Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.2006, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.2006, Side 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 14. janúar 2006 | 15 Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri Hostel A Little Trip to Heaven  (HJ) Just Friends  (HJ) Cheaper by the Dozen 2 Smárabíó Hostel Brothers Grimm  (HJ) A Little Trip to Heaven  (HJ) Draumalandið  (SV) The Family Stone  (HJ) Brokeback Mountain Cheaper by the Dozen 2 Regnboginn Hostel Brothers Grimm  (HJ) A Little Trip to Heaven  (HJ) Brokeback Mountain Laugarásbíó )Just Friends  (HJ) Draumalandið  (SV) Háskólabíó Rumor has it Chronicles of Narnia  (SV) King Kong  (SV) Harry Potter og eldbikarinn  (HJ) Babúska Saint Ange Lemming Draumahlutverkið Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Jarhead Domino  (SV) Rumor has it  (SV) Chronicles of Narnia  (SV) King Kong  (SV) Draumalandið  (SV) Harry Potter og eldbikarinn  (HJ) Litli kjúllinn  (SV) Just Like Heaven  (HJ) Myndlist Aurum: Ragnheiður Ösp Sig- urðardóttir vöruhönnuður sýnir handgerðar fígúrur. Café Karólína: Aðalsteinn Svanur sýnir bleksprautu- prentaðar ljósmyndir á segl- dúk til 3. febr. Gallerí + Akureyri: Ingileif sýnir myndbandsverk og Ás- laug Thorlacius sýnir ljós- myndir og teikningar. Til 29. jan. Gallerí Sævars Karls: Mynd- listarmaðurinn Helgi Már Kristinsson sýnir. Til 26. jan. GUK+: Hartmut Stockter til 16. janúar. Hafnarborg: Kári Svensson frá Færeyjum og Pétur Bjarnason myndhöggvari. Til 30. jan. Hallgrímskirkja: Kristín Gunnlaugsdóttir og Margrét Jónsdóttir til febrúarloka. Hrafnista, Hafnarfirði: Ell- en Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 7. febrúar. Iða: Þóra Guðrún Benedikts- dóttir sýnir til loka janúar. Kaffi Sólon: Dóra Emils. Til 14. jan. Karólína Restaurant: Óli G. til aprílloka 2006. Kling og Bang gallerí : Er- ling T.V. Klingenberg og Sirra, Sigrún Sigurðardóttir. Til 22. janúar. Listasafn Einars Jónssonar: Fastasýning. Listasafn Íslands: Sýning á Þjóðminjasafn Íslands: Huldukonur í íslenskri myndlist, í Bogasal til 28. maí. Ljósmyndir Marco Paoluzzo í Myndasal og ljós- myndir Péturs Thomsen í Myndasal. Til 20. febrúar. Leiklist Borgarleikhúsið: Salka Valka, sun., fim.Woyzeck, sun. Kalli á þakinu, sun., lau. Carmen, lau, fim, fös. Mann- tafl, lau. Belgíska Kongó, sun, fös. Glæpur gegn diskóinu, fim. Naglinn lau, sun, fös. Iðnó: Ég er mín eigin kona, lau., fös. Leikfélag Akureyrar: Full- komið brúðkaup, lau., fös. Þjóðleikhúsið: Túskildings- óperan, lau., fös. Eldhús eftir máli, lau., sun., fös. Sunnu- dagskvöld með Svövu, sun. verkum 13 íslenskra sam- tímalistamanna. Til 12. febr- úar. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn: Bernd Koberling til 22. janúar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús: Erró til 23. