Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.2006, Page 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 14. janúar 2006
Á
gamlársdag birti Lesbók
Morgunblaðsins athygl-
isverða grein um þann
vanda sem fræði-
bókaútgáfa hefur átt við
að glíma mörg und-
anfarin ár. Höfundur
greinarinnar, Sigurður
Gylfi Magnússon sagnfræðingur, kemur víða
við og kvartar sárlega undan því að umfjöll-
un um fræðibækur í fjölmiðlum sé í skötulíki
og nánast að engu hafandi. Ljósvakamiðlar
sem og prentmiðlar hafa gefið fræðibóka-
umræðu upp á bátinn og láta þess í stað
stjórnast af vilja stóru forlaganna sem skaffa
fjölmiðlum miklar auglýsingatekjur síðustu
vikurnar fyrir jól.
Ég tek vissulega undir greiningu Sigurðar
á ástandinu á bókamarkaðinum því ég hef
kynnst þessum blákalda
veruleika af eigin raun.
Ég tek óhikað við keflinu
af Sigurði og mun varpa
ljósi á ýmsa þætti bók-
menntageirans sem hingað til hafa legið í
þagnargildi. Það er orðið löngu tímabært að
afhjúpa spillinguna, klíkuskapinn og ójafn-
ræðið sem viðgengst hjá stjórn Menning-
arsjóðs. Svo ekki sé talað um vanmáttinn og
getuleysið. Stjórn Menningarsjóðs var kosin
af Alþingi og ber menntamálaráðherra
stjórnskipulega ábyrgð á störfum stjórn-
arinnar. Ég mun færa fyrir því rök hér á eft-
ir hvers vegna þessi verst þokkaða stjórn í
sögu Menningarsjóðs verður að víkja.
En áður en lengra er haldið skulum við
fjalla aðeins um þær fræðibækur sem Sig-
urður flokkar með skrautútgáfum, það er
fræðibækurnar sem stóru forlögin gefa út og
eru iðulega tilnefndar til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna af, vel að merkja, dóm-
nefndum sem stóru forlögin velja sjálf.
Eftir að hafa stundað ritstörf í fjögur ár
gaf ég út bókina Og ég skal hreyfa jörðina,
sem fjallar um sögu stærðfræðinnar. Gríð-
arleg vinna var lögð í bókina, heimilda aflað
víðs vegar um heim, sögustaða vitjað og
margir sem réttu fram hjálparhönd. Verkið
er mjög umfangsmikið (704 bls.) og státar af
fallegum myndum sem margar hverjar voru
keyptar dýrum dómum af erlendum lista-
söfnum. Eitt hafði ég þó að leiðarljósi: fræði-
mennskan skyldi ávallt höfð í fyrirrúmi.
Heimildir grandskoðaðar og skoðaðar aftur
þegar komið var að verklokum, því hættan á
yfirsjónum er ávallt til staðar. Heimildir
skoðaðar í þriðja skipti til að vera alveg
öruggur. Þetta eru þau vinnubrögð sem höf-
undar fræðirita verða að temja sér svo að
verk þeirra megi gagnast almenningi um
ókomin ár. Sigurður Gylfi bendir réttilega á
að stóru forlögin hafa ekki minnsta áhuga á
að gefa út fræðibækur af þessu tagi af ótta
við að þær standi ekki undir sér. Þess í stað
leggja þau áherslu á ríkulega myndskreyttar
skrautútgáfur, gjarnan í stóru broti.
