Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.2006, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.2006, Page 14
14 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 14. janúar 2006 Þegar myrkur þjakar sál og þungi grúfir yfir, umhyggjan er meginmál á meðal alls sem lifir. Þegar lægst á lofti er sól en ljós í hverjum glugga halda skulum heilög jól og hrinda burtu skugga. Þegar angrar uppgjörið af ársins kvíða’ og tári lítum frekar fram á við og fögnum nýju ári. Þegar kuldi kvelur tær og kinnar eru að frjósa finnst á himni fegurð skær í flögri norðurljósa. Þegar löng er lífsins bið og leysingarnar voma, innst í hjarta vitum við að vorið er að koma. Vetrarkvíði Sigurlín Hermannsdóttir Höfundur er ritstjóri á skrifstofu Alþingis.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.