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Kjar- valsstaðir: Jóhannes Sveins- son Kjarval. Til 19. mars. Norræna húsið: Haukur Dór, sýning í tilefni af útgáfu bókarinnar Úr dýragarði. Aðeins þessi eina helgi. Nýlistasafnið: Kees Visser, Þór Vigfússon og Ívar Val- garðsson. Saltfisksetur Íslands: Mar- grét Bára með málverkasýn- ingu. Til 27 jan. Yggdrasill: Tolli til 25. jan. Þjóðmenningarhúsið: Hjört- ur Hjartarson. Íslenskt bók- band. EITT af mikilvægustu sérkennum leikhússins sem greinir það frá stóra keppinautnum, kvik- myndinni, er sambandið við áhorfendur. Ekki bara nálægðin, ekki bara að það sem við sjáum er að gerast hér og nú, heldur sá möguleiki að persónurnar tali hreinlega við okkur. Deili hugsunum sínum, afhjúpi sinn innri mann. Eða þá reyni að ljúga að okkur. Í einleik er þetta hreinlega grundvöllur formsins, áhorfendur eru mótleikarinn. Þegar vel tekst til eru slíkar sýningar einhver sterkasta leikhúsupplifunin og enn magnaðri fyrir þá sök að ekkert annað listform hefur þessa nálgun á valdi sínu. Í ein- leiknum er leikhúsið á heimavelli. Glæpur gegn diskóinu samanstendur af þremur eintölum. Þrír karlmenn bjóða okkur með sér inn í líf sitt, fylgja okkur í gegnum eitt afdrifaríkt kvöld og sýna okkur hvernig for- tíðin, sem smám saman skýrist, leiðir að at- burðunum sem verða. Þeir hafa allir beðið skipbrot, eru strand í tilverunni. Ofbeldi er miðlægt í lífi þeirra allra, örlagavaldur jafnt gerenda sem þolenda. Þetta er fantalega vel skrifað verk. Gary Owen hefur greinilega á valdi sínu að skrifa raunsæislega en jafnframt skáldlega, að yrkja fyrir leiksvið. Hver þáttur er persónulýsing en jafnframt spennandi saga og fram á síðustu stundu eru sífellt að bætast við upplýsingar um hvernig þær tengjast og hvers vegna verið er að segja okkur þær í sömu sýningunni. Jafnvægið milli framvindu og sálfræðilegrar afhjúpunar, og svo hvernig heildarfléttan skýrist smátt og smátt er frábærlega unnið hjá höfundinum, sem þykir einn eftirtektarverð- asti höfundurinn á Bretlandseyjum, ekki síst á grundvelli þessa magnaða verks. Þýðingin hef- ur tekist ágætlega hjá þríeykinu sem ber ábyrgð á henni. Einstöku sinnum verður mál- farið óþjált en án samanburðar verður ekki fullyrt um hvort þar sé um að ræða stílbragð höfundar eða vandræði þýðendanna. Og aldrei þessu vant truflaði mig ekki að staðfærslan gengur strangt tekið ekki upp, til þess er menningin sem mótar líf persónanna of út- lensk. Það breytir engu, við samþykkjum þann heim sem okkur er sýndur á sviðinu, þó hann sé hvorki almennilega velskur né íslenskur. Raunar er það sem ég hef út á sýninguna að setja eintóm smáatriði. Íslenska nafnið pirrar mig, svo og hin táknræna lukkuskífa sem Þór- arinn Blöndal hefur kosið að gera að brenni- depli annars þénugrar leikmyndar sinnar. Þegar leikrit er fullfært um að koma merkingu sinni til skila er alger óþarfi að reyna að mata mig á kjarna þess í umgjörðinni. Í byrjun fannst mér líka eins og hljóðmynd Halls Ingólfssonar væri ein af þessum hug- myndum sem er góð sem hugmynd en virkar ekki í raun. En þó ekki sé hann flinkasti trommuleikari sem ég hef heyrt spreyta sig á svona verkefni þá hætti áslátturinn fljótlega að trufla, og fór smám saman að virka. Agnar Jón Egilsson eflist sem leikstjóri með hverju verki. Vonandi er hann ekki hættur sinni frjóu og mikilvægu vinnu með leik- félögum framhaldsskólanna þó svo hann sé óðum að hasla sér völl á „stóra“ sviðinu, en óneitanlega er meiri agi yfir framsetningu hans í þessari sýningu en mörgum hinum gal- gopalegu og anarkísku uppsetningum með skólunum. Það er eins og hann hafi tekið sitt óstýriláta leikræna