Vissulega er eftirsóknarvert að gefa út
glæsilega bók en glansvæðingin má ekki vera
á kostnað hins ritaða máls – skrautfíknin má
ekki bera fræðimennskuna ofurliði. JPV út-
gáfa gaf nýlega út bókina Jörðin, sem telst
til fræðirita og var einna mest áberandi í
þeim flokki á síðasta ári. Bókin státar vissu-
lega af fallegum myndum, svo fallegum raun-
ar, að hið ritaða mál fellur í skuggann. Allt
púðrið fer í myndvinnsluna. Steingrímur
Jónsson, prófessor í haffræði við Háskólann
á Akureyri, benti á í nýlegri grein í Morg-
unblaðinu að svo margar rangfærslur væri
að finna í bókinni að réttast væri fyrir for-
lagið að koma upp heimasíðu svo að hægt
væri að safna saman og leiðrétta allar stað-
reyndavillurnar. Betur heima setið en af stað
farið?
Félag íslenskra bókaútgefenda
á villigötum
Undirritaður rekur lítið bókaforlag og er því
flestum hnútum kunnugur á bókamark-
aðinum. Eðlilega taldi ég að ekkert væri því
til fyrirstöðu að forlagið mitt ætti greiða inn-
göngu í Félag íslenskra bókaútgefenda. En
það var öðru nær. Enda þótt bókaforlagið
mitt státi af nokkrum bókatitlum voru þeir
ekki nógu margir að mati Félags íslenskra
bókaútgefenda. Smælingjunum vísað á dyr.
Kæfum samkeppni. Hvað er það annars sem
fer fram fyrir luktum dyrum hjá Félagi ís-
lenskra bókaútgefenda sem á ekki erindi við
smærri forlögin?
Hugum einnig að Íslensku bókmennta-
verðlaununum, sem Félag íslenskra bókaút-
gefenda setti á stofn árið 1989. Til að allt sé
nú fágað á yfirborðinu er öllum útgefendum
leyfilegt að tilnefna bækur. En þá er aðeins
hálf sagan sögð því það er einkaklúbbur
stóru forlaganna sem skipar dómnefndir sem
síðan velja athyglisverðustu bækur ársins.
Aðrir útgefendur hafa nákvæmlega ekkert
um val dómnefnda að segja – rödd þeirra má
ekki heyrast í súlnasölum stóru forlaganna.
Trúverðugt?
Félag íslenskra bókaútgefenda gefur út
Bókatíðindi og þeir sem til þekkja vita
mætavel að bókaútgefendur geta tæpast án
þess verið að vekja athygli á bókatitlum sín-
um þar, enda Bókatíðindum dreift inn á
hvert einasta heimili. Lífstími þeirra er
miklu lengri en gengur og gerist á hinum al-
menna auglýsingamarkaði enda liggja þau á
borðum landsmanna svo vikum skiptir. For-
lag undirritaðs auglýsti því bókina í Bókatíð-
indum, en varð að bíta í það súra epli að
borga 25% hærra gjald en forlögin sem eru í
Félagi íslenskra bókaútgefenda. Jafnræði?
Heilbrigð samkeppnisstaða? Hvað fá stóru
forlögin félagsgjöldin sín margfalt til baka í
gegnum Bókatíðindin? Það er í meira lagi
einkennilegt að félagsskapur sem helgar
bókaútgáfu krafta sína, og ætti þar af leið-
andi að standa vörð um fjölbreytta bókaút-
gáfu, skelli í lás þegar smærri forlög láta á
sér kræla. Leggja síðan stein í götu þeirra
með því að skattleggja þau sérstaklega í
gegnum Bókatíðindin. Þessar samkeppn-
ishamlandi aðgerðir stóru forlaganna eru
ólíðandi með öllu. Hvar er samkeppnis-
stofnun? Fáliðuð.
Stjórn Menningarsjóðs rúin öllu trausti
Langstærsta verkefni bókaforlags míns og
jafnframt skrautfjöður þess er útgáfa bók-
arinnar Og ég skal hreyfa jörðina. Vegna
gríðarlegs kostnaðar við útgáfuna var leitað
eftir styrk hjá Menningarsjóði, en forlagið
hefur aldrei í sögu sinni leitað þangað áður.
