Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.2006, Blaðsíða 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. febrúar 2006 | 5
aratriði í listsköpun; hvernig maður tekst á við
og byggir á fortíðinni og því sem aðrir hafa
gert á undan manni.“
Hvati að skoðanaskiptum
Að mati Christians eru aðrir hlutar myndlist-
arlífsins en myndlistarsköpun og myndlist-
arsýningar einnig ákaflega mikilvægir til að
hér sé hægt að byggja upp sterkan vettvang.
Þannig geti fyrirlestrar, málþing og kynn-
ingar fyrir þá sem áhuga hafa á myndlist
hjálpað mjög til. „Ég held raunar að það sé
grunnurinn, og mér finnst að myndlistarmenn
ættu að vera forvitnir um það sem er að ger-
ast. Þetta ætti að vera drifkraftur í myndlist-
arsköpuninni, og ég held að CIA.IS í sam-
vinnu við ýmsa aðila hérlendis, eins og
Listaháskóla Íslands, söfnin bæði hér í
Reykjavík og úti á landi, geti skapað grund-
völl fyrir umræðu og skoðanaskipti. Ég held
að það ætti að hvetja til þátttöku í slíku og tel
að mín stofnun eigi að vera hvati að slíkum
skoðanaskiptum, eins og hún gerir, þótt hún
geti ekki borið ábyrgð á útkomunni og um-
ræðunni almennt.“
Christian segist ennfremur hvetja fólk til að
nálgast CIA.IS með hvaða málefni sem er,
hvort sem það sé gagnrýni, vandamál eða
hrós. „Án viðbragða gerist ekkert,“ segir hann
af áherslu. „Og það er svo frábært að vinna í
myndlistarbransanum, gefandi og skemmti-
legt, að við ættum að njóta þess að stækka
vettvanginn með umræðu í stað þess að hika.
Jafnvel þótt við séum ekki sammála. Við þurf-
um að skiptast á hugmyndum og þó að allt
geti ekki orðið að veruleika, er það þó einhver
útgangspunktur. Samvinna er lykilatriði í því
sem ég tel að CIA.IS sé og geti verið.“
Hnattvæddur heimur
Greinilegt er að nokkur hugmyndavinna hefur
verið unnin á því tæpa ári sem stofnunin hefur
starfað, því að ýmis verkefni eru í gangi og
framundan þar sem CIA.IS á hlut að máli, en
eins og Christian hefur nefnt er samvinna lyk-
ilatriði í þeim öllum. Nýlega stóð CIA.IS til
dæmis fyrir málþinginu „Menningarleg sam-
sömun í hnattvæddum heimi“, í samstarfi við
Listasafnið á Akureyri og myndlistardeild
Listaháskóla Íslands, sem að sögn Christians
gekk mjög vel. Í framhaldi af því verður hald-
in farandsýning, sem hefst á Akureyri í maí og
ferðast þaðan til Tyrklands, Ísrael og Sviss.
Christian mun stýra sýningunni fyrir norðan,
en aðrir sýningarstjórar á hinum stöðunum.
„Það virðist kannski furðulegt að eyða tíma og
peningum í að gera sýningu á Íslandi, þar sem
starf mitt og stofnunarinnar er að kynna ís-
lenska myndlist erlendis. En hugmyndin er sú
að tengja íslenska myndlistarmenn við er-
lenda, og velta um leið upp spurningunni
hversu mikilvægt „heima“-hugtakið sé mynd-
listarmönnum af ungu kynslóðinni. Stefnum
við í einsleitni, á tímum hnattvæðingar, eða
árekstra milli menningarheima, eins og allt
lítur út fyrir um þessar mundir? Ég held að
þessar pælingar séu mjög mikilvægar nú á
tímum.“
Tímaritið LIST
Eins og áður hefur verið nefnt er heimasíða
CIA.IS, á samnefndri slóð, afar vegleg. Hún
var eitt af því fyrsta sem Christian tók sér
fyrir hendur eftir að hann tók við starfi sínu,
enda segist hann líta á hana sem afar mik-
ilvægan vettvang, og því hafi hann einbeitt sér
mjög að því að gera hana bæði aðgengilega og