ímyndunarafl og komið því fyrir inni í leikurunum sjálfum, þar sem það á best heima í þetta sinn. Flott vinna. Annars er Glæpur gegn diskóinu sýning leikaranna. Þeir ná allir að skapa sterkar og eftirminnilegar persónur, standa með þeim og skila þeim til okkar. Fyrstu mínúturnar hélt ég reyndar að þrjú korter með Kalla Klikk í meðförum Friðriks Friðrikssonar yrðu hreinræktuð kvöl. Ein- staklega ógeðfelldur ofbeldismaður, og óáhugaverður með öllu. Eða hvað? Nei, Frið- rik og Owen sáu til þess að við fengjum fljót- lega áhuga á þessum stórhættulega en jafn- framt aumkunarverða óþokka. Veruleg vel teiknuð mynd af manngerð sem allir sem sótt hafa sveitaböll og aðrar slíkar skemmtanir þekkja, en eðli málsins samkvæmt er ekki á allra færi að kynnast svona náið. Friðrik nýtur sín afar vel í svona samleik með áhorfendum, hefur gott lag á tímasetningum og var flinkur í að draga upp skyndimyndir af öðrum persón- um sem urðu á vegi Kalla. Af þeim þremenningum hefur kannski minnst sést til Guðmundar Inga, og það er því þeim mun ánægjulegra að tilkynna að hann átti sannkallaðan stjörnuleik í hlutverki karaokekappans Hjartar R. Hjartaknús. Það sem stefndi hraðbyri í að verða dálítið klisju- kennd skopsaga um einrænan, ofsatrúaðan og kúgaðan mömmustrák fékk fljótlega á sig sér- lega mannlegan og innlifaðan blæ (og varð auðvitað hálfu fyndnara fyrir vikið). Líkams- málið var mjög skemmtilega notað hjá Guð- mundi og rímaði flott við kostulegt málsnið persónunnar. Ólafur Darri fékk það verkefni að vera „venjulegi maðurinn“ í þessu galleríi. Sú per- sóna sem býður upp á minnst tilþrif, eða alla- vega er það sú leið sem er farin hér. Aftur var framan af eins og ekkert væri að gerast og lítið sem fangaði hugann. En innlifun Darra í hlut- skipti Rúnars og svo hin listilega hnýtti enda- hnútur gefa sýningunni merkingu sína, Glæpur gegn diskóinu er í stórum dráttum leikhús eins og ég vil hafa það. Fyrst og fremst krefst ég þess að verða hugfanginn í bókstaf- legri merkingu þess orðs. Ekki endilega að „gleyma stund og stað“, heldur verða alger- lega upptekinn af því sem verið er að tjá mér. Það er gaman að hrífast af hæfni listamann- anna, en enn betra ef hún leiðir mig að því að sökkva mér í innihaldið. Og þegar ég kem upp á ný er ekki verra ef ég kemst að því að mér hafi verið sagt eitthvað nýtt, eða allavega bent á nýjan flöt. Fullt hús hjá Steypibaðsfélaginu Stút. Ferðadiskó Kalla Klikk Þorgeir Tryggvason Morgunblaðið/Ómar Eftirminnilegar persónur „Glæpur gegn diskóinu er sýning leikaranna. Þeir ná allir að skapa sterkar og eftirminnilegar persónur, standa með þeim og skila þeim til okkar.“ LEIKLIST Steypibaðsfélagið Stútur Höfundur: Gary Owen. Þýðing: Guðmundur Ingi Þor- valdsson, Friðrik Friðriksson og Álfrún Helga Örn- ólfsdóttir. Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson. Aðstoðar- leikstjóri: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann. Tónlist: Hallur Ingólfsson. Leikmynd: Þórarinn Blön- dal. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Leikendur: Friðrik Friðriksson, Guðmundur Ingi Þor- valdsson og Ólafur Darri Ólafsson. Borgarleikhúsinu 12. janúar 2006. Glæpur gegn diskóinu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.