir. Hafþór segir safnráðið „allt annað batterí en það sem var á Kjarvalsstöðum í gamla daga. Hugmyndin hefur frá upphafi verið sú að safn- ráðið væri forstöðumanninum innan handar við „að treysta tengsl Listasafns Reykjavíkur við aðrar menningarstofnanir og atvinnulífið á Ís- landi og erlendis“,“ eins og segir í skilgreiningu um hlutverk þess. Jafnframt er því falið „að veita safnstjóra og starfsfólki Listasafnsins stuðning við fjáröflun fyrir einstök verkefni eft- ir föngum“. „Hugmyndin er sem sagt ekki sú að búa til fjáröflunarnefnd heldur er ætlast til þess að þetta fólk sé mér til ráðuneytis,“ heldur hann áfram. „Ég þarf á því að halda því ég er nýr á þessum vettvangi hér og svo má heldur ekki gleyma því að það þarf að mynda ný tengsl svo það sé ekki alltaf verið að leita til sömu aðila bara af því þeir hafi verið góðir. Listasafnið hef- ur fram til þessa verið með öfluga stuðnings- aðila en nú á að róa á ný mið og til þess þarf aukið fjármagn og nýja samstarfsaðila.“ Tekjulindir safnsins, eða sértekjur þess, telur Hafþór að eigi einnig eftir að koma því til góða og nefnir þar kaffistofur og vísi að bókabúð. „Alla þessa starfsemi þarf að endurskoða og gera reksturinn arðbærari. Ég held að þarna séu mikil tækifæri hér sem hægt væri að nýta betur með góðri viðskiptaáætlun.“ En fjármálin snúast ekki einungis um rekst- ur salanna og starfið í húsinu heldur hefur Listasafn Reykjavíkur, rétt eins og Listasafn Íslands, ákveðnum skyldum að gegna við inn- kaup á íslenskri list. „Þetta eru núna um fimm- tán milljónir á ári, en ég held að það sé líka hægt að sækja meira fé út í samfélagið til inn- kaupa á listum fyrir safnið,“ segir Hafþór. „Hér eru bara tvær stofnanir sem stunda slík inn- kaup og ábyrgð okkar er feikilega mikil. Við þurfum að vera virkir kaupendur því það er okkar hlutverk að safna fyrir framtíðina.“ Spyrja þarf hvort enn eigi eftir að kaupa mikilvægustu verkin Hann segir standa til að endurskoða safneign- ina frá grunni. „Ég ætla að leggja dálitla vinnu í það að átta okkur á því hvað við eigum af nú- tímalist síðustu fjörutíu ára eða svo. Þá er ég að tala um verk utan sérsafnanna; Kjarvalssafns, Errósafns og Ásmundarsafns. Við þurfum að greina vel hvað við eigum og hvað var að gerast í listum á þessu tímabili og gera síðan upp við okkur hvort við eigum það mikilvægasta. Ef ekki þá ber okkur skylda til að fylla upp í skörð- in. Það hefur verið safnað markvisst í mörg ár, en á fyrri árum fékk safnið líka verk sem voru keypt fyrir borgina og lenda eiginlega bara í safninu. Það þarf alltaf að vera að spyrja hvort réttu verkin hafi verið keypt – eða kannski er betra að spyrja hvort enn eigi eftir að kaupa mikilvægustu verkin. Öll skráning í safninu er fullkomin, en ég vil gera úttekt á því hvort eitthvað vantar, hvort safninu hefur einhvers staðar yfirsést. Það er bara eðlilegt að slík vinna sé stöðugt í gangi. Nýjar spurningar eru stöðugt að koma upp; spyrja má hvort safnið hafi til að mynda að- allega keypt list eftir karlmenn. Þótt sýning- arstefna hafi verið ábyrg í fortíðinni þá þarf stöðugt að ræða þessa hluti. Við þurfum að vita hvar við stöndum; hvort við eigum – ef okkur dettur það í hug – nóg til að halda góða sýningu um list frá sjöunda áratugnum úr safneigninni, þannig að henni séu gerð virkilega góð skil.“ Forskot er orð sem Hafþór notar gjarnan þegar hann talar um starfsemi Listasafns Reykjavíkur. „Ég legg höfuðáherslu á að ná for- skoti á öllum sviðum. Við hér innanhúss verðum að vita hvað er að gerast í íslenskum listheimi, hvað er að gerast í vinnustofunum, en ekki bara bíða eftir opnunum til að sjá hvar landið liggur. Við viljum fara út og skoða og leita að verkum – vera á undan í því að merkja þróun. Hin leiðin; að bíða og sjá hvað kemur inn og fara af stað þegar sýningar standa yfir og velja það besta úr þeim, er auðvitað og gild. Ég vil þó frekar vera skrefinu á undan.