Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.2006, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.2006, Side 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 14. janúar 2006 O g þá er komið að menningar- fréttum: rithöfundurinn Guð- rún Eva Mínervudóttir hefur fært sig milli bókafor- laga … bókaútgáfan Græna húsið hefur sent frá sér skáldsöguna Feigðarflan …“ Sjáið þið fyrir ykkur menningarfréttaþul ríkissjónvarps- ins? Sem fengi sitt slott í fréttatímanum, á undan eða eftir íþróttafréttum? Alltaf annað slagið stingur upp kollinum umræða um menningu sem fréttir. Af hverju, hafa margir spurt sig í áraraðir, er hluti fréttatíma í sjónvarpi og útvarpi ekki lagð- ur undir fréttir af menningu rétt eins og íþróttir fá sitt eig- ið slott? Kastljósið nýja hefur endurvakið þessa umræðu en þar er hlutur menningar- efnis sláandi lítill, og það þó eini menning- arþáttur ríkissjónvarpsins hafi verið felldur inní ljósið. Þetta eru spurningar sem eðli- lega brenna á sjálfskipuðum menningarvita eins og sjálfri mér, sem hef helgað meiri- hluta ævi minnar menningu og umfjöllun um hana – þó ekki sé neinn starfslokasamn- ingur í augsýn – og þar af legg ég ríflega tvo mánuði hvers árs undir lestur og skrift- ir um bækur, nánar tiltekið jólabækurnar margfrægu. Fyrir mér eru næstum dagleg tíðindi á ferð þessa tvo mánuði, áhugaverð ljóðabók, nýr og spennandi erlendur höf- undur, falleg skáldsaga, önnur sem er von- brigði, glæsileg sveifla hjá nýliða; fullt af fýsilegum reyfurum. Og það eru reyfarar sem hér eru til umræðu. Því fyrir þessi jól voru þeir fréttir og í fréttum, spennusagna- sprengja, glæpasagnaflóð; íslenska glæpa- sagan búin að sanna sig. Sem bókmennta- fræðingur gleðst ég yfir öllum fréttum af bókum sem ekki hefjast á dómsdagsorð- unum: „Bóklestur dregst enn saman …“ og sem bókaverja get ég ekki annað en verið ánægð með þessa athygli sem glæpasagan fékk, því ég veit af reynslu að slík athygli dregur að sér nýja lesendur og að þeir les- endur koma síðan flestir til með að halda sínum lestri áfram, yfirleitt á breiddina. Afrituð nægjusemi Þó menningarfréttir séu ekki enn fluttar í fréttatímum RÚV er ávallt nokkur umfjöll- un um menningu í dagblöðunum, auk þess sem Rás 1 sinnir menningarefni af alúð. Og þó ég hafi vissulega tekið eftir því að fjöldi krimma taldist fréttnæmur, þá finnst mér ekki hægt að segja að krimmaárið hafi fengið einhverja brjálæðislega athygli menningarfréttaritara, staðreyndin er ein- faldlega sú að hvert ár er einhver merki- miði settur á jólabókaflóðið, en þó rithöf- undar, gagnrýnendur sem og bóka- útgefendur séu orðnir dauðleiðir á fyrir- bærinu „jólabókaflóð“ virðist ekki hægt að skola þessum óvætti á brott og því halda gallarnir sem fylgja „vertíð“ af þessu tagi áfram að gera vart við sig. Og einn af þeim er semsagt tilhneygingin til að eyrnamerkja tiltekin ár (kannski gamall landbúnaðar- arfur?) hinum og þessum höfundum, bókum eða bókmenntagreinum. Sjálf er ég dauðsek um þetta í árlegum yfirlitsgreinum sem ég skrifa fyrir tímarit norrænu ráðherranefnd- arinnar Nordisk Tidskrift, enda óþægilega auðvelt að búa til flokka og leggja línur þegar svo mikið magn bóka er lesið í einum rykk. Það einfaldlega fer ekki hjá því, sér- staklega í hinu smáa íslenska samfélagi, að kona sjái mynstur myndast og því verður freistandi að leggja áherslur á það sem er sameiginlegt frekar en það sem skilur að. Eitt árið var ár ungliðanna, annað var ár skáldsögunnar, já, það