Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.2006, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.2006, Qupperneq 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 14. janúar 2006 Leikstjórinn Robert Altman færafhentan heiðursóskar fyrir framlag sitt til kvikmynda á næstu Óskarsverðlaunahátíð. Altman, sem er áttræður, hefur verið tilnefndur sem besti leikstjórinn fimm sinnum en aldrei unnið. Óskarsakademían lofar hann og segir að hann hafi á „ferli sínum margoft endurskapað listformið og veitt kvikmyndagerðarfólki og áhorfendum innblástur“. Altman var tilnefndur fyr- ir myndirnar Short Cuts, Gosford Park, The Player, Mash og Nash- ville. Altman er einn af fimm kvik- myndagerðarmönnum sem fengið hafa fimm tilnefningar en enga út- nefningu. Hinir eru Martin Scors- ese, Alfred Hitchcock, Clarence Brown og King Vidor. Altman hóf ferilinn á leikstjórn heimildar- og kennslumynda en tók til við gerð kvikmynda í fullri lengd árið 1957. Hann varð þekktur fyrir óhefðbundna kvikmyndagerð, m.a. stóra leikarahópa, að fólk talaði hvert ofan í annað, löng skot og myndavél, sem alltaf er á hreyfingu. Á meðal annarra mynda Altmans eru McCabe & Mrs Miller, The Long Goodbye og Thieves Like Us. Næsta mynd hans, A Prairie Home Companion, verður frumsýnd í júní. Jafnframt leikstýrir hann Resur- rection Blues eftir Arthur Miller í The Old Vic-leikhúsinu í London í næsta mánuði.    Leikkonan Susan Sarandon verð-ur í hlutverki vondrar drottn- ingar sem gerir allt til að koma í veg fyrir sanna ást í Disney-ævintýra- myndinni Enchanted. Í myndinni verður blandað saman teikni- myndum og venjulegum leik. Sarandon leik- ur Narissu drottningu en Amy Adams, sem nýlega hefur vak- ið athygli fyrir leik sinn í June- bug, leikur prinsessu og James Marsden prins. Sagan segir frá prinsessu sem er kastað úr teiknimyndaheimi yfir í Manhattan nútímans. Framleiðsla hefst á myndinni í apríl og Sarandon kemur til starfa í maí. Kevin Lima leikstýrir En- chanted.    Viðræður standa yfir um að ToddGraff leikstýri Söruh Jessicu Parker í söngleikjagrínmyndinni Slammer, sem er framhald af fram- raun hans í leikstjórastólnum, Camp frá 2003. Myndin er sögð vera í anda Private Benjamin en hún segir frá kynningarfulltrúanum Maggie Ray (Parker) sem er ranglega sakfelld fyrir þjófnað og endar í Sing Sing-fangelsinu í New York. Til þess að reyna að bæta ímynd fangels- isins setur hún á svið söngleik með föngunum, sem gæti mögulega bjargað ferli hennar. Scott Wittman og Marc Shaiman (Hairspray) semja lögin en Revolu- tion Studios framleiða. „Ég sá Camp fimm sinnum,“ sagði Howard Rosenman, einn framleiðendanna. „Hann virkilega skilur nútímatónlist og Broadway- söngleiki. Við erum ánægð með að hafa svona hæfileikaríkan leikstjóra innanborðs.“ Erlendar kvikmyndir Robert Altman Susan Sarandon Sarah Jessica Parker Kvikmyndin er enn á handritastiginu.Hún er sýnd á filmu í kvikmynda-húsum. Filmurnar eru fágætar eins oghandritin fyrir daga prentsins. Fólk kemur sérstaklega saman til þess að horfa á þær rétt eins og fólk safnaðist saman í baðstofunni til þess að hlusta á lestur upp úr gömlum skræðum. Kvikmyndahúsin eru bað- stofur fjöldamenning- arinnar. Þetta er svolítið undarleg þversögn. Kvikmyndin verður til á fyrstu árum rafvæðingarinnar. Hún var listform nýrra tíma. En þrátt fyrir að vera listform sem byggist á mikilli tækni – og síðustu þrjátíu ár sífellt meir á