Sigurður Gylfi segir í grein sinni að ein-
yrkjar á akri fræða og vísinda eigi í fá hús
að venda. Styrkir hins opinbera séu skamm-
arlega fábreyttir og lágir. Hann telur þó að
Menningarsjóður hafi gert gæfumuninn fyrir
fræðiritaútgáfur og að öðrum útgáfustyrkj-
um sé tæpast til að dreifa. En er það svo að
Menningarsjóður geri gæfumuninn? Ég
skora á Sigurð Gylfa að kynna sér þessi mál
ögn betur því sennilega hefur hann aðeins
séð toppinn á ísjakanum. Eftir að grein mín
hefur verið lesin til enda sést jakinn í allri
sinni dýrð, ægilegri en nokkurn getur órað
fyrir. Förum yfir málið.
Hverjir eru það sem raka til sín styrkjum
úr Menningarsjóði? Ef við skoðum úthlutun
Menningarsjóðs fyrir árið 2005 þá eru það
einmitt stóru forlögin sem fá langsamlega
stærstan skerf af kökunni. Og hæstu styrk-
ina. Klíkuskapur?
Hvernig stendur á því að verkið Jóhannes
Kjarval, sem var á fjárlögum íslenska rík-
isins á árunum 2003–2005 með samtals tvær
milljónir í styrk (þar af eina milljón árið
2003), fékk einn hæsta styrk sem um getur í
sögu Menningarsjóðs (árið 2003), eða eina og
hálfa milljón króna? Er það verjandi að
stjórn Menningarsjóðs styrki verk sem er
jafnframt á fjárlögum íslenska ríkisins? Og
með þessum rausnarlega hætti? Auðvitað
ekki, enda úr takti við alla jafnræðishugsjón.
Talandi um klíkuskap þá velti ég því einnig
fyrir mér í framhjáhlaupi hvort Reykjavík-
urborg hafi verið kunnugt um þessa risaháu
ríkisstyrki þegar tekin var ákvörðun um að
úthluta umræddu verki tveggja milljón króna
útgáfustyrk. Ég bið fulltrúa Reykjavík-
urborgar vinsamlegast að svara þessari
spurningu. Vissulega er það fagnaðarefni
þegar bókaforlög fá myndarlega útgáfu-
styrki. Leikreglurnar skulu hins vegar vera
skýrar og sanngjarnar og jafnræðis gætt í
hvívetna. Og gæta skal hófs í styrkveitingum
til einstakra aðila þegar ekki er úr meiri
fjármunum að spila en raun ber vitni.
Hvernig stendur á því að stjórn Menning-
arsjóðs, það er Bessí Jóhannsdóttir og Jakob
Frímann Magnússon sem kosin voru í hlut-
fallskosningu á Alþingi til að sýsla með fjár-
muni Menningarsjóðs, veittu félaga sínum
sem jafnframt er í stjórninni, Kára Bjarna-
syni, myndarlegan styrk úr Menningarsjóði?
Og hvernig stendur á því að Kári Bjarnason,
sem hafði ríkra hagsmuna að gæta, sagði sig
ekki úr stjórn Menningarsjóðs vitandi að
verk sem hann er ritstjóri að yrði tekið til
umfjöllunar af stjórn Menningarsjóðs. Að
sögn Bessíar og Jakobs var Kári ekki við-
staddur rétt á meðan honum var úthlutaður
styrkurinn – „vék af fundi svo nærvera hans
truflaði ekki afgreiðslu málsins“ svo vísað sé
orðrétt í varnartilburði stjórnar Menning-
arsjóðs. Það var og, skrapp hann kannski
fram í eldhús og hellti upp á kaffi á meðan
félagar hans hengdu verðmiða á umsóknina?
Þetta er fólkið sem hið háa Alþingi treystir
til að sýsla með almannafé. Var mennta-
málaráðherra kunnugt um þennan gjörning
sem einn og sér afhjúpar ótrúlegt dóm-
greindarleysi og skaðar þennan málaflokk
allan?