eru jafnvel til ár þar sem ljóðið hefur verið sérlega sterkt – þó það veki kannski ekki eins mikla athygli. Og árið 2005 var sumsé ár krimmans, en í þessu flóði telst mér til að einir tíu ís- lenskir reyfarar hafi litið dagsins ljós – tal- an er dálítið mismunandi eftir því hver tel- ur og hvernig. Nú vill svo til að þessi tala er fréttnæm, það er vissulega fréttnæmt að heill tugur frumsaminna reyfara á íslensku hafi komið út, sérstaklega í ljósi þess að það er ekki liðinn áratugur síðan íslenska glæpasagan kom undir sig fótunum með fyrstu skáldsögum Arnaldar Indriðasonar og Stellu Blómkvist (1997). Og já, þetta árið birtust bæði nýliðar og eldri kappar, sumir sneru meira að segja aftur eftir hlé. Ekki man ég eftir neinum sérstökum mótmælum þegar árið 2002 var kennt við nýliða, en það stóð ekki á viðbrögðunum við ári krimmans. Fyrst í almennu tali með til- heyrandi samsæriskenningum um að nú vildu allir Arnald kveðið hafa og að óprúttnir væru að koma sér á framfæri með því að stökkva um borð í glæpalestina, síð- an birtust greinar í Morgunblaðinu eftir þrjá menningarvita, Friðrik Rafnsson (3.12.2005), Þröst Helgason (Lesbók 24.12.2005) og Sigurð Gylfa Magnússon (Lesbók 31.12.2005) (en sá síðastnefndi vís- ar stuttlega til „glæpabókaæðis“ í grein sinni). Friðrik var sýnu neikvæðastur þess- ara, og var grein Þrastar að nokkru leyti svar við henni, enda voru þar höfð stór orð um reyfarabókmenntir og afþreyingu og hlut þessara fyrirbæra í fjölmiðlum og sam- félagi. Enda þótt Þröstur hafi brugðist við ýmsu í grein Friðriks, standa þar nokkur atriði eftir sem ég álít fulla ástæðu til að taka til frekari umfjöllunar. Friðrik nefnir grein sína „Af bókmenntalegri nægjusemi“ sem strax gefur tóninn fyrir álit hans á íslensk- um reyfurum og neytendum þeirra. Hann fullyrðir að öll umræða um jólabókaflóðið snúist um spennubækurnar (sem, eins og Þröstur bendir á, er einfaldlega rangt) og bætir því við að upphefð glæpasagna virðist höfð til merkis um að nú séu Íslendingar orðnir „þjóð meðal þjóða, það sé gríðarlegt menningarlegt framfaraskref að hér sé far- ið að skrifa sæmilega læsilega krimma“. Það er ljóst að Friðrik er ekki á þeirri skoðun að hér sé um framfaraskref að ræða en ég get ómögulega verið sammála honum; ég álít einmitt að það hafi verið mikill at- burður í íslenskri menningu og íslensku bókmenntalífi þegar íslenskir reyfarar fóru að öðlast aukna viðurkenningu (svo ekki sé talað um viðurkenninguna erlendis, en það er efni í aðra grein sem hefur þegar verið skrifuð, líka í Morgunblaðið, 22.12.2005, um krimmann í fararbroddi útrásar!). Skoðun mín byggist á þeirri bjargföstu trú að af- þreyingarmenning sé órjúfanlegur þáttur allrar menningar, hún ekki aðeins auðgar menningu heldur gefur neytendum menn- ingar tækifæri til aukinnar fjölbreytni í neyslu sinni, auk þess, og þetta ætti Frið- riki að líka, að hún skerpir oft og tíðum bragð hinnar fagurfræðilegu framleiðslu. Afþreyingarmenning tryggir semsagt ekki aðeins, með öðrum orðum, fjölbreytni í menningarframleiðslu, heldur tryggir hún einnig að neytendur menningar beri skyn- bragð á þá kryddflóru sem menningarlands- lagið býður uppá. Þannig opnaði íslenska glæpasagan fyrir aukna meðvitund um að bækur eru ekki allar eins, það er, hátimbr- aðar fagurbókmenntir, heldur eru til alls- konar bækur, til dæmis meginstraums met- sölubækur (Ólafur Jóhann Ólafsson) og reyfarar (Birgitta H. Halldórsdóttir, Snjó- laug Bragadóttir