Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.2006, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.2006, Síða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 14. janúar 2006 | 11 B andaríski rithöfundurinn Dave Eggers hefur hingað til vakið at- hygli fyrir tvo hluti, bókmennta- tímaritið McSweeney’s, sem hann stofnaði árið 1998, og fyrstu skáldsöguna sína en nafn hennar var í raun nóg til þess að kveikja áhuga margra, A Heartbreaking Work of Staggering Genius (2000). Eggers hefur nú sent frá sér fyrsta smá- sagnasafnið sitt sem heitir öllu hógværara nafni, How We Are Hungry, en það kom út á síðasta ári. Sú bók þykir sýna frá- bær tök Eggers á smá- sagnaforminu en tímarit hans er einmitt helgað því og þykir hafa hleypt nýju lífi í bandaríska smá- sagnagerð. Þetta tímarit er reyndar kapítuli út af fyrir sig og tengist Íslandi en það er prentað í Odda. Greiða með bókmenntatímariti Það er talsvert afrek að búa til bókmennta- tímarit sem sker sig úr í Bandaríkjunum því að sennilega eru hvergi gefin út fleiri rit af því tagi í heiminum. Að mati Eggers sjálfs eru sennilega meira en hundrað vönduð bókmenntatímarit þar í landi og yfir þúsund ef öll eru talin með. Í öll- um ríkjunum fimmtíu er að minnsta kosti eitt slíkt rit en að auki er fjöldi minni rita gefin út sem hlúa sérstaklega að bókmenntalegum afkim- um af ýmsu tagi. Háskólarnir gefa líka margir hverjir út góð tímarit sem hafa bókmenntir að viðfangsefni. Í fyrsta tölublaðinu birti McSweeney’s aðeins verk sem hafði verið hafnað af öðrum tímaritum sem segir kannski sitt um það hversu erfitt var að finna sérstöðu á svo að segja fullmettuðum markaðnum. En þessari stefnu var breytt þegar í öðru tölublaði þar sem flestar sögurnar höfðu verið skrifaðar með birtingu í McSweeney’s í huga. Stefnan var eftir sem áður að birta til- raunakenndan skáldskap sem ekki ætti upp á pallborðið hjá íhaldssamari tímaritum. En það var í sjálfu sér ekki næg sérstaða. Eggers og samstarfsmenn hans tóku því að föndra við útlit tímaritsins og þá ekki bara umbrotið heldur einnig umbúðirnar. Markmiðið varð að hvert tímarit myndi slá því síðasta við í útliti. Og þetta hefur sannarlega staðist. Fjórða tölublað var kassi með bæklingum, fimmta var harðspjalda bók með fjórum mismunandi forsíðum og þrem- ur brotnum innleggjum í lit, sjötta fylgdi geisla- diskur sem innihélt lög við hverja sögu í ritinu eftir hljómsveitina They Might Be Giants og svo framvegis. Á síðunni má sjá mynd af sextánda tölublaðinu, sem kom út á síðasta ári, en það er eins konar opnanleg askja sem inniheldur safn smásagna eftir ýmsa höfunda, ritling með stutt- um textum eftir Ann Beattie og spilastokk með þrettán hjörtum sem á hefur verið skrifuð smá- sagan Heart Suit eða Röð af hjörtum eftir Ro- bert Coover en öll spilin nema það fyrsta og síð- asta má stokka upp að vild áður en sagan er lesin. Og auðvitað fylgir greiða með! Ýmsar tilraunir hafa þannig verið gerðar með framsetningu efnis í McSweeney’s og það hefur kveikt áhuga, bæði lesenda og höfunda. Sumir af athyglisverðustu höfundum Bandaríkjanna hafa birt efni í ritinu svo sem Rick Moody, Joyce Carol Oates, Jonatahn Lethem, Michael Chabon og David Foster Wallace, höfundur hinnar mögnuðu skáldsögu Infinite Jest, sem Eggers sækir augljóslega talsvert til sjálfur í skáldskap sínum. Fyndin og ferlega sorgleg Skáldsaga Eggers, A Heartbreaking Work of Staggering Genius, er líka full af alls konar til- raunum á hinu hefðbundna bókarformi, snúið er út úr höfundarréttarklausunni á bókfræðisíðunni með því að draga úr áhrifamætti stórra fyr- irtækjasamsteypa á borð við Bertelsmann