Undirritaður sótti bjartsýnn um útgáfu-
styrk úr Menningarsjóði. Umsóknin var í
alla staði mjög vönduð, gerð ítarleg grein
fyrir kostnaðaráætlun, frumdrög að verkinu
afhent ásamt ítarlegri heimildaskrá. Meira
að segja var leitað til fjögurra þungavigt-
arsamtaka er láta sig málefni stærðfræð-
innar miklu varða til að styðja við umsókn-
ina. Í umsögn sinni skrifaði Íslenska
stærðfræðafélagið meðal annars: „Mikill
fengur er að bók á íslensku sem tekur á
þessu efni […] Höfundur hitti okkur að máli
fyrir skemmstu og lýsti fyrir okkur verkinu
og efnistökum sínum og okkur virðist að
fullbúið verði verkið bæði vandað og metn-
aðarfullt.“ Þessi orð hreyfðu ekki við stjórn
Menningarsjóðs enda upptekin við, svo dæmi
sé tekið, að styrkja nokkur verk er fjölluðu
um utanríkismál, alþjóðamál og öryggismál.
Í lögum um Menningarsjóð segir í fyrstu
grein: „Hlutverk Menningarsjóðs er að veita
fjárhagslegan stuðning til útgáfu þeirra bóka
á íslenskri tungu sem verða mega til eflingar
íslenskri menningu.“ Já, stjórn Menning-
arsjóðs veit hvað til síns friðar heyrir.
Á sama tíma var stjórn Menningarsjóðs
einnig upptekin við að veita nokkrum höf-
undum, sem væntanlega eru stjórninni þókn-
anlegir, fleiri en einn styrk. Svo ekki sé talað
um alla viðbótarstyrkina. Stjórninni finnst
nefnilega sjálfsagt og eðlilegt að styrkja
sama verkið oftar en einu sinni. Hinir? Þeir
verða einfaldlega að bíða. Og bíða. Hvað er
það annars sem svífur yfir vötnum hjá stjórn
Menningarsjóðs? Ekki er það andi jafnræðis,
svo mikið er víst. Klíkuskapur ríður þar hús-
um.
Ástæðan fyrir bjartsýni undirritaðs varð-
andi styrkveitingu fólst meðal annars í því að
stjórn Menningarsjóðs hafði aldrei frá upp-
hafi vega sinna styrkt verk er tengist stærð-
fræði með beinum hætti. Það hlaut því að
vera eftirsóknarvert fyrir sjóðinn að styrkja
loksins einyrkja sem tekur sér fyrir hendur
að skrá sögu stærðfræðinnar á íslenskri
tungu og rækilega studdan af okkar virtustu
og öflugustu fagsamtökum á sviði stærðfræð-
innar. Einnig skyldi maður ætla að stjórn
Menningarsjóðs hefði það að leiðarljósi að
gæta sæmilegs jafnræðis milli fræðigreina ef
umsóknir á annað borð eru taldar jafngildar,
því ekki viljum við að menning okkar sé
einsleit. Því tæpast er það til eflingar ís-
lenskri menningu að einblína aðeins á til-
tekin fræðisvið og sniðganga önnur – snið-
ganga þau svo rækilega að þau fái aldrei
styrk.