sem var endurútgefin á þessu ári). Þetta hefur síðan augðað bók- menntaflóruna, því nú eru farnar að birtast ýmiskonar „bókmenntagreinabækur“ (til dæmis hrollvekjur og „sensationalískar“ sögur) sem ekki falla auðveldlega að hefð- bundnum kanónískum skilgreiningum fag- urmenningar. Enn má nefna mikilvægi þess að rækta innlenda afþreyingarmenningu í stað þess að flytja hana stöðugt inn (þó vissulega sé slíkur innflutningur ekki endi- lega alltaf slæmur), með því styrkjum við innlenda framleiðslu og fáum í hendur efni sem kemur okkur beinlínis við, fjallar um og er sprottið uppúr okkar menningarsögu og samfélagi. Dæmi um vel heppnaðar ís- lenskar afþreyingarafurðir eru ólík fyr- irbæri eins og Spaugstofan og Njálumynda- sögur þeirra Emblu Ýrr Bárudóttur og Ingólfs Arnar Björgvinssonar. Auk þess olli uppgangur íslensku glæpasögunnar því að ýmsir góðir lesendur gátu komið út úr skápnum, ef svo má segja, sem unnendur afþreyingarbókmennta, og þurftu ekki leng- ur að búa við fordóma gagnvart áhuga- málum sínum. Og þau, eins og Halldór Guð- mundsson bendir á í grein sinni „Raufarasögur“ (Fréttablaðið 4.12.2005) eru ekki aðeins spurning um ánægju heldur nauðsynlega hvíld frá amstri dagsins, því spennusögur eru (í félagi við hrollvekjur sem ekki allir bera gæfu til að hafa smekk fyrir) besta stress-terapían sem hugsast getur, eða eins og Halldór segir: „vel til þess fallnar að þreytt vinnandi fólk geti hvílt heilann nokkur augnablik undir svefn- inn“. Að nema lönd Það sem Friðriki er greinilega hvað verst við er formúlan, „afritunin“ og „útvötn- unin“. Hann ber glæpasagnabylgjuna sam- an við innkeyptar formúlur sjónvarpsþátta á við Idol og Bachelor og fullyrðir að af- þreyingarbækur hafi „sáralítið bókmennta- gildi, þær nema engin ný lönd á sviði skáld- sögunnar og eru sennilega dæmdar til gleymsku skömmu upp úr áramótum“. Þú ættir að koma við á bókasafninu Friðrik segi ég bara, því þar gleymast sko glæpa- sögurnar ekki dyggum lesendum sem hafa í áraraðir beðið eftir því að hitta einn daginn í hillu; Mýrina, Engin spor, Morðið í Hæstarétti … En hér er á tvennt annað að líta; annars vegar spurninguna um formúlu og hinsvegar spurninguna um bókmennta- legt gildi. Byrjum á þessu með formúluna, svona til að halda stígandinni í frásagnarformúlu greinar Friðriks (sem er sjálf hluti af form- úlu bókaársins, en viðbragð af þessu tagi var algerlega óhjákvæmileg uppákoma í sögunni af jólabókaflóðinu og krimmaárinu). Fordæming á formúlum er kunnugleg, þó ekki hafi hún tilheyrt bókmenntaumræðu frá aldaöðli: lengi vel þóttu formúlur nebbla nauðsynlegar góðum bókmenntum. En svo reis upp „frumleikinn“ og formúlur urðu „out“. Jájájá gamlar fréttir og sömuleiðis þær að leikrit Shakespeares hafi verið Menningarvitinn logar Það er ekki of mikil umfjöllun um reyfara í ís- lenskum fjölmiðlum, það er hins vegar full- auðvelt að setja þá undir sama hatt og for- dæma. Hér er brugðist við krimmaumræðunni í vetur, umræðunni um umræðuna og flóðinu sem margir virðast vera komnir með nóg af þótt vertíðarstemningin orki vel á suma. Eftir Úlfhildi Dagsdóttur varulfur@ centrum.is Morgunblaðið/Kristinn Kennimark flóðsins „Eitt árið var ár ungliðanna, annað var ár skáldsögunnar, já, það eru jafnvel til ár þar sem ljóðið hefur verið sérlega sterkt – þó það veki kannski ekki eins mikla athygli. Og árið 2005 var sumsé ár krimmans …“ Af formúlum, reyfurum og bókmenntagreinum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.