sem á Random House, sem gefur út bókina, og svo marga aðra hluti að það sé ekki nokkurt vit í að reyna að telja það upp. Á sömu síðu birtast upp- lýsingar um hæð og þyngd höfundarins, augnlit, hárlit og stöðu hans á kynhneigðarskala frá ein- um upp í tíu. Á síðunni er einnig athugasemd um að sagan byggist á raunverulegum atburðum og sé ekki skáldskapur nema í þeim tilfellum þar sem höfundur mundi ekki nákvæmlega hvað fólk hafði sagt eða hvernig hlutirnir voru nákvæm- lega enda hafi höfundurinn á ritunartíma ekki haft neitt ímyndunarafl til þess að skálda upp nokkurn skapaðan hlut og hafði raunar úr krass- andi ævisögu sinni að moða en Eggers missti báða foreldra sína með 32 daga millibili þegar hann var 21 árs og stóð uppi með átta ára bróð- ur sinn sem hann þurfti að ala upp einn síns liðs. Áður en sagan hefst setur höfundurinn síðan fram reglur og tillögur um það hvernig lesand- inn getur best notið bókarinnar. Þar kemur með- al annars fram að það sé engin sérstök þörf á því að lesa innganginn eða efnisyfirlitið, sem er eins konar útlegging á sögunni, og heldur ekki þakkirnar, sem er langur lestur, og raunar geti lesandinn að skaðlausu sleppt miðhluta bók- arinnar sem fjalli um fólk á þrítugsaldri sem sé ekki mjög áhugavert umfjöllunarefni. Auðvitað tekur lesandinn ekki nokkurt mark á höfund- inum og les bókina spjaldanna á milli og sér ekki eftir neinu þegar upp er staðið, bókin er bæði fyndin og ferlega sorgleg, full af stingandi menn- ingarrýni og hæðnisglósum um bandarískan út- hverfalýð. Eyðan í lífinu Lítið eimir eftir af þessari formlegu leikfimi og útúrsnúningum af ýmsu tagi í smásagnasafninu sem Eggers hefur nú sent frá sér, hann stenst samt ekki freistinguna þegar líður á bókina og birtir sögu sem er bara titillinn, There Are Some Things He Should Keep To Himself, og svo fimm blankar síður. Þessi eyða í bókinni kallast þó líka á við meg- inefni sagnanna sem er eyðan í lífi einstaklings- ins. Flestar söguhetjur Eggers eru á barmi taugaáfalls eða við það að skilja eða í örvænting- arfullri leit að fullnægju eða merkingu eins og konan sem klífur Kilimanjaro-fjall í sögunni Up the Mountain Coming Down Slowly án þess að hafa hugmynd um tilganginn, nema ef hann skyldi vera sá að sannfæra systur sína um að hún geti farið alla leið upp á toppinn. En eftir ferðina upp, sem kostar hóp af innfæddum að- stoðarmönnum lífið, situr hún uppi með gríð- arlega tómlega sál . Eða í örsögunni She Waits, Seething, Blooming sem segir frá móður sem bíður eftir syni sínum um miðja nótt og sér í hill- ingum hvernig hún muni fá útrás fyrir gremju sína með því að berja hann í hausinn með golf- kylfu. Eða í annarri örstuttri sögu í byrjun bók- ar þar sem segir frá manni sem er allt í einu haldinn viðvarandi kvíða og angist og finnst eins og hann þurfi alltaf að vera að gera eitthvað, svara í símann, laga til í garðinum, lesa bók, en sér svo einn daginn mynd af dauðum hermanni í blaði, hermanni í fjarlægu landi, það er ekkert blóð og enginn annar er sjáanlegur á myndinni sem verður á undarlegan hátt bæði fjar- stæðukennd en líka svo ágeng í huga mannsins sem situr inni í hlýju og þægilegu heimili sínu að drekka appelsínudjús: „Honum leið eins og hann hefði verið kýldur, rændur, misnotaður.“ Hann áttar sig ekki á því hvers vegna myndin gengur svona nærri honum en það er eins og hún holi hann að innan. Fjölmörg verkefni liggja fyrir þennan dag en hann vinnur ekkert þeirra. Hungrið í þessum sögum Eggers er eyða sem þarf að fylla upp í með einhverjum hætti, stund- um örvæntingarfullum úrræðum, stundum brjál- æðislegri vinnusemi, stundum skilningi en ekk- ert af þessu gengur eftir, hungrið er viðvarandi ástand, tilvistarlegt lögmál. Úrval Eggers gaf út aðra skáldsögu sína árið 2002, You Shall Know Our Velocity, sem hlaut ágæta dóma. Árið 2004 ritstýrði hann úrvali smásagna úr McSweeney’s, The Best of McSweeney’s og á síðasta ári kom út annað slíkt úrval, The Better of McSweeney’s. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér það áhugaverðasta sem er að gerast í bandarískri smásagnagerð ættu að kíkja á þessi rit auk þess sem óhætt er að mæla með How We Are Hungry. Nítjánda tölublað McSweeney’s er síðan væntanlegt. Hungrið er viðvarandi ástand Bandaríski rithöfundurinn Dave Eggers hefur sent frá sér nýtt smásagnasafn, How We Are Hungry, en hann er ritstjóri eins af athyglisverð- ustu bókmenntatímarita vestan hafs McSween- ey’s sem sagt er hafa hleypt nýju lífi í þarlenda smásagnagerð. Nýja safnið fjallar um eyðuna í lífinu, hungrið sem verður aldrei seðjað. Morgunblaðið/Golli McSweeney’s 16. tbl. Spilastokkur, greiða og allt það sem þarf að vera í bókmenntatímariti. Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Þær eru áhugaverðar siðfræðileguvangavelturnar sem fimmta skáldsaga Andreu Goldsmith, The Prosperous Thief, veltir upp og líkt og nafnið gefur til kynna þá er morð og hagnaður af því viðfangsefnið. The Prosperous Thief segir frá Þjóðverjanum Heinrik Heck sem rekst á förnum vegi á gyðinginn Martin Lewin sem nýlega er sloppinn úr út- rýmingarbúðum. Heck myrðir Lewin og stelur persónuskilríkjum hans þar sem hann trúir því að hann muni lifa betra lífi í Þýskalandi eftirstríðsáranna sem gyðingur. Heck lifir svo lífi sínu næstu 50 árin sem Lewin, eða þar til dóttir þess síðarnefnda fer að grennslast fyrir um afdrif föður síns.    Apar eru færir um að sýna samúðekki síður en mannfólkið segir í inngangsorðum umfjöllunar gagn- rýnanda Guardian um bók Frans de Waal, Our Inner Ape: The Best and Worst of Human Nature. De Waal hefur í fjölda ára rannsakað samfélög apa og í bók sinni lítur hann á hegð- unarmynstur manna út frá þekkingu sinni á öpum og minnir lesendur á að skyldleiki okkar við apana kann að vera meiri og á fleiri sviðum en flest okkar gera sér grein fyrir. En bókin er að mati Guardian einkar heillandi lesning.    Norski rithöfundurinn KjellGundersen vakti athygli sam- landa sinna með trílógíunni um „eld- spýtnafólkið“. Hann var að vinna við bók sem hann nefndi gamansama spennusögu þegar hann lést. Bókin er nú komin á markað í Noregi undir heitinu Tretten dager í Riccione, og var það sonur Kjell Gundersen, Jørg- en Bo Gundersen , sem lauk sögunni sem faðir hans var langt kominn með. Bókin fær ágætis dóma hjá Aften- posten sem segir hana óvenjulega spennusögu því þó að þar sé að finna þá hefðbundnu þætti s.s. morð og eit- urlyf sem svo gjarnan einkenni slíkar sögur sé endirinn gjörólíkur því sem lesendur spennusagna eigi að venj- ast.    Gamall maður reynir að bjargastúlku úr háska en deyr við til- raunina. Á þessum söguþræði hefst nýjasta skáldsaga Mitch Albom The Five People You Meet in Heaven. Gamli maðurinn kemst síðan að því þegar til himna er komið að allt er útskýrt fyrir hon- um í tilverunni fyrir handan, Albom fléttar í bók sinni saman þremur sögum – öll- um af gamla manninum á mismun- andi tilverustigum.    Frábær krimmi og einkar sænsk-ur, en því miður eftir rithöfund sem er látinn og skrifar því ekki fleiri verk, er dómur gagnrýnanda danska blaðsins Information um danska þýð- ingu á bók sænska höfundarins Stieg Larsson. Bókin nefnist á dönsku Mænd der hader kvinder, eða á frummálinu Män som hatar kvinnor og segir hér líkt og í fleiri bókum Larsson frá parinu Mikael Blom- kvist, ritstjóra á miðjum aldri, og Lis- beth Salander, ungum tölvusnillingi með asperger-heilkenni.    