En hver var niðurstaða Jakobs Frímanns
Magnússonar og félaga? Umsókn minni var
sópað af borðinu nánast í fyrstu umferð því
eftir það hélt stjórnin „áfram að grisja um-
sóknir“ svo vísað sé í ummæli þremenn-
ingaklíkunnar, það er stjórnar Menning-
arsjóðs. Stuðningsyfirlýsingar Íslenska
stærðfræðafélagsins, Flatar – samtaka
stærðfræðikennara, Félags raungreinakenn-
ara og Félags um eflingu verkfræði- og
tæknimenntunar á Íslandi létu þau sem vind
um eyru þjóta. Kom þeim ekki við. Hvenær
telur stjórn Menningarsjóðs að rétta tæki-
færið sé til að styrkja verk sem fjallar um
málefni stærðfræðinnar? Hún fékk tækifærið
einu sinni en klúðraði því svo rækilega að
lengi verður í minnum haft. Virti álit sér-
fróðra manna að vettugi og varð sjálfri sér
til ævarandi skammar. Að öllum líkindum
verður löng bið þar til næsti höfundur á
þessum vettvangi kemur fram á sjónarsviðið
og þar af leiðandi löng bið þar til stjórn
Menningarsjóðs fær tækifæri til að leggja
blessun sína yfir stærðfræðitengt ritverk.
Stjórn Menningarsjóðs verður að víkja
Undirritaður lagði að sjálfsögðu inn stjórn-
sýslukæru til Menntamálaráðuneytisins og
bíður nú úrskurðar þess. Hver voru viðbrögð
stjórnar Menningarsjóðs við stjórnsýslukæru
minni? Fé skattborgaranna var sólundað í
rándýrt lögfræðiálit úti í bæ. Þannig vildi
stjórnin fá úr því skorið hvort Menning-
arsjóður væri ekki sjálfstæð stjórnsýslunefnd
gagnvart menntamálaráðherra. Umboðs-
maður Alþingis hafði þegar úrskurðað að svo
væri ekki – samt var reynt að fá þeim úr-
skurði hnekkt. Á kostnað almennings. Var
það gert með vitorði menntamálráðherra?
Með þessari yfirgengilegu framgöngu vildi
stjórnin auðvitað forðast að taka efnislega á
kæru minni enda algjörlega ráðþrota. Hafði
ekkert fram að færa sem réttlætti gjörðir
hennar. Lögfræðiálitið hékk hins vegar á svo
þunnum þvengjum að það var að engu haf-
andi.
Nú eru liðnir meira en sjö mánuðir síðan
kæran var lögð fram og Menntamálaráðu-
neytið gerir ekki annað en að draga lapp-
irnar. Loforð um að flýta málinu margbrotin.
Einföldustu fyrirspurnum ekki svarað. Vissu-
lega er stjórnsýslukæran viðkvæm í pólitísku
tilliti enda ber sjálfur menntamálaráðherra
stjórnskipulega ábyrgð á misgjörðum stjórn-
arinnar. En eftir hverju er beðið, öll gögn
hafa legið frammi svo mánuðum skiptir?
Öllum má ljóst vera að stjórn Menning-
arsjóðs er rúin öllu trausti – er algjörlega
vanhæf að takast á við þau verkefni sem
henni er falið. Með þeim ótrúlega gjörningi
sínum að styrkja verk sem einn stjórn-
armeðlima er aðili að kórónaði hún algjört
dómgreindarleysi sitt. Það sjá auðvitað allir í
hendi sér að stjórnin átti aðeins um tvo kosti
að velja: Að leggja umsóknina sem sneri að
Kára Bjarnasyni til hliðar vegna augljósra
hagsmunatengsla eða að Kári Bjarnason
segði sig úr stjórninni. Þannig eru leikregl-
urnar í nútímasamfélagi. Gegntærar og auð-
skildar. Stjórn Menningarsjóðs er svo djúpt
sokkinn í eigin fúafeni að hún verður að
víkja. Strax.
Klíkuvæðing á bókamarkaði
Morgunblaðið/Kristinn
Stærðfræði „Ástæðan fyrir bjartsýni undirritaðs varðandi styrkveitingu fólst meðal annars í því að
stjórn Menningarsjóðs hafði aldrei frá upphafi vega sinna styrkt verk er tengist stærðfræði …“
Eftir Jón
Þorvarðarson
thsnorra@ismennt.is
Höfundur er rithöfundur og útgefandi.