háþróuðum tæknibrellum – þá er miðillinn sjálfur fyrir löngu orðinn úreltur. Sjónvarpið breytti kvikmyndinni úr áhrifamiklu og merkingarþrungnu tækniundri í áhrifalítið list- form, kvikmyndin hætti að vera hættuleg, hún hætti að breyta því hvernig við skynjum heiminn, hugsum og hegðum okkur og varð að saklausu listformi, afþreyingu, iðnaðarframleiðslu, fyrst og fremst framleiðslu. Þetta þýðir ekki að kvikmynd- ir hafi hætt að segja okkur eitthvað um lífið, þetta þýðir einungis að kvikmyndir hættu að breyta okkur og í staðinn varð sjónvarpið helsti áhrifa- valdurinn í lífi okkar og er líklega enn ásamt net- inu. Samkvæmt nýjustu fréttum er þetta að breyt- ast. Það er ekki langt þangað til nýjum kvikmynd- um verður dreift á stafrænu formi, kvikmynda- verin í Hollywood eru að búa sig undir að stíga skrefið inn í nútímann, „prentöld“ kvikmyndar- innar. Þetta mun væntanlega gjörbreyta kvik- myndamenningunni og þó sennilega enn frekar bíóhúsamenningunni. Það má þó efast um að áhrif þessarar breytingar verði jafnmikil og þegar prentið kom til sögunnar á miðri fimmtándu öld. Ef að líkum lætur mun þó bíóhúsamenningin eins og við þekkjum hana nú leggjast af. Með staf- rænni dreifingu á nýjum myndum hinna stóru framleiðsluvera í Hollywood munu milliliðirnir, dreifingaraðilar eins og SAM-bíóin og Sena, hverfa, áhorfendur þurfa ekki lengur að fara í bíó til að sjá nýjustu myndina, þeir munu kaupa hana á netinu og horfa á hana heima í stofu – í heima- bíói. Hið sama gerðist þegar prentið kom til sög- unnar, baðstofulestrar lögðust af þegar prentaðar bækur urðu almenningseign enda bækur beinlínis ætlaðar einstaklingum til að lesa í hljóði en ekki upphátt fyrir hóp fólks eins og fágæt handritin. Þetta mun líklega hafa mjög jákvæðar afleið- ingar í för með sér. Ódýrara verður að sjá nýjustu myndina og auðveldara sem þýðir að kvikmynd- irnar munu eignast jafnvel enn stærri áhorf- endahóp en nú. Þetta þýðir hins vegar ekki endilega að bíó- húsin muni deyja drottni sínum. Þau munu fá nýtt hlutverk. Fólk sem hefur áhuga á bókmenntum safnast enn saman til þess að hlusta á upplestur. Á sama hátt mun fólk sem hefur áhuga á kvik- myndum vilja safnast saman í bíó. En ekki til þess að horfa á hvað sem er. Fólk mun vilja sjá athygl- isverðustu kvikmyndaverkin á stóru tjaldi rétt eins og lesendur vilja hlýða á skáld lesa upp úr áhugaverðustu bókmenntaverkunum. Í þessu samhengi munu kvikmyndahátíðir gegna enn meira hlutverki rétt eins og bókmenntahátíðir. Og líklega munu sum kvikmyndahús gegna svipuðu hlutverki og bókasöfn eða réttara sagt hand- ritasöfn. Fólk mun fara þangað til þess að horfa á gamlar myndir á filmum en auðvitað verða þær líka til á stafrænu formi eins og mikill hluti þess efnis sem til er í handriti hefur verið færður á prent. Stafræna byltingin mun því breyta kvikmynda- neyslunni en það er spurning hvort hún muni breyta kvikmyndagerðinni. Það er heldur ekki gott að sjá fyrir hvort og þá hvernig hún muni breyta hugsun okkar og heimsmynd. Vonandi mun hún þó breyta mati á kvikmyndum, skerpa tilfinninguna fyrir því sem skiptir máli. En kannski er það of seint, að minnsta kosti eru ís- lensku dreifararnir langt komnir með að kvelja úr okkur alla tilfinningu fyrir því sem er gott og vont. Dauði dreifaranna ’Með stafrænni dreifingu á nýjum myndum hinna stóruframleiðsluvera í Hollywood munu milliliðirnir, dreifing- araðilar eins og SAM-bíóin og Sena, hverfa, áhorfendur þurfa ekki lengur að fara í bíó til að sjá nýjustu myndina, þeir munu kaupa hana á netinu og horfa á hana heima í stofu – í heimabíói.