efnismikla. „Í raun má líta á hana sem það
sama og CIA.IS yfirleitt; sem glugga inn í ís-
lenskt myndlistarlíf sem hægt er að opna og
tala saman í gegnum. Það var markmiðið, að
hún væri kynning fyrir þá sem hafa áhuga á
íslenskri myndlist, og einnig fyrir íslenska
myndlistarmenn til að koma sér á framfæri,
hlekki á styrki og sýningar og fleira í þeim
dúr, nöfn og upplýsingar um íslenska mynd-
listarmenn sem búa erlendis og gætu orðið
hjálplegir. Einnig fyrir þá sem vilja komast í
tæri við myndlistarlífið hér, söfn, gallerí og
stofnanir. Í samvinnu við SÍM er UMM-
vefurinn síðan aðgengilegur á síðunni, með
upplýsingum um íslenska myndlistarmenn.“
Síðast en ekki síst er að finna á síðunni vef-
tímarit, sem hleypt var af stokkunum í maí í
fyrra og nefnist einfaldlega LIST. Christian
segir tímaritið hafa tekist vel til og náð tilætl-
uðum árangri – að vekja athygli erlendis á ís-
lenskri list – og þó að slóðin af því liggi út af
heimasíðu CIA.IS sé ennfremur hægt að nálg-
ast það á eigin slóð; www.artnews.is. „Mark-
miðið var alltaf að það yrði sjálfstætt og ég
vona að það verði enn meira svo í framtíðinni,“
segir hann, en Christian er ritstjóri þess
ásamt Jóni Proppé og er verkefnisstjóri þess
Sigrún Sandra Ólafsdóttir.
Feneyjatvíæringurinn
Það er óhætt að segja að Feneyjatvíæring-
urinn sé einn allra mikilvægasti vettvangurinn
fyrir samtímalist í heiminum í dag, og þar er
Ísland ekki undanskilið. Eins og nafnið bendir
til er þessi hátíð haldin annað hvert ár í Fen-
eyjum, og undanfarin skipti hefur Ísland sýnt
í finnska skálanum, sem Alvar Alto hannaði á
sínum tíma. Nú hefur hins vegar verið ákveðið
að Íslendingar sýni ekki þar næst, vorið 2007,
og standa því yfir umræður um hvernig stað-
setningu verður háttað um þessar mundir.
Christian mun sjálfur verða sýningarstjóri á
næsta Feneyjatvíæringi fyrir Íslands hönd, en
Laufey Sigurðardóttir hefur stýrt undan-
förnum sýningum. „Menntamálaráðherra hef-
ur bent á að í ljósi mikilvægis hátíðarinnar
væri fyrirhugað að Ísland byggði nýjan skála.
Því fylgja hins vegar ýmis vandkvæði vegna
landsvæðis enn sem komið er, þó að hátíðin
hafi gefið út yfirlýsingu í fyrra um að hún
hygðist stækka svæðið þar sem þjóðarskál-
arnir eru staðsettir. Ýmsar aðrar þjóðir bíða
líka, til dæmis Kína og Suður-Afríka, sem get-
ur hjálpað okkur mjög. Það mun hins vegar
ekki ganga í gegn fyrr en að sýningunni árið
2007 lokinni, og því þarf að finna tímabundna
lausn,“ segir Christian og bætir við að í því
geti falist bæði kostir og gallar.
Þar til staðsetningin hefur verið ákveðin,
sem hann telur að verði fyrir lok apríl, er
heldur ekki hægt að ákveða hvaða íslenski
myndlistarmaður muni halda til Feneyja eftir
ár, og því hafi sá einstaklingur ekki getað sótt
um listamannalaun í ár á þeim forsendum sér-
staklega. Þá kveður heldur ekkert í lögum á
um að listamannalaun séu veitt sérstaklega til
þess sem fer fyrir Íslands hönd á Feneyja-
tvíæringinn. Christian segist þó vonast til að
næsta ár, á því ári sem listamaðurinn heldur
utan, geti viðkomandi listamaður fengið slík
laun. „Ég held að allir geri sér grein fyrir mik-
ilvægi Feneyjatvíæringsins og þess vegna er
skilningurinn á málefnum bæði launa og að-
búnaðar mikilvægur,“ segir hann og undir-
strikar mikilvægi hátíðarinnar fyrir landið.