“ Hafþór segir þetta eiga við um sýningar sömuleiðis. „Þótt það sé gott að fá upplýsingar frá listamönnum þá vil ég að við séum virk í því að skoða möguleikana og höfum þannig frum- kvæði að sýningum. Starfsfólk safnsins þarf að fá tækifæri til að kynna sér myndlistarumhverf- ið og koma með þá þekkingu sem það aflar sér hingað inn.“ Viðhorfin til umheimsins eru heilbrigðari Það er óneitanlega forvitnilegt að heyra hvað Hafþóri finnst um íslenskan myndlistarheim, sérkenni hans – eða kannski alþjóðlegan blæ – eftir að hafa dvalist jafnlengi erlendis og raun ber vitni. „Við fyrstu sýn virðist manni myndlistin vera einn alþjóðlegur pottur. Fólk hefur lært úti í heimi og kemur með hugmyndir þaðan hingað heim, auk þess sem flestir ferðast meira, skoða sýningar utan landsteinanna, lesa tímarit og svo framvegis, til að vita hvað er að gerast. Eitt af því sem ég hef áttað mig á er að íslenskir lista- menn eru hluti af umheiminum og gamli hugs- unarhátturinn um að Íslands sé bara eyland og ótengt umheiminum er ekki lengur til staðar. Auðvitað eru til leifar af eyjarskeggjahugs- unarhætti, ég verð að viðurkenna það. En mér finnst þjóðernishyggjan hafa minnkað og ég vona að það sé rétt tilfinning. Áður en ég fór má segja að mín kynslóð hafi verið mörkuð af kaldastríðshugsunarhættinum. Og kynslóðin þar á undan var mótuð af sjálf- stæðisbaráttunni. Sú síðarnefnda hafði ákaflega þrönga heimssýn og dálítið afskræmda – kald- astríðskynslóðin sömuleiðis, bara með öðrum hætti. Þær kynslóðir sem hafa komið síðan hugsa á miklu heilbrigðari hátt um heiminn og afstöðu Íslands til hans heldur en við gerðum. Hún sér heiminn eins og einn völl. Fólk á Íslandi talar mikið um útrás núna, en kannski er þetta engin útrás heldur bara það að heimurinn er opnari. Það má alveg líta á Evr- ópu sem heild, eins og Bandaríkin; það er til dæmis engin útrás þegar einhver í Boston sinn- ir viðskiptum í Kalilforníu – það er bara eðlilegt. Það sama á við um Evrópu, landamærin eru orðin mun minna áberandi.“ Hafþór segist þrátt fyrir þetta merkja sér- kenni á íslenskum myndlistarheimi. „Ekki síst í hugmyndavinnu. Listamenn vinna í því hug- myndafræðilega umhverfi sem er til staðar með sínum eigin hætti. Þegar konseptlistin var í gangi hér voru áherslurnar aðrar en annars staðar, gekk eiginlega meira út frá skáld- skapnum heldur en beinu hugtaki. Það sama má segja um íslenskar útfærslur á minimalisma. Ís- lenskir listamenn hafa sínar eigin áherslur.“ Samt sem áður vill Hafþór ekki ræða um ís- lenska fagurfræði sem slíka. „Ég hika við að setja fagurfræði í svo þjóðernislegt samhengi. Mér finnst betra að horfa til þess hvað íslenskir listamenn eru að gera spennandi annars vegar og svo hvað erlendir listamenn eru að gera spennandi hins vegar.“ Hann segir þennan samanburð munu eiga sér stað strax á þessu ári í Listasafni Reykja- víkur því tveir af fremstu sýningarstjórum heims, þeir Daniel Birnbaum og Hans Ulrich Obrist, munu setja upp sýningu í safninu í haust, er byggist á bandarískri samtímalist – nýjum straumum í byrjun nýrrar aldar. „Það verður verulega forvitnilegt að bera hana sam- an við það sem ungu sýningarstjórarnir okkar munu setja saman í sumar og skoða þá „sam- ræðu“ sem verður til úr því. Ég álít þessar sýn- ingar gefa tóninn varðandi starfið hér í húsinu í nánustu framtíð.“ Morgunblaðið/Þorkell Hafnarhúsið Hafþór Yngvason telur Hafnarhúsið eiga að vera „tilbúið til að taka við sýningum sem eru áhættusamar og tilraunakenndar, þar sem ungir listamenn fá að prófa nýja hluti.“ Á Kjarvalsstöðum verður lögð „áhersla á að sýna verk listamanna er hafa unnið með list sína í lengri tíma“. Vill vera skrefinu á undan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.