‘ Sjónarhorn Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is R obert Greenwald gerir ekki hlut- lausar heimildarmyndir, ef það er þá yfirleitt mögulegt. Boð- skapurinn er jafnan augljós og skoðanir hans koma skýrt fram í myndunum sem hann hefur sent frá sér undanfarin ár, en af þeim má kannski helst nefna heimildarmyndirnar Out- foxed: Rupert Murdoch’s War on Journalism (Krókur á móti bragði: Rupert Murdoch og stríð hans gegn blaðamennsku; 2004) og Un- covered: The Whole Truth About the Iraqi War (Hulunni aflétt: Sannleikurinn um Íraks- stríðið; 2004). Þar eru á ferðinni kvikmyndir sem gagnrýna stríðs- rekstur Bandaríkjanna í Írak annars vegar og svik- samlega fréttaumfjöllun Fox-sjónvarpsstöðvarinnar hins vegar. Þá hef- ur Greenwald gert úrslitin í forsetakosning- unum í Bandaríkjunum árið 2000 að umfjöll- unarefni afbragðsgóðrar heimildarmyndar sem og fjölmargt annað enda hefur hann reynst af- kastamikill í framleiðslu pólitískra heimild- armynda síðustu ár. Í nóvember síðastliðnum kom hans nýjasta mynd út, Wal-Mart: The High Cost of Low Price (Wal-Mart: Ódýrt er stundum rándýrt; 2005), en myndin hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði, nokkuð sem kemur ekki á óvart, og er að sumu leyti punkt- urinn yfir i-ið í þeim fjölmiðlastormi sem hefur umleikið verslanakeðjuna Wal-Mart allt síðasta ár. Wal-Mart var stofnað af Sam Walton í Arkansas-ríki í Bandaríkjunum árið 1962 og er löngu orðið, líkt og heimasíða fyrirtækisins segir, „goðsögn í amerísku viðskiptalífi“. Nú um mundir er Wal-Mart stærsti atvinnurekandi veraldar, en um 1,6 milljónir manna starfa hjá fyrirtækinu. Það er jafnan áætlað stærsta, rík- asta og valdamesta samsteypa heims. Þá nýtur fyrirtækið aðdáunar ólíkra aðila. Bandaríska fjármálatímaritið Fortune hefur til að mynda margsinnis valið Wal-Mart fyrirtæki ársins. Ýmsir hafa þó áhyggjur af vexti og völdum fyr- irtækisins, sem og viðskiptaháttum þess, og hafa slíkar raddir orðið sífellt háværari. Kvik- mynd Greenwalds blandar sér í umræðuna um fyrirtækið með kraftmiklum hætti. Hann tekur afdráttarlausa afstöðu, líkt og svo oft áður, og telur fyrirtækið bæði skaðlegt amerískum efna- hagi og hættulegt í víðara samhengi félagslegra gilda. Þetta eru með öðrum orðum viðhorf höf- undar myndarinnar en það sem vitanlega skipt- ir mestu máli er hversu vel hann rökstyður mál sitt og hvaða aðferðum hann beitir til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Þar ber fyrst að nefna að áberandi einkenni myndarinnar, og það sem að mörgu leyti skilur hana frá fyrri myndum leikstjórans, er að við- talsefnin eru ekki þekktir þjóðfélagsummæl- endur heldur „venjulegt“ fólk. Greenwald bein- ir sjónum sínum að þeim sem hafa upplifað starfsumhverfi Wal-Mart af eigin raun, eða þá orðið fyrir áföllum sökum nærveru þessara verslana. Sögurnar sem þar eru sagðar eru margar hverjar með ólíkindum; Greenwald tek- ur viðtal við verslunarstjóra sem um margra ára skeið starfaði hjá Wal-Mart og sveik starfs- fólk sitt um yfirvinnutíma og ráðlagði því að skrá sig hjá hinu opinbera fyrir heilbrigð- isþjónustu þar sem fyrirtækið sjálft sæi sér ekki fært að útvega tryggingar fyrir sitt fólk. Þá er tekið viðtal við yfirmann sem hafði um- sjón með starfsumhverfi