„Ég held að mikill meirihluti þeirra sem heim-
sækja íslenska skálann vilji gjarnan fá að vita
eitthvað um Ísland í leiðinni, og það eru millj-
ónir sem heimsækja þessa hátíð. Það er aug-
ljóst að þetta er gífurlega mikilvæg landkynn-
ing, og þess vegna er mjög mikilvægt að vel sé
að kynningunni staðið, eins og gert var í
fyrra.“
Hann segist raunar telja að myndlist verði
sífellt mikilvægari þáttur í landkynningu Ís-
lands yfirleitt, bókmenntir og tónlist hafi þeg-
ar skipað sér sess hérlendis en nú sé sjónum
beint í auknum mæli að myndlistinni. „Ég
vona að ekki einungis menntamálaráðuneytið
sjái þetta sem sitt mál, heldur einnig önnur
ráðuneyti og jafnvel borgaryfirvöld. Kannski
er það bjartsýni hjá mér að halda að allir geti
unnið saman að þessu, en ég vona það virki-
lega.“
Orkustöðin CIA.IS
Tal okkar berst að fjárveitingum og peningum
yfirleitt, hvort CIA.IS hafi yfirleitt nægt fjár-
magn til að standa undir þeim kröfum sem
gerðar eru til stofnunarinnar. Christian segir
stöðuna erfiða að mörgu leyti. „Ég vildi til
dæmis að við gætum veitt fleiri og hærri
styrki, sem er nú um fimmtungur útgjalda
okkar, en það er ómögulegt eins og staðan er.
Síðan er rekstrarkostnaður, og þá er einungis
lítil summa eftir í ýmis verkefni, eins og að
bjóða hingað erlendum sýningarstjórum eða
taka þátt í sýningum. Ég er með endalaust
langan lista af verkefnum sem væri gagnlegt
að taka þátt í og við munum reyna að taka
þátt í. En það þarf aukið fjármagn, meira en
helmings aukningu, til þess að hægt sé að
leysa þau af hendi svo vel sé. Og það er dálítið
bratt.“
Hann segir að ef til vill mætti spyrja af
hverju hann taki þá ekki að sér færri verkefni,
fyrst staðan er svona slæm. „En í hverju felst
þá starf okkar? Að svara símanum og gefa
listamönnum ráðleggingar, án þess að geta
aðstoðað þá við að komast á staðinn? Starf
okkar felur í sér svo miklu meira, og við þurf-
um augljóslega meira fé.“
Og mun hann útvega það fé? „Það mun ég
gera, enda er það hluti af starfi mínu. En þar
kemur kannski fram ein af neikvæðu hliðum
þess að vera útlendingur; ég er ekki enn
kunnugur því hvernig kerfið virkar hér á
landi. Þess vegna lít ég mjög til stjórnar CIA-
.IS í þeim efnum, og treysti því ennfremur að
þeir sem eru reiðubúnir til að styðja við
myndlist á Íslandi muni átta sig á mikilvægi
CIA.IS. Að hér er orkustöð, þar sem mik-
ilvægum verkefnum er hrundið úr vör og að
okkur má nota í alls konar samstarfsverk-
efni.“
Hann segist raunar andvígur því að mynd-
listarstofnanir, hvort sem það er CIA.IS, söfn
eða gallerí, þurfi að knýja dyra og betla pen-
inga. „Mér finnst að fyrirtæki eigi að koma til
okkar og bjóða til samstarfs, enda ætti að vera
um sameiginlega hagsmuni að ræða. Sýnileiki
íslenskrar menningar er málefni sem varðar
marga, ekki síður einkafyrirtæki en hið op-
inbera. Ég vona að sú staða náist í framtíð-
inni, og er mjög bjartsýnn á að það gerist.“
www.cia.is
Myrkir músíkdagar voru glæsilegir,en þeim lauk nýlega. Mér er nokkuð annt um þessahátíð, en ég stofnaði hana árið
1980. Mér fannst þá vanta vettvang fyrir nýja
íslenska tónlist. Á þeim árum lá menningarlífið
í dvala eftir jólin og tók ekki við sér fyrr en
komið var fram á þorra.
Fyrsta hátíðin, fimm tónleikar að mig minn-
ir, gekk mjög vel og hlaut góð-
ar undirtektir hjá tónlist-
arfólki og áheyrendum.
Nafnið „myrkir músíkdagar“
kom til af því, að hér var framin tónlist í myrk-
asta skammdeginu. Þetta nafn vakti nokkra
athygli erlendis.