Eþíópía er sögusvið nýjustu bókarPhilips Marsden, The Chains of Heaven: An Ethiopian Romance. En Marsden hefur áður lýst því yfir að heimsókn hans til Eþíópíu fyrir 20 ár- um hafi haft afgerandi áhrif á þá stefnu sem líf hans síðar tók. Saga landsins til forna er mjög áberandi í skrifum Marsdens og er það, að mati gagnrýnanda Guardian, nokkuð á kostnað samtímamyndarinnar sem dregin er upp. Erlendar bækur Andrea Goldsmith Mitch Albom Jólabókaflóðið virðist sjaldan hafa fariðjafnmikið í taugarnar á fólki og nú, ekkibækurnar sem slíkar heldur flóðið sjálft,þessi holskefla sem kemur yfir okkur á hverju hausti og ryður öllu frá sér, brýtur og skemmir jafnvel það sem síst skyldi, umræðuna sem það nærist á. Jón Kalman Stefánsson lýsti því yfir í síðustu Lesbók að við værum að ganga frá íslenskri bókmenntaumræðu dauðri og jólabókaflóðinu væri fyrst og fremst um að kenna. Úlfhildur Dags- dóttir bendir á í grein í Lesbók í dag að kastljós menningarumfjöllunar geti ekki lýst upp allt sem flóðið ber með sér, til þess sé tíminn of naumur. Sigurður Gylfi Magn- ússon og Viðar Hreinsson (Lesbók 31.12 og 7.1) hafa líka fjallað um áhrif bókavertíðarinnar á stöðu fræðirita sem fái of litla athygli vegna þess hversu plássfrek annars konar rit séu í flóðinu. Þetta er ekkert nýtt. Kvartanir yfir jóla- bókaflóðinu hafa verið svo að segja árviss við- burður um langa hríð enda augljóst að útkoma fjögur eða fimm hundruð bóka á tveimur til þremur mánuðum í lok hvers árs setur að minnsta kosti þá sem fjalla eiga um þessar bæk- ur í talsverðan vanda. Þetta er vertíð sem hefur bæði kosti og galla. Það getur vissulega verið gaman að upplifa vertíðarstemningu en það er augljóst að í slíku ati eru hlutirnir oft ekki unnir jafnvel og þyrfti og sumt kemst aldrei í verk. Yfir þessu kvarta allir, ekki bara höfundar og útgefendur, sem eiga reyndar stærstu sökina á ástandinu, heldur einnig þeir sem fjalla um bæk- ur í fjölmiðlum og lesendur. Þetta getur því varla verið gott fyrirkomulag. Enn einu sinni skal því biðlað til útgefenda um að bæta hér úr. Þeir hafa spilin í sínum höndum. Þeir einir geta tekið ákvörðun um að dreifa útgáfu bóka sinna meira en nú er gert. Þegar hafa útgefendur reyndar tekið að gefa út talsvert af bókum að vori og það er reyndar far- ið að tala um vorbókaflóð. Það hefur gefist vel. En auðvitað væri æskilegast að bækur kæmu út jafnt og þétt allt árið. Rök útgefenda gegn þessu fyrirkomulagi eru þau að jólabókamarkaðurinn myndi þar með eyðileggjast. Bækur myndu ekki seljast jafn- mikið um jólin og salan yfir árið myndi ekki bæta upp það tap. Auðvitað er ekki vitað hvern- ig markaðurinn myndi bregðast við. Það hlýtur þó að teljast ólíklegt að bóksala myndi hrynja í landinu. Það hlýtur að vera ólíklegt að Íslend- ingar hættu að gefa bækur í jólagjöf þótt færri nýjar bækur kæmu út á haustmánuðum en nú. Hugsanlega myndu bókaútgefendur geta hafið nýja sókn með því að dreifa útgáfunni meira. Það myndi þó sennilega allt velta á því hvernig þeim tækist upp við að markaðssetja hugmynd- ina. Markaðurinn hagar sér jú oft eins og hon- um er sagt að gera. Eftir höfðinu dansa limirnir. Að minnsta kosti hlýtur viðvarandi óánægja með jólabókaflóðið að vekja útgefendur til um- hugsunar. Biðlað til bókaútgefenda ’Yfir þessu kvarta allir, ekki bara höfundar og útgefendur,sem eiga reyndar stærstu sökina á ástandinu, heldur einnig þeir sem fjalla um bækur í fjölmiðlum og lesendur.‘ Erindi Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.