framleiðslustöðva Wal- Mart í Suður-Ameríku, og því að mannréttindi starfsfólks væru virt, en hann lýsir því hvernig hann var harmi sleginn yfir þeim hörmulegu kringumstæðum sem við honum blöstu og líka því að hann var rekinn þegar hann reyndi að benda höfuðstöðvunum á þau mannréttindabrot sem framin voru daglega í verksmiðjum Wal- Mart fyrir sunnan landamærin. Það sem þó vekur mesta athygli í kvikmynd Greenwalds er umfjöllunin um bílastæði versl- anakeðjunnar. Þetta hljómar kannski dálítið undarlega en hér er rétt að taka fram að Wal- Mart-verslanir í Bandaríkjunum skipta þús- undum, ef ekki hreinlega tugum þúsunda – þær eru líkt og gorkúlur sem spretta upp hvar sem væntingar eru jákvæðar – og risavaxnar versl- anirnar kalla vitanlega á umfangsmikið bíla- stæðapláss. Samkvæmt Greenwald eru þessi bílastæði vettvangur nær viðstöðulausrar glæpaöldu um landið þvert og endilangt. Wal- Mart hefur tekið þá ákvörðun að öryggisgæsla inni í búðum sé mikilvæg, en þar er öllum smá- atriðum gefinn gaumur. En þegar út er komið geta kúnnarnir ekki treyst á neitt nema sjálfa sig. Þetta ríkasta fyrirtæki heims tímir með öðrum orðum ekki að hafa öryggisverði í vinnu utandyra eða setja upp myndavélar sem vísa í átt frá búðunum. Afleiðingin er sú að morð, rán og nauðganir að kvöldlagi á bílastæðum Wal- Mart hafa gert þessi bílastæði að hættulegustu „hverfum“ fjölmargra borga; allt að 80% glæpa sem eiga sér stað í ákveðnum bæjarfélögum eiga sér stað á bílastæðum Wal-Mart. Þá er fyrirtækið þekkt fyrir að bregðast einkar hart við tilraunum starfsfólks til að ganga í verkalýðsfélög og Greenwald lýsir því við hverju má búast ef orðrómur um slíkt spyrst út. Rándýrum njósnabúnaði er komið fyrir innan- og utandyra til að grafast fyrir um hvaða starfsfólk er þar um að ræða. Ef það ber árangur er viðkomandi starfsfólk skilyrðislaust rekið. Ef þetta hins vegar dugar ekki til hefur fyrirtækið sérstakt teymi á sínum snærum sem er reiðubúið til að fljúga í einkaþotu hvert á land sem er með skömmum fyrirvara. Teymi þetta, sem er sérþjálfað í því að brjóta niður verkalýðsfélög, flýgur sem sagt á staðinn og tekur yfir rekstur hverrar þeirrar verslunar sem virðist á barmi þess að sjá á eftir starfs- fólkinu inn í verkalýðsfélag. Annað hvort er komið í veg fyrir þessar þreifingar eða búðinni er lokað. Kvikmynd Greenwalds er vissulega áhrifa- mikil og að mörgu leyti upplýsandi. Því verður að vísu ekki neitað að Greenwald segir aðeins hluta sögunnar. Hann einbeitir sér að neikvæð- um þáttum verslunarrisans en fjallar lítið um ástæðurnar fyrir því að Wal-Mart nýtur jafn- mikilla vinsælda og raun ber vitni. En það er líka allt í lagi. Eins og hann hefur sjálfur bent á ver fyrirtækið stórfé á hverjum degi í að segja eigin sögu eins og það vill að hún hljómi. Hér er hins vegar reynt að varpa ljósi á hluti sem jafnan fara ekki hátt og á leikstjórinn ekk- ert nema hrós skilið fyrir viðleitnina. Ódýrt rándýr Nýjasta mynd Roberts Greenwalds, Wal-Mart: The High Cost of Low Price, hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði og er að sumu leyti punkturinn yfir i-ið í þeim fjölmiðlastormi sem hefur umleikið verslanakeðjuna Wal-Mart allt síðasta ár. Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Wal Mart „Það sem þó vekur mesta athygli í kvikmynd Greenwalds er umfjöllunin um bílastæði versl- unarkeðjunnar.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.