Fyrsta verkið sem flutt var á opnunartón-
leikum fyrstu hátíðarinnar var 15. strengja-
kvartett eftir Sjostakóvíts; minnisverður er
snilldarflutningur kvartetts Guðnýjar Guð-
mundsdóttur konsertmeistara. Samstarfs-
maður minn, við að hrinda þessu öllu í fram-
kvæmd, var Þorkell Sigurbjörnsson.
Síðan hafa „Myrkir“ verið við lýði. Skipst
hafa á meðbyr og mótbyr í áranna rás, eins og
gengur. En á seinustu árum hefur allt gengið í
haginn.
Það er að þakka dugnaði, skipulagsgáfu og
andlegu fjöri Kjartans Ólafssonar, formanns
Tónskáldafélagsins. Hann hefur haft einstakt
lag á því að fá fólk til samstarfs og stilla saman
strengi.
Samkvæmt efnisskrá nýliðinnar hátíðar
hafa verið haldnir 19 tónleikar, á Akureyri og í
Reykjavík. Það er mjög ánægjulegt að Ak-
ureyri er með. Okkur Reykvíkingum hættir til
að gleyma að það er menningar- og listalíf á
landinu, handan Mosfells- og Hraunbæjar!
Mér þótti gaman að tónskáldin á Akureyri
skyldu vera með, einnig Charles Ross sem
starfar á Egilsstöðum.
Og tæplega 90 tónverk, stór og smá, voru
flutt.
Mér finnst flutningur nútímaverka yfirleitt
vera góður. Liðin er sú tíð að verkin voru betri
en flutningurinn. Nú kemur fyrir að flutningur
er betri en verkin.
Spilara áður fyrr skorti kannski ekki fingra-
fimi eða tækni. Aftur á móti skildu sumir ekki
nema orð á stangli í því máli, sem nútíma-
tónlistin tjáir sig á.
Svo bættist við tortryggni gagnvart því ný-
stárlega, og jafnvel andúð á öllu nýju. En þetta
er nú gjörbreytt.
Ekki veit ég hvað margir flytjendur voru
viðriðnir „Myrka“, en þeir voru æðimargir.
Rúmlega 30 verk voru frumflutt, alla vega
frumflutt á Íslandi.
Þar á meðal verk eftir ítalska tónskáldið
Maurizio Piasti, sem heitir Questio og var það
samið um Thor Vilhjálmsson, hinn áttræða rit-
snilling, sem tók þátt í frumflutningi verksins.
Kalla mætti allt þetta grósku. En gróskan
mælist ekki í magni heldur gæðum. Og oft er
talnamælistikan gagnslaus í listum.
En hér er líka kynslóð ungra tónskálda að
hasla sér völl. Og mér líst vel á það sem unga
fólkið að gera. Ég nefni engin nöfn, því ég
kynni að móðga þá sem ég gleymdi.
Mér finnst fjölbreytnin einkenna tónsköpun
hér á landi; finna má flestalla strauma samtím-
ans í verkum tónskálda okkar.
Þetta kann að stafa af því að Ísland er eyja
milli tveggja meginlanda og við sækjum okkur
menntun og reynslu í ólíkum löndum.
Kannski er Reykjavík að verða suðupottur
heimsins í framúrstefnutónlistinni!
Frá upphafi var reynt að hafa með erlend
tónskáld. Svo var einnig nú.
Heyra mátti ný eða nýleg verk tónskálda frá
Bandaríkjunum, Noregi, Færeyjum, Eist-
landi, Svíþjóð, Danmörku. Þessi samanburður
er okkur nauðsynlegur og hvetjandi.
Ég held að efla mætti þennan þátt: fá hingað
afburðafólk, og demba sér í útrás, eins og tíska
er að kalla það.
Undirtektir flytjenda og áheyrenda, aðsókn,
var yfirleitt góð, sýnir að nútímatónlist er ekki
óvinsæl nema kannski hjá einhverjum gagn-
rýnendum og afturhaldsklíkum.
Eitt hefur einkennt íslenskt tónlistarlíf: hið
góða samband milli flytjenda og tónskálda.
Margir spilarar leggja metnað sinn í að
frumflytja. Og geta það. Það er mikill munur á
því að leika gömlu meistarana – gera það sem
lært var í skólum – eða breyta glænýju nótna-
blaði í lifandi tónlist; einhverju sem aldrei hef-
ur heyrst áður, enginn hefur séð og er kannski
ólíkt því sem áður var gert. Til þess þarf
innsæi, kunnáttu og kannski kjark.
Mér finnst þakkarvert hvað hópar eins og
Kammersveit Reykjavíkur, Caput, Atón, Blás-
arasveit Reykjavíkur, Vox Academica-kórinn
og fleiri, auk ýmissa einstaklinga hafa sinnt vel
nýsköpunarstarfi tónskálda.
Og ekki má gleyma Hamrahlíðarkórnum,
sem ekki var með í þetta sinn, en Þorgerður
Ingólfsdóttir hefur í gegnum tíðina verið ljós-
móðir drjúgs hluta íslenskrar kórtónlistar.
Bergþóra Jónsdóttir skrifaði nýlega grein í
Morgunblaðinu, þar sem hún heldur því fram
að tvo meginstrauma megi greina í tónlistinni
hér: falleg verk eða ögrandi – innan gæsa-
lappa. Nefnir hún dæmi máli sínu til stuðn-
ings.
Mér finnst líka þessi skipting (fallegt og/eða
ögrandi) ekki segja mikið. Það er mjög ein-
staklingsbundið hvað er fallegt. Svo er mörg
tónlist falleg og ögrandi í senn.
Ég gruna Bergþóru um að telja það eitt fal-
legt (og um leið æskilegt), sem líkist því sem
áður var gert. Það sem hún kallar ögrandi
væri þá nýstárlegt, óvanalegt eða frumlegt.
Adorno gamli segir einhvers staðar að hið nýja
sé gagnrýnt með andúð en hið gamla meðtekið
gagnrýnislaust.
Mér finnst viðhorf Bergþóru mjög íhalds-
samt.
Hún veltir því líka fyrir hvort hið fallega eða
ögrandi muni verða ráðandi í framtíðinni.
Ég held að fjölbreytnin verði ríkjandi.
Bergþóra telur að nú sé allt leyft sem áður
var bannað. Þetta er dálítill misskilningur.
Það var aldrei neitt bannað í tónlistinni.
Góðir listamenn, sem eitthvað lá á hjarta,
létu aldrei segja sér fyrir verkum.
Busoni segir að listamaðurinn eigi ekki að
hlýða reglum, heldur búa til reglur. Og hann
segir ennfremur að tónlistin sé fædd frjáls og
frelsið sé hennar lífsmáti.
Fjölmiðlar gerðu Myrkum músíkdögum all-
góð skil að ég held.
RÚV stóð sig vel – miklu betur en oft áður.
Tónlistargagnrýni er aðeins í Morg-
unblaðinu.
Gagnrýnendur eru óöruggir þegar sam-
tímalist á í hlut.
Ekki aðeins í tónlist. Þetta óöryggi birtist
stundum í drýldni, nöldri og yfirlæti. Kannski
er orsökin ónóg þekking á viðfangsefninu.
En mér finnst að menn eigi að segja skoðun
sína afdráttarlaust, en alltaf innan ramma
kurteisinnar. Og skoðanaskipti er alltaf nyt-
samleg. Maður sem er mér ósammála í listinni
þarft ekki að vera fífl eða illmenni!
Ég sá í Morgunblaðinu, hinn 15. þessa mán-
aðar, að Jónas Sen sendir Davíð Brynjari
Franzsyni og Atla Ingólfssyni, frábærum lista-
mönnum og framsæknum, skammardembu,
sem mér finnst ómakleg. Ég óska þeim bara til
hamingju. Ég veit að þeir halda sínu striki.
Það skiptir litlu máli þótt Jónas hafi rangt fyr-
ir sér. Hann hefur fullt leyfi til þess.
Það er erfitt að ná áttum í listinni nú á dög-
um og fíla hana. Myrkir músíkdagar hjálpa til
þess. Benedikt Gröndal þótti torskilinn en
hann svaraði: Mitt er að yrkja, ykkar að skilja.
Að loknum Myrk-
um músíkdögum
Kjartan Ólafsson „En á seinustu árum hefur allt
gengið í haginn. Það er að þakka dugnaði,
skipulagsgáfu og andlegu fjöri Kjartans Ólafs-
sonar, formanns Tónskáldafélagsins. Hann hef-
ur haft einstakt lag á því að fá fólk til samstarfs
og stilla saman strengi.“
Eftir Atla Heimi
Sveinsson
ahs@centrum.is
Morgunblaðið/Eyþór
Höfundur er tónskáld.